Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 Evrópska vinnuverndarárið Vinnuvernd: sjálfsagður þáttur í dag-legum störfum eftir Guðrúnu Agnarsdóttur Frá því í mars 1992 til mars 1993 hafa EFTA-löndin farið að fordæmi Evrópubandalagsins og haldið sér- stakt vinnuverndarár, hvert með sín- um hætti. Markmið þess er að alls staðar, í stórum og smáum fyrir- tækjum, sé hugað að því að aðbúnað- ur sé góður, komið sé í veg fyrir vinnuslys og atvinnusjúkdóma og stuðlað að vellíðan hins vinnandi manns. Meginþemu ársins eru fjögur: * Hreint loft á vinnustað * Öryggi á vinnustað * Vellíðan á vinnustað * Varnir gegn hávaða og titringi á vinnustað. Hreint loft á vinnustað Algengasta mengun innilofts í þróuðum löndum er af völdum tób- aksreyks og er sú mengun yfirleitt í meiri þéttni en önnur. Þannig verð- ur tóbaksreykur áhættuþáttur vegna þess hve miklum tíma fólk ver innan dyra oft í þröngu umhverfi. Reyking- ar geta einnig magnað hættu af ýmsum öðrum efnum í vinnuum- hverfí og flestum eru nú þegar vel kunnar þær hættur sem stafa af óbeinum reykingum. Afdráttarlaus þróun er í þá átt að viðurkenna sið- ferðilegan og lagalegan rétt fólks til að anda að sér reyklausu and- rúmslofti á vinnustað. Víða hefur komið fram i skoðanakönnunum að meirihluti reykingamanna kærir sig ekki um að dveljast eða vinna í tób- aksreyk og óskar eftir því að starfs- umhverfið sé reyklaust. í skoðana- könnun sem gerð var hér á landi í maímánuði sl. kom í Ijós að reyking- ar voru leyfðar í mat- eða kaffistofu hjá 56% þeirra sem vinna utan. heimilis. Einnig kom í Ijós að hj'á 43% voru reykingar leyfðar á vinnu- svæði fólks. Það ber því að fagna öllum þeim vinnustöðum sem lýsa sig reyklausa og vona að þeir verði öðrum fordæmi. Ýmislegt má gera eftir Jón Hjaltalín Magnússon Ég hef oft verið spurður að því erlendis hvernig standi á því að jafn fámenn þjóð og Islendingar geti átt landslið í handknattleik, ólympískri flokkaíþrótt, sem standi sig svo vei gegn landsliðum margfalt fjölmenn- ari þjóða og vinni sér hvað eftir annað þátttökurétt í „1. deild landsl- iða“, þ.e.a.s. í A-heimsmeistara- keppni og á Ólympíuleikum. Svar mitt hefur einfaldlega verið það, að fjölmenni þjóðar skipti ekki öllu máli. Það eru bara sjö leikmenn inni á vellinum í einu! Að sjálfsögðu þurfa þessir sjö leikmenn að vera vel þjál- faðir, hafa góða þjálfara og hafa öðlast alþjóðlega reynslu með því að ieika fjölda landsleikja við sterka andstæðinga á alþjóðlegum mótum. Nýlega tók ég saman hversu oft ísland hefur átt landslið sitt í hand- knattleik i „1. deild karla“. Af þeim þrettán A-HM sem fram hafa farið síðan 1938 hefur fáni ísiands blakt við hún í níu skipti. Við vorum ekki með 1938,, 1954, 1967 og 1982. Þá hefur fáni íslands blakt fjórum sinn- um við hún í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna af þeim sex leikum, síðan handknattleikur varð ólympísk íþróttagrein árið 1972. Landslið okk- til að draga úr reykingum á vinnu- stað. I Noregi kom í ljós að um helm- ingur hárgreiðslukvenna reykir. Stéttarfélag þeirra vann að því í samstarfi við norsku krabbameins- samtökin að gera könnun á reyk- ingavenjum hárgreiðslukvennanna í því skyni að styðja þær til þess að hætta að reykja. Þær kvartanir varðandi inniloft sem berast Vinnueftirlitinu