Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 14
14 26CJ T8Ú0Á .7 flTJOAOUTaÖri gigAJaHUOflOM MÖEGUNBLAÐÍÐ FÖSTUDÁGUR 7ÝÁGUST l992~ Framtíð safnahússins eftir Véstein Ólason Undir lok einveldistímans voru reistar hér nokkrar opinberar bygg- ingar sem einn setja virðulegan svip á umhverfi sitt: stofurnar á Bessastöðum, í Nesi og Viðey, tugt- húsið sem varð stjórnarráðshúsið við Lækjartorg og fleiri. Með full- veldi fylltist þjóðin kappi að sjá séreðli sitt og sérstöðu. Þá kom tímabil skeljasandsins í byggingar- sögunni: Þjóðminjasafnið, Háskól- inn, Amahvoll og Þjóðleikhúsið em fulltrúar þess með kostum sínum og göllum. Frá tímanum milli ein- veldis og fullveldis em ekki margar merkar opinberar byggingar. Mér dettur ekki annað í hug við fyrstu umhugsun en Alþingishúsið, Safna- húsið og Hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg. í minni vitund hefur Safnahúsið sérstöðu meðal opinberra bygginga, sem e.t.v. stafar af því að ég þekki það best. Stærðarhlutföllin, hvíti liturinn og hóflegt en smekklegt ytra skraut gera þessa byggingu að einni hinni virðulegustu og þekkilegustu í borginni, jafnvel fyr- ir þann sem aldrei hefur komið þar inn, að ég hygg. Þó er aðeins hálf sagan sögð. Um leið og maður er kominn upp tröppumar, stendur frammi fyrir hinum voldugu úti- hurðum og teygir sig í dálítið fom- legan hurðarsneril kemst maður í snertingu við langa sögu. Safnahúsið heufur gegnt marg- brotnu hlutverki en einkum verið miðstöð sögulegra mennta og ann- arra fræða í höfuðborginni og á landinu öllu þann tíma sem það hefur staðið, eða röska átta ára- tugi. Þegar inn er komið í anddyri og lestrarsali kemur liðinn tími til móts við skynfærin. Enn ríkir að mestu sami andi og fyrir aldraþriðj- ungi, þegar ég kom þangað fyrst, og hefur þá líklega verið lítt breytt- ur frá öndverðu. Safnahúsið er fullt af sögu. Það geymir einstæð handrit, skjöl og bækur frá mörgum öldum. Þar hafa komið allir andans menn þjóðarinn- ar á öldinni; þjóðfrægir bókaverðir og snillingar tóku þar í nefið, seild- ust jafnvel eftir flösku bak við bækumar í einni hillunni meðan ódauðleg tilsvör hrutu af vörum. Hin merkustu skáldverk og fræðirit hafa verið samin í húsinu. Fróður maður segir mér að fyrsta doktors- vörn á íslandi (Páll Eggert Ólason) hafi farið þar fram. Bak við þykka veggi lestrarsalanna ríkir kyrrð og fræðaandi, nákvæmlega hinn sami og í virðulegustu bókasöfnum heims. Ekkert truflar annað en skijáf í blöðum og lágvært hvísl. Þó er þögnin hér stöku sinnum rof- in af hreppstjórasnýtum. í anddyr- inu er ekki miklu meiri hávaði, og þó er þar einatt akademía á fundi. þar ríkir jafnræði með mönnum án tillits til aldurs, skólagöngu eða veraldarauðs, og skiptir þó mjög í tvö horn um mannvirðingar. Þar hafa löngum hist sjófróðir sérvitr- ingar og skólanemar, ættfræðingar og sagnfræðingar, læknar og hæstaréttarlögmenn, þjóðlegir fróð- leiksmenn og háskólakennarar, ís- lenskir sem erlendir. Menn taka í nefið, drekka kaffi úr brúsa, spjalla saman. Hamingjumenn hafa fengið að deyja í anddyrinu eða á tröppun- um í fangi annarra fræðimanna, Þjóðarbókhlaðan. Safnahúsið. aðrir hafa látið sér nægja skamman blund. Safnahúsið er eiff þeirra sjald- gæfu bygginga þar sem ytra borðið er fögur og virðuleg tjáning þess lífs, sem lifað er innan veggja, og hvað hæfir