Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1992 PlfrgmiiMalilí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 110 kr. eintakið. „Þetta er fjölski mynd — vona í - samtal við Davíð Oddsson um sjónvarpsmyndina „ Davíð Oddsson og Ragnar Nikulásson sem leikur Jóhannes-Davíð. Sólí Við lifum á öld upplýsinga, öld fjölmiðla; öld harðrar og á stundum óvæginnar sam- keppni þeirra um athygli og viðskipti. Þessi samkeppni nær bæði til prentmiðla (blaða/ tímarita) og ljósvakamiðla (út- varps/sjónvarps). Þessi sam- keppni leiðir, eins og öll sam- keppni, til betri þjónustu, til meira úrvals fréttaefnis og annarra upplýsinga, sem og til ódýrari þjónustu. Þessi harða samkeppni hef- ur einnig sínar neikvæðu hlið- ar. Hún getur tekið á sig leið- ar og jafnvel ljótar myndir. í fyrsta lagi er á stundum lögð meiri áherzla á neikvæðar fréttir en jákvæðar, máski vegna þess að neikvæð frétt er álitin „betri“ söluvara en jákvæð. Þetta á einkum við um svokallaða „gula pressu“, sem er fyrirferðarmikil víða erlendis. Fjölmiðill, sem ástundar aðeins neikvæðar fréttir, speglar ekki samfélagið á heildina litið. Hann gegnir ekki upplýsingaskyldu með þeim hætti sem vert er. Og þar sem fréttir geta haft mót- andi áhrif á fólk og samfélag, bæði beint og óbeint, ýtir sí- bylja hins neikvæða undir það sem miður fer í mannlegum samkiptum. I annan stað er ágengni fjöl- miðla við einstaklinga, heimili og stofnanir, sem skarast við fréttir, meiri og óvægnari nú en var til skamms tíma. Þetta gildir um slys, meint afbrot, ótímabærar mynd- og nafn- birtingar, barnaverndannál og ýmsa einkahagi fólks. í slíkum fréttum er þess ekki alltaf gætt sem skyldi, að frásögnin varðar sjaldnast einn aðila, eða þá aðila eina sem frétt er sögð af hverju sinni, heldur jafn- framt íjölskyldur, vandamenn og vini. Hér veldur hver á held- ur og það má aldrei gleymast, að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Fjölmiðlar nútímans bregða gjarnan ljósi á mannlegan breyskleika, sem nóg er af, nú sem löngum. í því sambandi er ekki úr vegi að hugleiða, nú þegar föstudagurinn langi fer í hönd, að píslarganga Krists, aðdragandi hennar og krossfestingin á Golgata, opin- bera mannlegan breyskleika á þessum löngu liðnu og sögu- ríku tímum. Frásögnin af læri- sveinunum og samtíð þeirra sýnir margt það, sem fyrir okkur getur komið í daglegu lífi á líðandi stundu. Og hversu víða í mannkynssögunni sjáum sinni við ekki dómarana og valds- mennina, sem dæmdu Krist, hermennina sem pyntuðu hann og múginn sem heimtaði Barrabas lausan? Mannkynið hefur krossfest kærleikshug- sjón Krists oftar en tölu verður á komið. Heimsmynd sam- tímans með staðbundin stríð, milljónir flóttamanna, sjúk og sveltandi börn vanþróaðra ríkja, mengun náttúru og um- hverfis og margs konar for- dóma og hleypidóma í garð náungans, er talandi vitnis- burður um Hausaskeljahæðir líðandi stundar. En samtíminn speglar jafn- framt og ekkert síður hið fagra og jákvæða í veröldinni, sem hvarvetna blasir við ef grannt er gáð; það sem gefur lífinu gildi og mannkyninu framtíð- arvon. Þar vegur þyngst kær- leiksboðskapur kristninnar, sem víða segir til sín í dagleg- um samskiptum fólks, ekki sízt þegar óvæntir atburðir eða ytri aðstæður kalla á samstöðu fólks og samhjálp. Kærleiks- boðskapurinn kemur einnig í Ijós í margvíslegu, fjölþjóðlegu menningar- og hjálparstarfi. Og það fagra og jákvæða, sem varða á veg okkar, kemur skýrt fram í árangri og afrek- um mannkynsins, þar sem mannshugurinn rís hæst á sviði vísinda og lista. Það á til dæmis við um læknisfræði og verndun umhverfis og lífríkis, svo eitthvað sé nefnt. Það á við um bókmenntir, hljómlist og myndlist, þegar þessar list- ir ná mestum þroska. Páskar eru sigurhátíð lífsins yfir dauðanum, sigurhátíð kærleikans, ljóssins og sann- leikans. Það má lesa út úr táknmáli páskanna, sem og annarra kirkjuhátíða, að við eigum að rækta með okkur bjartsýni og jákvætt hugarfar, jákvæð viðhorf, jákvæða af- stöðu til umhverfis okkar og samferðafólks. Þetta á ekkert síður við um fjölmiðla en fólk. Megi páskasólin skína í sinni okkar og hugur okkar verða vermireitur fyrir hin jákvæðu viðhorf, ekki sízt í garð þeirra mörgu, sem af ýmsum ástæð- um standa höllum fæti í lífinu. í því sambandi er og hollt að hafa í huga að við tökum það eitt