Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 39 Minning Hjalti SnærJökuls- son og Egill Krist- inn Theodórsson Hjalti Snær: Fæddur 14. nóvember 1988 Dáinn 27. mars 1993 Egill Kristinn: Fæddur 24. apríl 1989 Dáinn 27. mars 1993 Hví var þessi beður búinn barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til min!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halid.) Um leið og við kveðjum þessa litlu vini, viljum við biðja góðan guð að gefa Svölu, Jökli og öðrum aðstandendum styrk til að takast á við sorgina. Beklqarfélagar frá Ólafsvík. Guð hvers vepa? Hví tendraðir þú þetta líf til þess eins að deyja? Hvers vepa fékk það ekki að lifa? Hvers vepa ... ? Engin svör mepa að sefa sorgina. Komdu nú með hugpn þína og frið, og þá trú og von sem veit að bamið litla lifir í ljósi þínu og “eilífri gleði, því ljósi og gleði sem þú ætlar hverri sál. Gef mér að horfa til þess ljóss og vænta þeirrar gleði, í Jesú nafni amen. (Karl Siprbjömsson) Hvers vegna? er einnig sú spurning sem kemur upp í huga okkar þegar við minnumst látinna vina, Hjalta Snæs og Egils Krist- ins. En þessari spurningu verður seint svarað og því munum við varðveita í hugum okkar allar þær stundir sem við áttum saman. „Við bestu vinirnir“ voru orð sem oft hljómuðu af vörum þeirra og það voru sannarlega sannmæli því að ávallt voru þeir saman í leik. „Viltu hafa þessa skóflu? Hér er bíll handa þér.“ Svona voru sam- skipti þessara tryggu vina, sem hin börnin töluðu ávallt um í sömu andrá. Ólýsanlega stórt skarð er nú höggvið í okkar litla leikskóla sem í voru 18 börn. Kæru foreldr- ar, afar og ömmur og aðrir að- standendur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guð gefi ykkur styrk í ykkar ólýsanlegu sorg. Megi blessun fylgja ykkur. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu, gerðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ókunnupr.) Fyrir hönd leikskólans í Brautar- holti, Guðbjörg, Elín, Harpa og Berg^ót. Með örfáum orðum langar okk- ur að minnast bróðursonar okkar, Egils Kristins, sem lést af slysför- um síðastliðinn laugardag, aðeins 4 ára gamall. Sú hugsun að við munum ekki aftur hitta þennan litla frænda hér á jörðu, er óskap- lega 'sár, en fallegar minningar ylja okkur um hjartarætur. Minn- ingar um yndislegan dreng, skýr- an og skemmtilegan, sem þrátt fyrir sína stuttu ævi náði að gleðja mörg hjörtun með sinni geislandi gleði og sínu fallega brosi. Sú minning, sem gagntekur hugi okkar hvað mest á þessari stundu, er frá síðastliðnu sumri en þá dvöldumst við systkinin ásamt fjölskyldum okkar í sumar- bústað í Borgarfirði. Þar áttum við góðar samverustundir og átti Egill Kristinn einna stærsta þátt- inn í að gera þær stundir ógleym- anlegar, svo mikið gaf hann af sér. Það er okkar von og trú að all- ar góðu minningarnar um elsku litla frænda muni styrkja aðstand- endur í sorginni og biðjum við al- eftirminnilegastur. Gáfumar voru ótrúlegar, minnið gott og átti hann auðvelt að koma frá sér hugsunum sínum, hvort sem það var með tal- anda eða í verki. Okkar kynni hófust um 1965, en þá réð ég Sigurð til að standa fyrir húsi sem ég lét reisa við Lyngás í Garðabæ, alls 750 fermetra hús. Sigurður skilaði í því mannvirki meira en annarri hverri vinnustund, sem í húsið var lögð, og kom því upp á 13 mánuðum. Vegna útsjón- arsemi Sigurðar tókst að koma því húsi, sem síðar varð skóli, upp fyr- ir fimmtung þess verðs, sem þá var á skólahúsum í Reykjavík. Við hentum stundum saman að því, að á svipuðum tíma var Hótel Loftleiðir í smíðum með yfir 100 manns í vinnu, en þar var að vísu enginn Sigurður S. Kristjánsson, auk þess sem það hús var nú nokkru stærra. Mér er það sérstaklega minnis- stætt, að um þijúleytið eina nóttina kom kona hans, Hildur, á leigubíl til að gá að Sigurði sínum, þar eð henni fannst nokkuð dragast úr hömlu, að hann kæmi heim úr vinn- unni. Þann daginn hafði hann nefni- lega steypt í 375 fermetra plötu með lítilli aðstoð annarra, en honum fannst nauðsynlegt fyrir háttinn að pússa plötuna alla og það með hand- krafti. Taka má fram, að Sigurður hafði áður slegið upp fyrir þeirri sömu plötu, auk þess að leggja í hana járnin og rafmagnspípur að nokkru. Húsið einangraði Sigurður og pússaði það að utan og innan al- einn, og hefur ekki komið til við- gerða á því verki hans frekar en neinu öðru, sem frá hans hendi komi. Hitalögn hússins var lögð að hans ráði af bróður hans, sem var vélsmiður norður í Þingeyjarsýslu, en Sigurður kom einnig að því verki. Mér þykir vænt um að hafa kynnzt Sigurði. Hann var einn af þessum fluggáfuðu mönnum, sem allt lék í höndunum á, og fyrir hvert einasta handtak gerði hann sér grein fyrir heildarmynd þess verks, sem handtakið átti að vera þáttur í. Skólamenntun hafði hann litla, en samt lield ég að mér sé óhætt að segja, að sjaldan