Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. AGUST 1993 Vill selja Bandaríkjamönn- um vistvænt íslenskt kiöt Útflutningnr gæti hafist á næstu mánuðum GÓÐUR raögnleiki er fyrir íslendinga að ná fótfestu með kindakjöt og nautakjöt á Bandaríkjamarkaði. Hvergi annars staðar í heiminum finnst jafn vistvænt eða „hreint“ kjöt og á Islandi. Þetta segir Mich- elle Da Via, fjárbóndi frá Vermont í Bandaríkjunum, en hún er fyrsti og eini aðilinn í Bandaríkjunum, sem hefur fengið löggild- ingu sem söluaðili vistvæns kjöts. Hún er stödd hér á landi til að fá íslenska kjötframleiðendur til samstarfs við sig en hennar fram- leiðsla og innflutningur frá Nýja-Sjálandi annar engan veginn eftir- spurn eftir hreinu kjöti í Bandaríkjunum. Hún vonar að útflutning- ur geti hafist á næstu vikum eða mánuðum. Michelle hefur verið í samstarfi við Kaupsýsluna hf. sem kannað hefur möguleika á útflutningi fyr-. ir hagsmunasamtök bænda. Til að bandaríska landbúnaðarráðu- neytið geti vottað' kjötið hreint þarf að koma til samstarf bænda, sláturleyfishafa, útflytjenda, ráðuneytis og kaupenda en að- stæður hér á landi gefa að mati Michelle til kynna að megnið af framleiðslunni gæti fengið þessa vottun. íslenskt kjöt vistvænast Hjá bandaríska landbúnaðar- ráðuneytinu fæst kjötframleiðsla vottuð vistvæn ef hvorki lyfjaleif- ar né hormónaleifar eru í kjötinu. Michelle segir þessi tvö atriði ein- kenna íslenskt kjöt en ennfremur séu hvorki leifar skordýraeiturs- né illgresiseiturs í því. Hvorki Nýja-Sjáland né Bandaríkin geti boðið upp á þannig kjöt. Miklir möguleikar fyrir íslenska framleiðslu „Með því að nota yfirburði landsins," segir Michelle, „varð- andi hreint umhverfi og hvernig kjötið er framleitt án allra gervi- efna eiga íslendingar góða mögu- leika á að ná fótfestu á Banda- ríkjamarkaði. Þegar ég leitaði að einhverjum öðrum stað í heiminum, þar sem ég gæti fengið nógu mikið magn af mjög hreinu kjöti var ísland eini staðurinn, sem kom til greina. Nýja-Sjáland framleiðir í raun ekki eins hreint kjöt og þeir gefa sig út fýrir að gera í auglýsingum sínum. Ég flyt inn kjöt frá Nýja- Sjálandi en það er aðeins hægt í takmörkuðu magni; þar get ég ekki fengið allt það kjöt, sem mig vantar." Einstakar aðstæður „Hér eru einstakar aðstæður. Morgunblaðið/J úlíus Selur vistvænt kjöt BÓNDINN Michelle Da Via er fyrsti og eini löggilti seljandi vistvæns kjöts í Bandaríkjun- um. Hún hefur áhuga á því að markaðssetja íslenskt nauta- kjöt og kindakjöt i heimalandi sínu og kom í þeim tilgangi tU íslands. Ég bjóst ekki við því að þetta yrði svona dásamlegt. Ég hafði allt öðruvísi hugmynd um landið áður en ég sá það. Það kemur mér mjög á óvart hversu allir eru nátengdir landbúnaðinum. Jafnvel hér í borginni þarf maður aðeins að keyra í nokkrar mínútur til að sjá kindur meðfram veginum. Það verður að kynna kosti vörunnar, þeir eru mjög miklir. Það ætti að vera auðvelt að selja um 100 tonn nú þegar.