Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 Winnie Mand- ela hætt trún- aðarstörfum WINNIE Mandela, eiginkona Nelsons Mandela, tilkynnti í gær að hún hefði sagt af sér trúnaðarstörfum innan Áfríska þjóðarráðsins (ANC). Það sagði hún gert í þeim tilgangi að samtökin yrðu ekki svert vegna ásakana á hendur henni um meinta aðiid að tveimur morð- málum. Winnie Mandela var talsmaður samtakanna í félags- málum. Chirac krefst þjóðaratkvæðis JACQUES Chirac, leiðtogi Lýð- veldisfylkingarinnar (RPR), hvatti til þess í gær að franska þjóðin fengi að segja álit sitt á Maastricht samkomulaginu um efnahagslega og pólitíska framtíð Evrópubandalagsins (EB) í þjóðaratkvæði. Væri það eitt af fimm skilyrðum flokks- ins fyrir stuðningi við samkom- ulagið á þingi. Chirac sagði samkomulagið flókið, mikið að vöxtum, óskýrt, tyrfið og illa samið. Gera þyrfti verulegar breytingar á stjórnarskránni til þess að þingið gæti samþykkt það. Til þess að það mætti verða þyrfti þingið að hafa þjóðina á bak við sig. Hart er nú deiít í Frakklandi um Ma- astrich-samkomulagið og skoðanakannanir benda til þess að það hlyti ekki meirihlutast- uðning í þjóðaratkvæði. Francois Mitterrand forseti er einn af aðal höfundum sam- komulagsins. Hrynja niður úr hungri HUNDRUÐ manns déyja dag- lega úr hungri í stríðshijáðum héruðum í suðurhluta Súdans, að sögn starfsmanna alþjóð- legra hjálparstofnana. Illa eða jafnvel ekkert hefur gengið að koma matvælum til þeirra svæða þar sem ástandið er verst. Sögðu fulltrúar hjálpar- stofnana ástandið versna méð hveijum degi. Þjóðarmorð í Búrma? KHALED prins, yfirmaður her- afla Saudi-Arabíu, hélt því fram í gær að þjóðarmorð ætti sér nú stað á múslimum í Búrma og hvatti hann til þess að Sameinuðu þjóðirnar beittu þunga sínum til þess að knýja fram stefnubreytingu hjá stjórninni i Rangoon í garð múslima. SÞ ætti að frelsa þá undan ánauð með sama hætti og Kúveit var frelsað. Karem- skæruliðar sögðu í gær að um 20.000 manna lið stjórnarhers- ins sæti nú um búðir þeirra í Manerplaw á landamærum Thailands. Hefðu harðir bar- dagar átt sér þar stað að undanförnu. Uppljóstranir óhjákvæmilegar TATJANA Samolís, talsmaður rússnesku leyniþjónustunnar, sem stofnuð var upp úr KGB, öryggislögreglunni alræmdu, staðfesti í gær að ljórir Belgíu- menn, sem ljóstrað var upp um í heimalandi þeirra um helgina, hefðu í raun verið rússneskir njósnarar. Aldrei var gengist við uppljóstrunum af þessu tagi í sögu Sovétríkjanna. „Njósn- um fylgir sú áhætta að upp um menn komist,“ sagði Samolís. Reuter Arafat styður Gaddafi Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), for- dæmdi refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gegn Líbýu sem komu til framkvæmda í gær. Sagði hann aðgerðirnar til marks um dekur Vesturlanda við ísraela og skoraði_ á Bandaríkjamenn að stuðla að því að koma skrið á friðarviðræður ísrela og araba. Arafat bar sig vel í samtali við bandaríska sjónvarpsstöð í gær og sagðist við hesta- heilsu. Enn væri hann þó marinn á nokkrum stöðum eftir flugslysið í Líbýu í síðustu viku. Var myndin tekin í Kaíró í gær en hann gekkst þar undir læknisskoðun. Eldgosið í Etnu á Sikiley: Sérfræðingum tekst að hemja hraunflóðið Zafferana á Sikiley. Reuter. ÍTÖLSKUM sérfræðingum tókst í gær að stöðva hraunflóð úr eldfjall- inu Etnu sem stefndi á bæinn Zafferana. „Þetta þýðir að við höfum unnið tima til að þróa fram lausn til