Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993 Rætt um að gjaldið verði 0,25 eða 0,50% af laumim í UMRÆÐUM innan ríkisstjórnar um þá tillögu heilbrigðisráð- herra að leggja á skattgreiðendur sérstakt sjúkratryggingagjald vegna sjúkrahúskostnaðar er nú helst rætt um að gjaldið verði tekjutengt þannig að það verði reiknað sem ákveðið hlutfall af launum. Kemur þá tvennt til greina, skv. upplýsingum Morgunblaðs- ins, að gjaldið verði annað hvort 0,25% eða 0,50% af heildarlaunum hvers skattgreiðanda. Hefur ekki fengist endanleg niðurstaða um hvor prósentan verði fyrir valinu. Gert er ráð fyrir að launþegar sem eru undir skattleysismörkum greiði ekkert gjald. Hugmynd ráð- herra gengur út á að skattgreiðend- ur geti óskað eftir að verða undan- þegnir gjaldtökunni en þurfí þá að greiða sérstakt innritunargjald ef þeir leggjast inn á sjúkrahús sem yrði hærra en tryggingagjaldið. Er ágreiningur í báðum stjórnarflokk- unum um þetta atriði. Sjálfsáhætta Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru taldar sterkar líkur á að sjúkratryggingagjaldið verði samþykkt í ríkisstjóm en ágreining- ur er um útfærslu þess. Þeir sem eru andsnúnir því fyrirkomulagi að skattgreiðendum verði í sjálfsvald sett hvort þeir greiða gjaldið benda á, að mestar líkur séu á að fólk sem hafí lítið á milli handanna og þeir best settu í þjóðfélaginu muni kjósa öðrum fremur að taka áhættuna af því að vera ótryggðir. Því geti kom- ið upp sú staða að láglaunafólki, sem hafí ekki keypt sér tryggingu vegna sjúkrahúsvistar, verði synjað um læknisþjónustuna ef það þarf óvænt á henni að halda en eigi ekki fyrir innritunargjaldinu. Auk þess óttast sumir stjórnarliða að með þessu fyrirkomulagi sé farið inn á vara- samar brautir sem kunni að þróast í átt að fijálsu tryggingakerfí innan íslenska heilbrigðiskerfísins. Gert er ráð fyrir að sjúkratrygg- ingagjaldið verði lagt á strax um næstu áramót og að það geti skilað ríkissjóði allt að 500 milljónum króna ef hærra álagningarhlutfallið, þ.e. 0,50% af heildarlaunum, verður ofaná. Morgunblaðið/Þorkell Norræna húsið 25 ára NORRÆNA húsið varð 25 ára í gær og var haldið upp á daginn með ýmiss konar uppákomum. Þá verður afmælishátíðinni haldið áfram út vikuna með ýmiss konar dagskrá. Myndin sýnir þegar brugð- ið var á leik í gær í tilefni afmælisins. Utgerðarmenn um Stokkhólmsfundinn Fékk djúp- sprengju í trollið Keflavík. „ÞETTA er í fjórða sinn sem ég fæ djúpsprengju á þessu svæði og ég get sagt að þetta er ekki sérstaklega skemmtilegt," sagði Gísli Guðjónsson, skipstjóri á Eldeyjar-Súlu KE 20, sem í gær- kvöldi kom til hafnar í Njarðvík með djúpsprengju sem kom í trollið út af Garðskaga. Sérfræð- ingar Landhelgisgæslunnar tóku á móti togaranum og tóku sprengjuna í sína vörslu. Að sögn Gísla var Eldeyjar-Súl- an að toga á um 60-70 faðma dýpi um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga þegar sprengjan kom í vörpuna. Hún hefði verið á stærð við um 25 lítra olíutunnu sem hefði verið illa farin af ryði og reyndar molnað utan af sprengiefninu. „Við höfðum samband við Gæsluna og þeir ráðlögðu okkur að hafa efnið í sjó og koma með það í land til eyðingar. Við erum búnir að vera með þetta um borð í tvo sólar- hringa og erum ósköp fegnir að vera lausir við það.“ Sigurður Ásgrímsson, sprengju- sérfræðingur hjá Landhelgisgæslu, sagði að sprengjunni yrði eytt með bruna eða hún sprengd. -BB 350 millj. kr. veitt til greiðsluerfiðleikalána Yfir 1.000-1.200 fjölskyldum vof- ir húsnæðismissir RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að fela félags- og fjármálaráð- herrum að undirbúa útgáfu nýs flokks húsbréfa að verðmæti 5 milljarðar króna. Þá veitti ríkisstjórnin félagsmálaráðherra heim- ild til að veita um 350 milljónum kr. til aðstoðar húseigendum sem lent hafa í greiðsluerfiðleikum vegna langvarandi atvinnu- leysis, tekjumissis eða veikinda. Ströng skilyrði „Hér er ekki um hefðbundnar að- gerðir vegna greiðsluerfíðleika að ræða, heldur aðstoð við fámennan hóp sem á í sérstökum vanda,“ segir Jóhanna. Að mati Húsnæðisstofnun- ar er um að ræða 1.000-1.200 hús- eigendur sem eiga á hættu að missa húsnæði sitt að óbreyttu. Jóhanna sagði að