Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 44
Gæfan fylgi þér í umferðinni sióvá^Palmennar MORGVNBLADIÐ, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Tekjur af er- lendum ferða- mönnum 1200 milljónir 1991 ÁRIÐ 1991 hafði ríkissjóður bein- ar telq'ur af erlendum ferðamönn- um á íslandi að upphæð 1.200 milljónir króna, þar af vóg virðis- aukaskattur af seldum vörum og þjónustu til útlendinga þyngst, nam milljarði, en virðisauka- skattsendurgreiðsla nam 54 millj- ónum. Aðrar helstu tekjur voru flugvallargjald og innritunargjald 190 milljónir, bensíngjald 30 millj- ónir og innheimtur þungaskattur 10 milljónir. Þetta eru 17% af allri eyðslu erlendra ferðamanna í landinu sl. ár. Þessar upplýsingar koma fram í grein Magnúsar Oddssonar, mark- aðsstjóra Ferðamálaráðs í blaðinu í rdag. Magnús segir að til viðbótar þessari upphæð komi jsvo ýmsar aðr- ar beinar tekjur eins og álagning á áfengi og tóbak, skemmtanaskattur o.fl. Magnús segir að ekki hafí verið reynt að reikna spamað ríkissjóðs í útflutningsbótum vegna neyslu land- búnaðarvara erl. ferðamanna en ráð sé fyrir gert að þeir neyti nálægt 100 tonnum af lambakjöti hér á ári. Ekki er heldur reiknað inn í þetta launatengd gjöld þeirra sem vinna ,við atvinnugreinina og þar má áætla ríkissjóði 900-1100 milljónir. Sjá bls. 8 í D-blaði. ------» ♦ 4---- Matvörur í Bandaríkjun- um mun ódýrari en hérlendis MUN dýrara er að kaupa í mat- inn í Sviss en á íslandi en næstum því helmingi ódýrara í Banda- ríkjunum. Á meðan Bandaríkja- menn borga liðlega 20 krónur fyrir tíu egg greiða íslendingar nálægt 200 krónum fyrir sama magn. Samkvæmt könnun blaðsins á verði í Danmörku, á Spáni, í Banda- ríkjunum og Sviss auk íslands reyndist svissneska matarkarfan lang dýrust, næst í röðinni kom ísland, þá Danmörk, Spánn og loks var ódýrasta matarkarfan í Banda- ríkjunum. Sjá bls. D4-5. Morgunblaðið/KGA V ' * i ~T ' / — , * i m mmim ' % Island leikur um brons- verðlaun Nokkur mannfjöldi horfði á beina útsendingu á undanúrslita- leik íslenska landsliðsins í hand- knattleik og Samveldisliðsins á Ólympíuleikunum á Hótel íslandi í gærkvöldi og voru íslensku strákarnir ákaft hvattir. íslend- ingar töpuðu þrátt fyrir hetju- lega baráttu eftir að hafa veitt liði Samveldisins mikla keppni mest allan leikinn og verið yfir á tímabili í seinni hálfleik. Eigin- konur landsliðsmanna voru með- al þeirra sem fylgdust með og á myndinni má meðal annarra sjá nokkrar þeirra fagna fallegu marki um miðbik síðari hálfleiks þegar íslendingar virtust vera að ná undirtökunum í þessum mikilvæga og æsispennandi leik. Lið íslands keppir við Frakka um bronsið á Óympíuleikunum á laugardag klukkan 13. Sjá nánar í íþróttablaði. Erró-safnið að Korpúlfsstöðum verður alþjóðlegt listasafn, segir borgarstjórinn í Reykjavík: Kostnaður við uppbygg- inguna um 1,4 milljarðar BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillöguuppdrætti að endurbyggingu Korpúlfsstaða þar sem Erró-safn, listaverkagjöf Errós, verður til húsa. Að sögn Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra verður lokið við hönnun hússins á þessu ári. Áætlaður heildarkostnaður vegna framkvæmdanna er 1.400 milljónir auk búnaðar og lóðar. „Auk þess sem þarna verður menningarmiðstöð fyrir Reykvíkinga og landsmenn alla mun Erró-safnið sjálft verða alþjóðlegt listasafn, sem mun vekja athygli og áhuga víða um lönd,“ sagði borgarsljóri. Markús Öm sagði, að ekki væri ljóst hvert framhald verksins yrði þegar hönnunarvinnu lýkur að ári, en vinna við