Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 —,.ý-.i ; j .—:., ,'■■■, , ,i Dagvistun í heimahúsum eftir Selmu Júlíusdóttur Miðvikudaginn 29. júlí skrifaði Signý Sigurðardóttir grein í Morg- unblaðið um dagvistarmál. Það er mér ekki ljúft að svara þessari grein vegna þess að sá hugsunar- háttur sem þar kemur fram er mér afar óskiljanlegur. Ég álít að það sé réttur hvers bams að fá að vera eins lengi með foreldrum sínum fyrstu tvö árin og mögulegt er, en ef því verði, einhverra hluta vegna, ekki við komið sé það mjög gott að þjóðfélagið í heild geti hlaupið undir bagga og hægt sé að fá góða úrlausn sinna mála. Mér þykir það ekki stórmannlegt að foreldrar álíti að aðrir eigi að kosta uppeldi bama sinna frá fæð- ingu að miklu leyti. Þetta er samt hugsunarháttur sem víða skýtur upg kohinum nú á tímum. Ég veit í gegnum starf mitt að óvíða er betur búið að dagvistun en í Reykjavík og hef ég verið ein af mörgum sem hefur reynt að leggja hönd á plóginn til að gera dagvistun í heimahúsum eins ör- ugga og góða og kostur er. Aðrir hafa svo reynt að byggja upp aðr- ar dagvistanir á líkan hátt með aðstoð borgar, bæja og ríkis. Signý Sigurðardóttir gefur alls- staðar í grein sinni í skyn að dag- vistun í heimahúsum sé neyðarráð- stöfun og þar séu bömin aðeins í geymslu. Það er auðfundið að hún fer með þessum hugsunarhætti af stað til að vista bam sitt í heima- húsi. Hún segir orðrétt: „Ég varð sem sagt að hitta þessar konur og fara eftir minni eigin dóm- greind." Ég tel það rétt hvers foreldris að ákveða sjálft eftir eigin dóm- greind að vista bam sitt þar sem því líst vel á eftir vel athugað mál. í reglum samtaka dagmæðra í Reykjavík er tekið fram að einn „Getur bæði dagmóðir eða foreldrar hætt við vistunarsamning ef ekki ríkir eining og ánægja um vistunina.“ mánuður er á báða bóga í reynslu- tíma og getur bæði dagmóðir eða foreldrar hætt við vistunarsamn- ing ef ekki ríkir eining og ánægja um vistunina. Það eru misjafnar aðstæður hjá dagmæðram og sumar einhæfa sig í að vera með vagnabörn en aðrar taka við blönduðum aldri. Allar era skyldugar að hafa bömin úti. Foreldrar eiga að sjálfsögðu að fá upplýsingar um ef viðkomandi dagmóðir muni aðeins taka bamið þar til það þarfnast meiri útivistar en ungabarn. Hvað varðar gæsluvellina sem Signý kvartaði yfir er þetta að segja: Dagmæður hafa haft sam- vinnu við gæsluvelli borgarinnar í langan tíma. Þar fá bömin afar Selma Júlíusdóttir góða útiaðstöðu og öragga. Þar era mjög góð leikföng eða sam- bærileg leikföngum leikskóla. Höf- um við í samtökunum hvatt dag- mæður til að notfæra sér þessa þjónustu sérstaklega vegna barn- anna. Hefur ríkt mjög góð sam- vinna milli gæsluvallastarfsfólks og dagmæðra, sem ég þakka inni- lega. Að sjálfsögðu eiga bæði dag- mæður og starfsfólk gæsluvalla að sjá um að börnin séu ekki leng- ur úti en kraftur þeirra og geta leyfir í hveiju tilfelli og era skýrar reglur um hámarkstíma yngstu barhanna. Eins og Signý Sigurðar- dóttir flytur sitt mál virðist mér hennar hugsunarháttur vera þann- ig gagnvart dagvistun í heimahús- um að illmögulegt er fyrir einka- heimili að taka við barni hennar. Það er mjög erfitt að fá tor- tryggni og óánægju inn á heimili sitt daglega og hafa það á tilfinn- ingunni að