Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 9
■ MOKGUSgLAflli) S.i;.NNUDAGUji.-a6. SEPyEIyl,B$R)þ93 IiAUPMANNAHAFNARBRÉF Danskur matur — Gæðin um- deilanleg, en samveran ekki Eins og sést á alþjóðlegum skoðana- könnunum eru Danir einkar ánægðir með land sitt og þjóð, eru alltaf ofar- lega á blaði þar ásamt Islendingum. Eitt af því sem Danir eru ánægðir með er danski maturinn og dönsk matar- menning. Og víst er að með íslenskum augum eru Danir bæði matglaðir í orði og æði, bæði tala þeir gjarnan um mat og borða af enn meiri ánægju. Hvort gæðin eru í samræmi við álitið sem þeir hafa á matnum sínum er annað mál. Um það eru ýmsir farnir að efast. En matarmenning er ekki aðeins það sem borðað er, heldur hve'rnig fólk ber sig að og þar eru Danir verðugir til eftirbreytni. íslensk námskona í Danmörku sagði einu sinni frá því að á stúdentagarðinum, þar sem hún bjú, ákváðu íbúarnir að taka sig saman og mála sal, sem þeir höfðu til sam- eiginlegra afnota. Ákveðið var að skjóta á fundi til að undirbúa framkvæmdina. Það kom þeirri íslensku nokkuð á óvart að fund- urinn var fljótur að ákveða bæði lit og önnur framkvæmdaatriði, en hins vegar fór allt kvöldið í að ræða hvað vinnufólkið ætti að borða meðan á vinnu stæði. Þeir sem hafa haft eitthvað saman við Dani að sælda kunna vísast sambærilegar sögur. Þeim er matur einkar hugleikið umræðu- efnið. Rúgbrauð með svínafeiti Um gæðin fer ýmsum sögum. Hefðbund- inn, danskur matur er þungur, feitur og ekki sérlega hollustusamlegur. Rúgbrauðið er útaf fyrir sig gott, en þegar búið er að smytja á það þykku smjörlagi, bræðing úr svínafeiti eða fitumauki, sem kallast lifrar- kæfa, þá hætta trefjarnir í brauðinu að skipta miklu máli. Það eru til veitingastað- ir þar sem hægt er að snæða hefðbundinn, danskan mat eins og hann gerist bestur og þá er síldin líka algjört hnossgæti, ekki síst ef hún er íslensk. Sem útlendingur er ekki alveg auðvelt að komast að því hvað Danir borða, því þegar þeir bjóða heim gestum bjóða þeir helst upp á ítalskan, austurlenskan eða annan framandi mat, enda slíkt í tísku. Það danska er meira til hvunndagsbrúks. Upplýsingarnar hef ég því að mestu frá börnunum í íjölskyldunni, sem hafa haft tækifæri til að kanna matarpakka skólafé- laganna og snæða gjarnan hjá félögunum, eins og krakka er siður. Af lýsingunum að dæma hef ég ekki á tilfinningunni að mik- ils sé misst, þó maður komist ekki í matar- pakka eða hvunndagsfæði hjá Dönum. Matarpakkarnir innihalda rúgbrauð með lifrarkæfu, þar sem rúgbrauðssneiðin er þunn en kæfan þykk, eitthvað með rem- úlaði og svo feitan físk eins og makríl í torkennilegum sósum, að ógleymdum ost- sneiðum. Þeir borða mikið svínakjöt, oftast býsna feitt og grænmetið er úr dós eða frysti, fyrir utan kartöflurnar, nema þegar kartöflustappan er töfruð upp úr pakka: Rjómakökur eru í miklu uppáhaldi, þunnir tertubotnar, með ríkulegu ijómalagi, oft beint úr bakaríinu og fátt virðist jafnast á við slíkt gómsæti þegar ijölskyldan hefur það notalegt saman fyrir framan sjónvarp- ið. Slíkar kökur eru einnig hefðbundinn glaðningur á afmælum, sem er óskiljan- legt, þegar allt er fyrir hendi til að búa til dýrðlegar hnallþórur, bæði ný og frosin ber, að ógleymdu marsípani, núggati og alls kyns möndlum og hnetum. Sennilega kemur þessi lýsing ekki alveg heim og saman við þær hugmyndir, sem margir Islendingar gera sér af daglegu við- urværi matarþjóðarinnar. Danir geta nefni- lega afrekað betur en þetta, eins og sést á ýmsum ágætum veitingahúsum. En fæða þjóðarinn.ar er undir harðri gagnrýni ýmissa, sem láta þessi mál til sín taka. Þeir eru satt að segja stórlega áhyggjufull- ir. Að þeirra dómi er maturinn of sætur, of feitur og einkum og sér í lagi kunni Danir ekki að meta gæði, heldur einblíni fyrst og fremst