“ Dýrar auglýsingar ekki nauðsynlegar „Til að selja svona vöru þarf ekki endilega að kaupa dýrar sjón- varpsauglýsingar. Það þarf að kynna vöruna beint, á einfaldan og áreiðanlegan hátt á staðnum þar sem hún er keypt. Það skiptir langmestu máli. Það þarf að hafa áhrif á neytandann, þar sem hann ákveður sig fyrir framan kjötborð- ið. Annar mikill kostur við ís- lenska kjötið er að það er mjög magurt miðað við kjötið í Banda- ríkjunum og fæðan sem lambið er alið á gefur kjötinu gott bragð. Það er ekki hægt á náttúrulegan hátt í Bandaríkjunum að fá svona mikinn vöxt hjá lömbum þannig að þau séu orðin 16 til 20 kg við fjögurra mánaða aldur. Og banda- rískur almenningur borgar meira fyrir náttúrulegt og gott kjöt,“ segir Michelle að lokum. Hagfræðistofnun Háskólans um skýrslu sem hún vann fyrir Norrænu ráðherranefndina Gagnrýni á landbúnaðar- skýrslu ekki á rökum reist HAGFRÆÐISTOFNUN Háskóla Islands telur, þrátt fyrir gagn- rýni landbúnaðarráðherra og forsvarsmanna bænda, að meginnið- urstöður skýrslunnar Landbúnaðarstefnan og hagur heimilanna, sem stofnunin vann fyrir Norrænu ráðherranefndina, standi óhaggaðár og að kostnaður neytenda af stuðningi við landbúnað sé hæstur á Islandi af Norðurlöndunum. Þetta kom fram á frétta- mannafundi sem Sighvatur Björgvinsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, og fulltrúar Hagfræðistofnunar boðuðu til í gær. Sighvatur kynnti einnig svar Hagfræðistofnunar við gagnrýni á skýrsluna á ríkissljórnarfundi í gær. Landsfundur Slálfstæóisflokksíns - málefnastarf Til þess að undirbúa starf á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 21 .-24. október nk. efna málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins til almennra funda hver um sinn málaflokk. í kvöld kl. 20.30 verða í Valhöll, Háaleitisbraut 1, fundir um eftirtalda málaflokka: Málefni aldraðra. Skattamál. Stjórnskipunarmál. Vinnumarkaðsmál. Fundirnir eru öllum opnir. Skýrsla Hagfræðistofnunar var kynnt fyrr í þessum mánuði og kom þá fram gagnrýni á ýmsa þætti hennar, m.a. um að talnalegar upp- lýsingar í skýrslunni væru úreltar þar sem þær hafi byggst á stuðn- ingi við landbúnað á Islandi á árinu 1988. í svari Hagfræðistofnunar eru nú birtar upplýsingar um heild- arstuðning við íslenskan landbúnað til ársins 1993, sem stofnunin segir að hafí haldist nær óbreyttur allt þar til áhrifa búvörusamningsins fer að gæta á árinu 1993. Búvörusamn- ingurinn nægi þó ekki til að minnka stuðning við landbúnað hér á landi til samræmis við hin Norðurlöndin. Stuðningur enn mestur á íslandi Skv. útreikningi Hagfræðistofn- unar var heildarstuðningur við land- búnaðinn 111% af framleiðsluverð- mæti landbúnaðarvara eða 16,7 milljarðar króna að núvirði árið 1988. Árið 1992 nam stuðningurinn 115% af framleiðsluverðmæti eða 17,2 milljörðum en áætlað er að talsvert muni draga úr stuðningi við landbúnað í ár og hann muni nema um 95% af framleiðsluverð- mæti, að mati Hagfræðistofnunar. Á síðasta ári var hlutfallið á öðrum Norðurlöndum 47% í Danmörku, 68% í Finnlandi, 77% í Noregi og 57% í Svíþjóð. Þá hafnar Hagfræðistofnun þeirri skoðun að heimsmarkaðsverð á landbúnaðarvörum, sem notað er sem viðmiðun í skýrslunni, sé ekki til. Þvert á móti séu tölumar um það fengnar frá OECD sem miði tölur sínar við staðfest útflutnings- verð afurða frá útflutningslöndum landbúnaðarvara og er því að mati Hagfræðistofnunar um raunveru- legt markaðsverð að ræða. Viðurkennt er að við mat á inn- flutningsvernd sé ekki tekið tillit til flutningskostnaðar, en Hag- fræðistofnun bendir á, að skv. gögnum sem hún hafí fengið frá innflytjendum gæti sá kostnaður numið 4-5% af útsöluverði inn- fluttra landbúnaðarvara. Þetta breyti nær engu samanburði á milli landa, þar sem ekki sé heldur tekið tillit til flutningskostnaðar í gögn- um fyrir hin Norðurlöndin. Tillögur