Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 19 Verðum að leggja meira af mörk- um í baráttunni gegn blindu - segir Rohit C. Mehta alþjóðaforseti Lions ROHIT C. Mehta, alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar, er stadd- ur á íslandi um þessar mundir. Mehta er indverskur og hefur um árabil verið forseti verslun- ar- og iðnaðarráðs Indlands. Alþjóðaforsetinn er hingað kom- inn til að kynna helstu baráttu- mál hreyfingarinnar og fræðast um starfsemi Lionsfélaga á ís- landi. Alþjóðaforsetinn sagði að nú stæði yfir stærsta átak hreyfingar- innar til þessa. Verkefnið kallast „Sight first“ og beinist gegn blindu í heiminum. Mehta taldi að um 14 milljónir af íbúum heims væru blindar og þar af væru 90% þeirra í þróunarlöndunum. Hann sagði ennfremur að hægt væri að lækna eða koma í veg fyrir um 80% þeirra tilfella. „Við erum búin að vinna í þágu blindra í 70 ár en samt hefur fyöldi þeirra tvöfaldast á síðustu 20 árum,“ sagði forsetinn, „við verðum að leggja meira af mörk- um.“ Að sögn Mehta er framlag þeirra til sjónverndar meira en nokurra annarra samtaka. Árið 1990 hófst átakið formlega og seg- ir alþjóðaforsetinn að fjárhagsá- ætlunin hljóði upp á 130 milljónir dollara en ef til vill reynist nauð- synlegt að bæta við 70 milljónum. Hann sagði að þeir væru þegar famir að framkvæma marga þætti átaksins en hraðinn stjórnaðist auðvitað af íjársöfnunum hreyf- ingarinnar. Meðal þess sem þegar hefur verið áorkað má nefna rekst- ur sjúkrahúss fyrir augnsjúkdóma á Barbados í samvinnu við ríkis- stjómina þar. Á Indlandi, þar sem Mehta kveður ástandið vera verst, sagði hann að tekist hefði að græða nýjan augastein í 200 þúsund ein- staklinga á síðasta ári og væri það tvöföldun frá fyrra ári. Rohit C. Mehta sagði að átak þeirra hefði einnig í för með sér efnahagslegan ávinning: „Sjónin gerir hinum blinda kleift að vinna og skapa verðmæti. Þar að auki þarf hann ekki lengur aðstoð ann- arra og tíma þeirra." Mehta sagði að hreyfíngin væri ákveðinn í að stöðva þessa neikvæðu þróun, þeir hefðu bolmagn til þess en þyrftu á stuðningi allra að halda. Þó svo að sjónvemd sé efst á baugi hjá Lionshreyfingunni um þessar mundir sagði forsetinn að það væri ýmislegt annað sem hún hefði á pijónunum. Hann tók sem dæmi „Lions Quest" eða „Tilver- una“ sem nú er kennd víða um heim í yflr 18 þúsund grannskól- um. Mehta sagði að það verkefni væri mjög þarft og hjálpaði ungl- ingum við að hugsa sjálfstætt og segja nei við fíkniefnum. Þá nefndi hann að í þróunarlöndum væri mikill blóðskortur vegna þess að innfæddir væru hræddir við að gefa blóð sitt. „En við höfum rek- ið áróður og reynt að fræða fólkið og höfum til dæmis náð mjög góð- um árangri í Afríku," sagði Rohit C. Mehta. Alþjóðaforsetinn sagði að umhverfisvemd væri mjög vax- andi þáttur: „Ég hef gróðursett ansi mörg tré undanfarið." Mehta sagði við komuna til landsins að hér væri ekki eins kalt og nafn landsins benti til en að- stæður væru þó töluvert aðrar en í heimalandinu. Sem dæmi nefndi hann að íbúar í heimaborg hans væra tíu sinnum fleiri en íslending- ar. Aðspurður sagðist Mehta ekki vita mikið um ísland annað en að hér væra starfrækt góð Lionsfélög. Rohit C. Mehta, alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar. íslenskum golfvöllum líkt víð frægustu velli Bandaríkjanna Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgnnbladsins. GOLF VIÐ firði og flóa íslands minnir á Pebble Beacli er fyrir- sögn á góðri yfirlitsgrein um íslenska golfvelli, sem birtist í „Golfweek", einu virtasta tímariti bandaríska golflðnaðarins, 18. júlí sl. þar sem fjallað er um alla helstu atvinnumenn í golfinu, tækninýjungar og úrslit í öllum mótum í Bandaríkjunum. Ekki er samlíkingin slæm, því Pebble