Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGÚR 7. ÁGÚST 1992 Félagslegar íbuðir - fyrir hverja? eftir Magnús Bergs Búseti, landssamband hús- næðissamvinnufélaga, hefur brugðist sérkennilega við ályktun sem bæjarstjórn Garðarbæjar sam- þykkti 2. júlí sl. í ályktun bæjar- stjómar var skorað á Húsnæðis- málastjóm að breyta forgangsröð við úthlutun lána Byggingarsjóðs verkamanna og lögð áhersla á að þeim framkvæmdaaðilum félags- lega íbúðakerfisins, sem taka fullt tillit til félagslegra aðstæðna um- sækjenda við ráðstöfun íbúða, yrði veittur forgangur á lánum umfram þá sem ráðstafa íbúðum eftir tíma- röð umsókna. Búseti, landssamband hús- næðissamvinnufélaga, sá ástæðu til að senda frá sér fréttatilkynn- ingu vegna ályktunarinnar. Þar var bæjarstjóm sökuð um „ótrúlega vanþekkingu og þröngsýni" og skorað á hana að biðja búsetafélög- in afsökunar. í viðtali í Alþýðublað- inu 14. júlí var svo haft eftir fram- kvæmdastjóra landssambandsins að um aðför að Búsetahreyfingunni væri að ræða. Meðferð sameiginlegra sjóða Háum fjárhæðum er veitt til fé- lagslega íbúðakerfísins úr sameig- inlegum sjóðum þjóðarinnar og er þeim ætlað að tryggja aðstoð við þá sem þörf hafa fyrir. Til að unnt sé að styðja sem flesta er mikil- vægt að fjármununum sé deilt á skilvirkan og sanngjarnan hátt og nauðsynlegt að vakin sé athygli á því sem betur megi fara í því efni. Umfjöllun um slíkar ábendingar þarf að vera fagleg og hlutlaus, og má ekki mótast af þröngum sérhagsmunum umsagnaraðila. Því miður ber fréttatilkynning Búseta um ályktun bæjarstjómar Garðabæjar með sér að hún mótist fyrst og fremst af hagsmunum Búseta. Lánsumsóknir húsnæðis- samvinnufélaga fengju minni for- gang við úthlutanir Byggingarsjóðs verkamanna ef framkvæmd félags- lega íbúðakerfisins yrði breytt til samræmis við ályktunina. Hús- næðissamvinnufélög nýta sér hag- stæð lán sjóðsins tii eignamyndun- ar og því kynni sú breyting að skaða hagsmuni þeirra. Forráða- menn félaganna verða þó að horfa til fleiri atriða, og mega ekki líta á almennar ábendingar sem aðför að Búsetahreyfíngunni. Dylgjur um að bæjarstjórn Garðabæjar vilji búsetafélögin feig eru ósanngjamar í ljósi marghátt- aðs stuðnings, sem höfundi er Magnús Bergs „Með aðild að hús- næðissamvinnufélögum hafa þúsundir skráð sig í raðir eftir niður- greiddu lánsfé, og gef- ur augaleið að undir hælinn er lagt hvort þörfin sé mest hjá þeim sem skráðu sig fyrstir.“ kunnugt um að bæjarfélagið hafi veitt Búseta í Garðabæ á liðnum ámm. Ályktunin hvetur einungis til breytinga á forgangsröð við út- deilingu fjármuna meðan ekki er unnt að verða við öllum umsóknum, og þeir sem til þekkja hljóta að vera sammála um að færa forgang- röð til þess horfs, sem ályktunin gerir ráð fyrir. Sérstaða húsnæðissamvinnufélaga Nauðsynlegt er að þekkja sér- stöðu húsnæðissamvinnufélaga innan félagslega íbúðakerfisins til að skilja hvemig ályktun þar sem hvatt er til að tekið verði fullt mið af félagslegum aðstæðum við út- deilingu félagslegrar aðstoðar get- ur valdið svo harkalegum viðbrögð- um sem Búseti sýndi við ályktun bæjarstjómar. Um húsnæðissamvinnufélög gilda lög, sem em um margt frá bmgðin lögum um aðra fram- kvæmdaaðila í félagslega íbúða- kerfinu. Húsnæðissamvinnufélögin úthluta t.d. íbúðum sínum skv. 126. grein laga um Húsnæðisstofn- un, þar sem segir: „Félagsmenn öðlast rétt til að fá keyptan búseturétt, [þ.e. fá rétt til íbúða] í þeirri röð sem þeir ganga í húsnæðissamvinnufélagið enda fullnægi þeir skilyrðum 80.