öðru. Safnahúsið er ekki frumlegt fremur en mest af þeim bókum sem það geymir; það minnir á ýmsar erlendar safnabygg- ingar og lýsir þannig yfir tilgangi sínum og eðli um leið og það kemur í augsýn. Nú hefur það spurst að stjóm- völd fari bónarveg að opinberum stofnunum að taka við þessu húsi, rétt eins og erfðagóssi úr búi ömmu og afa sem fólk reynir að fara með milli fornsala frekar en beint í Sorpu. Hæstiréttur sagði nei takk, sem betur fór bæði fyrir húsið og skattgreiðendur, og sannspurt hef ég að fleiri stofnanir hafi hafnað óformlegum tilboðum. Árnastofnun hefur verið nefnd, og reyndar var fyrirrennari hennar áður í þessu húsi, en vandinn er, m.a., að hún fyllir ekki upp í það. INNFLYTJENDUR Tll BANDARIKJANNA Dvalarleyfis- happdrætti (Green Card Visa Lottery) Síðasti skilafrestur er 28 ágúst! Bandarískir lögfræðingar í Washington D.C. fylla út um- sókn og senda inn fyrir þig. Þeir sem vilja sækja um, sendi upplýsingar (skrifaðar prent- stöfum) um nafn, heimilisfang, fæðingardag og ár og fæð- ingarstað, „express" ásamt bankaávísun eða alþjóðlegri póstávísun fyrir 100 US$ ekki seinna en 12. ágúst 1992 til: Hagan, Poch & Coury Attorneys at Law 908 Forth Avenue Brooklyn, New York 11215 U.S.A. Kvittun verður send um hæl ásamt staðfestingu um að umsókn hafi verið lögð inn. „í Safnahúsi á að fara fram starfsemi á vegum Þjóðbókasafns. Þar á að vera rannsóknastaða með vænum forða handrita, bóka og skjala (afrita), ætluð fræðimönnum af öllu tagi eins og alltaf hefur verið, áhugafólki jafnt sem launuðu rann- sóknafólki." Fyrir nærri tveimur áratugum átti ég þess kost að skoða dálítið kubbahús, líkan þess sem nú er ris- ið á Melavellinum gamla, rautt að lit. Mér leist býsna vel á kubbana, og reyndar er húsið í fullri stærð, glæsilegt þótt samband ytra borðs og inntaks sé ólíkt Safnahúsinu. Hver skyldi halda að íslendingar hefðu efni á að hafa hér standandi árum saman dýrasta og jafnframt frumlegasta umhverfislistaverk í heimi: Tómt bókasafn! Sköllótta söngkonan bliknar. Þegar þessi hlaða var teiknuð upp úr 1970 var gert ráð fyrir því, ef ég man rétt, að húsið mundi fyllast af bókum fyrir þau aldamót sem nú eru skammt undan. Kannski fyllist það um leið og allar bækur og öll starf- semi sem þangað eiga að fara verða komin á sinn stað; hver veit? Svo mikið er víst að hlaðan sú verður vonandi ekki nógu stór fyrir bækur okkar og bókagrúsk um aldur og ævi frekar en háskólabygging Guð- jóns Samúelssonar á Melunum fyrir sitt hlutverk. Margir töldu í upp- hafi að hún mundi nægja Háskólan- um um alla framtíð, en nú verðum við að kalla hana aðalbyggingu, því að mestöll kennsla og rannsóknir þar á bæ fer fram í aukabygging- um. Það er svona rétt rúmlega að skrifstofufólk háskóláns komist fyr- ir í aðalbyggingunni með tölvur sín- ar og skjöl. Þegar við vorum að tala um Þjóð- arbókhlöðu á áttunda áratugnum munu flestir hafa gert ráð fyrir að flutningar Landsbókasafns á Mel- ana mundu leysa húsnæðisvanda Þjóðskjalasafns sem yrði eftir í Safnahúsinu. Nú er svo komið, sem kunnugt er, að Þjóðskjalasafn varð fyrra til að fá sér annað húsnæði og er á hraðri leið burt úr Safnahús- inu. Brestur nú flótti í liðið? Nýlega skrifaði Einar Bragi góða grein um þetta mál og hafði rót- tæka lausn fram að færa: Lands- bókasafnið á að vera kyrrt í sínu húsi. Ég hef samúð með