Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1993 B 5 Tónleikar í Áskirkju til styrkt- ar orgelsjóði kirkjunnar KRISTINN Sigmundsson, óperusöngvari, heldur tónleika í Áskirkju ásamt Jónasi Ingimundarsyni, píanóleikara, þriðjudaginn 28. septem- ber til styrktar orgelsjóði kirkjunnar. Kristinn Sigmundsson í fréttatilkynningu segir: „Þess er nú skammt að bíða að undirbúningi að uppsetningu hins nýja orgels í Áskirkju ljúki. Er orgelið væntanlegt til landsins í lok október og mun vígt á 10 ára vígsluafmæli Áskirkju hinn 12. desember nk. Þá eru þijátíu ár liðin frá stofnun Ásprestakalls. Nýja orgelið er sérsmíðað fyrir Áskirkju af virtri danskri orgel- smiðju, P. Bruhn & Sön, og mjög vandað til allrar gerðar þess. Er það átján radda pípuorgel og raddsam- setningin miðuð við sem fjölbreytt- asta notkun hljóðfærisins og að það hæfi sem best hinum hlýlega helgi- dómi. í samráði við arkitekta hússins verður hluta orgelpípanna komið fyr- ir á fremri brún sönglofts og verður þannig hluti af skreytingu hússins. Hið nýja orgel verður mikil lyftistöng öllu safnaðarstarfi þar sem tónlistin skipar veglegan sess Áskirkju, fagur helgidómur og þannig úr garði gerð- ur að hvers kyns tónlist og söngur hljómar þar óvenju vel. Þegar hafa fjölmörg sóknarböm Áskirkju sýnt hug sinn til kirkju sinnar og orgelkaupanna í verki með því að styrkja orgelsjóð, en fullbúið kostar orgelið 15 milljónir króna. Ekki er heldur að efa að margur muni einnig vilja nýta tækifæri til hins sama í Áskirkju á þriðjudags- kvöldið og njóta jafnframt þeirrar ánægju að hlýða á list þeirra góð- kunnu listamanna, Kristjáns Sig- mundssonar og Jónasar Ingimundar- sonar." - Árni Bergur Sigurbjörnsson, sóknarprestur. Erindi um umhverfismál í HÍ í VERKFRÆÐIDEILD Háskóla íslands verða á næstu vikum flutt 10 erindi um umhverfismál. Til þeirra er stofnað fyrir nemendur í deild- inni en aðgangur er öllum fijáls jafnt þeim sem ekki eru nemendur í háskólanum. Umsjón hefur Trausti Erindin verða flutt á mánudögum kl. 17.15 í stofu 158 í húsi verkfræði- deildar á Hjarðarhaga 2-6. Þau eru ráðgerð svo sem hér segir: 27. september flytur Trausti Vals- son, arkitekt og skipulagsfræðingur erindið: Þróun umhverfísmála, 4. október Amþór Garðarsson, prófessor í líffræði, formaður Náttúrverndar- ráðs: Um náttúru íslands og náttúru- Valsson og veitir hann upplýsingar. vernd, 11. október Magnús Jóhannes- son, verkfræðingur, ráðuneytisstjóri umhverfísráðuneytis: Sjálfbær þróun, 18. október Davíð Egilsson, deildar- stjóri mengunarvamadeildar Sigl- ingamálastofnunar: Hafíð, umhverfið, mengun, 25. október Júlíus Sólnes, prófessor í byggingarverkfræði, fyrrv. umhverfísráðherra: Gróðurhúsaáhrif og koltvíildisbúskapur, 1. nóvember Ingvi Þorsteinsson MS, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins: Gróður og jarðvegseyðing á íslandi, 8. nóvember Þorleifur Einarsson, prófessor í jarð- fræði: Umhverfisáhrif mannvirkja- gerðar, 15. nóvember Þóroddur F. Þóroddsson, jarðfræðingur, fram- kvæmdastjóri Náttúruverndarráðs: Náttúmvernd í framkvæmd, 22. nóv- ember Einar B. Pálsson, verkfræðing- ur: Matsatriði í umhverfísmálum og 29. nóvember flytur Jakob Bjömsson, verkfræðingur, orkumálastjóra erind- ið Orkumál og umhverfi. num I J.L. húsinu Leikfimi: Fyrir byrjendur og íþróttafólk, eldri borgara, konur á meðgöngu og með barn á brjósti. Topp-tímar fyrir þá sem vilja grennast. Þolfimi. Funk. Brennslutímar. vaxtamotun. Kvennatimar. Pallatímar. Þrekhringur. Kraftganga. Hlauphopur J L nusið, Hringbraut 121 sími: 91- 624561 Skiðahopur. Lögmannsstofan Síðumúla 1 Frá og með 1. september 1993 rekum við undirritaðir héraðsdómslögmenn Lögmannsstofuna Síðumúla 1, 108 Reykjavík, sími 688444. Hrund Hafsteinsdóttir hdl. Kolbrún Sævarsdóttir hdl. MVNDUSTHSKÓUNN KE í hrfnrrfirði Getum enn bætt við okkur nokkrum nemendum í málun, vatnslitamálun og námskeið í fjöltækni fyrir börn og unglinga. Innritun fer fram í síma 52440 eða á skrifstofu skól- ans við Strandgötu 50 frá kl. 13-17 til 1. október. Myndlistaskólinn í Hafnarfirði, Strandgötu 50, sími 52440. Vegna viku hársins viljum við vekja athygli á opnunartíma okkar. Virka dagafrd kl. 9-17, fimmtudagafrd kl. 9-20. Opnum aftur á laugardögum 2. október, kl. 10-14. Starfsfólk Hárgreiðslustofunnar Tinnu, Furugerði 3, sími 32935. KNATTSPYRNA ALLAN ÁRSINS HRING Nú í lok keppnistímabils knattspyrnumanna gengst mannvirkjanefnd Knattspyrnusambands íslands fyr- ir ráðstefnu um mannvirki á knattspyrnuvöllum og á hvern hátt unnt er að lengja keppnistímabil knatt- spyrnumanna. Meðal annars verður fjallað um gervi- grasvelli og byggingu knattspyrnuhalla. Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 2. október frá klukkan 13.15 til klukkan 17.30 á Holiday Inn í Reykjavík. DAGSKRÁ: Viðhorf Knattspyrnusambandsins - Eggert Magnússon, formaður KSÍ. Staðan og stefnan - Markús Örn Antonsson, borgarstjóri í Reykjavík - Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði - Róbert Agnarsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ - Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri - Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi Knattspyrnuhallir og mögulegt samstarf íslendinga og Norðmanna - Jón Runólfsson, framkvæmdastjóri VT-teiknistofunnar á Akranesi. Framtíðarsýn félaganna - Halldór B. Jónsson, form. knattspyrnudeildar Fram - Þórarinn E. Sveinsson, formaður knattspyrnudeildar KA - Albert Eymundsson, formaður knattspyrnudeildar Sindra á Höfn - Jóhannes Ellertsson, form. knattspyrnuráðs Keflavíkur - KAFFIHLÉ - Norska ævintýrið - hvernig hafa aðrir staðið að málum - Teitur Þórðarson, fyrrum landsliðsmaður í knatt- spyrnu, leikmaður og þjálfari í Noregi, Svíþjóð og Frakklandi. Pallborðsumræður - Teitur Þórðarson - Júlíus Hafstein, borgarfulltrúi og formaður ÍTR - Líney R. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Leiknis í Breiðholti - Reynir Jónsson, fulltrúi í mannvirkjanefnd KSÍ Ráðstefnustjórar: Þorbergur Karlsson, verkfr. og Skapti Hallgrímsson, form. Samtaka íþróttafréttamanna. Ráðstefnugjald er krónur 4.500 og þarf að tilkynna þátttöku á skrifstofu KSÍ, sími 814444, í síðasta lagi miðvikudaginn 29. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.