lengri tíma,“ sagði Nicola Capr- ia, ráðherra almannavarna, en það var jafnt skipulögðum sprengingum og flatlendi að þakka að tókst að stöðva hraunflóðið. Með sprengingum tókst að beina storknuðu hrauni út í á og flatlendið gerði það síðan að verkum að bráðnað hraunið sem á eftir kom rakst á harðan vegg. Enn streymir hraun úr Etnu en megnið af því storknar mjög hratt er það kemst í samband við kalt loft- ið, jarðveg og kólnað hraun. Sér- fræðingar hafa hins vegar miklar áhyggjur af hrauni sem rennur í gegnum neðanjarðargöng og kemst því ekki í snertingu við andrúmsloft- ið. Bandarískir hermenn frá herstöð- inni í Sigonella, skammt frá Kata- níu, og ítalskir sérfræðingar vinna nú að því að koma upp fimmtíu steyptum hlerum fyrir framan það mynni neðanjarðarganganna sem er næst Zafferana. Upphafiega voru hlerarnir hannaðir sem vörn gegn hryðjuverkamönnum og áttu að koma í veg fyrir að bifreiðar hlaðnar sprengiefnum gætu ekið inn í her- stöðvar líkt og gerðist í Beirút árið 1983. Hver hleri vegur tvö tonn og eru þeir fluttir með þyrlum síðasta spöl- inn upp í 2.100 metra hæð. Þar er þeim komið fyrir á sérstökum palli, hlekkjaðir saman með keðjum. Þegar öðrum enda pallsins er lyft eiga síð- an hlerarnir að renna inn í mynnið þar sem hraunstraumurinn kemur út og loka því. Hefur verið sprengt gat á loft gangnanna á öðrum stað og á hraunstraumurinn að renna þar út er mynnið stíflast. Stefnt er að því að framkvæma þetta í dag eða á morgun og ef aðgerðin heppnast vel ættu að líða nokkrar vikur þar til hraunið ógnar Zafferana að nýju. Kim Il-sung leiðtogi Norður-Kóreu áttræður: Segist vilja bæta samskipti N-Kóreu og Bandaríkjanna Pyongyang. Reuter. MIKIL hátíðahöld voru í Norður-Kóreu í gær í tilefni af áttræðisaft mæli Kims Ils-sungs, leiðtoga ríkisins frá stofnun þess árið 1953. í hátíðarræðu í veislu honum til heiðurs sagði leiðtoginn að baráttan gegn „heimsvaldasinnum" myndi halda áfram þrátt fyrir hrun Sovét- ríkjanna. Hann sagði einnig að góðar líkur væru á því að Kóreuríkin gætu brátt sameinast á ný eftir fimmtíu ára aðskilnað. Þrátt fyrir að gífurlega miklu hafi verið kostað til veislunnar, meðal annars sýndu um hundrað þúsund ungmenni fimleika, var lítið um hátt- setta erlenda gesti. Meðal þeirra helstu má nefna Yang Shangkun, forseta Kína, Norododm Sihanouk, leiðtoga Kambodíu, serp bjó í útlegð í Norður-Kóreu um árabil, og litla sendinefnd frá Japan, skipaða lágt settum fulltrúum jafnt stjórnar sem stjórnarandstöðu. Þá voru einnig mættir nokkrir leiðtogar þriðja- heimsríkja. Enginn fulltrúi frá Suður-Kóreu var viðstaddur hátíðar- höldin en strangt til tekið ríkir enn stríðsástand milli Kóreuríkjanna tveggja. Kim Il-sung virðist hins vegar vera mikið j' mun að bæta samskipt- in við umheminn og þá ekki síst Bandaríkin. í viðtali sem birtist í dagblaðinu Washington Times í gær, og er það fyrsta sem hann veitir bandarísku dagblaði í mörg ár, seg- ist hann vera reiðubúinn að grafa stríðsöxina, Ijórum áratugum eftir Kóreustríðið. Hann bauðst til að af- henda Bandaríkjamönnum jarðnesk- ar leifar þeirra bandarísku hermanna sem féllu í stríðinu og sagðist einnig vera reiðubúinn að leyfa eftirlits- mönnum að rannsaka kjarnorkuverk landsins. Bandaríkjamenn, Japanir og Suður-Kóreumenn gruna Norður- Kóreumenn um að vera að þróa þar Reuter. Kim Il-sung heilsar erlendum gestum í áttræðisafmæli sínu. Þótti leiðtogi Norður-Kóreu