Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1992 Minnisblað lesenda MORGUNBLAÐIÐ veitir lesendum sín- um að venju upplýsingar um heilsu- gæslu, sérleyfisferðir, strætisvagna og aðra þjónustu um bænadaga og páska. Sjúkrabifreiðir í Reykjavík er hægt að leita aðstoðar sjúkrabifreiða í síma 11100, í Hafnarfirði 51100 og Akureyri 22222. föstudaginn langa og páskadag. Bifreiða- stjórum er einnig bent á sjálfsala sem eru á.bensínstöðvum víðs vegar um borgina og á Iandsbyggðinni. Strætisvagnar Reykjavíkur Á skírdag verður ekið eins og á sunnudög- um, föstudaginn langa hefst akstur um kl. 13.00 og verður ekið samkvæmt sunnudags- tímatöflu. Á laugardag fyrir páska hefst akstur á venjulegum tímaj og verður ekið eftir laugardagstímatöflu. Á páskadag hefst akstur um kl. 13.00 og verður ekið sam- kvæmt sunnudagstímatöflu, og á annan í páskum verður ekið eins og á sunnudögum. Strætisvagnar Kópavogs Á skírdag verður ekið eins og venjulega á sunnudögum. Þá hefst akstur kl. 10.00 og verður ekið á hálftíma fresti. Á föstudag- inn langa hefst akstur um kl. 14.00, og eftir það verður ekið eins og á sunnudögum. Laugardag fyrir páska verður ekið eins og á venjulegum laugardegi, og hefst akstur þá kl. 7.00. Á páskadag verður ekið eins og á föstudaginn langa og á annan í páskum verður ekið eins og á sunnudögum. Mosfellsleið Á skírdag og annan í páskum verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Á laug- ardaginn fyrir páska verður ekið samkvæmt venjulegri laugardagsáætlun, en engar ferð- ir verða á föstudaginn langa og páskadag. Langferðabifreiðir Eins og undanfarin ár eru páskarnir mikl- ir annatímar hjá sérieyfishöfum, og því verða margar aukaferðir til að anna eftir- sjiurn og á það aðallega við á lengri leiðum. Á skírdag verður ekið samkvæmt venjulegri áætlun á flestum leiðum, en aukaferðir eru til og frá Hólmavík, Höfn í Hornafirði og Króksijarðarnesi og Reykhóla. Á föstudag- inn langa og páskadag er ekki ekið á lengri leiðum, en ferðir eru til og frá Borgarnesi, Hveragerði/Selfossi/Eyrarbakka/Stokks- eyri og Þorlákshöfn, svo og Keflavík og Sandgerði. Annan í páskum er yfirleitt ekið samkvæmt sunnudagsáætlun, en aukaferðir verða til og frá Akureyri, í Biskupstungur, til Búðardals, Hólmavíkur, Hafnar í Horna- firði, Króksfjarðarnesi og Reykhóla, svo og á Snæfellsnesið. Allar nánari upplýsingar um akstur sérleyfisbifreiða um páskana veitir BSÍ í síma 91-22300 Vegaeftirlit Símsvari Vegaeftirlitsins veitir upplýs- ingar um færð á helstu vegum í símum 91-21001 og 91-21002. Vegaeftirlitið verð- ur einnig með vakt frá kl. 8.00 til 12.00 á skírdag, laugardag fyrir páska og annan páskadag. Tilkynningarþjónusta fyrir ferðamenn Ferðamenn geta hringt í éíma 91-686068 allan sólarhringinn og látið vita um ferða- og tímaáætlun sína, þannig að hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir komi þeir ekki fram á réttum tíma. Eru ferðamenn hvattir til að notfæra sér þessa þjónustu, hvort heldur sem um er að ræða stuttar eða lang- ar ferðir. Þjónusta þessi er rekin af Lands- sambandi hjálpafsveita skáta og Landssam- bandi flugbjörgunarsveita í samvinnu við vaktfyrirtækið Securitas, ferðafólki að kostnaðarlausu. Opnunartími íþróttamannvirkja Laugardalslaug, Vesturbæjarlaug, Breið- holtslaug og Sundhöllin verða opnar frá klukkan 8.00 til 17.30 á skírdag og annan í páskum, en frá kl. 7.30 til 17.30 á laugar- daginn fyrir páska. Lokað verður á föstu- daginn langa og páskadag. Skautasvellið í Laugardal verður opið frá klukkan 10.00 til 18.00 á skírdag og annan í páskum og frá'klukkan 13.00 til 18.00 laugardag fyrir