hef ég kynnzt máttugan guð að vera méð þeim öllum. Jóhanna og Alda. Með þessum orðum kveð ég vini mína tvo og leikfélaga og þakka þeim fyrir allar ánægjulegu sam- verustundir sem við áttum saman í sveitinni hjá ömmu og afa. Nú legg ég aupm aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Foersom - S. Egilsson) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfí Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfír mér. (H.P.) Fjölskyldunum og öllum þeim sem um sárt eiga að binda sendi ég og fjölskylda mín okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk á þessari erfiðu stund. Kveðja frá Andreu frænku. Það var síðastliðinn laugardag að við vorum á ferðinni uppi í Borgarfirði, undirritaður ásamt unnustu sinni og dóttur. Þetta var menntaðri manni en honum, og virðist hann hafa nýtt sér sjálfsnám á ótrúlega mörgum sviðum. Það var einnig mikið lán, að hann var sérvit- ur með afbrigðum og að mínu viti mátti alltaf læra af handbrögðum hans og ekki síður meitlaðri vizku þeirri, sem hann kom frá sér, og hafði lítið fyrir. Búnaðarbankinn réð Sigurð til sín sem starfsmann og sá hann um flutninga gagna á milli útibúa og aðalbankans. Mér þykir nú nokkuð víst, að nokkurt skarð sé fyrir skildi á þeim bæ, ekki sízt fyrir öll þau handtök, sem hann lagði til starfs- mannafélagsins vegna sumarhúsa þess félags, enda var hann heiðurs- félagi þess. Missir Hildar er sár, sérstaklega þar sem hún hefur verið heilsutæp nokkur síðustu árin. Hún þekkti Sigurð að sjálfsögðu bezt allra, og missir hennar því mestur, en hafa skaltu það, Hildur mín, að við hinir söknum hans líka sem góðs fag- manns, góðs kennara og jákvæðs manns. Sveinn Torfi Sveinsson. afslöppunar- og skemmtiferð og við héldum til í Munaðarnesi. Til að eyða deginum fór ég niður á Hvanneyri þangað sem margar af mínum bestu æviminningum urðu til. í langflestum tilvikum átti Jök- ull Helgason, faðir Hjalta Snæs, stærstan þátt í því hversu góðar minningarnar urðu. Þegar ég svo kem aftur í bú- staðinn eru þar skilaboð um að hringja heim. Við gerum það og orð fá varla lýst þeim óhug og tómleika sem greip okkur þegar við fréttum að hann Hjalti litli Snær hafi drukknað í dag ásamt honum Agli litla í ískaldri vök. Hvers vegna? Hvernig gat það gerst? Ótal spurningar sem ekki eru til nein veraldleg svör við reika um hugann og á milli þeirra minn- ingin um fallegan og prúðan efni- legan dreng sem átti allt lífíð fram- undan. Við stöndum eftir vanmátt- ug og getum ekkert gert a^inað en reyna að styrkja og styðja hina syrgjandi foreldra, afa og ömmur og yfirleitt alla aðstandendur. Þeir Hjalli og Egill voru „bestu vinirnir“ eins og þeir kölluðu sig. Þeir vöktu hvor annan á morgn- ana, léku sér saman á daginn og oft frameftir á kvöldin. Fóstrurnar á leikskólanum sögðu að er annar kæmi að ná í dót tæki hann yfir- leitt fyrir hinn líka. Svo vel hugs- uðu þeir hvor um annan. Og sam- an fóru þeir yfir móðuna miklu. Getur þetta verið raunverulegt? Ég trúi því varla enn. Á sinni stuttu ævi komu þeir ýmsu til leið- ar óafvitandi. Vinátta þeirra var einlæg og sönn og smitaði út frá sér til allra þeirra sem þeir um- gengust og til þeirra þekktu. Þeim hlýtur að hafa verið ætlað stórt hlutverk á einhveijum öðrum og æðri stað fyrst þeir voru teknir frá okkur svo fljótt. Að lokum læt ég fylgja hér texta sem okkur fannst endurspegla mininguna um dreng- ina. Megi algóður Guð styrkja ykkur Jökull og Svala og ísak litli, svo og alla aðra aðstandendur drengjanna beggja í þessari miklu sorg. Minning þeirra lifir. Þig sem í fjarlægð pllin bak við dvelur og fapar vonir tengdir líf mitt við. Minn hupr þráir, hjartað ákaft saknar er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei hvern hjartað kallar á? Heyrirðu ei storminn kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina sem aldrei gleymi meðan lífs ég ér. Pálmi Hilmarsson og fjölskylda. GÆDAFLÍSAR Á GOÐU VERÐI r rm iirn □ UJJ □ sa HIHPIKI namirtni 1UJL3 &: H ■■■ f- ii ii u jjj Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 Höfum reist sýningarhús frá VUOKATTI í Finnlandi á flötinni gegnt skrifstofu okkar ab Skúlagötu 26. SÝNINC í DAC LAUCARDAC __________FRÁ KL, 10:00 TIL 17:00___________ ÝMIS VORTILBOÐ: Dœmi: 47 m2 hús meö yfirbyggöri verönd, eldhúsinnréttingu og rafmagni í veggjum, uppsett á þinni landareign, fyrir sumariö á aöeins 2.295. þús. íi’MOLI Vuokatti á Islandi _______________Skúlagötu26 s.13999____________ Markaðstorg JL húsinu VERÐHRUN JÍföSk Opið laugardag og sunnudag 12-18 " * *1"s •1 ■v e r * Stðrkostlegtúrval vide" '»rir il»rnin Sælgæti - Skartgripir - Tískufatnaður - öll vefnaðarvara Skómarkaður - Antikmunir - og ótalmargt fleira 300 kr. meterinn Básasala Markaðstorg JL húsinu, Hringbraut 121, sími 623736

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.