bera aldurinn vel. fram kjarnorkusprengju. „Það ríkir vor í samskiptum þjóðar okkar og Bandaríkjanna, vorið er að byija,“ sagði Kim Il-sung í viðtalinu. Hann bætti því við að hann vildi að Banda- ríkjamenn opnuðu sendiráð í höfuð- borginni Pyongyang sem allra fyrst. Kim gat þess einnig að sonur hans, sem nú er fimmtugur, hefði að mestu leyti tekið við stjórn landsins. Norður-kóresk dagblöð birtu að venju langar lofsgreinar um leiðtog- ann og sögðu ítarlega frá öllum þeim heillaskeytum og gjöfum sem honum bárust erlendis frá. Sú sem líklega hefur komið að bestum notum var frá Kína. Kínveijar, sem eru helstu bandamenn Norður-Kóreu, gáfu hundruð tonna af svínakjöti, að því er talið er til að gera Norður-Kóreu- mönnum kleift, þrátt fyrir örbirgð landsins, að halda leiðtoganum þá miklu veislu sem honum bæri. Bandaríkin: Mesta bil milli ríkra og fátækra í 50 ár? Demókratar vilja jafna bilið með hátekjuskatti ^New^York. Frá Huga Ólafssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í HÖRÐUM deilum demókrata á Bandaríkjaþingi við Bush forseta um skattamál hefur víglínan verið dregin fyrir forsetakosningar í haust. Með því að boða hátekjuskatt, en skattaafslátt til miðstéttar- fólks, vonast flokkurinn til að höfða til þeirra sem telja sig hlunn- farna við skiptingu þjóðarkökunpar. Nýjar tölur sýna að 60% hag- vaxtar á síðasta áratug lentu í vasa ríkasta 1% þjóðarinnar og að bilið milli ríkra og fátækra sé að líkindum meira en það hefur verið í hálfa öld. Frumvarpi demókrata, sem var samþykkt í þinginu 20. marz, var umsvifalaust hafnað af Bush, sem beitti neitunarvaldi sínu. Hann seg- ist vera á móti öllum skattahækk- unum, en demókratar reyna að út- mála hann sem vin milljónamæring- anna, sem vilji hlífa þeim við að borga sanngjarnan skerf í efna- hagslægðinni eftir að hafa grætt á tá og fíngri á 12 ára valdatíma rebúblikana. Það hefur lengi verið ljóst að þá urðu hinir ríku ríkari og hinir fá- tæku fátækari. Nýlegar niðurstöður rannsóknarnefndar Bandaríkja- þings staðfesta þetta. Ef þjóðinni er skipt jafnt niður í fimm hópa eftir efnum kemur í ljós að tekjur ríkasta fimmtungsins jukust um 29% frá 1977 til 1989 og sá hópur þénaði jafn mikið og hinir fjórir til samans. Tekjur fátækasta fimmt- ungsins minnkuðu hins vegar um 9%. Ef aðeins er litið á ríkasta hundraðshlutann verður bilið enn breiðara, því tekjur þess hóps hækkuðu_ um 77% (upp í um 34 milljónir ÍSK á fjölskyldu á ári). Ein skýringin á þessu er sú að í forsetatíð Ronalds Reagans var hámarkstekjuskattur lækkaður úr 90% í 31%. Á sama tíma stórhækk- uðu laun yfirmanna fyrirtækja. Um 1975 fékk forstjóri 35-föld laun meðalstarfsmanns, en nú er munur- inn 120-faldur. Meintar öfgar í þessa veru hafa sætt gagnrýni upp á síðkastið, eins og það að forstjór- ar bandarísku bílafyrirtækjanna fá margföid laun á við japanska starfs- bræður sína og að Steve Ross, for- stjóri Time-Warner fjölmiðlarisans, skuli hafa fengið sem svarar nærri 5 milljörðum ÍSK í árslaún á sama tíma og fyrirtækið sagði upp starfs- fólki í hundraðatali. Bill Clinton, sem nú má telja næsta víst að verði forsetáfram- bjóðandi demókrata, hefur gert skattaafslátt fyrir miðstéttarfólk að einu helsta baráttumáli sínu, við góðar undirtektir kjósenda, sem flestir telja sig þar í hópi. Minna fer fyrir tillögum til að bæta hag hinna verst settu, en fátækt í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.