Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐfÐ SUfýNJJDAGUK 26. SEPTJ5MBEB ’L993 sótti ég af kappi allan þann tíma sem ég var úti og kynntist lauslega ýmsu tónlistarfólki. Frægasta píanóleikara sem ég hef haft kynni af, Murray Pereahia, kynntist ég þó ekki í Ameríku heldur í Master Class í Vermont á Englandi, þar sem ég var á sumarnámskeiði áður en ég fór til New York. í New York er mikið lagt upp úr hraða og skýrleika í píanóleik, sumum hefur þótt þeirra skóli full ópersónulegur. Þar viðgekkst á mínum námsárum talsverð „undra- barnadýrkun", rétt eins og í tón- listarháskólanum í Moskvu, það var sem sagt ákveðin íþrótta- mennska í gangi. Þannig er það raunar víðar í heiminum. Framþró- un í píanóleik hefur verið mikil og margir eru mjög góðir. í banda- rískum tónlistarskólum er mikið af evrópskum kennurum, margir þeirra eru rússneskir. Kennarinn minn var t.d. rússneskur, Rögn- valdur Siguijónsson lærði hjá hon- um líka. Hann kom frá Kiev og var af þessum virtuosa rússneska skóla sem t.d. Scrabin og Rac- hmaninof komu beint úr. Eg teng- ist því með óbeinum hætti rússn- eska skólanum. Ég held því að allt tal um amerískan skóla í píanó- leik sé byggt á ákveðnum misskiln- ingi af því að megnið af frægustu kennurunum voru frá Evrópu, m.a. Rússlandi, hvernig sem það er í dag. Kröfumar í Julliard vom miklar, ekki mátti t.d. slá feilnótu, ef mér varð eitthvað slíkt á mundi ég það í margar vikur. Ég hugsa ekki þannig núna. Ég tek undir með Askenasy, hann sagði: „Við gemm allir mistök, kúnstin er að fela þau.“ Á tónleikum er alltaf háska- ástand í gangi, að halda konsert er eins og að fara í rússíbana, þú stekkur upp í og reynir svo að gera eins og þú getur. Það er mik- ið uppnám að halda tónleika. Frægir píanóleikarar eru gjarnan með sömu efnisskrána, við endur- tekningu slípast hún og þeim fer að smám saman að líða betur, þeir þekkja efnið svo vel. Hér er aftur á móti annað upp á teningn- um. Verk em æfð í kannski hálft ár, síðan fá menn eitt tækifæri. Þetta er slæmt og veldur því að menn ná oft ekki að sýna sitt besta.“ Hljóðfærið lagði af stað „Hljóðfærin eru þýðingarmikill þáttur í frammistöðu manna. Það er mjög misjafnt að spila á píanó og flygla, ekki aðeins eru tegund- irnar misjafnar heldur er bókstaf- lega ekkert hljóðfæri eins. Stein- way-píanó, þýsk og amerísk, eru þó yfírleitt góð svo og Busendorf. Ég reyni yfírleitt að prófa þau hljóðfæri sem ég á að spila á en stundum er það ekki hægt. Einu sinni lenti ég í því á tónleikum úti á landi að hljóðfærið lagði af stað frá mér svo ég varð nánast að elta það. Það gleymdist að setja brems- una á. Það er gert ráð fyrir að stilla píanó tvisvar á ári, en stund- um em menn blankir og draga það. Það er mikilvægt fyrir píanóleik- ara að vera vel á sig kominn líkam- lega. Ég hef hlaupið og verið í tím- um í badminton með félögum mín- um. Sundið hef ég notað mikið til þess að liðka axlirnar og til þess að slaka á. Maður hugsar skýrara og verður ánægðari með lífið ef manni tekst að gera það sem mað- ur ætiar sér í þessum efnum. Það þjálfar sjálfsagann. Það er stund- um erfitt að fara í hlaupaskóna." Engin lyf „Það þarf mikla orku til þess að standa sig vel á tónleikum. Ég hef fyrir sið að borða súkkulaðirús- ínur áður en ég kem fram, þær gefa mikla orku, þetta er nánast orðinn siður hjá mér, endar kannski sem hjátrú. Ég nota aldrei áfengi, kaffí eða nein lyf fyrir tón- leika. Til eru svokallaðaðir betab- lokkerar, það eru hjartalyf sem á engan hátt geta orðið ávanabind- andi. Mér skilst að margir erlendis noti þau gegn taugaóstyrk, þau minnka t.d. skjálfta. Ég prófaði einu sinni hálfa töflu, mig minnir að ég hafí spilað mjög rétt en það var ekki mikil stemmning á þeim tónleikum. Ég hef ekki notað þetta aftur. Ég vil heldur sitja uppi með streituna, sem oft er þó