leitað sé að misfellum svo hægt sé að nota þær í baráttu sinni til að komast að á leikskóla. Signý segist í dag borga 27.000 krónur fyrir vistun sína. Þar sem ég vissi að einstæðar mæður borga yfirleitt ekki meira til dagmæðra en fyrir leikskóla, þar sem borgin borgar mismuninn þá hringdi ég til dagvistunar bama og fékk að vita að hún fær fulla niðurgreiðslu og fékk fyrir t.d. apríl 18.058 sem styrk frá borginni upp í dagvistar- gjöld sín. Ef hún aftur á móti er með dagvistun sem ekki er lögleg fær hún engan styrk. Mig langar að endingu að geta þess að ný reglugerð frá félags- málaráðuneytinu hefur tekið gildi og er verið að vinna í öllum sveitar- félögum að aðlaga sig þessari reglugerð. Hún er fyrsta reglugerðin sem gefin er út fyrir landið allt. Þar er til dæmis lögfest að eng- inn fær leyfi til davistunar í heima- húsi fyrr en eftir 60 tíma nám- skeið. Hefur verið unnið mjög vel til margra ára að uppbyggingu dagvistunarinnar. Það er mikil von byggð fyrir þessa dagvistun í allri Evrópu og næsta Evrópuráðstefna verður haldin í Uppsala í Svíþjóð í maí 1993 og munu nokkrir ís- lendingar verða þar til uppbygg- ingar og samvinnu við önnur lönd. Ég vil að lokum þakka foreldr- um og öðram sem dagmæður ís- lands hafa átt gott og uppbyggi- legt samstarf við. Höfundur er formaður Landssamtaka dagvistunar í heimahúsum. Harmonikuhátíð og gömlu dansamir í Arbæjarsafni Karl Jónatansson og félagar leika á harmonikur í Árbæjarsafni árið 1990. DANSAÐ verður við undirspil harmoniku á Arbæjarsafni sunnudaginn 9. ágúst. Danshóp- ur eldri borgara undir stjórn Sigvalda Þorgilssonar dans- kennara mun sýna gömlu dans- ana við undirleik Harmonikufé- lags Reykjavíkur frá kl. 14.30 við Dillonshús. Harmonikan mun svo hljóma fram eftir degi um allt safnsvæðið. Að venju verður ýmislegt fleira um að vera á Árbæjarsafni þennan dag. í Árbænum verður unnið við tóvinnu og bakaðar lummur. í húsinu Nýlendu verður skósmiður- inn að störfum og í Miðhúsi geta gestir kynnst hinu gamla hand- verki prentarans. Aðgangseyrir er 300 kr. fyrir fullorðna en ókeypis fyrir börn 16 ára og yngri, eldri borgara og ör- yrkja. Athygli er vakin á því að miðar gilda í viku, en einnig er hægt að fá árskort sem kosta 1000 kr. (Fréttatilkynning) Hólahrossin ekki gjald- geng í gæðingakeppni Vmdheimamelamótið: - vísað frá keppni á síðustu stundu Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Meðal þeirra hrossa sem ekki fengu að keppa til verðlauna á Hestamóti Skagfirðinga var Dropi frá Hólum, sem Eyjólfur ísólfs- son hugðist sýna, en hann situr hestinn á myndinni sem tekin var á Islandsmótinu í Húnaveri á síðasta ári. ________Hestar____________ Valdimar Kristinsson Starfsmenn kynbótabúsins á Hólum í Hjaltadal skráðu nokk- ur hross í eigu búsins til leiks á Hestamóti Skagfirðinga um miðja síðustu viku en var vísað frá eftir fund stjórnar Vind- heimamela sf. á föstudags- kvöld, þar sem vitnað var til reglugerðar Landssambands hestamannafélaga um rétt til þátttöku í gæðingakeppni, 1. kafla, 1. greinar. Þar segin „Rétt til þátttöku í gæðingakeppni hafa öll tamin hross 5 vetra og eldri í eigu félags- manna innan LH ef þau fullnægja þeim skilyrðum, sem sett era í reglum þessum.