Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 fclk í fréttum MANNFAGNAÐIR Tuttugu ára Gaggó-afmæli eir sem útskrifuðust úr Gagn- fræðaskóla Garðabæjar vorið 1972 komu nýlega saman í kjall- ara Naustsins til að minnast tíma- mótanna. Það var glatt á hjalla og margs að minnast og ánægju- legt til þess að vita hve margir úr hópnum búa enn í Garðabæ. Á myndinni sést þessi glaðværi hópur, fremsta röð talið frá vinstri: Alfreð Siguijónsson, Karl Gunn- arsson, Erlingur Þorsteinsson, Herdís Hermannsdóttir, Einar Hjaltason, Helga Sigurðardóttir, Sverrir Andrésson og Jónas Garð- arsson. Næstfremsta röð frá vinstri: Trausti Elliðason, Sophus Bjömsson, Kristjana Geirsdóttir, Sigurlaug Hauksdóttir, Eyjólfur Bragason, Guðrún Sverrisdóttir, Helga Gerður Jónsdóttir, Guðbjörg Pétursdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Unnur Amardóttir og María Lo- vísa Ragnarsdóttir. Næstaftasta röð frá vinstri: Anna Lydía Hall- grímsdóttir, Gunnþómnn Geirs- dóttir, Ingibjörg Siguijónsdóttir, Anna S. Pálsdóttir, Sjöfn Jónsdótt- ir, Jón Jörundsson, Stefán Jónsson og Ragnar Eggertsson. Aftasta röð frá vinstri: Guðlaug Guð- mundsdóttir, Kristín Bjömsdóttir, Snorri Þórðarson, Kristján Sigur- jónsson, Linda Wright, Bjami Ás- geirsson og Eyjólfur Valtýsson. ÁST Stormasamt samband endar með hjónabandi! Eitt helsta vandræðapar Holly- wood-borgar eru þau Mickey Rourke, leikarinn sem hefur að mestu snúið sér að hnefaleikum, og súpermódelið Carré Otis. Síðustu tvö árin hafa þau verið með óvenjulega stormasamt „haltu mér slepptu mér“ samband og það næst síðasta sem til þeirra fréttist var að þau væru endanlega búin að fá nóg hvort af öðru og við hafi legið að lokaupp- gjörið hafí endað með áflogum. Nú hafa þau komið öllum í opna skjöldu með því að gifta sig í kyrrþey! Nánustu vinir, starfssystkin og ættingjar eru sagðir bæði undrandi og leiðir yfir því að hafa ekki fengið að vita neitt og segjast koma af fjöll- um. Það eru aðeins örfáar vikur síð- an að Carré var boðið ásamt stórum hóp stórstima í stórveislu í Holly- wood, en Rourke var ekki boðið og Otis og Rourke. fáum dögum áður var sá kvittur kominn á kreik að þau væru skilin. Seint og síðar meir mætti drengur- inn þó óboðinn til veislunnar, Otis til mikillar geðshræringar og sagðist hún ekki hafa hugmynd um „hvern ansk... Rourke væri að gera þarna.“ Þau töluðust ekki við um kvöldið, þvert á móti steig hann í vænginn við fýrirsætuna Cindy Crawford allt kvöldið, en varð ekkert ágengt, enda gekk hun nýlega í það heilaga með leikaranum Richard Gere. COSPER Mæja býfluga kafar dýpra MIMDIN MOTICN Plötusnúðar: G r é t a r o g F r í m a n n Molar mánans kynna Mæju býllugu partý Bein útsendig á Útrás FM 077 (Party Zone) HÓTEL ÍSLAND Skemmtilegt fólk á skemmtilegum stað Laugav*9i 45 - s. 21 255 sms- íkvöld l\lú er bandið sex manna og algjört dúndur. Nýjasti meðlimur- inn er Pálmi J. Sigurhjartarson, hinn fingurfrái íslandsvinur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.