Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993 11 miðum og að sögn Stefán Arngríms- sonar, eins af forsvarsmönnum Óperusmiðjunnar hefur tónleika- haldið gengið mjög vel og áhorfenda- fjöldi farið vaxandi með hveijum tónleikum. „Undirtektir söngvara sem við höfum leitað til hafa líka verið mjög góðar,“ segir Stefán, „og menn hafa verið mjög tilbúnir að leggja þessu framtaki lið.“ Stefán er formaður óperudeildar Félags íslenskra leikara og aðspurð- ur um stöðu söngvara á íslandi í dag, segir hann: „Ég verð nú að segja eins og er, að þótt sönglífíð hafí glæðst aðeins með tilkomu ís- lensku Óperunnar, þá finnst mér tækifærin ekki vera eins mörg og þau gætu verið. Á vissu tímabili, fyrir um tíu árum síðan, var þjálfaður upp ákveðinn fjöldi söngvara og síðan hefur stefn- an verið að sækja þá áfram þegar eitthvað stendur til, í stað þess að nýta þá krafta sem her hérna heima. Það er í rauninni ástæðan fyrir stofnun Óperusmiðjunnar. Það hafa verið færð að því rök að þeir sem séu starfandi hér heima hafí ekki eins mikla reynslu, en þá spyr maður á móti hversu mikla reynslu þeir höfðu sem byijuðu fyrir tíu árum. Það er nú svo að ef raðað væri í hlutverk eftir skilgreiningu sem gerð er á raddkarakter, þá myndu hlutverkin dreifast á fleiri aðila. í raun og veru tel ég skipta miklu máli að Þjóðleikhúsið setji upp óper- ur á móti söngleikjum sínum, bæði til að fjölga tækifærunum auk þess sem ég held að samkeppni sé alltaf af hinu góða.“ En farið þið ekki í söngnám á ykkar eigin ábyrgð? Eigið þið ein- hveija kröfu á leikhúsin eða samfé- lagið um að skapa ykkur atvinnu? „Nei, nei. Við eigum enga slíka kröfu. Hinsvegar er það svo að hér á landi er greinilega markaður fyrir fleiri söngvara. Það vantar ekki tækifærin, það vantar dreifingu." Er eitthvað sem þið getið gert í því innan Félags íslenskra leikara? „Eitt af því sem okkur hefur tek- ist að koma í gegn, var samningur við tónlistarstjóra Ríkisútvarpsins um útvarpsprógram þar sem ungir einsöngvarar koma fram, bæði með Sinfóníuhljómsveit íslands og við undirleik píanóleikara. Þar á meðal eru söngvarar sem ekki hafa verið eins áberandi í sönglífinu og þeir ættu að vera miðað við hæfileika. Einnig hef ég bent á það innan Félags íslenskra leikara, að við tal- setningu á barnaefni, séu leikarar nýttir í söngatriði. Það er nær óþekkt að söngvarar séu ráðnir til að sjá um töluð atriði. Við gerum ekki þá kröfu að svo verði í framtíðinni, en okkur finnst að söngvara ætti að ráða í söngatriði. Þetta eru bara tvö dæmi af þeim hugmyndums sem við erum byijuð að vinna að innan óperudeildarinnar, rétt til að sýna að tækifærin eru fyrir hendi, en við erum með margar fleiri hugmyndir í pokahorninu." Xhoro Vatnsþéttingarefni - VATNSFÆLUR -100% ACRYL MÁLNING - STEYPUVIÐGERÐAREFNI - GÓLFVIÐGERÐAREFNI Efni sem standast prófanir út um allan heim, slðan 1912. ■■ il steinprýði Stangarhyl 7, síml: 672777. Gréta Osk Sigrirðardóttir Myndlist Eiríkur Þorláksson í myndlistinni á sér stað stöðug togstreita milli efnis og tjáningar, og myndlistarfólk er sífellt að velja sér tjáningarform í samræmi við þau viðfangsefni sem það er að takast á við á hveijum tíma. Stundum tekst myndlistarmönn- um þetta val ekki sem skyldi, og árangurinn verður léttvægur; í öðrum tilvikum virðast efni og efnistök falla vel saman þannig að til verður ein listræn heild, sem áhorfandinn