Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1992 Regnboginn hefur sýning- arámyndinni „Freejack“ REGNBOGINN hefur hafið sýn- ingar á myndinni „Freejack". Með aðalhlutverk fara Anthony Hopkins, Emilio Esteves og Mick Jagger. „Freejack“ er vísindaskáldskap- ur sem hefst á því að kappaksturs- maðurinn Alex Furlong lætur lífið í hörmulegu slysi. Líkama hans er rænt 18 ár inn í framtíðina þar }sem hreinir líkamar og hraustir eru eftirsóttir af auðugum mönn- um til að öðlast ódauðleika. r Eitt atriði úr myndinni „Free- jack“. BLÓMASALUR Opið öll kvöld um páskahátíðina - fyrir þig Borðapantanir í síma 22321 FLUGLEKUR HÓTEL LOFTLEIÐIR - þegar matarilmurinn liggur í loftinu \____________:_____ J I 1 ÉfÉtml M Metsölublad á hvetjum degi! Snilligáfan og einmanakenndin Kvikmyndir Amaldurlndriðason Litli snillingurinn „Little Man Tate“. Sýnd í Háskólabíói. Leik- stjóri: Jodie Foster. Handrit: Scott Frank. Framleiðandi: Scott Rudin. Aðalhlutverk: Jodie Fost- er, Dianne Wiest, Adam Hann- Byrd, Michael Shulman, Nathan Lee. Litli snillingurinn er fyrsta bíó- myndin sem hinn tvöfaldi óskars- verðlaunahafi, Jodie Foster, leik- stýrir og það verður ekki annað sagt en henni sé margt til lista lagt á þeim vettvangi. Myndin seg- ir frá ungum dreng, Fred Tate, sem hefur sérstaka snilligáfu og sam- bandi hans við móður sína, sem Foster sjálf leikur, og eiganda skóla fyrir litla snillinga eins og hann, leikinn af Dianne Wiest, og skólafé- laga sína og hún er afar góð, dapur- leg stundum, fyndin líka og skemmtileg skoðun á einmana- leika, vináttu og væntumþykju. Það fylgir henni þægilega ljúfsár tilfinningasemi því Foster og hand- ritshöfundinum Scott Frank tekst sérlega vel upp þegar þau fjalla um einmanakenndina sem fylgir því að vera öðruvísi en allir aðrir og drengurinn, sem þau hafa valið í hlutverk litla snillingsins, Adam Hann-Byrd, er frábær leikari og kallar á samúð við hvert skref. Fred Tate býr hjá einstæðri móður sinni, gengilbeinu á krá í New York. Hann er undrabarn á öllum sviðum, yrkir djúpvitur ljóð, málar (hann dreymir sífellt að hann sé í málverkum van Goghs), og leysir erfíðustu stærðfræðiþrautir á andartaki í huganum. Og hann hefur sérstaklega mikinn skilning á umhverfínu sem hann lifír í og heiminum öllum. Hann hefur áhyggjur af hveijum hlut, ósonlag- inu og styijöldum og morðum á saklausu fólki. Hann er ljóti andar- unginn með magasár. Sjö ára og þunglyndur. Það sem þó er verst og kvelur hann mest er að krakkarnir í bekknum hans líta á hann sem við- undur og forðast hann. Hann er því vinalaus með öllu. Hann þráir það eitt lifa eðlilegu lífi, eignast vini, eiga fjölskyldu, halda uppá afmælið sitt. Hann er sífellt að reyna að koma sér upp vinum, ungum og eldri en verður lítið ágengt. Það eina sem allir hafa áhuga á er snilligáfan, ekki sjö ára drengnum á bak við hana. Út frá þessum söguþræði spinna þau Foster og handritshöfundurinn Frank sérstaklega ve! gerða mynd um einstakan strák og vandamálin í lífi