páska. Lokað verður á föstudaginn langa og páskadag. Skíðasvæði í Bláfjöllum og Skálafelli verða opin frá klukkan 10.00 til 18.00 alla dagana, en opnunartími þar og á skautasvellinu er með fyrirvara um veð- ur. Upplýsingar eru veittar í símsvara á skautasvellinu í síma 685533 og á skíða- svæðunum í síma 801111. Slysadeild: Slysadeild og sjúkravakt Borgarspítalans er opin allan sólarhringinn og sinnir slysa- og neyðartilfellum. Sími Slysadeildar er 696640. . Læknisþjónusta Helgarvakt lækna er frá klukkan 17’ á miðvikudegi fyrir páska til klukkan 8.00 á þriðjudagsmorgni eftir páska. Símanúmer vaktarínnar er 21230. Veittar eru upplýsingar um læknavakt og lyfjabúðir í síma 18888, sem er símsvari Læknafélags Reykjavíkur. Tannlæknavakt Fimmtudaginn 16. apríl er tannlækna- stofa Páls Ævars Pálssonar Hamraborg 5 Kópavogi opin kl. 10-12, sími 642660. Föstudaginn 17. apríl er tannlæknastofa Ragnars Árnasonar Hamraborg 7 Kópavogi opin kl. 10-12, sími 42515. Laugardaginn 18 apríl, sunnudaginn 19. apríl ogmánudag- inn 20. apríl er tannlæknastofa Sigurgísla Ingimarssonar Garðatorgi 3 Garðabæ opin kl. 10-12, sími 656588. Upplýsingar um neyðarvakt Tannlækna- félags íslands eru veittar í símsvara 681041. Slökkvilið Slökkviliðið í Reykjavík hefur símann 11100, slökkviliðið í Hafnarfirði 51100 og slökkviliðið á Akureyri 22222. Lögregla Lögreglan í Reykjavík hefur símann 699010, en neyðarsími hennar er 11166 og upplýsingasími 699020. Lögreglan á Akur- eyri er í síma 23222, í Kópavogi 41200 og Hafnarfirði 51166. Lyfjavarsla Á skírdag er Reykjavíkurapótek opið til klukkan 10.00 að morgni föstudagsins langa. Á föstudaginn langa, laugardag fyrir páska, páskadag og annan í páskum verður Laugávegsapótek opið allan sólarhringinn. Á laugardaginn fyrir páska verður Holtsapó- tek einnig opið frá klukkan 9.00 til 22.00. Bilanir . Bilanir í hitaveitu, vatnsveitu og gatna- kerfi tilkynnist til Vélamiðstöðvar Reykja- víkur í síma 27-311. Þar verður vakt allan sólarhringinn frá skírdegi til annars í pásk- um. Símabilanir er hægt að tilkynna í síma 05 frá kl. 8.00 til 24.00 alla daga. Raf- magnsveita Reykjavíkur er með bijanavakt allan sólarhringinn í síma 686230. í neyðar- tilfellum fara viðgerðir fram eins fljótt og auðið er. Guðsþjónustur Tilkynningar um guðsþjónustur eru á bls. 52-53. Skrá yfir fermingarbörn er á bls. 54-56. Afgreiðslutími verslana , og söluturna Leyfilegt er að hafa verslanir opnar frá klukkan 9.00 til 16.00 laugardag fyrir páska, en að öðru ieyti verða þær lokaðar um páskana. Söluturnar mega vera opnir á skírdag, laugardag fyrir páska og annan í páskum til klukkan 23.30, en verða að venju lokaðir á föstudaginn langa og páskadag. Afgreiðslutími bensínstöðva Á skírdag og annan í páskum verða bens- ínstöðvar opnar frá klukkan 12.00 til 16.30, en á laugardag fyrir páska frá klukkan 7.30 til 20.00. Þær verða hins vegar lokaðar á ________Brids ____________ Umsjón Arnór Ragnarsson Firmakeppni Bridsfélags Tálknafjarðar Staða fyrirtækja eftir tvö kvöld et' sem hér segir: VélsmiðrjaTálknafjarðar 222 Essonesti 205 Raftækni 203 Eyrarsparisjóður, Tálknafirði 200 Tálknafjarðarhrepur 195 Bridsfélag Hornafjarðar Lokið er 1. umferð af þremur í að- altvímenningskeppni Bridsfélags Hornafjarðar 1992. Þorsteinn Sigjónsson - Einar Jensson 62 Jón Gunnar Helgason - Jón Gunnar Gunnarsson 51 GuðbrandurJóhannss.-GunnarP.Halldórss. 