Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐÍé SunWÚDAG'ÚR ’áö. SÉpfálMBÉR HUSAMEISTARINN • • HOGNA notaði saman steinsteypu og torf, gróf form, fáa liti og teiknaði jafn- vel húsgögn sem síðan voru stein- steypt. Hún hefur sagt að sér þyki steinsteypan falleg eins og hún kemur úr mótunum. „En til mótanna þarf að vanda og til vinnu þarf að vanda, hlutirn- ir verða ekki til af sjálfsdáðum." - Þú talar um þarfir mannsins, heldurðu að fólki líði vel í húsum úr steinsteypu þar sem formin eru gróf og litir fáir? „Aðaláhugamál mitt er fólk. Öll mín hugsun gengur því út á það að gera það sem ég held að sé gott fyrir fólk. Þegar ég teiknaði þessi einbýlishús sem þú ert með í huga, leitaði fólkið til mín því það vissi hvernig ég teiknaði. Ég hef reynt að koma til móts við þær lífsvenjur sem fólkið átti.“ - Þú ferð þá ekki á „egotripp" þegar þú hefur fijálsar hendur? „Ég geri það nú ekki,“ segir hún og hlær. „Ég þarf að hafa góða forsögn, það er gott að hafa tak- mörk, það beinir verkinu inn á ákveðna braut, og maður fer þá síður villur vegar.“ - Mér skilst að þú sért ekki hrifín af bogum eða súlum í ný- byggingum. „Ég er ekki mikið fyrir skraut, öll ofhleðsla finnst mér þreytandi." - Hvað segirðu þá um þetta afturhvarf til sveitastíls og lita- dýrðar sem nú virðist áberandi í húsbúnaði? „Fólk er að leita að einhveiju, öryggi eða lífsgleði. Það er lífsgleð- in sem fólk vantar almennt. Auð- vitað hafa allir þörf fyrir liti, en formin eru ekki síður mikilvæg. Með þeim er hægt að ná fram birtu, í raun birtudýrð sem gerir alla venjulega liti truflandi.“ - Þegar þú teiknar hús á ís- landi segistu stundum hafa gluggana minni og lokaðri en ella, útilokar það ekki birtuna frægu? „Þegar ég tala um minni glugga er ég að tala um að ramma útsýni af. Alvar Aalto sýnir okkur mjög skýr dæmi unj slíkt.“ Umhverfið hafið upp Konur hafa öldum saman verið meira innanhúss en karlar og því spyr ég Högnu hvort konur teikni öðruvísi hús en karlar, hvort þær séu sér meðvitaðri um notagildi þess. „Það held ég ekki. Ég hef held- ur aldrei talið mig vera í sérflokki af því ég er kona. Hins vegar eru það ekki allir karlmenn í þessari stétt sem líta á konur sem jafn- ingja sína.“ - Þú stjómar þeim nú þama á teiknistofunni ykkar. „Ég stjórna engum, ég er í sam- félagi við aðra* Ég stofnaði teikni- stofuna og byggði hana upp, en þegar verkefnum fjölgaði þurfti ég að bæta við starfskröftum og sam- vinna mín við karlmenn er mjög eðlileg." Högna sem ólst upp í stórsjó og stormum í Vestmannaeyjum hefur sagt að máttug, íslensk náttúran og köld og hrífandi birtan hafi allt- af haft áhrif á hana. - Mér er sagt að þú sért mikið náttúrubam. „Er það?“ segir hún undrandi en ánægð. „Ég hlýt að vera náttúr- barn af því ég er íslendingur. Ég vil ekki losna við þann arf heldur reyni að rækta hann eins og mér er unnt.“ - Mótar hann ef til vill arkitekt- úr þinn? „Ég reyni að halda honum fram, hús mín em vissulega mótuð af íslenskri náttúm. Ef ég teikna hús hér em þau merkt af landinu. Nú er það ekki svo að hús þurfí að falla inn í landið, þau geta einnig verið í andstöðu við það. Þó verður alltaf að taka tillit til staðhátta, sögu og þess félagslega. Við verð- um að muna hvar við emm, reyna að skynja það. Þegar hinn næmi portúgalski Skjalageymsla fyrir franska fjármálaráðuneytið í nýja bænum Savigny le Temple. Byggingin verður inngangur inn I bæinn. Háskólinn París-Dauphine. Högna og samstarfsmenn hennar vinna