Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 27
STEFNU MORGUNKLAÐfft’tAUGARDAöCTf^^RÍL 1993 27 Nafn fyrirtækis Millj. kr. Grandi hf. 15,251 Útg.fél. Akureyringa hf. 13,859 Samheqi hf. 13,974 Vinnslustöðin hf. 10,499 ísfélag Vestm.eyja hf. 12,239 Skagstrendingur hf. 7,095 Haraldur Böðvarsson hf. 11,413 Ögurvík hf. 5,233 Skagfírðingur hf. 5,109 Sæberg hf. 5,068 Miðnes hf. 6,775 Síidarvinnslan hf. 7,294 Árnes hf. 5,085 Borgey hf. 5,119 Þormóður rammi hf. 4,713 Hrönn hf. 4,030 Þorbjörn hf. 4,580 Útg.fél. Dalvíkinga hf. 4,010 Stálskip hf. 3,651 Hraðfr.h. Norðurtangi hf. 3,879 Hraðfr.h. Fáskrúðsfj. 3,880 Sjóiastöðin hf. 3,309 Álftfírðingur hf. 3,648 Meitillinn hf. 3,212 Miðfeli hf. 2,910 Gunnarstindur hf. 2,850 Gunnvör hf. 2,191 Magnús Gamalíelsson hf. 2,129 Fáfnir hf. 2,003 Baldur hf. 1,996 Gullberg hf. 1,958 Útgerðarf. Flateyrar hf. 1,943 Búlandstindur hf. 2,017 Hraðfr.h. Grundafj. hf. 1,859 Útg.félag Bílddælinga hf. 2,021 Siglfirðingur hf. 2,081 Fiskanes hf. 3,952 Hvalur hf. 1,777 Jökull hf. 1,775 íshaf hf. 1,754 Hraðfr.h. Eskifjarðar hf. 4,081 Hólmi hf. 1,610 Snæfellingur hf. 1,607 Hólmadrangur hf. 1,864 TAFLAN sýnir þær upphæð- ir, sem útgerðarfélög verða að greiða, miðað við 1000 króna lágmarksgjald á hvert þorskígildistonn í kvóta. Frystihús 400% um- fram þörf FRYSTIHÚS á íslandi eru 400% fleiri en þau þyrftu að vera ef unnið væri á vöktum alian sólarhringinn, að því er fram kemur í skýrslu nefndar um mótun sjávarútvegsstefnu. I rækjuvinnslu mætti fækka pillunarvélum um meira en helming að mati nefndarinnar. í skýrslunni segir að það sé erfítt að meta afköst fískvinnslu- stöðva því þau megi yfirleitt auka með því að ráða fleira fólk í vinnu eða fjölga vöktum. Helstu flöskuhálsar í frystihúsi séu flök- unarvélar og frystitæki. Ef gert sé ráð fyrir að að meðaltali sé unnið á fullum af- köstum í 8 klukkustundir á dag 4 daga vikunnar í frystihúsum landsins megi segja að 20% nýt- ing sé á húsunum, miðað við að unnið væri á vöktum allan sóiar- hringinn eða að húsin séu 400% fleiri en þyrfti að vera. Nefndin telur hins vegar ómögulegt að meta afköst salt- fiskvinnslustöðva þar sem kom- ast megi af án véla að miklu leyti. 30 pillunarvélar væri nóg Um rækjuvinnslu segir að rækjuvinnslum hafi fækkað úr 42 árið 1987 í 28 stöðvar, sem hafi yfír 70 pillunarvélum að ráða, árið 1991. Sá fjöldi pillun- arvéla hafi 57 þúsund tonna vinnslugetu miðað við einfalda vakt en til vinnslu hafi aðeins komið um 35 þúsund'tonn af rækju. Miðað við vinnslu á tveimur vöktum nægði að vinna með 30 pillunarvélum, sé gert ráð fyrir að geyma megi tvö þús. tonn af rækju frá júlí fram í september en rækjuafli er mestur á sumrin. Þróunarsj óðiu’ standí sjálfur uiitiii’ skuldbmdingum sínum Frumvarp sjávarútvegsráðherra um Þróunarsjóð sjávarútvegsins FRUMVARP Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra um Þróunarsjóð sjávarútvegsins var rætt í ríkisstjórn í gær. Frum- varpið er niðurstaða málamiðlunar Þorsteins og Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra, en þeir höfðu deilt um fyrir- komulag sjóðsins, einkum upphæð þróunargjaldsins, sem standa á undir bróðurparti tekna hans. Hlutverk Þróunarsjóðs- ins, samkvæmt frumvarpstextanum, er að stuðla að aukinni arðsemi í sjávarútvegi. „í því skyni kaupir sjóðurinn fisk- vinnslustöðvar og framleiðslutæki þeirra og greiðir styrki vegna úreldingar fiskiskipa til að draga úr afkastagetu í