46 Ámi Hannesson - Jón Nielsson 35 Haraldur Jónsson - Sveinn Pálmason 15 Svava Gunnarsdóttir - Ingólfur Baldvinsson 9 GísIiGunnarsson-IngvarÞóróarson 9 Spilaður er Butler. Sýglutvímenningur félagsins hefst næstkomandi laugardag kl. 10.00 ár- degis. Spilað er á Hótel Höfn sem skráir keppendur og gefur upplýsingar í síma 97-81240. Ennfremur Sigur- páll Ingibergsson í síma 97- 81268/81200 (vs). Þátttökugjald kr. 2.500 — á manninn. Skráningu lokað á miðnætti nk. fimmtudag. J.G.G. Vetrar-mitchell BSÍ Föstudagskvöldið 10. apríl var spil- aður vetrar-mitchell að venju í Sigtúni 9. 38 pör voru með og efst í N/S urðu: Maria Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson 522 Jóhannes Ágústsson - Friðrik Friðriksson 499 Kristófer Magnússon — Halldór Einarsson 464 Erla Siguijónsdóttir - Óskar Karlsson 463 A/V urðu efstir: Vilhjálmur Sigurðsson - Þráinn Sigurðsson 521 Páll Þór Bergsson - Sveinn Þorvaldsson 512 Gís’li Steingrímsson - Eyþór Hauksson 497 Valdimar Sveins. - Gunnar Bragi Kjartansson 477 Ekki verður spilað í Sigtúni 9 næsta föstudagskvöld, 17. apríl, sem er föstudagurinn langi. Næsti vetrar- mitchell verður því spilaður föstudags- kvöldið 24. apríl og byijar kl. 19.00 eins og venjulega. Bridsfélag Suðurnesja Sveitir Arnórs Ragnarssonar, Fast- eignaþjónustu Suðurnesja, Gunnars Guðbjörnssonar og Karls G. Karlsson- ar spila til úrslita um meistaratitil félagsins en undankeppninni lauk sl. mánudag. Keppnin um meistaratitilinn er að þessu sinni undankeppni þar sem allir spila saman en síðan spila fjórar efstu sveitirnar til úrslita, undanúrslit og úrslit. Sveitir Arnórs varð efst í undan- keppninni með 204 stig og sveit Fast- eignaþjónustunnar önnur með 184 stig en þessar sveitir voru lengst af nokk- uð öruggar í úrslitin. Sveit Gunnars fékk 159 stig og sveit Karls vatð í fjórða sæti með 131 stig eftir hörku- keppni. Sveit Grethe Iversen varð fimmta með 130 stig. Undanúrslitin verða spiluð fimmtu- daginn 23. apríl í Flughóteli kl. 13.30 en þá spilar efsta sveitin við sveitina sem varð í fjórða sæti og sveitir nr. tvö og þtjú í undankeppninni. Úrslita- leikurinn verður svo laugardaginn 25. apríl í Flughóteli og verður þá bytjað kl. 13. Undanúrslitin verða 40 spil en úrslitaleikurinn 64 spil. Bridsfélag byrjenda Sl. þriðjudag lauk hraðsveitakeppni félagsins. Sveit Einars Péturssonar sigraði nokkuð örugglega, hlaut 860 stig. Næstu sveitir: HalldórHalldórsson 837 Guðmundur 791 lljördís Sigurjónsdóttir 790 Geir Ragnarsson 763 Ágúst Haraldsson 763 Þessi tilraun þ.e. að spila annað form en tvímenning hjá bytjendunum mistókst og verður ekki endurtekin í bráð. Mikill fjöldi sveita hóf keppnina en eftir því sem kvöldunum í keppn- inni fjölgaði fækkaði sveitunum. Auð- vitað er það grundvallaratriði í þess- ari íþrótt að ef fólk lætur skrá sig til keppni að þá verður það að mæta. Vandamál sem þetta þekkist ekki í öðrum bridsfélögum og eiga spilarar á hættu að vera vikið úr félögunum ef um ítrekuð brot er að ræða. NÆsta, spilakvöid er 28. apríl og verður spilaður Michell-tvímenningur. BIBLIAN Förunautur til framtíðar VVsmSMSi Sálmabókin margar gerðir fæst í bókaverslunum og Guðbrandsstofu, Hallgrímskirkju. Opið daglega frá kl. 1 5-1 7, föstudaga frá kl. 10-12. Hið íslenska Biblíufélag. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar Handa fermingarbarninu Ný og vönduð útgáfa, sem dr. Sigurbjörn Einarsson biskup bjó til prentunar. í þessari nýju útgáfu er Píslarsaga jesú Krists í heilrl og henni skipt í kafla og samsvarar hver kafli passíusálmí. í þessari útgáfu eru orðaskýringar, skrá um ritning- arstaði utan Píslarsögunnar og upphaf allra versa með tilvísun í blaðsíðutöl, skrá um allar prentanir Passíusálmanna á íslensku og erlendum málum. Fæst í bókaverslunum og Hallgrímskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.