Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRIL 1993 Minning Selma Dóra Þorsteinsdóttir Guðjóni, Þorsteini, Hrefnu og öðrum aðstandendum hennar votta ég djúpa samúð. Svandís Skúladóttir. Fædd 27. júní 1953 Dáin 27. mars 1993 Fundum okkar Selmu Dóru bar oft saman á liðnum árum því sem formaður Fóstrufélags íslands átti hún ósjaldan erindi í menntamála- ráðuneytið til að tala máli leikskóla- bama. Henni var einstaklega lagið að tala við fólk og rökstyðja skoðan- ir sínar. Eftir að Selma Dóra kom heim frá framhaldsnámi við Bameverns- akademiet í Ósló árið 1987 flutti hún með sér nýja strauma um starf í leikskólum, nýjar áherslur og nýj- an stíi. Að hennar fmmkvæði og undir hennar leiðsögn var markvisst unnið að því að kynna þá hug- myndafræði sem fóstrur vildu vinna eftir í leikskólum. Selma Dóra hafði mjög ákveðnar skoðanir á því hvemig fóstmmennt- unin ætti að vera, en síðasta heim- sókn hennar í menntamálaráðu- neytið varðaði einmitt það mál. Hún átti sæti í mörgum nefndum á veg- um menntamálaráðuneytisins sem fjallað hafa um áhugamái hennar, ieikskólann og menntunarmál fóstrastéttarinnar. Þegar við unnum að samningu fmmvarps til laga um leikskóla, þar sem lagt var til, að fmmkvæði Selmu Dóm, að leikskólinn yrði skilgreindur sem fyrsta skólastig bamsins, þar sem þróunarstarf og rannsóknir tengdar leikskólaupp- eldi ásamt meginmarkmiðum með uppeldisstarfí í leikskóla, yrðu lög- fest, kom skýrt í ljós hve hún var ósérhlífín og vinnusöm. Hún blés lífí í hugmyndir og styrkti fagleg vinnubrögð okkar sem vom að vinna með henni. Hún lagði mikla áherslu á leik- skólafræði sem sjálfstæða fræði- grein en hún hafði sjálf lagt stund á hana í framhaldsnámi sínu. Hún var órög við að tala við fólk um hvað verið væri að gera í góðum leikskólum og hvað hægt væri að gera betur. Það er hreint ótrúlegt hve miklu hún fékk áorkað á stuttri ævi. Áhrifín af ævistarfí hennar eiga þó eftir að koma enn betur í ljós á komandi ámm. Þó taldi hún sig eiga mikið óunnið. Þegar hún kom til mín síðast, rúmri viku áður en hún lést, var ljóst að hún ætlaði sér enn mörg verk að vinna, það var greinilegt að hún ætlaði að veijast og beijast til hinsta dags. Hún hreif mig með sér í áætlunum sínum, mér var allt- af ómögulegt að hugsa um Selmu Dóm og dauðann í sömu andrá. Hún var baráttukona og gat ver- ið hörð í hom að taka, en notaði aldrei áfangasigra til að hreykja sér hátt og vílaði heldur ekki þegar miður gekk. Selma Dóra var einstaklega skemmtilegur samstarfsmaður og hafði hæfíleika til að sjá broslegu hliðamar á lífínu og tilvemnni. Kom það oft í ljós þegar við sóttum sam- an norrænar ráðstefnur þar sem hún var eftirsóttur fyrirlesari. Við hið ótímabæra fráfall Selmu Dóra Þorsteinsdóttur vil ég með þessum orðum þakka henni lær- dómsríkt og gott samstarf. Haustið 1988 var ákveðið að gera það sem unnt væri til að hreyfa við málum í menntamálaráðuneyt- inu sem litu út eins og fjöll. Og allir héldu að væru óhreyfanleg. Það tókst að aka málunum af gmnni þrátt fyrir allt í senn, skiln- ingsleysi, skammsýni, andúð og öfund. Eitt þessara mála var leik- skólinn. Fyrst var spumingin um það: Hvar á ieikskólinn heima? Fé- lagsmálaráðuneytið vildi eiga leik- skólann af því að félagsmálaráðu- neytið