Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 * Handhafar viðurkenninga FIP Morgunblaðið/Sverrir FRÁ afhendingu viðurkenninganna: Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, Þröstur Magnússon, Brynja Baldursdóttir; Jón Karlsson, Örn Jóhannsson formaður FÍP, Brian Pilkington, Jóhann Páll Valdimarsson, Guðmundur Ásmundsson, Jón Ólafur Ísberg, Ásgeir Guð- mundsson, Jón Orri Guðmundsson, Arni M. Bjömsson, Sigurgeir Sigurjónsson, Indriði G. Þorsteinsson, Reynir Jóhannson, Einar Pétursson, Þorgeir Baldursson og Steindór Hálfdánarson formaður dómnefndar. Veittar viðurkenningar fyrir faglega þætti íslenskra bóka FÉLAG íslenska prentiðnaðarins veitti í fyrsta skipti viðurkenningar fyrir faglega vinnu við bækur unnar og prentaðar á íslandi í gær. Veittar voru viðurkenningar fyrir faglega vinnu, s.s. hönnun, prentun, bókband og frágang, á Landi og sonum Indr- iða G. Þorsteinssonar, Sigurðar sögu þógla, íslandslagi Sigurgeirs Sigur- jónssonar, Dýraríki íslands eftir Brian Pilkington og íslenskum sögu- atlas 2. Að auki var bók með mynd- skreyttri túlkun Brynju Baldursdótt- ur á Rúnaljóðum hrósað sérstakleg fyrir frumlega útfærslu. Öm Jóhannsson, formaður Félags íslenska prentiðnaðarins, flutti stutt ávarp þegar viður- kenningarnar voru afhentar í húsakynnum FÍP. Hann sagði m.a. að FÍP vildi hvetja bókagerðar- menn til að flytja yfir í nýjan tíma meistara- verk og þróun bókiðnaðar í aldaraðir og benti á að ekkert lát virtist vera á samdrætti í bók- sölu. „Upptaka 14% virðisaukaskatts á bækur, blöð og tímarit þann 1. júlí nk. og sú verðhækk- un sem því fylgir, eykur ekki bjartsýni á að bóksala aukist. Félagið vill því með þessum viðurkenningum leggja sitt lóð á vogarskálarn- ar til að stuðla að auknum bókakaupum," sagði Öm. Menntun og þekking Hann sagði að það væri íslenskum prentiðn- aði áhyggjuefni að nokkuð prentverk hefði flutst úr landi á síðastliðnum árum. Eina vonin væri að atvinnurekendur og launþegar í prent- iðnaði sameinuðust um bætta menntun og þekk- ingu beggja og lofaði aðsókn að Prenttækni- stofnun þar góðu. „Einnig eru bundnar miklar vonir við framkomið fmmvarp á Alþingi, sem, ef samþykkt verður, gefur prentiðnaðinum tækifæri á að koma grunnmenntun í viðunandi og framsækið horf. Ef þetta gengur eftir þarf prentiðnaðurinn ekki að kvfða erlendri sam- keppni," sagði Öm. 50 innsendar bækur Næstur tók til máls Steindór Hálfdánarson, varaformaður FÍP og formaður dómnefndar, og kom fram í máli hans að eftir nokkurs kon- ar forvai innan fyrirtækja FÍP hefðu 50 bækur verið sendar dómnefndinni. Hún hefði flokkað bækumar niður með óformlegum hætti og tek- ið ákvörðun um að veita ekki aðeins einni held- ur fimm viðurkenningu. Steindór afhenti síðan viðurkenningar fyrir bækurnar fimm en allar eru viðurkenningamar jafngildar. Auk Stein- dórs skipuðu þeir Torfi Jónsson og Þröstur Jónsson dómnefndina. Viðurkenningar fyrir 5 bækur Fimm bækur fengu viðurkenningu. Land og synir eftir Indriða G. Þorsteinsson, Reykholt gefur út, Prenthúsið prentar og Bókavirkið bindur inn. Sigurðar saga þógla, stofnun Áma Magnússonar gefur út og G. Ben. prentstofa hf. annast prentvinnslu. Islandslag eftir Sigur- geir Siguijónsson, Forlagið gefur út, Þröstur Magnússon hannar og Prentsmiðjan Oddi hf. annast prentvinnslu. Dýraríki Islands eftir Brian Pilkington, Iðunn gefur út og Prentsmiðj- an Oddi hf. annast prentvinnslu. íslenskur Söguatlas 2 í ritstjóm Ama Daníels Júlíusson- ar, Jóns Ólafs ísbergs og Helga Skúla Kjartans- sonar, Iðunn gefur út , Prentsmiðjan Oddi