þeirri lausn, en hygg þó að annmarkar kunni að vera á henni. Þótt hægt gangi að byggja er hætt við að svo langt sé komið vinnu við að sam- eina Háskólabókasafn óg Lands- bókasafn, að ekki sé auðvelt eða æskilegt að reyna að snúa við. Samt virðist mér að Einar Bragi hafi höggvið á hnútinn með hugmynd Héraðsskólinn Núpi Nám í 10. bekk og 2ja ára framhaldsdeild á almennu bóknámssviði, íþróttabraut, uppeldisfræðibraut og viðskiptabraut. Fornám fyrir áramót. Mjöggóð aðstaðatil íþrótta og félagsstarfa í skemmtilegu umhverfí. Upplýsingarísímum 94-8236,94-8241 og 94-3855 (Pétur). Skólastjóri sinni. Safnahúsið á að vera hluti af framtíðarskipan Þjóðbókasafns og þeirrar rannsóknastarfsemi sem því er nátengdust. Þjóðbókasafn á að vera fræðamiðstöð með þá vídd og dýpt sem menntun og rannsókn- ir í nútímaþjóðfélagi krefjast. Slík stofnun verður ekki í vandræðum me_ð að nota tvö hús. í Safnahúsi á að fara fram starf- semi á vegum Þjóðbókasafns. Þar á að vera rannsóknastaða með vænum forða handrita, bóka og skjala (afrita),’ætluð fræðimönnum af öllu tagi eins og alltaf hefur verið, áhugafólki jafnt sem launuðu rannsóknafólki. Mikilvægustu hluta byggingarinnar, anddyri og lestrar- sali á að varðveita með sem minnst- um breytingum en endurnýja að- stöðu að tjaldabaki eftir því sem þörf krefur og virðing við húsið leyf- ir. í húsum Þjóðbókasafns ætti, ef rými og aðstaða leyfir, að finna stað Árnastofnun, Islenskri orða- bók, Örnefnastofnun og íslenskri málstöð, auk Landsbókasafns og Háskólabókasafns og fræðaþjón- ustu frá Þjóðskjalasafni. Samskipti milli húsa mætti tryggja með þétt- um ferðum sendibíla á milli til að annast það sem nettengdar tölvur, sími og bréfasími ráða ekki við. Sú útgerð yrði tiltölulega ódýr miðað- við byggingaframkvæmdir. Ég ætla mér ekki þá dul að segja hér fyrir í einstökum atriðum hvern- ig ætti að skipa þessari starfsemi niður. Það verða stofnanir þær sem hlut eiga að máli að semja um sín á milli og við stjórnvöld. Um fjárhagshlið málsins er það að segja að þetta er vafalaust ódýr- asta leið sem fær er til varðveislu og hagkvæmra framtíðamota Safnahússins. Breytingar á því inn- anstokks til að taka við annars konar starfsemi mundu verða minjaspjöll og kosta ófafé. Ýmsar þeirra stofnana sem hér vóru áður nefndar búa að bráðabirgðahús- næði eða við þrengsli og þrýsta sí- fellt á um aukið húsnæði sem þær þurfa að fá fyrr en seinna. Þjóðar- bókhlaðan mun fyrr en varir þurfa geymslu fyrir bókakost utan hinna nýju veggja, eftir að safnið verður flutt þangað inn. Þá mun Safnahús- ið koma í góðar þarfir. Ekki er þó rétt að draga fjöður yfir þá stað- reynd að nokkurt fé hlýtur það að kosta að þúa betur í haginn fyrir rannsóknir með nútímasniði í svo gamalli byggingu. Ég skora á alla þá fjölmörgu sem eiga góðar minningar úr Safnahús- inu að reyna eftir mætti að bjarga því frá niðurlægingu. En einkum skora ég þó á Menntamálaráðherra, Landsbókavörð, Háskólabókavörð og alla stjóra og verði sem hlut eiga að máli að setjast nú þegar á rök- stóla til að tryggja það að Safnahús- ið geti haldið áfram að vera í senn sá fræðabrunnur sem því var frá öndverðu ætlað að vera og það hefur alltaf verið og veglegt minnis- merki um stórhug og menningu kynslóðarinnar sem lagði grunninn að fullveldinu. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.