endurbygginguna hæf- ist á kjörtímabilinu. Ljóst væri að framkvæmdaáfangar yrðu stærri og kostnaðarsamari miðað við upphaf- legar áætlanir. „Auk safnsins er gert ráð fyrir að þama verði menningarmið- stöð með fjölbreyttri starfsemi sem þjóni nærliggjandi hverfum og auðvitað einnig Reykjavík og landinu öllu. Enn bætist við, þar sem Erró hefur að undanfömu verið að vinna tólf ný mynd- verk sérstaklega fyrir safnið,“ sagði Markús. „Það er sjálfsagt að Hönnunarvinnu vegna endurbyggingar Korp- úlfsstaða lýkur að ári. Skipstj órnarmenn á Herjólfi kvarta vegna þess hversu mikið skipið heggur Hegðun skípsíns verður bor- ín saman við prófanir á líkani ÓÁNÆGJU gætir þjá skipstjórnarmönn- um á nýja Heijólfi vegna þess hversu mikið skipið heggur, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins. Af þessum sökum hefur stjórnarformaður Herjólfs óskað eftir því við forsvarsmenn Skipatækni hf. sem hannaði skipið að þetta verði kannað nánar. Að sögn Bárðar Hafsteins- sonar hjá Skipatækni verða gerðar mæl- ingar á skipinu og þær síðan bomar sam- an við prófanir á líkani sem gerðar voru á sínum tíma. Hann sagði að enn hefði ekki komið í ljós hvort um frávik frá þvi sem vænta mátti væri að ræða. Jón Ey- jólfsson skipstjóri á Heijólfi staðfesti í samtali við Morgunblaðið að hann hefði kvartað yfir hegðun skipsins en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þetta mál að svo stöddu. Að sögn Bárðar Hafsteinssonar hefur hegð- un Heijólfs komið skipstjóra skipsins á óvart og ákveðið hefði verið að skrá niður ákveðna hegðun skipsins á næstunni. Þær mælingar yrðu síðan bomar saman við módelprófanir sem gerðar voru á skipinu. „Ég held að það sé betra að kanna þetta nánar í haust þeg- ar veður fer að versna, en þeim kom þetta eitthvað á óvart. Menn þurfa líka að læra að beita skipinu og annað, en þetta er afl- mikið skip og ristir minna en gamla skipið. Ég á mjög erfítt með að trúa því að þetta séu stór frávik frá módelprófunum, en niður- staða þeirra var sú að það væri frekar litlar líkur á svona höggum. Skipið væri þannig að lögun. Þetta eru einstaka tilfelli sem hafa komið upp, og það er það sem við vild- um fá skrifað niður og kortlagt til að skoða nánar. Þetta er því á algjöru tilfinningastigi mundi ég segja, og maður getur ekkert gert neinn samanburð nema hafa eitthvað marktækt í höndunúm," sagði Bárður. Ekki náðist í Guðmund Karlsson stjómar- formann Heijólfs í gærkvöldi. gefa vinnu að undirbúningi góðan tíma og kanna vel öll atriði. Erró til- nefndi franska arkitektinn Philip Barthelemy til að vinna með íslensk- um hönnuðum og er það mikill kost- ur hversu vönduð þessi vinnubrögð eru og öll áætlanagerð. Er almenn ánægja með verkefnið í borgarráði enda er þetta glæsilegt framtak. Það ber að vanda vel til verka þannig að Erró sé viðeigandi sómi sýndur í því safni sem honum er tileinkað og hans glæsilegu gjöf.“ Heildarflatarmál hússins ásamt viðbyggingu verður um 7.400 fer- metrar og er gert ráð fyrir að Erró- safnið verði á tveimur hæðum, sam- tals 1.945 fermetrar. Að sögn Hró- bjarts Hróbjartssonar arkitekts, sem unnið hefur frumforsögn að safninu ásamt Philip Barthelemy, er enn fremur gert ráð fyrir sérstakri 900 fermetra deild frá Listasafni Reykja- víkur, fjölnota sal fyrir leiklist, fundi og upplestur og jafnvel tónlist. Einn- ig listbókasafni frá Borgarbókasafn- inu, aðstöðu til safnakennslu og rann- sóknarstarfa. Þá verður og minja- deild um Thor Jensen, byggjanda hússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.