eru þó flestar úr húsnæði þar sem engin efnamengun eða þekktir mengunar- valdar eiga að vera. Kvartanir fólks eru um ertingu og óþægindi i aug- um, nefi, hálsi, öndunarfærum, húðóþæægindi, óskilgreint ofnæmi, þreytu, höfuðverk, ógieði og svima sem tengist veru í húsinu en réna og hverfa eftir að það yfirgefur stað- inn. Þar sem engar augljósar skýring- ar eru á slíkum einkennum hefur verið talað um húsasótt og eru or- sakir hennar enn óþekktar en vísast að fleirum en einum umhverfisþætti sé um að kenna. Viðbrögð Vinnueft- irlitsins við slíkum kvörtunum er að kanna og mæla ýmsa umhverfis- þætti í slíkum húsum til að leita orsaka. Oft má með einföldum að- gerðum færa mál til betri vegar. Öryggi á vinnustað Þetta er víðtækt hugtak. Oft hafa slysavamir verið fyrst nefndar í því sambandi og mikil áhersla lögð á þær. Mikið hefur verið gert til að brýna fyrir atvinnurekendum að til- kynna vinnuslys til Vinnueftirlitsins, ekki aðeins alvarleg slys heldur einn- ig minniháttar óhöpp. Þessi skylda er bundin í lögum og reglum. Vanræksla í þessum efnum getur haft áhrif á bótaskyldu og því mikil- vægt bæði fyrir starfsmanninn og atvinnurekandann að tilkynnt sé um slys eða óhöpp tii réttra aðila. Einn- ig er að sjálfsögðu mikilvægt að geta rannsakað slys, tildrög þeirra og orsakir til að kunna að varast þau. Tilkynningum um slys hefur Qölgað á síðustu árum, en samt er vitað að aðeins er tilkynnt um brot ar var því miður ekki með árin 1976 og 1980. Af þeim 130 þjóðum sem nú stunda, handknattleik skipar þessi árangur íslandi samanlagt í sjötta sæti sem þátttökuþjóð í A-HM og á Ólympíuleikunum. Þær þátttöku- þjóðir sem standa okkur framar í þátttöku eru: Svíþjóð, Tékkóslóvak- ía, Rúmenía, Ungverjaland og Dan- mörk. Það að landslið okkar taki þátt í þessum heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum þykir okkur ekki bara orðið sjálfsagt, heldur erum við farin að gera verulegar kröfur til þess að „strákarnir okkar“ skipi sér meðal þeirra bestu í úrslitakeppni þessara móta! Störf stjórnar HSÍ hverju sinni, landsliðsnefndar, landsliðsþjálfara og leikmanna mót- ast verulega af þessum áhuga og vilja þjóðarinnar. Á sama hátt má segja að áhugi þjóðarinnar mótist af þessari afreksstefnu HSÍ og góð- um árangri „strákanna okkar“! Framundan eru mörg stórverkefni hjá handknattleiksmönnum. í sept- ember nk. er heimsmeistarakeppni pilta 21 árs og yngri, þar sem vænt- ingar okkar eru miklar. Unglinga- landsiið okkar náði fimmta sæti í þessari keppni árin 1989 og 1991. Þá eigum við núna mjög gott lands- lið í þessum aldursflokki. Evrópukeppni landsliða hefst í Vinnuvernd í verki af þeim slysum sem verða. Á árinu 1990 barst 761 tiikynning um vinnu- slys til Vinnueftirlitsins. Athugun sem gerð var á siysadeild Borgar- spítalans og birtist í Læknablaðinu 1986 sýndi að slysin eru margfalt fleiri og ætla má að um 12.000 vinnuslys verði á ári hveiju á öllu landinu. Samkvæmt skráningu Vinnueftirlitsins urðu 27 banaslys við vinnu í landi á árunum 1986- 1991 og voru þau um tvöfalt fleiri á árinu 1991 en árin á undan. Það er því að mörgu að huga á vinnustöð- um til að koma í veg fyrir slys og verulega þarf að bæta skráningu slysa. Takmarkaðar rannsóknir hafa verið gerðar á tíðni atvinnusjúkdóma hér á landi. Langflestar