á verðmiðann. Það besta flutt út Gæðaáhugaleysið er ekkert nýtt, segja kunnugir, heldur hefur það fremur verið dýrkað sem sérstök dyggð. Þannig hefur það löngum verið siður í Danmörku, að danskir bændur borðuðu smjörlíki, þó að þeir framleiddu smjör, sem öðrum þjóðum hefur þótt afburðavara. Það var sérstök dyggð að borða smjörlíki til að ganga ekki á útflutningsvöruna. Sagt var að slátrarar tækju verstu bitana til að borða heima fyr- ir, til að selja eða flytja út þá bestu. Með öðrum orðum, þá var enginn áhugi á gæð- um, en út þá bestu. Með öðrum orðum, þá var enginn áhugi á gæðum, en nánast synd- samlegt að njóta, eins og kemur glögglega fram í Gestaboði Babettes. í matargleði- landinu Ítalíu er allt það besta snætt heima fyrir. Bestu ávextirnir, ostamir, skinkur og annað er einfaldlega ekki flutt út. Gæðamálin valda áhyggjum margra, sem láta sig þau mál varða. Slátrari nokkur sagði frá því að hann hefði verið orðinn þreyttur á að framleiða pylsur á venjulega hátti með bættu beinamjöli, bragðefnum, hveitisterkju og rotvarnarefnum, svo hann ákvað að framleiða pylsur með kjöti einu saman og öðrum alvöru efnum, en hvorki gervibragðefnum né fylliefnum. Uppskrift- ina hafði hann frá Þýskalandi, sem er mik- ið pylsumenningarland, eins og kunnugt er. Þetta kunnu viðskiptavinirnir öldungis ekki að meta. Það var of mikið bragð af kjötpyls- unum, þeir kusu heldur hinar. Eitt sinn freistaðist ég til að kaupa til- búna, frysta hamborgara handa táningnum og nokkrum félögum hans, heil tíu stykki fyrir um 120 krónur íslenskar. Samviskan var svolítið slæm, þegar frosnum, gráleitum borgurunum var rennt undir glóðina í ofnin- um. Liturinn breyttist ekki, safinn rann úr þeim með sama gráa litnum, áferðin var eins og tugga af seigu kjöti, sem hefur verið hakkað og þannig var tilurðin vafa- laust, auk bindiefna. Samviskubitið vellur enn upp í mér, þegar ég hugsa út í þessi kaup, því táningurinn spurði mig á eftir hvort ég hefði virkilega trúað því að hægt væri að fá almennilegan mat fyrir þetta verð. Og verst er að gestirnir voru pólskir unglingar, sem sannarlega áttu betra skil- ið. Svona vara er sumsé til, fyrir þá sem trúa meira á verð en gæði. Það er auðvitað hægt að fá ágætis hakk og útbúa alvöru hamborgara sjálfur. Áhyggjuefni þeirra meðvituðu er að Dan- ir hugsi fyrst og fremst um verð, en ekki hvað þeir fái fyrir verðið. Allur matur sem er ódýr seljist og um leið gleymist hvernig góður matur er. Sem stendur geisar verð- stríð milli kjörbúðakeðjanna. Bjórflaskan er komin niður í um tuttugu krónur íslensk- ar, innihaldið og annað eftir því. Ljósi punkturinn er þó að ein keðjan tók upp á að lækka verð á ófitusprengdri mjólk úr kúm, sem aðeins hafa fengið gras af líf- rænt ræktuðum ökrum, en sú mjólk er mikið hnossgæti og heldur dýrari en hin mjólkin. Það sló í gegn svo að aðrar keðjur hafa fylgt á eftir með slíkum lækkunum og auknu framboði á mat, sem er framleidd- ur úr vistvænum hráefnum. Matarmenningarbætir utan að Nú hafa reyndar margir Danir lært að njóta góðs matar, en það hafa þeir kannski ekki síst lært af ferðalögum til annarra þjóða og eins hafa innflytjendur hingað auðgað danska matarmenningu heilmikið. Það væri mun dapurlegra um að litast í dönskum búðum ef eki kæmi til matur út- lendinganna. Bæði er að ýmsar vörur, sem þeir hafa flutt með sér, fást nú í kjörbúðun- um, en ekki síst er það góð viðbót að geta farið í búðir, sem þeir reka sjálfir. Þessar búðir eru eðlilega ekki úti um allt land, en í Kaupmannahöfn er nóg af þeim, fyrir utan veitingastaðina sem þeir reka. Þeir eru flestir ódýrir og sumir alveg afbragðs- góðir. Fyrir íslending, sem kýs frekar lamba- en svínakjöt, þá eru bæði búðirnar og veitingastaðirnir himnasending. Matur hér væri ólíkt fátæklegri og minna spenn- andi