-82. gr. laganna um rétt einstaklinga til félagslegra íbúða og greiði ákveðna fjárhæð í stofnsjóð félagsins. Þegar félagsmaður notar rétt sinn til kaupa á búseturétti ber honum að inna búseturéttargjald af hendi, sbr. 127. gr. Geri hann það ekki innan tilskilins tíma gengur réttur- inn til næsta félagsmanns, sbr. 1. mgr. Búseturétt geta þeir einir keypt sem eru orðnir fjárráða.“ Húsnæðissamvinnufélög eru öll- um opin, án tillits til eigna og tekna, og skv. ofanritaðri lagagrein mynda félagsmenn þeirra tvær biðraðir eftir úthlutun á félagsleg- um íbúðum. í annarri röðinni er sá hluti félagsmanna, sem fellur undir tiltekin mörk eigna og tekna (upp- fýllir skilyrði 80.-82. greinar lag- anna), og bíður eftir lánum sem bera 1% vexti. í hinni röðinni eru þeir, sem eru yfir tekju- og eigna- mörkum og bíða eftir minna niður- greiddum íbúðalánum sem bera 4,5% vexti. í hvora biðröð fyrir sig raðast félagar síðan eftir því hve- nær þeir ganga í félögin, þ.e. án tillits til félagslegra aðstæðna. Aðrir framkvæmdaaðilar félags- lega íbúðakerfisins úthluta eftir 26. grein reglugerðar um Byggingar- sjóð verkamanna. Samkvæmt henni er tekið tillit til ýmissa fé- lagslegra þátta þegar metið er hverjir umsækjenda eigi forgang að félagslegum íbúðum. Umsækj- endur annarra framkvæmdaaðila en húsnæðissamvinnufélaga mynda því ekki biðraðir, heldur er félagsleg aðstaða hvers þeirra met- in sérstaklega. Dæmi um fjármögnun og niðurgreiðslur Búsetaíbúða Til áréttingar á mikilvægi þess, að fjármunum félagslega íbúða- kerfisins sé vel varið, skulu tekin dæmi af þeim fjárhagslegu hags- munum sem um ræðir. Tekin eru tvö dæmi um fjármögnun og niður- greiðslur sjö milljóna króna íbúðar í Búsetakerfinu. I dæmi 1 er íbúðin almenn kaupleiguíbúð, þ.e. til út- hlutunar eftir biðröð hinna efna- meiri. í dæmi 2 er íbúðin félagsleg kaupleiguíbúð til úthlutunar eftir hinni röðinni þar sem beðið er eftir lánum á 1% vöxtum. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna húsnæðiss- amvinnufélaga hefur skipað sér í biðröð eftir þess konar íbúðalánum. Fyrir bæði dæmin gildir að af sjö milljóna króna stofnkostnaði íbúðar greiðir sveitarfélag kr. 245.000 sem hreinan styrk. Bygg- ingarsjóður verkamanna lánar kr. 6.079.500, en afganginn, kr. 675.000 greiðir sá, sem fær íbúðina úthlutaða. Húsnæðissamvinnufé- lagið, eigandi íbúðarinnar, leggur ekki til fjármagn. Mynd 1 sýnir hlutföll þessarar skiptingar. Byggingarsjóður verkamanna tekur þátt í húsnæðiskostnaði í báðum dæmunum með niður- greiðslu á láni sjóðsins. Með því að bera greiðslur lánsins saman við greiðslur þess ef það bæri markaðs- vexti fæst mat á þátttökunni. Ávöxtunarkrafa húsbréfa, 7,3%, er notuð fyrir almenna vexti. Húsbréf eru með ríkisábyrgð og ætti vaxta- stig þeirra varla að gefa of háa viðmiðun. Gert er ráð fyrir að vax- takjör haldist óbreytt út lánstím- ann. Niðurgreiðslur lána eru reiknað- ar fyrir dæmin tvö (almennar og félagslegar kaupleiguíbúðir í bú- Tafla 1. Greiðslubyrði og vaxtaniðurgreiðslur Búsetulána Byggingarsjóðs verkamanna (lánsfjárhæð kr. 6.079.500) Dæmil almenn kaupleiga Dæmi2 félagsleg kaupleiga Mánaðarleg greiðslubyrði láns Byggingarsj. verk. 27.900 12.800 Mánaðarleg