tilkynningar hafa verið um heyrnartap vegna hávaða en aðrir atvinnusjúkdómar síður tiikynntir. Á hinum Norður- löndunum eru atvinnusjúkdómar bættir sérstaklega af almannatrygg- ingakerfinu og stuðlar það að betri og nákvæmari skráningu þeirra. Þetta er ekki gert hér á landi en búast má við því að meiri athygli mundi beinast að atvinnusjúkdómum og skilgreiningu þeirra ef slíkt tjón yrði bætt. Slíkt ætti jafnframt að leiða til áhrifaríkari forvarnarstarfa. Vellíðan fólks á vinnustað Þetta er sú hlið vinnuverndar sem minnst hefur verið sinnt fram til þessa en nýtur nú vaxandi athygli. Nýir stjórnunarhættir og aukin áhersla á gæði í framleiðslu og þjón- „Gerum áfram miklar kröfur um góðan árang- ur landsliða okkar, en það hjálpar verulega ef við áhugamenn um handknattleik, „þjóðar- afreksíþrótt okkar“, styðjum fjárhagslega við landsliðsstarfsemi HSÍ, til dæmis með því að taka þátt í happdrætt- inu, sem dregið er í núna á mánudaginn, 5. apríl.“ haust með úrslitakeppni í Portúgai 1994. Stefnt er að góðum árangri í heimsmeistarakeppninni hér heima árið 1995 og að vinna okkur um leið þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996. Þannig hefur ísland verið í „1. deild karla“ sam- fleytt síðan 1984! Þá er mikill áhugi hjá HSÍ að halda áfram uppbygg- ingu kvennalandsliðs okkar, sem tekur einnig þátt í Evrópukeppninni í haust. Lesandi góður. Öll þessi þjálfun landsliðsfólks okkar í handknattleik og markvisst unglingastarf HSÍ Guðrún Agnarsdóttir „Ábyrgð launþegahreyf- ingarinnar og vinnuveit- enda er mikil að láta ekki af kröfum sínum um góð- an aðbúnað, hollustuþætti og öryggi fyrir vinnandi fólk. I þessum efnum eru stjórnendur í lykilhlut- verki og framsýni þeirra og jákvæð afstaða getur í reynd skipt sköpum fyr- ir þróun vinnuverndar á vinnustað.“ ustu hafa beint sjónum manna að mikilvægi starfsfólksins, þess mann- auðs sem fyrírtækið hefur á að skipa. Ánægður og frumkvæðisríkur starfsmaður, sem nýtir hæfileika sína til hins ýtrasta og hefur verk- efni við hæfi er fengur í hvetju fyrir- tæki. Þetta er flestum góðum stjórn- Jón Hjaltalín Magnússon kostar mikla peninga. Gerum áfram miklar kröfur um góðan árangur iandsliða okkar, en það hálpar veru- lega ef við áhugamenn um hand- knattleik, „þjóðarafreksíþrótt okk- ar“, styðjum fjárhagslega við landsl- iðsstarfsemi HSÍ, til dæmis með því að taka þátt í happdrættinu, sem dregið er í núna á mánudaginn, 5. apríl. Að lokum óska ég landsliðsmönn- um okkar í handknattleik, þjálfurum liðsins og stjórn HSÍ tii hamingju með góðan árangur í Barcelona og Svíþjóð. Setjum samt rána aðeins hærra hér heima árið 1995 og ennþá hærra í Atlanta árið 1996! Höfundur er verkfræðingur og áhugamnður um íþróttir. endum ljóst. Þó skortir talsvert enn á að hugað sé nægilega vel að mann- eskjunni allri á vinnustað. Einhæf, fábreytt störf geta valdið streitu og leiða og miklar annir við margbreyti- leg störf geta einnig valdið streitu. Streita og álag er algengt í okkar vinnusamfélagi og eru flókin fyrir- bæri. Einelti þekkist á vinnustöðum hér og kynferðisleg áreitni líka þó að enn hafi tiltölulega lítið verið rætt um þessi viðkvæmu og erfiðu mál. Vanlíðan á vinnustað getur komið fram á ýmsan hátt: með ijar- vistum, óvirkni, sjúkdómum og jafn- vel örvilnan