sér um prentun og Offsetþjónustan hf. sér um lit- greiningu og filmuvinnslu. Um sjötíu þúsund bækur voru lesnar á tíu dögum ÚRSLIT í Lestrarkeppninni miklu voru kunngerð i gærmorg- un, en alls tóku nemendur í 166 skólum af um 200 grunnskól- um í landinu þátt í keppninni. Samkvæmt gögnum frá skólun- um voru lesnar rúmlega 6,6 milljónir blaðsíðna þá ellefu daga sem keppnin stóð yfir, eða rúmlega 70 þúsund bækur. Keppt var um hvaða bekkjardeild læsi mest að meðaltali í hverjum árgangi grunnskólanna, og réð blaðsíðufjöldi, en samkennsluhópar voru greindir í þijá aldursflokka og sigur- vegarar útnefndir í hveijum þeirra. Níu lausar lóðir eru á hafnasvæði Kópavogs JKÓPAVOGSBÆR hefur auglýst 45 lóðir lausar til umsóknar. Þar af eru 15 lóðir undir einbýlishús í Nónhæðum, 20 einbýlishúsalóðir í Digraneshlíðum, níu lóðir á hafn- arsvæðinu undir atvinnuhúsnæði og ein lóð undir verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Reykjanes- braut. Að sögn Sigurðar Geirdal bæjar- stjóra, bíða margir eftir að fá lóð á hafnarsvæðinu en úthlutun þar hefur tafist vegna framkvæmda við ræsið yfir Skeijafjörð, sem liggur yfir Bakkabraut, þar sem lóðimar eru. Framkvæmdum þar er að ljúka og verða lóðimar byggingahæfar í vor. Um er að ræða fimm lóðir undir eins til tveggja hæða iðnaðarbyggingu um 450 ferm. að grunnfleti, þijár lóðir undir eins til tveggja hæða byggingar og er æskilegt að tengja starfsemina útgerð og fiskvinnslu. Þá er ein lóð undir einnar hæðar stálgrindarhús fyrir útgerðarþjón- ustu og fiskvinnslufyrirtæki. Auk þess em til úthlutunar 15 lóðir undir 2ja hæða einbýlishús í Nónhæðum og eru það lóðir sem þegar var búið að úthluta en hefur verið skilað inn á ný. „í Nónhæðum er búið að úthluta 534 íbúðum," sagði Sigurður. „Og í Digraneshlíðum eig- um við 20 lóðir eftir sem búið er að auglýsa. Við verðum því búnir með allar lóðir eftir nokkra mánuði. Næst tekur við Fífuhvammsland og verða þær lóðir tilbúnar að ári en það sem hefur tafið framkvæmdir þar er Reykjanesbrautin sem eftir á að tvö- falda. Við höfum lagt okkar vegi að henni en þeir eiga að fara undir brautina." -----4 4------- Kaupfélög- in ræða að stofna smá- sölukeðju KAUPFÉLÖG Iandsins eru að ræða saman um möguleikann á samtökum til að yfirtaka rekstur matvöruþáttarins í heildverslun Miklagarðs hf. Er til athugunar að stofna smásölukeðju um þenn- an rekstur, þannig að ávinningur- inn af hagstæðum rekstri og inn- kaupum skili sér til kaupfélag- anna, að sögn T&Ima Guðmunds- sonar, kaupfélagssljóra Kaupfé- lags Austur-Skaftfellinga á Höfn í Homafirði, en hann er einn þeirra kaupfélagsstjóra sem unnið hafa að undirbúningnum. Pálmi segir að ýmsir kaupmenn hafi einnig sýnt áhuga á að taka þátt í slíkri samvinnu. Pálmi sagði í samtali við Morgun- blaðið að eftir að erfiðleikar Mikla- garðs komu í ljós hefðu kaupfélags- stjóramir rætt saman um viðbrögð. Mörg kaupfélögin hafa átt mikil við- skipti við heildverslun Miklagarðs, einkum matvörudeildina. Sum hafa einnig keypt þar svokallaðar sérvör- ur. Sagði Pálmi að málið væri enn á umræðustigi. Vinna þyrfti málið í samvinnu við Miklagarð hf. og Landsbankann sem réði húsnæðinu í Holtagörðum. Sagðí Pálmi að í dag kæmu kaupfélagsstjórarnir saman á fund til að taka afstöðu til málsins og síðan yrði það lagt fyrir stjórnir félaganna. Ekki nýtt Samband Aðspurður hvort kaupfélögin væru að stofna vísi að nýju Sambandi sagði Pálmi að frekar væri um að ræða smásölukeðju, í líkingu við upphaf- legt markmið Sambandsins, þar sem ávinningi af hagstæðum innkaupum og