óþægileg. Áfengi gerir frammistöðuna fljótt slaka og kaffí er mjög slæmt, ég sleppi því orðið svona tveimur dög- um fyrir tónleika og fínn mikinn mun. Álagið er nógu mikið við að koma fram. Uppáhaldsföt á ég engin — nema þá nýja smokinginn minn. Mér fínnst mikilvægt að föt þrengi ekki að mér. Ég fer gjarnan í þau föt sem ég ætla að spila í svona tveimur tímum fyrir tón- leika, til þess að leyfa þeim að hitna og laga sig að líkamanum. Það er jafnan umhugsunarefni að setja saman efnisskrá fyrir tón- leika. Það þarf m.a. að gæta þess að tónleikarnir verði ekki eins og flugeldasýning, ekki sé hrúgað saman svo erfiðum verkum að áheyrandanum þyki nóg um. Það má heldur ekki setja saman eintóm létt verk. Meira að segja tóntegund verkanna skiptir máli þegar valið er saman. Ég legg mig fram um það, einkum í seinni tíð, að reyna að láta fólki a.m.k. ekki leiðast á tónleikum. Það er mikilvægt að vel takist til, við erum öll að reyna að selja okkur einhvem veginn." Meiri tækni, meira frelsi „Ég vinn verk mín þannig að ég reyni að fá mínar eigin hug- myndir. Maður verður að gæta sína að apa ekki eftir öðrum, heldur fara eftir rödd í eigin btjósti. Ég hlusta þó auðvitað á aðra. Gjaman á marga leika sama verk til að bera saman hvemig þeir fara að. Mér fínnst ég eiga meira sameigin- legt með sumum píanóleikurum en öðram. Horowitz hefur sérstöðu, ég var ekki hrifinn af honum þeg- ar ég var yngri, fannst hann vera með of mikil læti og barbarisma, spilaði of margar feilnótur fyrir minn smekk. Nú er álit mitt ann- að, mér finnst hann ná mestu út úr hljóðfærinu, hann er litameist- arinn í píanóleik. Menn göptu þeg- ar þeir heyrðu hann spila, hann var tæknilegt viðundur á sínum tíma. Því meiri tækni sem menn Meðan ég var á við- kvæmum aldri sakn- aði ég þess stundum að hafa ekki nema stopult samband við föður minn. Ég var lyklabarn, fékk að valsa mikið einn um og hef verið talsvert sjálf ráður f rá því ég man eftir mér. „Það þarf mikla orku til þess að standa sig vel á tónleikum. Ég hef fyrir sið að borða súkkulaðirús- ínur áður en ég kem fram, þær gefa mikla orku, þetta er nán- ast orðinn siður hjá mér, endar kannski sem hjátrú. Ég nota aldrei áfengi, kaffi eða nein lyf fyrirtón- leika. hafa því meira frelsi hafa þeir til að túlka. Tækni í píanóleik er í mínum augum að geta gert ná- kvæmlega það sem maður vill og á þann hátt sem maður vill, eftir þessu eru allir að sækjast sem eru hljóðfæraleikarar. Maður hefur listræna ímynd, því skírari sem hún er því betra. Hér heima á íslandi er einhver gamaldags hugsana- háttur hvað þetta snertir. Menn segja: Hann er ekkert nema tækn- in — eins og það sé eitthvað slæmt. Mér finnst fólk rugla um of saman færni og tækni. Sumir píanóleikar- ar, t.d. margir þeir rússnesku, þeir geta gert verk sín eins og á að gera; þeir fá ekki „blackout“ á konsert eða gleyma og þurfa að byija aftur. Þetta er sá „standard" sem þessir hljóðfæraleikarar eru aldir upp við. Það era margir slík- ir til bæði í Rússlandi og í Banda- ríkjunum. Þar er talið frumskilyrði að menn geti gert það sem þeir eru að reyna að gera. Þetta hljóm- ar kannski hörkulega en þetta er nauðsynlegt. Ég held að allt tækni- legt starf í hljóðfæraleik þurfi að koma frá músíkinni, annars er það gagnslaust. Ég geri ekki tækniæf- ingar í dag, ég fæ þær út úr verk- unum sem ég er að æfa. Mér hef- ur tekist að ná góðum tökum á ýmsum erfiðum verkum með þess- ari aðferð, jafnvel verkum sem ekki hafa verið spiluð af íslenskum hljóðfæraleikara fyrr.