Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 7
B 7 MORGUNBLAÐIÐ MANNUFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1993 %TKtÍGV£XÐ\/Hvemig er veidimanni innanbrjósts sídasta veididaginnf Lokadagur ÞAÐ VAR HROLLKALT í kofanum um nóttina, vatnið frosið í kran- anum; hitamælirinn sýndi tveggja stiga frost. Farið var að lýsa af degi, morgunsólin roðaði austurloftið handan við skörðóttan fjall- garð sem reis koldökkur yfir blikandi vatnsflötinn. Bleikjur vöktu í lóninu. Þetta hlaut að verða góður dagur. Haust við ána Eg brá mér út fyrir húshomið og virti fyrir mér dýrðina, sótti síðan vatn í kaffíð. Enn var klukkustund þar til veiði hæfíst — síðasta veiðidag sumarsins. Veiðin hafði verið slök undanfarið og sumaraflinn langt undir meðallagi hér eins og í flest- um, ám. Hugurinn hvarflaði til síð- asta hausts. Um þetta leyti í fyrra var hér kolvitlaust veður en þrátt fyrir það tókst mér að setja_ í fjóra laxa — en missti þá alla. í gær veiddist enginn fiskur á þessu svæði. Ekki var þó ástæða til að örvænta. Kaffíð var hressandi, sólarröndin gægðist yfír austurfjöllin. Það var héla á jörðu og stimdi á lyngið í brekkunni. Mál að klæðast vaðbrók- inni og koma sér á veiðistað. Ég var einn, félagarnir töldu ekki ómaksins vert að byija fyrir klukk- an átta, sögðu að „hann“ tæki aldr- ei fyrr en færi að hlýna. Ég þóttist því eiga allra kosta völ, óð út grynn- ingarnar og kastaði flugunni á und- an mér ef vera skyldi að fiskur lægi þar eftir nóttina. Utan við hraunkantinn snardýpk- ar og þar liggur laxinn í skvompum og við steina. Auðvelt var að feta sig niður með brúninni þar sem slý- ið myndaði ljósgrænan taum en vissara að fara varlega. Hversu oft hafði ég ekki vaðið þessa leið sann- færður um að fiskúr tæki í næsta kasti. Hægur vindur stóð á vinstri hlið, skilyrði eins og best varð á kosið. Nú hlaut hann að renna á fluguna sem reynst hafði svo vel í fiskleysinu í sumar. „Green Butt“ er einföld og yfirlætislaus fluga, svört með_ „grænan gump“. Ekkert gerðist. Ég var kominn niður á þriðja legustað, vandaði köstin sem best ég gat, línan féll létt á vatns- flötinn og flugan svifaði skárann á enda — án árangurs. Ég reyndi að lengja köstin og þandi mig meira en ég mátti, skipti um flugur en allt kom fyrir ekki. Laxinn virtist áhugalaus ef þarna var þá nokkur lax. Ekki bólaði á veiðifélögunum þótt sólin væri komin hátt á loft og vermdi landið. Ég undraðist að þeir skyldu ekki nota tímann síð- asta veiðidaginn. Ég hnýtti nýja flugu á tauminn, „Garry“ nr. 6, þríkrækju með löngum legg. Úti í strengnum voru þeir stóru vanir að liggja og vissara að vera við öllu búinn. í skógarkjarrinu handan við ána var fálki að eltast við þrastarunga, steypti sér úr háa lofti alveg niður að tijátoppunum. Ef til vill hafði hann erindi sem erfiði. Um Jóns- messuleytið í vor hafði ég fylgst með foreldrum unganna fljúga ferð eftir ferð yfir ána að sækja þeim orma úr moldarbakkanum mín megin — til þess eins að þeir lentu nú í ránfuglsklóm. Ég einbeitti mér við köstin. Kominn niður á Neðsta stað og hafði ekki orðið var, ekki einu sinni séð físk Iyfta sér. Útlitið var ekki glæsilegt því oft tekur lax í fyrstu yfírferð. A leiðinni upp eftir sé ég félagana bera við loft á holtinu ofan við Melsgilið. Þeir eru að setja sam- an. Ég sest niður á bakkann undir víðirunnann þar sem við nefnum „kaffistofuna", tek brúsann úr pok- anum, helli í bollann og bíð komu þeirra. Þeir spyija frétta en ég segi sem var, ekkert líf, ekki einu sinni bleikja. Jón býður kleinur með kaff- inu en veður síðan út í og er ekki fyrr búinn að rekja út línuna en fiskur er á, sjö punda hængur, dálít- ið rauðbirkinn en þrekmikill og sæmilega þykkur. Ég varð hálf kindarlegur, hafði farið yfir staðinn fyrir stundu og ekki orðið var. Svo kemur Jón og kastar „Half and Half“, flugu sem er græn og svört, gróf útfærsla á „Green Butt“. Svona er þetta, fisk- ar virðast fara í manngreinarálit en Jón sagði að fískurinn hefði bara verið að koma upp í hylinn og því í tökuskapi. Það þótti mér vinsamleg skýring. Ekki er gott að segja af hveiju fiskur tekur eða tekur ekki; vafasamt að hann viti það sjálfur. Mönnum óx hugur við að sjá fisk dreginn á land og nú voru allir mættir á staðinn, fimm veiðimenn á þijár stengur. Það þýddi að tveir eða þrír sátu á „kaffístofunni“ og spjölluðu eða sömdu