ef ekki kæmi til þetta erlenda ívaf. Þó að deila megi um hvort danski matur- inn sé alltaf og alls staðar eins góður og Danir vilja sjálfir vera láta, þá er þó einn angi matarmenningarinnar, sem er öldung- is frábær og mjög til eftirbreytni. Danir kunna nefnilega þá list að sitja lengi til borðs og ræða málin, rétt eins og gert er suður í Evrópu. Ekki aðeins við hátíðleg tækifæri, heldur oft. Kveikt er á kertunum og andrúmsloftið tendrast um leið. Þarna hittist íjölskyldan og ræðir málin við kvöld- matinn, áður en meðlimirnir dreifast svo aftur eftir matinn. Það er ekkert endilega verið að rjúka í útvarps- og sjónvarpsfrétt- ir og sápuóperurnar, heldur þreyta þeir orðsins list. Bæði börn og unglingar taka þátt í umræðunum, sem geta spannað hvað sem er. Líklega er það ekki síst þessi þátt- ur uppeldisins sem gerir svo marga danska krakka skemmtilega viðræðu. Þau eru ein- faldlega vön að tala við fullorðið fólk. Hvort einhver ástæða er til að taka Dani sér til eftirbreytni hvað sjálfan matinn varð- ar er smekksatriði, þeir eiga vissulega ýmislegt gott í pokahorninu. Það er enginn vafi á að fyrir þjóð, sem hefur löngum litið á matinn fyrst og fremst sem magafylli, þá er hægt að læra af þeim að máltíð er góður rammi utan um samveru fjölskyldu og vina og þá eru börnin meðtalin. Sigrún Davíðsdóttir. Opinberir fyrirlestrar í guðfræði JENS Glebe Moller, prófessor í samstæðilegri guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla, held- ur almenna fyrirlestra á vegum guðfræðideildar 27. og 28. sept- ember. Moller er þekktur á sínu fræðasviði en hann hefur skrifað mikið um félagslegar afleiðingar kristinnar trúar og félagslegt hlutverk kirkjunnar, segir í fréttatilkynningu. Fyrri lestur Mollers verður mánu- daginn 27. september kl. 17.15 í stofu 101 í Odda og nefnist: „Mor- al Man and Immoral Society. Poli- tical Power and the Commandment of Love.“ Síðari fyrirlesturinn verð- ur þriðjudaginn 28. september kl. 10.15 í stofu V í aðalbyggingu Háskólans og nefnist: „Theology and Rationality." Öllum er heimill aðgangur. Ódýrir Aúkar I HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 Knattspyrnufélagið Valur Félagsmálaráð Félagið býður upp á fjölbreytt tómstundastarf í vetur eins ocj sést á meðfylgjandi upptalningu: SKÁK Teflt verður fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði, í fyrsta skipti 1. október, og hefst taflið kl. 8.30 Fyrir utan recjlulega taflmennsku eru í bígerð fjöltefli og aukamót sem þa verða tilkynnt sérstaklega. BRIDGE Fyrirhuguð eru brigdemót í nóvember og febrúar og verða þau auglýst sérstaklega þegar þar að kemur. Bent er á að öll aðstaða er fyrir hendi til að spila oftar. PÍLUKAST íslenska pílukastfélagið verður með æfingar einu sinni (viku í vetur, á mánudögum. Þær eru öllum opnar. DANSÆFINGAR Verða áfram á þriðjudagskvöldum fram að áramótum, í 10 skipti alls. Verð kr. 5000 á par. Henny Hermanns og co. sjá um faglegu hliðina. BEINAR ÚTSENDINGAR FRÁ ENSKA BOLTANUM Flestar helgar eru sýndir 2 leikir, á sunnudegi og á mánudagskvöldi. Listi yfir þessa leiki liggur frammi í Valsheimilinu. VALSKÓRINN Tekur til starfa. Æfingar verða einu sinni í viku á miðvikudags- kvöldum. Stjórnandi er Gylfi Gunnarsson. HEILSURÆKT Frábær aðstaða er til heilsuræktar á Hlíðarenda. Fastir trimmtímar eru kl. 18.00 á mánudögum og miðvikudögum og kl. 11.00 á laugardögum. ( hádeginu lyfta menn gjarnan lóðum. Allir ofangreindir liðir hefjast eftir 1. október í Valsheimilinu. Nánari upplýsingar og skráning í símum 11134 og 12187. LAGER- ÚTSALA Flísabúðarinnar á Dverghöfða 27 Allir afgangar eiga að seljast. Ótrúlegt verð. Verð: 500 kr. fnuj Ath.: Aðeins á afgöngum. Einnig et um aö taeöa sértilboð á nokkrum gerðum afflisum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.