sjávar- útvegi. Jafnframt getur sjóðurinn stuðlað að skipulagsbreyting- um í sjávarútvegi, í samvinnu við lánastofnanir, enda leiði slík endurskipulagning til verulegrar hagræðingar,“ segir í frum- varpinu. Áður hefur verið rætt um að sjóðurinn skuli stefna að 20% úreldingu í sjávarútveginum, en það markmið er ekki að finna í frumvarpstexta. Gert er ráð fyrir að Þróunarsjóður- inn yfirtaki eignir og skuldbindingar Hagræðingarsjóðs, atvinnutrygging- ardeildar Byggðastofnunar (áður Atvinnutryggingarsjóður, sem að- stoðaði útflutningsfyrirtæki) og hlutafjárdeildar Byggðastofnunar (áður Hlutafjársjóður, sem keypti hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækjum). Undanskildar eru 950 milljónir af endurlánum ríkissjóðs til atvinnu- tryggingardeildar, sem ríkissjóður tekur að sér að greiða. Þá leggur ríkissjóður sjóðnum til fjögurra millj- arða króna lán, sem á að greiðast upp fram til ársins 2005. í yfirtöku á Hagræðingarsjóði felst meðal ann- ars að sölu á veiðiheimildum hans verður hætt frá og með næsta fisk- veiðiári. Standi undir skuld- bindingum sínum Tekjustofnar sjóðsins verða í fyrsta lagi gjald á fískiskip, sem er sambærilegt við núverandi Hagræð- ingarsjóðsgjald, og á að skila um 80 milljónum króna á ári. í öðru lagi er gjald á fiskvinnslustöðvar, sem á að skila svipaðri upphæð. I þriðja lagi er svo margumtalað þróunar- gjald, sem leggst á aflakvóta. Kveðið er á um þróunargjaldið í 6. grein frumvarpsins, en þar segir: „Skal gjaldið fyrir hvetja aflamarkstilkynn- ingu nema a.m.k. 1.000 kr. fyrir hveija þorskígildislest miðað við þá verðmætastuðla af einstökum teg- undum sem sjávarútvegsráðuneytið ákveður ... Ráðherra er heimilt að breyta gjaldinu í samræmi við þær breytingar sem kunna að verða á vísitölu byggingakostnaðar, sbr. lög nr. 42/1987.“ í 19. grein er síðan kveðið á um að sjóðurinn skuli sjálfur standa und- ir öllum skuldbindingum sínum. Þar segir áfram: „Ríkisendurskoðun ann- ast endurskoðun reikninga Þróunar- sjóðs og skal hún árlega gera sér- staka athugun á möguleikum sjóðs- ins til að standa undir skuldbinding- um sínum . .. Komi í Ijós að framtíð- artekjur sjóðsins séu ekki í samræmi við skuldbindingar skal ráðherra leggja fyrir Alþingi tillögur um breyt- ingar á tekjustofnum sjóðsins sbr. 4., 5. og 6. grein.“ Úreldingarstyrkur aldrei hærri en 75 milljónir Þar sem ijaliað er um styrki sjóðs- ins til úreldingar fiskiskipá' segir að styrkur skuli vera ákveðið hlutfall af tryggingaverðmæti skips, þó ekki hærri en 45% og aldrei hærri en 75 milljónir króna vegna hvers skips. „Skilyrði fyrir veitingu loforðs um styrk vegna úreldingar fiskiskips er að eigandi þess lýsi því yfir að skip- ið verði tekið af skipaskrá, að réttur til endurnýjunar þess verði ekki nýtt- ur og ennfremur að allar veiðiheim- ildir skipsins verði sameinaðar afla- heimildum annarra skipa,“ segir í frumvarpinu. Kaup á fiskvinnsluliúsum Sjóðnum er fram til ársloka 1996 heimilt að kaupa fískvinnslustöðvar og föst framleiðslutæki þeirra. Kaup- verð á að miðast við markaðsverð sambærilegra eigna, en má þó aldrei verða hærra en 75% af fasteigna- mati fasteigna og 25% af verðmæti fastra framleiðslutækja. Skilyrði fyr- ir því að sjóðurinn kaupi fiskvinnslu- hús er m.a. að þar hafí verið stunduð vinnsla á árunum 1991 og 1992 og að húsinu hafi ekki verið ráðstafað varanlegra til annarra nota. Verkefni erlendis styrkt Samkvæmt 11. grein frumvarps- ins verður