með okkur á fardögum jarðvistar sem við höfum öðr- um gert eða gefið. Morgunblaðið óskar lesend- um sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar og slysa- lausrar páskahátíðar. „ÉG hef orðið var við að börn- um, sem hafa séð myndina, hefur þótt hún vera skemmti- leg. Lítill frændi minn sagði eftir að hafa séð hana: „Sýndu mér hana aftur“ og það fannst mér góður leikdómur. Þetta er fjölskyldumynd - vona ég.,“ sagði Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, í samtali við Morgun- blaðið en sjónvarpsmynd eftir handriti hans „Allt gott“ í Ieik- stjórn Hrafns Gunnlaugssonar verður frumsýnd á páskunum. Davíð sagðist aðspurður hafa fylgst með tökum í einn dag þegar hættuatriði í Ölfusá var niyndað. Hann sagði að leikstjóri hefði verið við öllu búinn og haft froskmenn til taks ef eitthvað hefði borið út af. Auk þess fylgdist hann með klippingu og áður þegar var verið að velja polla til að fara með aðalhlutverkin. Hann sagði að Hrafn hefði reynt að velja strák sem líktist gömlum myndum af höfundinum en seinna hefði hann raunar víxlað persónunum. „Við eigum marga góða polla og þessir tveir sem fara með aðalhlutverkin gera það alveg frábærlega vel, þeir leika ekki, þeir lifa sig inn í þetta.“ „Upphafið var smásaga sem ég skrifaði að beiðni Arna Þór- arinssonar ritstjóra og var birt í tímaritinu Mannlíf fyrir nokkrum árum. Seinna setti ég hana svo í þetta litla leikverk. Hugmyndin er sú sama og grunnur atburðanna er sannur en pijónað í kringum hann og ýmsu bætt við og öðru sleppt. Það mætti segja mér að eftir standi um 20 prósent þess sem gerðist í verunni. Þetta fjaliar sem sagt um lítinn atburð sem gerðist í lífi okkar Jóns Ólafssonar, skrif- stofustjóra Stey pu stöð vari n nar, þegar við vorum pollar á Selfossi og greyptist í huga minn. Kannski ekki nákvæmlega eins og hann gerðist en ég reyni að koma hug- hrifum þess sem atburðurinn skildi eftir hjá mér til skila í þessari litlu sögu. Það er kannski rétt að geta Jóns Ólafssonar hér því sumir hafa staðið í þeirri trú að hin persónan væri Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra.“ Þetta er þriðja sjónvarpsleikrit Davíðs Oddssonar, hin eru „Róbert ElíaSson kemur heim frá útlönd- um,“ og „Kusk á hvítflibbanum“. Hann sagðist aðspurður ekki taka sig mjög hátíðlega sem leikrita- skáld en vissulega hefði hann mjög gaman af að skrifa. „Nei, ég held ég verði ekki með neitt sog i mag- anum á frumsýningardaginn," sagði hann „ en ég ber auðvitað umhyggju fyrir verkinu og vona að menn hafi gaman af að horfa á þessa smámynd. Ég er ekki á nálum Ég elska skíðaíþr -segir Pernilla Wiberg, heims- og ólympíumeistari í stórsvigi Pernilla Wiberg kunni vel að meta íslenska hestinn. ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem ólympíumeistari heimsækir Is- land. Nú er sænski heims- og ólympíumeistarinn í stórsvigi kvenna, Pernilla Wiberg, stödd hér á landi. Tilgangur heim- sóknarinnar er að taka þátt í sex alþjóðlegum mótum sem Skíða- samband Islands, stendur fyrir á Akureyri, Isafirði og í Reykja- vík. Nú þegar er fjórum af sex mótum lokið og hefur hún sigrað í þeim öllum með miklum yfir- burðum. Hún sagði dvölina á íslandi ánægjulega og hún færi heim með góðar minningar héð- an. Pernilla Wiberg, sem er 21 árs, fór fyrst á skíði þriggja ára gömul en byrjaði ekki að æfa af alvöru fyrr en hún varð 11 ára. Systir hennar stundaði skíðaíþróttina og fékk Pernilla áhugann í gegnunum hana. „Ég stundaði frjálsíþróttir og skíði jöfnum höndum til að byrja með en síðan urðu skíðin ofan á. Það er kannski svolítið seint að byrja að æfa skíði ellefu ára en frjálsíþróttirnar gáfu mér góðan bakgrunn. Ég var því vel undirbúin fyrir skíðin og náði fljótlega góðum tökum á íþróttinni.“ Pernilla vann fyrsta alvöru titil- inn 14 ára gömul er hún sigraði á Andrésar andarleikum á Ítalíu. Hún varð síðan sænskur unglingameist- ari í svigi þrjú ár í röð frá 1985 - 1987. Hún hóf keppni í heimsbik- arnum 1989, en meiddist í hné og varð að fara í uppskurð í Bandaríkj- unum. Fyrsta heimsbikarmótið vann hún í fyrra og sama ár varð hún heimsmeistari í stórsvigi. 1 vetur kórónaði hún feril sinn með sigri í stórsvigi á Ólympíuleikunum í Albertville í Frakklandi - einu gullverðlaun Svía á leikunum. Hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.