greiðslubyrði sambærilegs láns á markaðsvöxtum 39.200 37.700 Mánaðarleg niðurgreiðsla á láni Byggingarsjóðs verk. 11.300 24.900 Niðurgreiðsla láns Bv alls á lánstíma 6.080.000 14.940.000 Niðurgreiðsla Bv, sem hlutfall af greiðslu íbúðareiganda 42% 195% Mest seldu steikur á Islandi Nauta-, lamba*- og svínagrillsteikur m. bakabri kartöflu, hrásalati og kryddsmjöri. Tilbobsverb: €90,- krónur. Vib seldum um þab bil 6.000 steikur í júlí. Jarlinn, Sprengisandi, er því orbinn ab stœrsta steikhúsi landsins. Vib þökkum frábœrar undirtektir og framlengjum steikartilboöib út ágústmánuö. ‘Lambakjöt ófáanlegt í bili. Mlinn G A S T O F A ■ Sprengisandi - Kringlunni setukerfi) og má sjá niðurstöður þeirra útreikninga í töflu 1. Þar er sýnd greiðslubyrði lána frá Byggingarsjóði verkamanna, greiðslubyrði samsvarandi lána sem bera markaðsvexti, mismunur- inn (þ.e. mánaðarleg niðurgreiðsla sjóðsins), heildarniðurgreiðslan á lánstíma og niðurgreiðsla sjóðsins sem hlutfall af greiðslum íbúðar- eiganda af láni Byggingarsjóðs verkamanna. Þátttaka sjóðsins í húsnæðis- kostnaði er veruleg, t.d. niðurgreið- ir hann lán í dæmi 2 um tvær krónu fyrir hveija eina sem greidd er af láninu, og heildarniðurgreiðsla þess láns er um fimmtán milljónir króna yfir allan lánstímann, þ.e. ríflega tvöföld lánsfjárhæðin. Þar sem eft- irspurn eftir svo mikið niðurgreiddu húsnæði er meiri en framboð þess er það skammtað með úthlutunum. Á almennum Ieigumarkaði gefst enginn kostur á slíkri lækkun hús- næðiskostnaðar. Dæmi um úthlutanir í biðraðakerfinu Með aðild að húsnæðissamvinnu- félögum hafa þúsundir skráð sig í raðir eftir niðurgreiddu lánsfé, og gefur augaleið að undir hælinn er lagt hvort þörfín sé mest hjá þeim sem skráðu sig fyrstir. Þegar að úthlutun framangreinda Búseta- íbúða kæmi lægju því engar sér- stakar ástæður til þess að þær lentu hjá þeim, sem brýnasta þörf hefðu fyrir aðstoð. Samkvæmt lögum hefðu þeir umsækjendur, sem fyrstir skráðu sig í viðkomandi búsetafélag, rétt til íbúðanna. í dæmi 1 gæti það t.d. átt við skuldlaus hjón á sextugsaldri, sem ættu hús, sumarbústað og verð- bréfasjóð og sæju sér hag í að losa fjármagn úr íbúðarhúsi sínu til að færa í verðbréfasjóðinn. I dæmi 2 gætu verið fremst í röð fulltrúi og læknir, sem nýlega hefði lokið námi. Við endurskoðun að sex árum liðnum kynni það par þó að færast í almenna kaupleigukerfið. Niðurlag Ályktun bæjarstjórnar Garða- bæjar miðar að því að hafa áhrif á ráðstöfun fjármuna félagslega íbúðakerfisins meðan ekki er unnt að verða við umsóknum allra. Bæj- arfélögum ber að tryggja framboð á félagslegu húsnæði til hinna verst settu, og eru háð lánveitingum frá Byggingarsjóði verkamanna, auk þess sem þeim ber að taka þátt í kostnaði við hvetja íbúð sem sjóður- inn lánar til. Því er eðlilegt að bæjarfélög hafi skoðun á því hvern- ig forgangi við úthlutun á lánum Byggingarsjóðs verkamanna sé háttað. Á vegum félagsmálaráðuneytis- ins vinnur nefnd að endurskoðun á framkvæmd laga um félagslegar íbúðir. Meðan talin er þörf á að úthluta niðurgreiddu fjármagni í þágu tekju- og eignalítilla þegna þjóðfélagsins er mikilvægt að nefndin fjalli vandlega um ábend- ingar um betri og skilvirkari reglur um úthlutun þeirra opinberu fjár- muna. Höfundur er verkfræðingvr og starfar fyrir félagsíbúðakerfið í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.