heldur að leikskólinn sé rekstur. Við lögðum áherslu á að hafa leikskólann í menntamála- ráðuneytinu af því að leikskólinn er börn. Niðurstaðan varð sú að við höfðum fullan sigur; leikskóla- kaflinn var í raun strikaður út úr framvarpi til laga um svokallaða félagsþjónustu sveitarfélaga. Jafn- framt var það verkefnið að semja fmmvarp til leikskólalaga. Það var ekki erfitt verk í þeim hópi sem kallaður var til. Síðan var verkefnið það að semja fmmvarp til laga um fjármögnun leikskóla. Það var flóknara verkefni. Ásmundur Stef- ánsson var þar betri en enginn - mér iiggur við að segja að enginn hefði fengist til að taka mark á til- lögum okkar í þeim efnum nema vegna þess að Ásmundur var drif- krafturinn á bak við þær. En lið- sinni hans dugði ekki til að sinni. Það gengur næst. Þegar við réðumst á þessi fjöll var margur góður liðsmaður. Fremst í þeim flokki var Selma Dóra Þorsteinsdóttir formaður Fóstmfélagsins. Hún var í fyrsta lagi fylgin sér með afbrigðum. Man ég ekki eftir mörgum sem lögðu annan eins kraft í mál sem áttu sér samhljóm við sannfæringuna. Hún var í öðm lagi harðsnúin. Og hún var í þriðja lagi ótrúlega lagin. Þar taldi ég að væri komin kona sem hlyti að veljast til forystu langt út fyrir svið Fóstrufélags íslands. Að sjálfsögðu með fullri virðingu fyrir Fóstmfélaginu, sem er satt að segja eitt merkasta stéttarfélag landsins bæði faglega og í kjaramálum. En því miður varð mér ekki að von minni. Sjúkdómur lagðist á Selmu Dóm - og sjúkdóminn bar hún af ótrúlegu æðmleysi og skipaði sér fremst í baráttuna fyrir velferðar- kerfinu og gegn ósanngjörnum árásum á það. Daginn sem fréttin um andlát hennar birtist í blaði birt- ist grein í sama blaði þar sem vitn- að var til útvarpsviðtals við Selmu Dóra sem þúsundir áheyrenda muna lengi lengi. Það tókst að fá samþykkt leik- skólalögin. Það tókst að halda fag- legu forræði leikskólans inni í menntamálaráðuneytinu. Og það tókst að koma saman frumvarpi um fjármögnun leikskólans. Það er næsta fjall sem verður gengið í að hreyfa. Selma Dóra barðist allt til hinstu stundar og kostaði sér sannarlega allri til. Í starfi hennar birtist því fordæmi sem við getum öll lært af. Þess vegna mun enn verða lagt af stað til að flytja fjöll sem virðast vera óhreyfanleg. En verða færð úr stað. Við kveðjum Selmu Dóru Þor- steinsdóttur í dag með djúpum söknuði. Flytjum eiginmanni henn- ar og börnum samúðarkveðjur svo og öllum vinum hennar og aðstand- endum. Þau öll, fóstrurnar og reyndar þjóðin, hafa misst mikil- hæfa konu. Svavar Gestsson. Bognar aldrei - brotnar í bylnum stóra seinast. (St. G. St.) Þessar ljóðlínur úr kvæðinu Greniskóginum koma upp í huga okkar þegar við minnumst í dag baráttukonunnar Selmu Dóm Þor- steinsdóttur, sem stolt og æðmlaus barðist við þann sjúkdóm sem varð henni að aldurtila langt um aldur fram. Á stundu sem þessari er margt sem rifjast upp við þessi kynni okk- ar af Selmu Dóru í gegnum árin. Það sem er efst í huga okkar var hinn mikli eldmóður sem tengdist uppeldi og menntun leikskólabarna, jafnt sem menntunarmálum fóstm- stéttarinnar. Selma Dóra kom heim frá Noregi 1987 að loknu framhaldsnámi við Barnevemsakdemiet í Ósló, og var frá þeim tíma formaður Fóstmfé- lagas íslands. Þegar hún tók