rekstri yrði skilað til kaupfélag- anna en ekki safnað upp hjá heild- versluninni. Alls tóku 17.250 nemendur úr 1.106 bekkjardeildum þátt í lestr- arkeppninni. Sú bekkjardeild sem las flestar blaðsíður að meðaltali þá daga sem keppnin stóð sigraði í sínum árgangi. Þá voru veitt verð- laun í þremur flokkum sam- kennsluhópa. Bókaútgefendur veita sigurvegara í hveijum flokki verðlaun, og hver nemandi í við- komandi bekkjardeitd eða sam- kennsluhópi fær tvær bækur að gjöf. Allar bekkjardeildir sem þátt tóku í keppninni fá viðurkenning- arskjal. Bókasamband íslands hafði frumkvæði að keppninni, en menntamálaráðuneyti, Samtök móðurmálskennara og Skóla- stjórafélag íslands veittu mikil- vægan stuðning. Hér á eftir fer listi yfír sigurveg- ara í Lestrarkeppninni miklu: í tíunda bekk sigraði 10. AJ í Sólvallaskóla, Selfossi. Fjöldi nem- enda er 27. Lesnar bækur 256. Meðalfjöldi bóka á nemanda 9,5. Fjöldi blaðsíðna var 54.259. Meðal- flöldi síðna á nemanda var 2.010. í níunda bekk sigraði Grunn- skólinn á Þingeyri. Pjöldi nemenda í deild er 7. Lesnar bækur 82. Meðalfjöldi bóka á nemanda 11,7. Fjöldi blaðsíðna var 15.023. Meðal- fjöldi síðna á nemanda var 2.146. í áttunda bekk sigraði 8. bekkur EE í Sólvallaskóla, Selfossi. Fjöldi nemenda í deild er 23. Lesnar bækur 370. Meðalfjöldi bóka á nemanda 16,1. Fjöldi blaðsíðna var 51.217. Meðalfjöldi síðna á nem- anda var 2.227. í sjöunda bekk sigraði Hallorms- staðaskóli. Fjöldi nemenda er 9. Lesnar bækur 104. Meðalfjöldi bóka á nemanda 11,6. Fjöldi blað- síðna var 17.116. Meðalíjöldi síðna á nemanda var 1.902. í sjötta bekk sigraði 6. B í stofu 5, Borgarhólsskóla, Húsavík. Fjöldi nemenda er 21. Lesnar bækur 227. Meðalfjöldi bóka á nemanda 10,8. Fjöldi blaðsíðna var 32.262. Meðalfjöldi síðna á nemanda var 1.536. í fimmta bekk sigraði 5. Þ.K. í Sandvíkurskóla, Selfossi. Fjöldi nemenda er 27. Lesnar bækur 451. Meðalfjöldi bóka á nemanda 16.7. Fjöldi blaðsíðna var 49.008. Meðalfjöldi síðna á nemanda var 1.815. í fjórða bekk sigraði 4. S, Grunnskóla Grindavíkur. Fjöldi nemenda er 20. Lesnar bækur 423. Meðalfjöldi bóka á nemanda 21,1. Fjöldi blaðsíðna var 25.848. Meðalfjöldi síðna á nemanda var 1.274. í þriðja bekk sigraði 3. M.K., Setbergsskóla, Hafnarfirði. Fjoldi nemenda er 20. Lesnar bækur 316. Meðalfjöldi bóka á nemanda 15.8. Fjöldi blaðsíðna var 14.637. Meðalfjöldi síðna á nemanda var 732. í öðrum bekk sigraði 2. K í Myllubakkaskóla, Keflavík. Fjöldi nemenda er 18. Lesnar bækur 181. Meðalfjöldi bóka á nemanda 9,0. Fj'öldi blaðsíðna var 8.169. Meðalfjöidi síðna á nemanda var 454. í fyrsta bekk sigraði 1.1, Síðu- skóla, Akureyri. Fjöldi nemenda 19. Lesnar bækur 177. Meðalfjöldi bóka á nemanda 9,3. Fjöldi blað- síðna var 4.931. Meðalfjöldi síðna á nemanda var 260. Samkennsluhópar, yngsti flokk- ur, 1-3. bekkur (miðað er við elstu nemendur í hveijum hópi). í þessum flokki sigraði Klúku- skóli, Bjamarfirði á Ströndum. Fj'öldi nemenda er 2. Lesnar bækur 72. Meðalfjöldi bóka á nem- anda 36. Fjöldi blaðsíðna var 2.404. Meðalfjöldi síðna á nem- anda var 1.202. í flokki samkennsluhópa 4.-6. bekk sigraði Klúkuskóli. Fj'öldi nemenda er 2. Lesnar bækur 122. Meðalfjöldi bóka á nemanda 61. Fjöldi blaðsíðna ar 4.777. Meðalfjöldi síðna á nem- anda var 2.389. í elstu deild samkennsluhópa, 7.-10. bekk, sigraði Svalbarðs- skóli á Þistilflrði. Fj'öldi nemenda er 7. Lesnar bækur 59. Meðalfjöldi bóka á nem- anda 8,4. Fjöldi blaðsíðna var 10.047. Meðalfjöldi síðna á nem- anda var 1.435.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.