Þróunarsjóði heimilt að stuðla að þátttöku íslenzkra aðila í sjávarútvegsverkefnum erlendis með því að veita styrki, lán og ábyrgðir. Einnig má sjóðurinn leggja fram framleiðslutæki, sem hann hefur keypt, sem hlutafé í útlendum sjávar- útvegsfyrirtækjum eða íslenzkum fýrirtækjum sem starfa að verkefn- um erlendis. „Þó er sjóðnum heimilt að leggja fram hlutafé í reiðufé til slíkra fyrirtækja, veita þeim ábyrgð- ir eða víkjandi lán enda liggi fyrir að alþjóðleg lánastofnun hafi á grundvelli fyrirliggjandi arðsemisá- ætlana mælt með fjármögnun við- komandi verkefnis," segir í frum- varpinu. Jón Baldvin Hannibalsson um þróunargjald á aflaheimildir Líklega hækkar gjaldið JÖN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, segir að í ljósi skuldastöðu sjávarútvegs og þess markmiðs að Þróunarsjóður sjávarútvegsins verði notað- ur til að ganga hratt til verks í úreldingu í greininni, sé lík- legast að þróunargjald á kvóta hækki fremur en lækki á síð- ari hluta áratugarins. „Ég lýsi ánægju minni með að komin er niðurstaða í þau ágreinings- mál, sem uppi hafa verið um útfærsl- una á rnálinu," sagði Jón Baidvin við Morgunblaðið. Hann sagði að það réðist mjög af því hvaða menn réð- ust til forystu í stjóm sjóðsins hvern- ig til tækist í framkvæmdinni. „Ég legg áherzlu á að þetta er ekki neinn millifærslusjóður. Lykilatriðið er að sjávarútvegurinn á að standa undir þessari hröðu úreldingu sjálfur. Þannig er komið í veg fyrir að hin hrikalega skuldasöfnun hans lendi á almenningi í formi skatta í framtíð- inni. Sjóðurinn á að auka arðsemi í greininni með þvi að taka úr umferð fyrirtæki, sem þegar eru í reynd gjaldþrota. Það þýðir að aflaheimild- ir færast til þeirra fyrirtækja, sem lifa af, og þau fá meira svigrúm til að hagræða og ná lægri kostnaði í sinni framleiðslu," sagði hann. Utanríkisráðherra sagði ánægju- legt að málið væri til lykta leitt um leið og verið væri að ræða um kjara- samninga, þar sem aðalvandamálið væri skuldasöfnun og hallarekstur í sjávarútvegi. „Við erum nýbúin að fara í gegnum Landsbankakreppu, þar sem aðalvandinn var töpuð útlán vegna skuldavanda, sem hafði safn- azt upp á löngum tíma í sjávarút- vegi. Það undirstrikar hversu mikil- vægur þessi Þróunarsjóður getur orðið, ef rétt er á málum haldið í framkvæmdinni," sagði Jón Baldvin. Meiri líkur en minni á hækkun gjaldsins Jón Baldvin sagði stefnt að því að úreldingin færi fram á fyrstu árum sjóðsins. „í ljósi þeirra upplýs- inga, sem fyrir liggja um hversu miklar þessar skuldir eru, dreifingu þeirra og þá staðreynd að fyrirtæki með allt að 35% áf veltu greinarinn- ar eru með óviðunandi eiginfjárstöðu, segir það sig sjálft að skuldbindingar sjóðsins verða miklar ef á að beita tækinu,“ sagði hann. „í þeim skiln- ingi hlýtur maður að álykta að þegar á þetta verður litið á seinni hluta áratugarins, séu meiri líkur á því en minni að gjaldið muni óhjákvæmilega þurfa að hækka.