nýtur af mikilli ánægju. Nú stendur yfir í Galleríi Sæv- ars Karls í Bankastræti 9 sýning á verkum myndlistarkonunnar Grétu Óskar Sigurðardóttur, þar sem efni og verklag falla afar vel hvort að öðru. Gréta Ósk stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands, Akademíuna og List- og handmenntaskólann í Ósló, en hún útskrifaðist frá MHÍ 1988. Hún hefur áður tekið þátt í nokkrum samsýningum, síðast á Óháðu listahátíðinni 1 sumar, en þetta mun vera fyrsta einkasýning listakonunnar. I lítilli sýningarskrá segir Gréta Ósk, að hugsanimar að baki verk- unum séu „Væntumþykja til manneskjunnar einsog hún er; stundum ofur hátíðleg í amstri hversdagleikans, stundum í djúp- um pælingum um tilveruna." Þessi hlýleiki endurspeglast síðan í texta sem vísar til saklausra æskudaga, svo og í titlum verk- anna, sem umlykja sýninguna, frá „í mínu mjúka, frú mín góð“ (nr. 1) til „Án míns mjúka, frú mín góð“ (nr. 10). Þetta viðhorf kemur ekki síður fram í útfærslu verkanna sjálfra, sem falla vel að þessu litla rými. Hér er um að ræða ætingar í sínk, þar sem teikningin er unnin á barnslegan og viðkvæman hátt með línuteikningu, þannig að ímyndir fólks og umhverfís verða einfaldar og sterkar. Árangurinn er nokkuð gróf og þvinguð mynd- gerð, sem hentar viðfangsefninu vel, líkt og ætíð á sér stað í teikn- ingum barna. Flestar myndirnar eru samsett- ar úr nokkrum þrykkum, og í sumum þeirra má lesa nokkuð samfellda sögu þeirra mynda, sem sýna konur af öllu tagi á göngu, og þar sem textinn endar á Gréta Ósk Sigurðardóttir „... frú mín góð“. Þarnaeru kom- in hin ýmsu stig lífsins, persónu- gerðar og lögunar, í þeim formum sem barni er gjarnt á að lesa per- sónur manna af útlitinu einu sam- an. Myndimar „Það er dagurinn i dag, frú mín góð“ (nr. 2-4) sýna inn í skemmtilegan og fjölbreytt- an heim sambýlishúsanna, þar sem hver einstaklingur, hver fjöl- skylda og hvert heimili fær sína sérstöku mynd, allt frá æsku til elli, frá eldhúsi til leikherbergis til stofu. Þetta er veröld minninga barnsins, sem allir halda í. — Fleiri verk hér tengjast svipuðum við- fangsefnum, og er úrvinnslan á þessu öllu einkar vel samræmd. Á sýningunni eru einnig tvö pappírsverk, þar sem veitt er frek- ari innsýn inn í þann myndheim, sem hér er á ferðinni. Annað verk- ið stendur á súlu, sem er eins konar sagnaþraut, því utan á hana, hring eftir hring, er rituð saga, þar sem sýningargestir fá enn frekar notið hinna horfnu æskudaga. Það geislar hlý kímni af verkum Grétu Óskar á sýningunni, sem má bæði rekja til þeirra ljúfu minninga sem verkin byggjast á, sem og þeirrar barnslegu teikn- ingar, sem listakonan beitir í verk- unum, og á stóran þátt í að veita þeim þann innileika, sem hæfír viðfangsefninu. Það er gömul sál og kalt hjarta sem fínnur ekki einhvern vinalegan samhljóm við æsku sína í þessum verkum, þver- sniðum tilverunnar frá saklausari tímum horfinna ára. Sýningu Grétu Óskar Sigurðar- dóttur í Galleríi Sævars Karls við Bankastræti lýkur miðvikudaginn 1. september. Allt að 70% afsláttur Mikið úrval af vönduðum útivistarfatnaði og viðleigubúnaði. Skíðasamfestingar, skíðabúnaður og margt, margt fleira. 25. ágúst - 4. september. Það munar um minna þessa dagana. Verið velkomin á bílskúrsdagana! -StAMK FKAMtíK Póstsendum samdægurs Snorrabraut 60 • Sími 61 20 45 *staðgreitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.