Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 Reuter. Clinton og Sokki I GREVIN-vaxmyndasafninu í París er nú búið að koma fyrir vax- styttum af Bill Clinton Bandaríkjaforseta og fjölskyldukettinum Sokka. Fundur Jeltsíns og Clintons í Vancouver Efnahags-og viðskiptainál í brennidepli Washington, Moskvu. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hittast á fundi í borginni Vancouver í Kanada í dag og á morgun. Leiðtogarnir ræddust í gær við gegnum síma og sagði rússneska fréttastofan Interfax að þeir hefðu ákveðið að meginviðfangsefni fundarinnar yrði samvinna á sviði efnahags- og viðskiptamála. Þá yrðu „aðkallandi vandamál á alþjóðavettvangi“ einnig til umræðu. Búist er við að Clinton muni á sunnudag, að loknum fundinum, kynna viðamikla áætlun um aðstoð við Rússland sem hefði það ekki síst að markmiði að reyna að treysta Jeltsín í sessi. Hann á í harðri valda- baráttu við harðlínumenn á rúss- neska fulltrúaþinginu og hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um valda- skiptinguna í landinu síðar í þessum mánuði. Bandarískur embættismað- ur sagði í gær fjárhagsaðstoð á yfir- standandi ijárlaga ári, sem lýkur þann 30 september, muni nema um 500 milljónum dollara. Sagði annar embættismaður að sú upphæð væri til viðbótar þeim 700 milljónum, sem Clinton hefur beðið Bandaríkjaþing að samþykkja í aðstoð á næsta fjár- lagaári. í ræðu sem hann hélt á fimmtudag hjá samtökum bandarískra ritstjóra sagði Clinton að Bandaríkjamenn gætu ekki tryggt framgang umbóta í Rússlandi og öðrum lýðveldum sam- veldis sjálfstæðra ríkja. „Ég veit og þið vitið það líka að þegar upp er staðið mun framtíð Rússlands verða ákveðin af Rússum," sagði forsetinn. Hann lofaði Rússlandsforseta mjög í ræðunni og sagði að leggja yrði áherslu á að hinn aimenni Rússi teldi sig njóta góðs af umbótunum en ekki vera fórnarlömb þeirra. Balladur sker nið- ur risnu EDOUARD Balladur, forsætisráð- herra Frakklands, ætlar sér að ná fram sparnaði í rekstri franska ríkisins sem nemur „að minnsta kosti“ 20 milljörðum franskra franka, eða um 200 milljörðum íslenskra króna. Ætlar hann að byrja á því að skera niður kostnað við rekstur ráðuneyta og risnu stjórnmálamanna. Eins og skýrt hefur verið frá hef- ur Balladur ákveðið að ráðherrar skuli framvegi fljúga í venjulegu áætlunarflugi þegar hægt er í stað þess að nýta þjónustu sérstakra flug- véla á vegum hersins. Þá hefur risna forsætisráðuneyt- isins verið lækkuð um 20% og ann- arra ráðuneyta um 10%. Loks hefur ráðherrum verið skipað að nota áfram þá ráðherrabíla sem notaðir voru af ráðherrum í ríkisstjórn sósíal- ista í stað þess að kaupa nýja bíla. Apríl- gabb? Moskvu, London. The Daily Te- legraph, Reuter. RÚSSNESKA stjórnin vill ræða samvinnu við Banda- ríkjamenn um að koma upp vörnum gegn eldflaugum og verði beitt sérstakri gasteg- und, „plasmóíd", til að granda flaugunum, að sögn blaðsins Ízvestíu á fimmtudag. Banda- rískir embættismenn vísuðu þessu á bug sem aprílgabbi en TASS-fréttastofan staðhæfði að fréttin byggðist á traustum heimildum. I Izvestíu sagði að rússneskir vísindamenn í borginni Arzamas- 16, einni af svonefndum huldu- borgum sem byggðar voru á sov- étskeiðinu og aðeins útvaldir fengu að heimsækja, hefðu upp- götvað aðferðina. „Orkunni er ekki beint að flauginni sjálfri heldur er braut hennar jónuð. Lögun flaugarinnar eða flugvél- arinnar breytist við þetta og hún springur í tætlur þegar flug- hæfnin glatast". Byssukúla banaði Lee Wiimington. Reuter. ÞAÐ var byssukúla, sem batt enda á líf leikarans Brandons Lees, sonar Kung Fu-hetjunnar Bruce Lees. Fundu læknar kúluna við krufningu á fimmtudag en í fyrstu var talið, að byssan, sem hleypt var af, hefði aðeins verið hlaðin púðurskoti. At- burðurinn átti sér stað við myndatök- ur á miðvikudag en ekki er talið, að leikarinn, sem skaut, hafi átt neitt sökótt við Brandon. Tyson nemur Kóraninn og fræðist um dúfnarækt Indianapolis. Reuter. MIKE Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, hefur nú verið í fangelsi í eitt ár og haft nægan tíma til að sinna andlegum hugðarefnum sínum. Að sögn fanga- varða unir hnefaleikakappinn sér aðallega við lestur á Kóraninum og fræðiritum um íslam og dúfnarækt. „Hann umgengst ekkert hina fangana," sagði taismaður fang- elsisins, sem er í Indianapolis. „Eitt af vandamálunum er að lífs- mátinn sem hann á að venjast er talsvert öðruvísi en hinna fang- anna, sem eru aðallega hvítir sveitamenn," sagði vinur Tysons, William Crawford, þingmaður í Indiana. Tyson var dæmdur í sex ára fangelsi árið 1991 fyrir að nauðga 19 ára stúlku og sér nú um að afhenda föngum körfubolta og ýmsan búnað í íþróttahúsi fang- elsins. Fyrir það fær hann 65 cent á dag, sem er allmikil kauplækkun því hann fékk áður margar millj- ónir dala fyrir að berja á andstæð- ingum sínum í eina kvöldstund. Hnefaleikakappanum ætti þó ekki að leiðast því auk þess sem hann ræktar hugann með lestri bóka þá fær hann oft heimsóknir þekktra blökkumanna. Tyson er lítt hrifinn af fituríku fangafæðinu og borðar ekkert annað en niðursoðinn túnfisk úr dósum, ávexti og kartöfluflögur. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á áttrœöis afmœli mínu. Guð blessi ykkur, Lára Sigurbjörnsdóttir. Hjartans þakkir til barna og tengdabarna, vandamanna og vina, sem glöddu mig á 80 ára afmceli mínu og veittu mér ógleymanlegar stundir. Sérstakar þakkir til Bjarna Eiríks Sigurðssonar og hljómsveitar. Lifið heill Valgerður Sóley Ólafsdóttir. QirrifiAo <ZLué\na o „ Við bökum ilmandi nýtt, grójt, hollt oggottl“ YDDA F57.5/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.