sem getur leitt til sjálfs- víga. Viðurkenning fyrir það sem vel er gert er mikilvæg í mannlegum samskiptum og því vil ég geta þess sem gæti orðið öðrum að góðu for- dæmi. í lok hvers árs hefur Tré- smiðafélag Reykjavíkur haft þann háttinn á undanfarin ár að veita við- urkenningu fyrir góðan aðbúnað byggingamanna á vinnustað. Þetta er gert með nokkrum hátíðabrag í húsakynnum félagsins stundum að lokinni skoðunarferð á þann stað sem fyrir valinu verður hverju sinni. Varnir gegn hávaða og titringi Vinnueftirlitið hefur lengi stundað hávaðamælingar á vinnustöðum og reynt að fá vinnuveitendur til að draga úr hávaða og starfsmenn til að nota heyrnarhlífar við hávaða- sama vinnu. Hins vegar hefur það dregist úr hömlu að komið verði á reglubundnum heymarmælingum á hávaðasömum vinnustöðum eins og lög og reglur bjóða. Nú loksins, eft- ir margra ára viðleitni virðist málið blessunarlega í höfn og var byijað á fyrsta áfanga þess sl. haust. Mælingar utan höfuðborgarsvæðis- ins verða gerðar á heilsugæslustöðv- um með fulltingi Heyrnar- og tal: meinastöðvarinnar. Viðfangsefni á vinnuverndarári Á vinnuverndarári hefur margt verið á döfinni. Sérstök áhersla hef- ur verið lögð á það að efla innra starf fyrirtækjanna og hvetja til þess að öryggisverðir og öryggis- trúnaðarmenn verði skipaðir svo og öryggisnefndir. Styrkir hafa verið veittir til vinnuverndarverkefna tvisvar, ráðstefnur haldnar og vinnu- verndarmái rædd á þingum og fund- um í fyrirtækjum og verkefni verið send í skóla. Fjölmiðlar hafa og sýnt málinu nokkurn áhuga og greinar skrifaðar reglulega í Morgunblaðið. Auglýst hefur verið eftir fyrirtækj- um sem vilja gerast vinnuverndar- fyrirtæki og móta sérstaka stefnu í vinnuverndarmálum til framtíðar. Um 20 fyrirtæki hafa sýnt frum- kvæði og áhuga í þeim efnum. Vinnuvernd er mikilsverður hluti af lífskjörum fólks. Nú þegar blasir við okkur óvanalega mikið atvinnu- leysi og ekki virðist bjart framundan kunna menn að hugsa sem svo að mestu skipti að tryggja aðgang fólks að vinnu, hvað sem allri vernd líði. Þessa hugsun þarf að varast og ábyrgð launþegahreyfingarinnar og vinnuveitenda er mikil að láta ekki af kröfum sínum um góðan aðbún- að, hollustuþætti og öryggi fyrir vinnandi fólk. í þessum efnum eru stjórnendur í lykilhlutverki og fram- sýni þeirra og jákvæð afstaða getur í reynd skipt sköpum fyrir þróun vinnuverndar á vinnustað. Þó að harðni á dalnum þá eru þrengingarn- ar tímabundnar og við munum læra að skipta með okkur vinnu á meðan °g leggja aðrar áherslur til að kom- ast af. Sérstakt vinnuverndarár er nú senn á enda. Vinnueftirlitið mun þó halda áfram að vinna ósleitilega að því að bæta aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og vonast til að eiga gott samstarfsfólk hér eftir sem hingað til meðal launþega og atvinnurekenda. Mikilvægt er þó að þessir aðilar treysti ekki Vinnu- eftirlitinu einu fyrir þessum mikil- vægu réttindamálum en hafi sjálfir áfram vakandi áhuga, veiti aðhald og sýni sjálfstætt frumkvæði í vinnu- verndarmálum. Með samstarfi okkar allra verður vinnuvernd að sjálfsögð- um þætti í daglegum störfum. Höfundur er læknir og stjórnarformnður í Vinnueftirliti ríkisins. Styðjum landslíð okk- ar í handknattleik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.