hernaðaráætl- anir meðan hinir veiddu. En fleiri urðu fiskarnir ekki þennan morgun, hvorki djúpvitrar athuganir né djarfar sóknir stoðuðu — laxinum þóknaðist ek.ki að sýna sig og það var hann sem réði. Eftir hvíldina skyldi sýna þessum þvermóðskufullu fiskum „alvöru lífsins“. Tíminn var að renna út og við fengjum ekki tækifæri til að egna fyrir þá fyrr en að níu mánuð- um liðnum. Það yrði langur bið- tími. Ég bað félaga mína, sem fóru upp að efstu veiðimörkum, að setja mig af á miðri leið, sagðist ætla að kanna svæði sem lítt er stund- að, talið að þar sé ekki eftir miklu að slægjast. Slíkir könnunarleið- angrar gefa stundum físk þegar lít- ið er að hafa á hefðbundinni veiði- slóð. Þá er spónninn þægilegt leitar- tæki. Vöðlur eru ekki sérlega hentugur göngubúningur, síst af öllu í glaða- sólskini. En hvað láta menn sig ekki hafa ef fiskivon er annars veg- ar. Ég kastaði vandlega meðfram Hólmanum, einkanlega undan hól- mataglinu en varð ekki var. Neðar eru á tveimur stöðum merktir veiði- staðir en straumlag og aðrar að- stæður þannig að eflaust er betra að veiða þá hinum megin frá. Frá Hominu fellur áin beint all- langan spöl, breiðir úr sér og grynnkar. Ég næ löngum köstum og spónninn tifar hægt í straumn- um. Hér yar veiðilegt og ég hafði á tilfinningunni að eitthvað myndi gerast. Þó ekki nema bleikja glæpt- ist til að taka. í síðustu veiðiferð gekk ég þama fram á stórbleikju, ekki undir sex pundum. Hún lá rétt undir bakkanum. Vissara að lyfta ekki spæninum upp úr vatninu fyrr en hann væri kominn fast að landi. En hvað var þetta? Fast í botni? — Nei, það var tekið, ofur varlega. Líklega bleikja, ef til vill sú stóra, rauð með hvíta ugga. Ég brá við og nú var um að gera að fara var- lega. Það var orðið áliðið dags — síðasta dagsins — og mér var mikið í mun að missa ekki þann eina sem ég hafði sett í. Fiskurinn hjó ört og skók sig eins og bleikju er hátt- ur. En þegar fór að styttast milli okkar sá ég glampa á um það bil fjögurra punda lax, nýrenning, og það í september. Jæja, hugsaði ég, ekki sem verst að koma heim með nýgenginn fisk. Laxinn hélt áfram að hrista haus- inn. Það vakti hjá mér slæmar grun- semdir. Hann hafði tekið hægt og hikandi, sennilega stæði öngullinn fremst í snoppunni og haldið ótraust. Best að landa honum fljótt, þetta var kettlingur hvort eð var. Ég litaðist um eftir löndunarstað en varð nokkuð langeygur. Alls staðar slúttu grasbakkar fram yfír ána. Fráleitt að reyna að sveifla fískinum upp, ég hafði séð hve tæpt stóð í honum. Ekki var um annað að ræða en freista þess að teyma hann varlega niður í olnbog- ann þar sem áin þverbeygir og stranda honum á sandeyrinni ofan viðlækjarósinn. Aður en til þess kæmi leysti físk- urinn málið á sinn hátt, stökk upp úr vatninu, sló sporðinum í línuna og kvaddi. Við þessu var ekkert að gera en nú fann ég hvað mér var orðið heitt í vöðlunum. Fimm kíló- metra löng ganga og einn fiskur misstur. Einhver hefði sagt að mik- ið væri á sig lagt. Dagur var að kvöldi kominn, far- ið að húma og mál að hugsa til heimferðar. Það ríkti tómleiki og söknuður þegar stengurnar voru teknar sundur á hlaðinu. Gæsahóp- ur á leið í náttstað klakaði hátt í lofti eins og í kveðjuskyni. Við stig- um inn í bílana, leiknum var lokið að sinni, sumar veiðimannsins liðið, bílljósin lýstu inn í nýja árstíð. eftir Gylfa Pólsson SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála. Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. GrundarfjörOur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. Stykkishólmur: Skipavlk, Hafnargötu 7. Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. ísafjöröur: Póllinn hf., Aðalstræti 9. Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. Sauöárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. Siglufjöröur: Torgið hf., Aðalgötu 32. Akureyri: Ljósgjafinn, Ráðhústorgi 7a. Húsavík: Öryggi sf., Garðarsbraut 18a. Þórshöfn: Noröurraf, Langholti 3. Neskaupstaöur: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24. Reyöarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31. Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18. Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29. Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. C co °1 o*o 3 (Q |8 3 O gS 3 2: oS Q Q' 3* 0.5 =5=0 Q^ 3 Q.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.