við formennsku í félaginu fylgdu henni ferskir straumar þar sem hún lagði metnað sinn í menntun og virðingu fyrir stéttinni. Sá tími er ógleymanlegur sem við áttum með henni í baráttunni okkar fyrir nýjum lögum um leik- skóla, sem samþykkt vom á Alþingi 1991. Þar lagði hún nótt við dag til að vinna leikskólalögunum fylgi. Þegar litið er yfír uppbyggingu, þróun og fræðslu í leikskólastarfí á undanförnum árum lagði hún svo sannarlega hönd á plóginn. Hún fór um allt land og hélt námskeið fyrir fóstmr og starfsfólk leikskóla, þar sem hún miðlaði af þekkingu sinni og hreif með sér fólk því að hún hafði einstaka frásagnargáfu. Selma Dóra var ákveðin og gat verið hörð í hom að taka ef svo bar undir. Þegar við þijár ákveðnar stéttarsystur komum saman vomm við ekki alltaf sammála, en um hugmyndafræðina var aldrei ágreiningur. Við teljum að með störfum sínum í þágu Fóstrufélags íslands hafi hún reist sér bautastein sem hún svo sannarlega verðskuldar. Það er erfítt að sætta sig við að Selma Dóra skuli vera farin en við verðum að lúta þeim vilja almættis- ins. Við minnumst hennar með söknuði og þökkum henni samver- una, en við erum ríkar að minning- um um ánægjulegar og góðar stundir. Kæri Guðjón, Þorsteinn Pétur og Hrefna Ýr, ykkur sendum við sam- úðarkveðjur. Hvorki fjarlægð né tími læknar slíkan missi. Það er einungis hægt að læra að lifa með honum. Kristjana og Sigurlaug. Okkar góða vinkona Selma Dóra er dáin. Við vomm að vona að hún fengi að vera með okkur lengur. Hún átti svo margt ógert og brott- hvarf hennar er ótrúlega sárt. Selma Dóra sem hafði svo mikinn metnað fyrir hönd fóstmstéttarinn- ar og framtíð leikskólans. Henni var mikið í mun að við skiluðum sem bestu faglegu starfí, að leik- skólinn væri í stöðugri þróun og mikilvægi þess að leikskólinn væri viðurkenndur sem fyrsta skólastig bamsins. Miklu fékk Selma Dóra áorkað með óþrjótandi elju sinni, framsýni og áhuga og tókst með eldmóði sínum að hrífa okkur hin með sér. t Eiginkona mín og móðir okkar, VALGERÐUR MARGRÉT LÁRUSDÓTTIR frá Heiði á Langanesi, er látin. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. apríl kl. 10.30. Snorri Bergsson og börn. t Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR JÓH ANNESSON, Ásabraut 12, Keflavík, _ lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur fimmtudaginn 1. apríl. Magndís Guðjónsdóttir, dætur og fjölskyldur. t Elskuleg eiginkona, móðir og dóttir, SVAVA INGVARSDÓTTIR, andaðist í Akademiska sjúkrahúsinu í Uppsala í Svíþjóð þann 31. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Páll Arnar Árnason, Svanborg Daníelsdóttir, Ingvar Herbertsson. t Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, systur, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR HARALDSDÓTTUR frá Saltabergi, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Jón Hlöðver Johnsen, Ágústa Guðmundsdóttir, Guðni Pálsson, Margrét Johnsen, Sigríður Johnsen, Anna Svala Johnsen, Haraldur Geir Johnsen, Svava Björk Johnsen, Ásta Haraldsdóttir, Hrafn Steindórsson, Garðar Jónsson, Guðjón Jónsson, Harpa Kolbeinsdóttir, Eggert Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, KARLSÞÓRÐARSONAR frá Hávarðarkoti, Þykkvabæ. Guð blessi ykkur öll. Svava Guðmundsdóttir, Þórður