hans. Foster spilar skynsam- lega á taugar áhorfenda án þess að ofgera neinu, klökku stundirnar spretta eins og af sjálfu sér líkt og afmælisveisla Tate sem enginn mætir í. Einmanaleiki hans og þrá eftir vinskap og venjulegu lífi er undirstrikaður með skýrum svip- myndum á einlægum, lágstemmd- um nótum. Leikurinn er allur mjög góður, Foster er fín sem hin áhyggjufulla móðir og besti vinur sonar síns, Dianne Wiest lýsir vel klaufalegum en þó vinalegum fræðimanni sem hugsar aðeins um getu drengsins en aldrei um hann sjálfan. En fyrst og fremst er þetta mynd Adam Hann-Byrd í hlutverki Tate litla, hljóður og sífellt hugsandi og áhyggjufullui' litill snillingur í snúnum heimi. Ástin með í spilinu Upp á líf og dauða „Catchfire". Sýnd í Regnboganum. Leik- sfjóri: Alan Smithee. Aðalhlut- verk: Jodie Foster, Dennis Hop- per, Joe Pesci, Dean Stockwell, Charlie Sheen, Vincent Price, John Tururro, Fred Ward. í gamla daga voru leigumorð- ingjar og mannræningjar illfyglin í bíómyndunum og maður vissi hvar maður hafði þá. Síðan er mannæta eins og Hannibal Lecter farinn að fá bestu setningarnar. Dennis Hopper er ósvífinn leigu- morðingi í spennumyndinni Upp á líf og dauða og hann er lang- skemmtilegasta persóna brokk- gengrar myndar; hann hefur hæfi- leika til að brejd;a mannráni í ást. í myndinni verður Jodie Foster vitni að mafíumorði og leggur á flótta svo bæði lögreglan og mafí- ósinn, sem lendir í fangelsi ef hún vitnar gegn honum, senda menn á eftir henni. Einn af þeim er Hopp- er, atvinnumorðingi í þjónustu mafíunnar. Það tekur hann marga mánuði að hafa upp á Foster og á því tímabili verður hann ástfanginn uppfyrir haus. Í stað þess að drepa hana á staðnum rænir hann henni og saman halda þau út á þjóðveg- inn með áðurnefnt lið á hælunum. Þetta er reyndar ekki burðugur söguþráður, nokkurnveginn spennulaus og án ómissandi þátta hasarmynda eins og bílaeltingar- leikja og sprenginga. Enda er hér ódýrt bíó á ferðinni sem byggir meira á persónusköpun og rnann- legu þáttunum og reynir að forðast formúlustimpilinn eins og hægt er. Það sem heldur myndinni saman er Hopper, merkilegt nokk, með glimrandi kómískum leik og bráð- gott og fjölbreytilegt leikaraúrval með allt frá Joe Pesci til Vincent Price innanborðs. Frægir kvik- myndaleikarar eru hér í stórum og Iitlum hlutverkum og fæstra er getið á kreditlistanum. Pesei er í sínum vanalega ham sem æstur mafíuforingi, Dean Stockwel! er lögfræðingur hans, sposkur vel, Charlie Sheen kemur örstutt fram sem kærasti Foster, John Tururro er heimskulegur glæpon og Vincent Price, sá aldraði hrollvekjuleikari, er voldugur sem yfirmaður Hopp- ers. Einnig fer Fred Ward með hlut- verk lögreglumannsins sem gefst aldrei upp. Minnst verður úr stjörnu myndarinnar, Jodie Foster. Hlut- verk fórnarlambsins sem ræður lít- ið örlögum sínum verður einhvefn veginn nauðaómerkilegt enda hún meira áhorfandi en gerandi. Leikstjórinn, Alan Smithee, vinnur ágætlega úr kómísku hand- ritinu án þess að