aðstoðin yrði bundin ströng- um skilyrðum. Stór hluti vandans væri vegna skammtímalána í bönk- um og sparisjóðum og því ylti árang- ur á samvinnu milli hins opinbera og lánastofnana. Ráðherra kvaðst hafa ge'rt að til- lögu sinni að hver lánastofnun til- nefndi einn fulltrúa í nefnd til þess að stjóma aðgerðunum. „Það er mik- ilvægt að ekki sé verið að grípa til aðgerða í einum banka og vandinn látinn óáreittur í öðrum,“ segir hún. Fé það sem veitt verður til aðgerð- anna er fengið með tvennum hætti. í lögum um Byggingarsjóð verka- manna er heimild til þess að fresta greiðslum tímabundið, en einnig hef- ur ráðherra heimild í lögum til þess að stofna sérstaka lánaflokka sem notaðir verða í þessu skyni. Verðmæti útgefínna húsbréfa er um milljarði króna minna en á sama tíma á síðasta ári, eða 6,6 milljarðar króna. Frávik frá áætlun er um 3%. Húsnæðisstofnun gerir ráð fyrir því að heildarverðmæti bréfa sem seld verða á árinu verði um 11,5 miiljarð- ar króna, en heildarsalan á síðasta ári var 12,3 milljarðar króna. Ágreiningur um hvort sj úkratry ggingagj aldið eigi að vera valfrjálst Morgunblaðið/Björn Blöndal Lögregla við löndun DJÚPSPRENGJUNNI var landað á undan öðrum afla Eldeyjar-Súlu þegar komið var að landi með um 35 tonn eftir 5 daga veiðitúr. Sprengjuefnasérfræðingar Landhelgisgæslunnar stjórnuðu lönd- uninni en lögreglumenn í Keflavík tóku við í landi og fluttu sprengj- una á afskekktan stað til eyðingar. Dráttar- vextir hækka um 4V2% DRÁTTARVEXTIR hækka um mánaðamótin úr 17 i 21V2%, eða um 4V2%. Hækkun dráttarvaxtanna kemur í kjöl- far almennrar vaxtahækk- unar bankanna í byijun mán- aðarins. Seðlabankinn ákvarðar drátt- arvexti um hver mánaðamót og er þá tekið mið af almennum útlánsvöxtum banka og spari- sjóða og 2-6% áiagi bætt við. Að undanförnu hefur bankinn ávallt haldið álaginu nálægt lág- markinu, en þó þannig að drátt- arvextimir standi á hálfu eða heilu prósenti. Við ákvörðun vaxtanna nú kom í ljós að með- alvextir víxil- og skuldabréfa- lána höfðu hækkað úr 14,3 í 19,1% frá síðustu vaxtaákvörð- un. Með því að bæta við rúm- lega 2% álagi sem reiknast hlut- fallslega voru dráttarvextimir ákveðnir 21‘/2%. Dráttarvextirnir hafa verið 15*/2 til 17% það sem af er þessu ári og þeir hafa raunar ekki farið yfír 20% síðan í ársbyijun 1992. í dag Lambakiöt Vill selja vistvænt kjöt til Banda- ríkjanna 14 Mannréttindabrot_____________ Fangar pyntaðir og myrtir í fanga- búðum í Suður-Afríku 18 Frammarar gefa ekkert eftir Unnu Val 3:2 íjöfnum og fjörugum leik í 1. deild 39 Leiöari______________________ Viðræður við Norðmenn 20 Úr verinu ► Staða þorsksins slæm vegna ofveiði og veðurfarsbreytinga - Sejja gaffalbita til Rússlands - Kvóti allra skipa - Gjöfult ár í sjávarútvegi á Nýja Sjálandi Myndasögur ► Vísa - Brandarar - Myndir ungra listamanna - Fjölbreyttar þrautir - Leikhomið - Skemmti- Iegar myndasögur - Pennavinir - Drátthagi blýanturinn íslendingar munu halda áfram veiðum UTGERÐARMENN tveggja togara sem hafa verið á veiðum í Smug- unni sögðu í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að viðbrögð Norð- manna við erindi íslensku ráðherranna væri afleikur og þýddi það eitt að íslendingar héldu áfram veiðum á þessu hafsvæði. Eiríkur Ólafsson útgerðarstjóri Ljósafellsins kvaðst hafa átt von á þessum viðbrögðum Norðmanna. „Viðbrögð Norðmanna koma mér ekki á óvart. Ef afli glæðist ekki þá er ekki til neins að senda skip þang- að aftur fyrr en næsta vor og það eru miklar líkur til þess að við gemm það,“ sagði Eiríkur. „Ég hélt að Norðmenn hefðu þá skynsemi til að bera að ræða málin,“ sagði Sighvatur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að ef þeir hafna öllum viðræðum muni menn halda áfram að kanna hvort þama sé einhvem fisk að hafa. Ég held að það hafi verið alltof margir togarar á svæðinu og að færri togar- ar hefðu getað haft eitthvað upp úr þessu. Ef Norðmenn vilja ekki ræða málin verðum við að skoða hvað er í Smugunni og veiða það sem við getum veitt þar. Ég held að það sé verðugt verkefni fyrir okkur útgerð- armenn að skipuleggja för nokkurra togara norður eftir af einhverri skvn- semi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.