nú að stækkun háskólans. arkitekt Alvaro Siza teiknar í er- lendum borgum, dvelst hann lang- dvölum á staðnum áður en hann byrjar að vinna verkið. Þegar Sverre Fehn teiknar jöklasafnið í Sognefirði skynjar hann eilífð jökulsins og setur bygg- inguna niður svo að hún rís upp móti jöklinum. Hún fellur ekki inn í landslagið heldur setur sig í „sam- band“ við jökulinn. Byggingin verður sá staður sem við skynjum jökulinn frá. Þegar ég og félagar mínir byggj- um menntaskólann í Bondoufle í nýja bænum Evry, þar sem skólinn er settur niður í óaðlaðandi iðn- aðarhverfi, skynjum við að skólinn sjálfur verður að „skapa“ nýjan stað, hefja upp umhverfið og bjóða upp á aukið félagslíf og frelsi.“ - Finnst þér hafa tekist vel til með að fella nýjar byggingar hér í miðbænum inn í umhverfi sitt? „Mér finnst það hafa tekist mis- vel. Þegar hús eru teiknuð inn í bæjarlegt umhverfí er margt sem hafa þarf í huga. Við komumst ekki hjá því að hafa nýjar bygging- ar nýtískulegar. Gömlu húsin eru samtíð sinni samkvæm, nýju húsin tilheyra okkar tíma. Aðalatriðið er mælikvarðinn. Að nýjar byggingar séu í sama mælikvarða og þær gömlu, en ekki eftirhermur. Það er sjálfsagt að nota öll nýtískuleg efni, en taka tillit til þess sem fyrir er.“ lJ » 5< . - -=3L| | || Fyrsta húsið sem Högna byggði stendur í Brekkugerði i Reykjavík. „Landið var lítið og þröngt, garður var nær enginn í kringum húsið og því setti ég garðinn á þakið. í kjallaranum er sundlaug og með hringstiga tengdi ég hana við garðinn á þakinu.“ Draumahús Menn hafa haft orð á því að íslenskur arkitektúr sé dapurlegur. Hann sé samsull erlendra hug- mynda sem íslenskir arkitektar hafa með sér heim í töskunni þeg- ar þeir koma heim úr námi. Eða er kannski eitthvað til sem heitir íslenskur arkitektúr? „Við förum öll utan til náms og komum úr ýmsum áttum, og þótt eitthvað sé til sem heitir alþjóðleg- ur arkitektúr eru ýmsir þjóðlegir hlutir sem spretta hér upp,“ segir Högna. „Það hafa komið fram þær hugmyndir að vera með kennslu í arkitektúr að hluta til hér heima. Hafa hér skóla sem legði áherslu á að efla íslenskan karakter og sérstöðu.“ Högna og samstarfsmenn henn- ar, Crespel, Humbaire og Ropa, eru nú að hefja byggingu á tveim- ur merkum opinberum stofnunum. Önnur þeirra er stækkun háskól- ans París-Dauphine, sem fyrr get- ur. Hin er skjalageymsla fyrir franska fjármálaráðuneytið og verður hún byggð í nýja bænum Savigny le Temple. Hún verður um leið inngangur inn í þann bæ. Högna segir að því miður vinni fátt fólk í þeirri byggingu og því kannski ekki eins gaman að teikna hana. En þetta sé sterk bygging. Högna hefur ekki teiknað ein- býlishús í Frakklandi þó að íbúðar- hús fyrir starfsmenn hafi reyndar fylgt sumum byggingum hennar. „Það er gaman að teikna einbýl- ishús,“ segir hún. „þau eru svo nálægt okkur. Opinberar bygging- ar eru unnar með svo miklum hraða, maður fær ekki tíma til að ígrunda hlutina nógu vel. Það tek- ur tíma að koma endanlegri sann- færingu fram. Það er aðalvandinn, að fá þennan tíma til að hugmynd- in fái að þróast, að hægt sé að vinna hana upp aftur og aftur þar til að endanleg laust virðist fund- in.“ - En hvernig hús mundir þú hyggja handa sjálfri þér. Hvemig lítur draumahús Högnu Sigurðar- dóttur út? Hún gefur sér góðan tíma áður en hún svarar, en virðist þó aldrei hafa verið í nokkrum vafa með svarið. „Draumahúsið byggi ég ekki fyrir mig, heldur aðra.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.