gera neina stóra hluti enda sagan ekki bui'ðug eins og áður sagði borin uppi af leikur- um sem bregða upp skemmtilegum skyndimyndum af bíóhetjum í bófa- leik. □ EDDA 59922147 - 1 Atkv. HELGAFELL 59924217 IVA/ 2 I.O.O.F. Ob. 1 = 1734218'/2 = 9.0 Bst I.O.O.F. 1 = 1734178'/2 = M.A. I.O.O.F. Rb. 4= 1414218-M.A. Skyggnilýsingafundur 1 ' Þórhallur Guðmundsson miðill og Brenda Moxon miðill, halda skyggnilýsingafund, þriðjudag- inn 21. apríl kl. 20.30 í Skút- unni, Dalshrauni 15, Hafnarfirði. Húsið opnað kl. 19.30. Miðar seldir við innganginn. I Nýja postulakirkjan Nýja postulakirkjan íslandi Ármúla 23, 2.h., 108 Reykjavík. Guðsþjónustur verða, sem hér segir, yfir páskahátíðina: Föstudaginn langa kl. 11.00. Ritningarorð: Jóhannesarguðspjall 1.29. Páskadag kl. 11.00. Ritningarorð: Rómverjabréfið 6.8. Veriö velkomin. Safnaðarprestur. Ungt fótk Páskadagskvöld Samkoma í Breiðholtskirkju páskadagskvöld kl. 20.30. Ken McGreavy frá Englandi prédikar. Ljúf tónlist, lofgjörð og fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræóis- ft® herinn Kirkjuitræti 2 Skirdagur kl. 16: Tónleikar i Neskirkju. Ókeypis aðgangur, samskot. Föstudagurinn langi kl. 20: Golgata-samkoma i Neskirkju. Páskadagur kl. 8: Upprisufögn- uður í Hersalnum. Kl. 20: Söng- og tónlistarsamkoma í Nes- kirkju. Unglingalúðrasveit Hjálpræðis- hersins frá Musterinu í Osló, major Einar Höyland og fl. taka þátt m. hljóðfæraleik, söng og ræðu. Allir hjartanlega velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi8 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir! Næsta samkoma verður annán í páskum kl. 20.30. Gleðilega páska. H ÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 14606 Dagsferðir um bænadaga og páska 16. paríl kl. 10.30; Skógfellaleið. Gömul þjóðleið milli Grindavíkur og Innnesja. Verð kr. 1.300/1.200,-. 16. apríl kl. 13.00; Höskuldarvellir. Létt fjölskyldu- ganga um skemmtilegt svæði. Verð kr. 1.100/1.000,-. 17. apríl kl. 13.00; Þingvellir Söguferð á Þingvöll með Sigurði Líndal prófessor. Verð kr. 1.100/1.000,-. 18. apríl kl. 13.00; Fjöruganga í landi Korpúlfs- staða. Tilvalin fjölskylduganga. Verð kr. 800/700,-. 19. apríl kl. 13.00; Gengið um Álfsnes, með Þern- eyjarsundi að Víðinesi. Verð kr. 800/700,-. 20. apríl kl. 9.15; Kirkjugangan 8. áfangi. Mæting við Akraborgina, frá Akranesi er gengiö að kirkjunni að Innra- Hólmi með viðkomu á Ytra- Hólmi. Frá kirkjunni verður gengið að Kúludalsá þar sem rúta flytur hópinn til baka að ' Akraborginni. Verð k 1.000/900,-. 20. aprílkl. 13.00; Skíðaganga á Hellisheiði. Verð kr. 1.000/900,-. Brottför í allar ferðirnar frá BSÍ bensínsölu nema i Kirkju- gönguna, þá er mæting við Akraborgina. Frítt er fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd með full- orðnum. Farmiðar við bíl. Páskar í Básum 18.-20. apríl Brottför frá BSl kl. 9.00, gist i Útivistarskálanum í Básum. Skipulagðar gönguferðir. Sumardagurinn fyrsti 23. apríl kl. 13.00. Eldvörp. Gleðilega páska! Útivist. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almennar samkomur föstudag- inn langa kl. 16.00 og páskadag kl. 16.00. Barnauppeldi - samskipti Markvisst, skemmtilegt nám- skeið í árangursrikum uppeldis- aðferðum. Hentar öllum. Kennt 1 kvöld I viku, 5 vikur. Hefst miðvikud. 29. apríl kl. 20.00. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Upplýsingar og .skráning í síma 91-668066. Auðbrekka 2 . Kópavoqur Föstudagurinn langi brauðs- brotning kl. 20.30. Laugardagur unglingasamkoma kl. 20.30. Páskadagur almenna samkoma kl. 16.30. Gleðilega upprisuhátíð. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS YLDUGÖTU 3 S: 11798 • 19533 Dagsferðir um bænadaga og páska: 16. apríl (skírdag) kl. 13.00 Vffilsfell. Ekið i átt að Jóseps- dal og gengið þaðan á fjallið (um 3 klst.). Verð kr. 1.100. 16. apríl (skírdag) kl. 13.00 - skíðaganga í Bláfjöllum. Gengið frá Þjónustumiðstöðinni að Þríhnúkum. Verð kr. 1.100. 17. apríl (föstudaginn langa) kl. 11.00. Strandar- kirkja - Selvogur (ökuferð). Ekið um Þrengsli í Selvog og lit- ast um þar. Strandarkirkja skoð- uö. Til baka verður ekiö um Hveragerði og stoppað þar. Verð kr. 1.400. 18. apríl (laugardag) kl. 14.00, páskaganga fjöl- skyldunnar. Gengið um Vífils- staðahlíð í 2 klst. og lýkur göngunni við Maríuhella. Valin er létt og þægileg gönguleið um skógarstíga. Verð kr. 500. 20. apríl (annar í páskum) kl. 13.00 Flekkuvík - Keilis- nes - Staðarborg. Gengið frá Flekkuvík um Keilisnes (milli Flekkuvikur og Kálfatjarnar- hverfis) að kirkjustaðnum Kálfa- tjörn og þaðan í Staðarborg sem er gömul fjárborg í Strandarheiöi 2-3 km frá Kálfatjörn. Ekki er vitaö hvenær borgin var hlaðin en menn telja hana nokkur hundruð ára gamla. Verð kr. 1.000. 20. april (annar í páskum) kl. 13.00. Skíðaganga í 3 klst. f nágrenni Mosfellsheiðar. Þægileg gönguleið við allra hæfi. Verð kr. 1.100. Brottför í feröirnar frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin og Mörkinni6. Farmiðarvið bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Þriggja daga ferð til Þórs- merkur 18.-20. apríl. Brott- för kl. 8.00 frá Umferðarmiö- stöðinni. Farmiðar við bíl. Á sumardaginn fyrsta, 23. april, verður gönguferð á Keili (378 km). Ferðafélag Islands. fítmhjólp Dagskrá Samhjálpar um páskahátíðina verður sem hér segir: Skírdagur: Almenn samkoma í dag kl. 16.00. Fjölbreyttur söng- ur. Vitnisburðir Samhjálparvina. Ræðumaður verður Kristinn Óla- son. Föstudagurinn langi: Almenn samkoma kl. 16.00. Mikill al- mennur söngur. Ræðumaður verður Gunnbjörg Óladóttir. Páskadagur: Hátíðarsamkoma kl. 16.00. Fjölbreyttur söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Samhjálparvinir vitna. Ræðu- maður verður Óli Ágústsson. Allar samkomurnar verða í Þríbúðum, félagsmiðstöð Sam- hjálpar, Hverfisgötu 42. Barna- gæsla verður á meðan á sam- komu stendur og boðið verður upp á kaffi að þeim loknum. Allir eru hjartanlega velkomnir. Gleðilega páska! Samhjálp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.