“ Þar sem Kyn- bótabúið á Hólum er ekki aðili að neinu hestamannafélagi innan LH Iitu stjómarmenn svo á að Hóla- hrossin væra ekki gjaldgeng í gæðingakeppni mótsins en buðu hinsvegar Hólamönnum þátttöku sem gestum. Þegar um gæðinga- keppni fullorðinna er að ræða miðast þátttökuréttur við félags- aðild eiganda hests samkvæmt reglum LH, en öðra máli gegnir ef um gæðingakeppni unglinga og bama, íþróttakeppni, kynbóta- dóma eða kappreiðar er að ræða. Þegar ljóst var um niðurstöður drógu Hólamenn öll hross út úr keppni, bæði gæðingakeppni sem og öðram greinum mótsins. Skólastjórinn á Hólum, Svein- björn Eyjólfsson, lagði fram grein- argerð vegna þessa máls en þar kemur fram að lengi hafi verið leitað leiða til að tryggja hrossum Hólabúsins þátttökurétt í gæð- ingakeppnum. Fyrr í sumar hafi verið haft samband við landbún- aðarráðuneytið af þeim sökum, málið skýrt og óskað tillagna hvemig mætti breyta þessu. í framhaldi af því barst Bændaskól- anum bréf þar sem skólastjóra var, í ljósi þess að hann væri fjár- haldsmaður og prókúrahafi Bændaskólans, heimilað að skrá hrossin til keppni í eigin nafni. Var það gert á innanfélagsmóti Stíganda sem haldið var 18. júlí sl. I greinargerðinni segir að Páll Dagbjartsson formaður Stíganda hafí þá spurt um eignarhald ákveðinna hrossa og hafi hann fengið þau svör að skráning þeirra væri samkvæmt samkomulagi við landbúnaðarráðuneytið. Enn- fremur var honum tjáð að sami háttur yrði hafður á þegar kæmi að Hestamóti Skagfirðinga um verslunarmannahelgina. Var það gert til að tryggja að ekki kæmu fram athugasemdir á síðustu stundu við skráningu. Fram kemur að engar athuga- semdir hafi verið gerðar um þetta fyrr en hross Hólabúsins era kom- in á Vindheimamela fimmtudag- inn 30. júlí. Þá segir að áður en nokkurt samband var haft við starfsmenn Hólabúsins hafi sím- bréf verið sent til landbúnaðar- ráðuneytisins og það beðið að staðfesta að skráningar væru réttar. í svari landbúnaðarráðuneytis- ins til stjómar Vindheimamela sf. kemur fram að Sveinbjöm Ey- jólfsson skólastjóri hafí fulla heimild ráðuneytisins til að skrá hross búsins til hvaða keppni sem er í eigin nafni sem honum þykir henta. Rétt er að geta þess að tveir starfsmanna Hólabúsins sem hugðust sitja hrossin era félagar f skagfírskum hestamannafélög- um auk skólastjórans. í bréfi stjórnar Vindheimamela sf. segir m.a.: „í ljósi þessara stað- reynda (að hrossin séu í eigu Bændaskólans á Hólum skv. túlk- un stjómarinnar, innsk. umsjón- armanns „Hesta") sér stjórn Vindheimamela sér ekki fært að heimila hrossum Bændskólans þátttöku í gæðingakeppni á um- ræddu móti. Stjóm Vindheima- mela harmar þessa niðurstöðu og vill bjóða Bændaskólanum að láta hross sín keppa sem gesti á mót- inu.“ Undir þetta rita Agnar H. Gunnarsson, Gísli Sv. Halldórs- .son, Símon Gestsson og Sveinn Guðmundsson. Einn stjómar- manna, Jón Geirmundsson var fjarstaddur og Sigurður Ingjmars- son stjómarmaður studdi ekki þessa afgreiðslu stjómarinnar, að því er segir í greinargerð Svein- bjöms. OIli þetta mál nokkram leiðind- um á annars vel heppnuðu hesta- móti, en í gær, þriðjudag, vora taldar góðar líkur á að sættir næðust um með hvaða hætti yrði staðið að þátttöku hrossa frá Hólum í gæðingkeppni í framtíð- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.