K. Karlsson, Auður Þorsteinsdóttir Karl S. Þórðarson, Svava B. Jónsdóttir, Halldór M. Þórðarson, Lilja Guðjónsdóttir, Elísabet L. Þórðardóttir, Auður Ýr Geirsdóttir, Sigurborg S. Karlsdóttir. Eitt kunni Selma Dóra öllum konum betur, það var að fá fólk til starfa. Það var sama hvað maður taldi sig vera störfum hlaðinn, þeg- ar Selma Dóra hringdi og fór að ræða nýtt mikilvægt verkefni sem henni fannst þurfa að vinna. í stað- inn fyrir að færast undan, lauk samtalinu þannig að maður spurði „Hvað get ég gert? Má ég taka þátt í þessu?“ Við undirritaðar höfum starfað með Selmu Dóru á ýmsum vett- vangi en við viljum nú minnast þess sem við áttum með henni, ekki bara í starfí heldur einnig í leik á góðum stundum. Eitt af því sem við gerðum saman var að stofna sönghóp, nokkrar fóstmr og makar. Við hittumst nokkmm sinn- um á ári til að gleðjast saman, borða góðan mat, fjalla um það sem var efst á baugi í þjóðmálunum og syngja saman fram á rauða nótt. Nutum við þar tónlistarhæfileika Selmu Dóm og Guðmundar Vignis svo að ekki vantaði undirspilið. Mikil breidd var í lagavalinu allt frá ættjarðarlögum til laga „Rolling Stones". Við áttum okkar uppá- haldslög m.a. sungum við oft einn af textum Halldórs Laxness við lag eftir Selmu Dóru. Sönghópurinn varð meira að segja svo frægur að stíga á svið og flytja söngprógramm en það var í fertugsafmæli Guð- mundar Vignis. Það var hugmynd Selmu Dóm, en hún vildi alltaf sýna vinum sínum sóma. Þessar stundir verða okkur ógleymanlegar og munu ylja okkur um ókominn tíma. Þó að við kveðjum Selmu Dóm nú hefur hún fengið svo miklu áork- að að við verðum að halda barátt- unni áfram fyrir bættum leikskóla. Betri leikskóli, betri framtíð fyrir börnin okkar. Elsku Guðjón, Þorsteinn og Hrefna, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd sönghópsins, Sólveig, Unnur og Þuríður. Þegar ég frétti að Selma væri dáin fylltist ég tómleikatilfínningu og fannst líkt og ákveðnum kafla væri lokið, svo stór hluti af mínu lífi hafði hún verið. Þegar ég var lítil passaði hún mig og eftir að ég fluttist til Reykjavíkur var ég heimagangur á heimili hennar. Fyr- ir mér var hún allt í senn; frænka, stóra-systir og vinkona. Selma var mjög hjálpsöm og reyndist mér ævinlega vel hvað sem á bjátaði. Mörg af mínum vanda- málum, persónuleg jafnt sem önn- ur, enduðu á eldhúsborðinu hjá henni. Fyrir mig var sérstaklega gott að leita til hennar þegar ég af veikum mætti var að stíga mín fyrstu spor í kennarastarfínu. Hún gaf góð ráð og ekki síst hlustaði hún með áhuga á hvað maður var að gera og kom með athugasemdir og ábendingar þar um. Það er erfitt að ímynda sér lífið án Selmu og skrýtið verður að koma heim í tilvem þar sem maður gerir ekki ráð fyrir henni. Elsku Guðjón, Steini Pétur, og Hrefna Ýr. Megi guð styrkja ykkur í ykkar sorg. Ég þakka Selmu fyrir allar skemmtilegu minningamar sem hún skildi eftir. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Jóhannsdóttir. Fyrstu kynni mín og Selmu Dóru voru þegar hún stóð fyrir utan garð- inn í leikskólanum Ösp fyrir um 16 árum og spurði hvar í ósköpunum hliðið væri eiginlega. Séríræðingar í blóinaskrcylinguin við »11 IípUÍIíPI'Í Bblómaverkstæði I innaII Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.