“ Þorsteinn Pálsson segir að þróunargjaldi verði aðeins breytt með lögum Gjaldið óskylt auðlindaskatti ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segist ekki líta á þróunargjaldið, sem lagt verður á aflakvóta og mun renna í Þróunarsjóð sjávarútvegsins, sem auðlindaskatt. Ráðherr- ann segir að gjaldinu verði ekki breytt nema með lögum. Verði gjaldinu breytt, verði það ekki til lækkunar. Þetta kom fram í máli Þorsteins í utandagskrárumræðum um sjáv- arútvegsmál á Alþingi í gær. Þorsteinn sagði að frumvarpið um Þróunarsjóð, sem Iagt var fram á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun, væri þáttur í heildarsamstöðu í nefnd rík- isstjómarinnar um endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar. „Aðalatrið- ið þar er að nefndin komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að byggja áfram í grundvallaratriðum á afla- markskerfinu, sem við höfum verið að þróa og bæta smám saman undan- farin tíu ár. Það tel ég vera mjög markverða niðurstöðu og mikilvægt framlag til þessarar umræðu,“ sagði Þorsteinn. „Ég tel að þar með sé lagður grundvöllur að þeirri nauðsyn- legu festu um framtíðarstefnuna í þessu efni, sem sjávarútvegurinn þarf á að halda.“ Sjávarútvegsráðherra sagðist bú- ast við að samstaða næðist um gmndvallaratriði sjávarútvegsstefn- unnar í þingflokkum stjórnarliðsins og á Alþingi. Þorsteinn sagði að þróunargjaldið kæmi í staðinn fyrir gjaldtöku í formi sölu á aflaheimildum Hagræðingar- sjóðs og væri sambærilegt í verð- gildi. „í þijú ár falla greiðslur sjávar- útvegsins alfarið niður og á því tíma- bili má segja að um sé að ræða að- gerð, sem er ótvírætt til hagsbóta fyrir atvinnugreinina," sagði hann. Ekki breytt nema með lögum Ráðherra taldi að segja mætti að 1.000 króna gjaidið, sem lagt verður á hvert þorskígildistonn af veiðiheim- ildum, væri bæði hámark og lág- mark. „í frumvarpsdrögunum segir að þróunargjaldið, þrísamsett, eigi að standa undir öllum skuldbinding- um sjóðsins. Ríkisendurskoðun á að fylgjast með því og ef hún kemst að þeirri niðurstöðu að gjaldið standi ekki undir skuldbindingum sjóðsins, ber sjávarútvegsráðherra að leggja fyrir Alþingi tillögur um breytingar á gjaldinu. Gjaldinu verður því ekki breytt nema með lögum. Það er 1.000 krónur, nema því verði breytt á ann- an veg með lögum,“ sagði Þorsteinn. Síðar í umræðunum sagði Þor- steinn að færi svo að breyta þyrfti gjaldinu, yrði það ekki til lækkunar. „Hér er til þess vísað að það er ekki gert ráð fyrir að hann flytji tillögu til lækkunar á gjaldinu," sagði Þor- steinn. Á ekkert skylt við auðlindaskatt Hann sagði að þingmenn ættu að geta verið sammála um að gjaldtak- an væri ekki auðlindaskattur. „Það er löng saga að lögð voru á ýmiss konar gjöld innan sjávarútvegsins til hvers konar millifærslu. Það voru lögð gjöld á útflutning og notuð til millifærslu, menn greiddu allar upp- bætur, sem atvinnugreinin sjálf borgaði. Þessi gjaldtaka er nákvæm- lega sama eðlis og á því ekkert skylt við auðlindaskatt," sagði hann. Ráðherra sagði umdeilanlegt hvort koma ætti á fót slíkum sjóði, þar sem greinin í heild tæki á verkefnum með þessum hætti og hinir betur settu greiddu í sjóð, sem einkum nýttist þeim sem verr væru settir. „Ég tel á hinn bóginn að við aðstæður eins og þessar sé það réttlætanlegt og veijanlegt að gripa til slíkra félags- legra aðgerða, ef svo má að orði komast, innan atvinnugreinarinnar sjálfrar," sagði Þorsteinn. Hann sagði að þegar samráði við sjávarútvegsnefnd Alþingis hags- munaaðila yrði lokið, yrðu teknar ákvarðanir um framlagningu málsins á þingi. Þorsteinn sagðist búast við að lögboðið samráð tæki um þijár vikur. „Auðvitað væri æskilegast að geta lokið umfjöllun um þessi við- fangsefni hér á vorþinginu eins og margir þingmenn, þar á meðal þing- menn stjórnarandstöðunnar, hafa óskað eftir í umræðum hér að undan- förnu,“ sagði sjávarútvegsráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.