á Norður- landi vestra Sveitar- félögfum fækki úr 30 í 5 SVEITARFELOGUM á Norður- landi vestra verður fækkað úr 30 í fimm ef farið verður að tillögum umdæmisnefndar sveitastjórna kjördæmisins, sem kosið verður um hinn 20. nóvember. Tillögur nefndar- innar verða kynntar á ársþingi Samtaka sveitarsljórna á Norð- urlandi vestra sem fram fer á Siglufirði um næstu helgi. Jó- hanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra verður gestur þingsins. Stærsta skrefíð sem stigið yrði samkvæmt tillögunum er sameining Skagafjarðar í eitt sveitarfélag, en þar eru nú tólf hreppar. Þá fækkar sveitarfélögum í Vestur-Húna- vatnssýslu úr sjö í eitt. Austur- Húnavatnssýslu verður skipt í tvennt, Skaga-, Höfða- og Vindhæl- ishreppar munu mynda eitt sveitar- félag en sjö hreppar aðrir Austur- Húnavatnssýslu mynda annað sveitarfélag. Ekki er gerð tillaga um að sameina Siglufjörð öðru sveitarfélagi. Sérstaða og sjálfstæði tilfinningamál „Það hefur verið góð samvinna milli sveitarfélaga á þessu svæði um langt skeið, þannig að breyting á stjórnsýslu kjördæmisins verður kannski ekki svo ýkja mikil,“ sagði Björn Sigurbjömsson formaður umdæmisnefndar SSNV. Hann sagði að sérstaða og sjálfstæði hreppa væri að vísu jafnan mikið tilfinningamál. Nú færu verkefni sveitarfélaganna hinsvegar vaxandi og hlyti það að knýja á um samruna. Tillögur að sameiningu sveitar- félaga, sem farið var fram á með lögum frá Alþingi síðastliðið vor, hafa aðeins borist frá tveimur kjör- dæmum, Austurlandi og Norð- urlandi vestra. Tillögur frá öllum landshlutum eiga að liggja fyrir 15. september. Samráðsnefnd um sam- einingu sveitarfélaga mun gangast fyrir kynningu á verkefnum sveitar- félaga á landsvísu fyrir kosningarn- ar í haust. Umdæmisnefndin í Norð- urlandi vestra mun einnig kynna tillögur að sameiningu fyrir kjós- endum kjördæmisins á næstu vik- um. YFIRLYSING - frá embættismönnum í land- búnaðarráðuneytinu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: í kvöldfréttatíma útvarps 29. júlí sl. og 5 grein í Morgunblaðinu 31. júlí sl. var staðhæft að starfsmenn landbúnaðarráðuneytisins hefðu að fyrra bragði haft samband við fjóra tiltekna fjölmiðla og „haft frum- kvæði að því að dreifa upplýsingum um meint kjötsmygl utanríkisráð- herrahjónanna" og með því haft frumkvæði að umfjöllun flölmiðla um málið. Hér er um tilhæfulausan frétta- flutning að ræða og með undirskrift- um okkar mótmælum við, allir emb- ættismenn landbúnaðarráðuneytis- ins, honum sem röngum. Fréttaflutn- . ingurinn er í engu samhengi við áður- nefndan atburð um meint smygl á hráu kjöti, sem varðar brot á lögum nr. 25 7. apríl 1993 um dýrasjúk- dóma og vamir gegn þeim, heldur virðist til þess ætlaður að gera störf embættismanna í landbúnaðarráðu- neytinu tortryggileg. Því verður ekki unað og til staðfestingar því að þessi áburður á embættismenn landbúnað- arráðuneytisins er ósannur, liggja fyrir skriflegar og munnlegar upplýs- ingar frá viðkomandi fjölmiðlum. Reykjavík 23. ágúst 1993, Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofusljóri, Björn Þorláksson, deildarstjóri, Guðmunda Ög- mundsdóttir, deildarstjóri, Jóhann Guðmundsson, deildarstjóri, Jón Höskuldsson, deildarstjóri, Níels Ámi Lund, deildarstjóri, Ragn- heiður Árnadóttir, deildarstjóri, Sveinbjöm Eyjólfsson, deildar- stjóri, Sveinbjöm Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.