Beach-golfvöllurinn er einn fræg- asti og jafnframt erfíðasti golfvöllur Bandaríkjanna. Þar var „US Open“-keppnin háð í sumar. Greinarhöfundurinn, Pat Seelig, er kunnur golfblaðamaður, sem skrifað hefur greinar í fjölda golf- blaða auk bóka um golf. Fyrir til- stilli Einars Gústavssonar for- stjóra íslandsdeildar norrænu ferðamálaskrifstofunnar í New York fór hann til íslands til að skrifa um „Artic Open“-keppnina á Akureyri í kringum Jónsmess- una. Hafa frásagnir hans af því móti birst í ýmsum blöðum og hjá fjölda útvarpsstöðva. í framhaldi af því hefur Einari verið boðið til ársfundar helztu golfblaðamanna heims og mun hann þar segja frá „Artic Open“ á næsta ári og hvern- ig komast'má í golf á íslandi. í greininni í Golfweek segir Pat Seeling frá næturgolfi sínu á Akureyrarvelli, hinum erfiða velli GR í Grafarholti þar sem klettar koma í stað tijáa á bandarískum völlum, velli Kjalar í Mosfellssveit, sem hann líkir við Pebble Beach, einkum 1. og 7. braut, þar sem hvorki má „húkka eða slæsa“ ef menn ætla að ljúka hringnum með sómasamlegri skor. Hann líkir velli Keilis í Hafnarfirði einnig við Pebble Beach, einkum_ 7. og 15. braut, sem liggja með sjónum. Síðan brá hann sér á Nesvöllinn og hafði gaman af, einkum barátt- unni við fuglana sem veija hreiður sín af hörku. Rétt fyrir brottför brá hann sér á völl Golfklúbbs Suðumesja, sem hann segir að sé íslenzka útgáfan að Cypress Po- int, einkum vegna 3. brautar og þeirrar 7., sem tekin verður í notk- un næsta vor. Öllum þessum völlum og að- stæðum þar lýsir höfundur af skilningi og velvild, fyallar um lengd brauta, grófleika lands utan brauta, vindinn sem aldrei lægir og getur feykt golfkúlunni niður í stórgrýttar flörur, þar sem hún getur bæði týnst eða kastast aftur inn á brautina, fyrir þá heppnu. Hann ræðir um veðráttu og hita- stig, lengd vallanna og það ein- stæða ævintýri að geta iðkað golf nótt sem dag um hásumarið. Greinin verður óefað til þess, að ýmsir leggja lykkju á leið sína til að bæta Islandi í safn þeirra golf- valla, sem þeir hafa leikið á. Greininni fylgja litmyndir frá völlunum á Akureyri, í Reykjavík og á Suðurnesjum. Operuhátið í Regensburg: + * Olafur Ami Bjama- son fær góða dóma ÓLAFUR Árni Bjarnason óperu- söngvari sem hefur verið ráðinn til óperunnar í Gelsenkirchen í Þýskalandi næstu tvö árin, syng- ur aðal tenórhlutverk í Sígauna- baróninum sem frumfluttur verður 7. nóvember í haust. Ólaf- ur hlaut nýverið frábæra dóma fyrir söng á óperuhátíð í Regens- burg þar sem hann hefur starfað undanfarin tvö ár. Á óperahátíðinni „made in Regr ensburg", sem haldin var í Borgar- leikhúsi Regensburgar, voru flutt þekkt atriði úr óperam Ve'rdis og Wagners. Gagnrýnendur báru mik- ið lof á söng Olafs Árna. Mittelbay- eriche Zeitung segir: „Það sem hæst bar þetta kvöld var flutningur Ólafs Bjarnasonar á „Stretta"- aríunni úr Trúbadúrnum eftir Verdi og síðan „Gral“-söngurinn úr Lo- hengrin eftir Wagner." Gagnrýn- andinn segir Ólaf hafa tekið undra- verðum framföram frá því hann söng fyrst á óperasviði í Regens- burg. Líkti hann söng Ólafs og leik- rænni tjáningu nú við meistara Pavarotti. Loks þykir honum leitt að Ólafur skuli vera á föram frá Regensburg ög óskar söngvaranum áframhaldandi velgengni í þýskum óperuhúsum. Die Woche ber einnig mikið lof á flutning Ólafs Árna og segir meðal annars: „Loksins! Manrico Ólafur Árni Bjarnason óperusöngvari. reif upp magnaða stemmningu. Þegar hann (Ólafur Bjarnason) söng háa-C með glæsibrag kallaði það fram áköf fagnaðarlæti tón- leikagesta, fagnaðarlæti sem aldrei ætlaði að linna... Ólafur hélt hæð- inni í síðustu hendingunni eins og Atlas, þegar hann hélt uppi heimin- um.“ UTSALA -flPTTCL- GARÐURINN Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.