“ Þorsteinn Gauti gifti sig í sum- ar, kona hans er Jóhanna Vigdís Amarsdóttir. „Konan mín er mjög skilningsrík við mig hvað snertir píanóleikinn. Sjálf hefur hún burt- fararpróf í píanóleík og er að læra söng. Hún veit því um hvað þetta snýst og tekur ekki nærri sér þótt ég eyði miklum tíma í æfíngar. Ég reyni þó að æfa mig ek-ki á kvöldin nema að brýna nauðsyn beri til. Oft er þetta óreglulegt líf þegar koma álagstímar. Það er að sumu leyti heppilegt fyrir tvo lista- menn að búa saman en að öðra leyti ekki. Þeir þurfa að varast að „valta“ ekki hvor yfir annan. Við eram svo lánsöm að hafa ekki lent í slíku, miklu fremur höfum við hvatt hvort annað til dáða. Enn sem komið er eigum við engin börn. Ég hef stundum velt því fyr- ir mér hvort slíkt hafi áhrif á HB -11 frammistöðu listamanna en ég hef ekki getað komið auga á neitt sam- hengi í því sambandi. Mér sýnist að fólk með „fullt hús af börnum“ standi sig eins vel og hinir, stund- um betur, kannski agar það fólk að annast börn. Núna legg ég áherslu á að spila . sem mest. Mig langar að taka mikið upp í vetur, ýmis píanóverk. Hvað atvinnuástand snertir þá er oft sagt að á erfiðum tímum komi fólk jafnvel fremur í leikhús og á tónleika. Kannski þarf fólk meiri tilbreytingu en ella. Atvinna er þó oftast ótrygg hjá tónlistarmönnum sem ekki era fastráðnir. Aðalatrið- ið fyrir einleikara er að vinna í þessum stóru keppnum, en þar eru margir um hituna. Ég held að það sé ýkt hvað margir lifa á píanótón- leikjahaldi, fáir komast í slíka að- stöðu. Aðrir eru með ýmislegt ann- að með, spila t.d. kammermúsik, dinnermúsik o.s. frv., eins og ég hef gert. Síðan ég kom úr námi hef ég komið víða við í tónlistinni, oft hefur mikið verið að gera en svo koma eyður sem ég nota þá til að æfa mig. Annars fínnst mér stundum að hér á íslandi fari tími tónlistarmanna í allt annað en að æfa sig, maður er úti um allan bæ að útrétta, láta gera við bílinn, bjarga víxli o.s.frv: Þetta var öðra- vísi meðan ég bjó úti, þar þekkti maður líka færri og var ekki í svona miklu veraldarstússi. Stund- um hringir síminn heima hjá mér tíu sinnum meðan ég er að reyna að æfa mig. Mér var fremur vel tekið í ís- lenskum tónlistarheimi þegar ég kom heim frá námi og er ánægður með það. Á íslandi er merkilega mikið um að vera í öllum greinum tónlistar. Við eigum mjög marga frambærilega tónlistarmenn sem búa hér heima. Það halda allir hér að ekkert sé varið í fólk nema að það hafí „meikað það“ út í hinum stóra heimi, það er rangt og það er slæmt að vanmeta fólk. Konan mín lýkur væntanlega burtfarar- prófi í söng á næsta ári og þá ligg- ur leið okkar kannski til útlanda. En við ætlum að koma aftur. Mín- ar væntingar i lífinu eru að geta lifað af píanóleik, en mig langar ekki að búa í útlöndum til lang- frarna." Brottfarir á fimmtu- og föstudögum. Heimflug á sunnu- og mánudögum. frá niiðjiun <ieptenwer » , t t ' *- .1 Tilboð fyrir hópa: 2.000 kr. afsláttur avianmm ítmbýli í2natmog 3 dagaá á mann ef í hópnum London býöur allt sem hugurinn gimist. Heimskunnar verslunargötur og hagstæð innkaup. Aragrúi veitingastaða, pöbbar, skemmtistaðir, bestu fieiri. 40.000 kr. eru 15 manns eða Veittur er 5% staðgneiðsluafcláttur* MoimtRoyal.** leikhús álfunnar, heimsfrægir söngleikir, næturklúbbar, óperur, tónleikar, fótbolti, víðkunn söfn um allt milli himins og jarðar. í London bjóðum við gistingu á eftirtöldum gæöahótelum: St. Giles, Mount Royal, Clifton Ford, Rathbone og Regent Park Marriott. *M.v að greitt sé með minnst 14 daga íyrirvata. Innifalið er flug, gisting, morgunverður og flugvallarskattar. Böm, 2ja - 11 ára, fí 12.000 kr. í afslátt. Böm að 2ja ára aldri greiða 3.000 kr. Enginn bókunarfyrirvari. Forfallagjald, 1.200 kr., er ekki innifalið í verði. Forfallagjald er valfrjálst en Flugleiðir hvetja farþega til að greiða það til að firra sig óþarfa áhættu. **Veið miðast við gengi 6. ágúst 1993. sparnaður fyrir 20 manna hóp. QATLAS-* Hafðu samt?and við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofumar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.) FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.