Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ 26. SEPTEMBER 1993 Tímaspamaður 641213 Þvottahúsið Hreint og klárt. - Góðan dag, þetta er á Morg- unblaðinu, gæti ég fengið að tala við eigandann? Þetta er annar eigandinn, Gunnar Steinn. - Þið eruð í Kópavoginum er það ekki? Það er rétt. - Já, mig langaði aðeins að ræða um þvott við þig. Hveijir láta ykkur þvo fyrir sig? Það eru bæði fyrirtæki og ein- staklingar. Til dæmis fólk sen^ vinnur langt fram á kvöld og hefur oft lítinn tíma til að þvo. - Hvers konar þvottur er þetta sem kemur frá einstaklingum? Allur almennur þvottur, dúkar, rúmfatnaður, handklæði.mottur, tjöld, svefnpokar, sængur og koddar. - Geta menn komið með skyrt- umar sínar, og blússurnar? Já já, skyrtur og blússur. - Ef þetta eru nú fín efni, silki- blöndur og þess háttar? Þá er þau meðhöndluð í hreins- uninni, við erum bæði með hreins- un og þvottahús. - Kemur fólk nokkuð með nær- buxurnar sínar? Það er nú minna um það, en það kemur fyrir. - Er ekki rokdýrt að láta þvo fyrir sig? Nei, ég held það nú ekki. - Hver eru hag- stæðustu kjörin? Það er hinn svo- nefndi heimilis- þvottur. Þá er reiknað með 15 stórum stykkjum og 15 litlum. Það kostar kr. 1.737 og Gunnar Steinn. þá er þvotturinn straujaður og gengið frá honum. - Hvers konar fólk er það helst sem kemur með þvottinn sinn? Ógiftir karlmenn og útivinnandi húsmæður? Það er alls konar fólk, og bæði einhleypir og giftir karlmenn með skyrturnar sínar. - Já, maður er nú hættur að nenna að strauja af þeim. Það er líka ódýrt að láta þvo þær fyrir sig. - En hafa viðskiptin ekkert minnkað í kreppunni? Jú, sjálfsagt hefur eitthvað dregist saman, fólk kemur sjaldn- ar, en með meiri þvott í einu. - En get. ég treyst því að þú ruglir ekki mínum þvotti saman við annan þvott? Já, þú telur stykkin, við fyllum út lista í tvíriti og skráum fjöld- ann. Þú færð annan miðann og við hinn. En annars er hver þvott- ur þveginn sér, þinn þvottur fer ekki með öðrum þvotti. Ég hef það þannig en það er ekki gert víða. - Já, er _það þannig, það líst mér vel á. Eg verð nú að athuga þetta. Mér sýnist þetta vera tíma- sparnaður. En segðu mér, hvert ferð þú með þinn þvott? Hann kemur að hluta til hingað, nærfötin eru þveg- in heima! - Þá minnkar álagið á þvottavél- unum, það er víst 'svo dýrt að gera við þær. Já og sparar hlaupin upp og nið- ur. - Einmitt, en ég þakka þér fyrir spjallið. SÍMTALID... ER VIÐ GUNNAR STEINALMARSSON, ÞVOTTAHÚSEIGANDA Höfði var byggður sem einbýlis- hús. Á 1. hæð voru 6 herbergi, eldhús, búr, gangur og snyrtiher- bergi. Á 2. hæð voru 6 herbergi, baðherbergi, salerni og í kjallara voru geymslur, þvottahús og straustofa. Vesturálman á 1. hæð var 3 herbergi en hefur verið sameinuð í eina stofu. Stigahúsið í Höfða ber með sér að vera af norskum uppruna. Veggklæðningin minnir á stokkhús og ber stigahúsið annan svip en aðrir hlutar hússins. Spjaldahurðir og dyraumbúnaður innanhúss taka mið af stíl Lúðvíks 16. Búið var að nema burt gólf- og loftlista þegar borgin keypti húsið. Reynt var að færa Höfða sem mest til upprunalegrar myndar. Kakkalakkar í Reykjavík FRETTALJÓS ÚR FORTÍÐ FYRIR röskum 70 árum, þann 12. sept. 1923 kemur fram í Morgunblaðinu að „Óþverrakvikindi hafi borist hingað frá útlöndum og sest að í nokkrum húsum í Reykjavík og jafn- vel í fleiri kauptúnum.“ Þetta voru veggjalýs og kakkalakk- ar. „Þetta eru ill tíðindi því bæði er illt að búa í húsum, þar sem veggjalýs eða kakkalakkar hafast við og hins veg- ar mikil líkindi til þess að faraldur breiðist út, því kvikindi þessi þrífast vel í timburhúsum og steinhúsum sem þiljuð eru að innan eða hafa loft og gólf úr timbri." Tveimur dögum seinna var viðtal í blaðinu við landlækni um þetta vandræðamál. Hefir verið skorað á heilbrigð- isstjórnina að skakka leik kakkalakkanna og veggja- lúsanna?“ spyr blaðamaður. Nei, er svar landlæknis. „Heilbrigðis- löggjöfin nær ekki til þessara skorkvikinda fremur en í öðrum löndurn." Er hægt að bana þessum skor- kvikindum? Já meira en svo. Það er ofur- auðvelt að bana öllum dýrum, öllu, sem lifir. Er blásýra besta ráðið? Blásýrubræla (cyanbrinto) 'er ágætt ráð, en mjög svo varhuga- vert, allt annað en hættulaust. Hversvegna svo hættulegt? Af því að blásýran er eitt hvert það háskalegasta og banvænasta eitur sem við læknarnir höfum af að segja. Hefir blásýra verið notuð í öðrum löndum til þess arna? Já, það er áreiðanlegt. En vitið þjer til þess að slys hafi hlotist af því? Já, það veit jeg. Það var fyrir nokkru síðan í Kaupmannahöfn að drepa átti veggjalús í einni íbúð og var það í steinhúsi. Fólk- ið var vitanlega látið fara í burtu. í næstu íbúð fyrir ofan fór barn fram á salerni sem ekki er í frá- sögur færandi. En bamið kom ekki aftur, fannst það steindautt á salerninu af blásýrubrælu sem komist hafði þangað upp úr íbúð- inni fyrir neðan. Af þessu getur maður ráðið að það muni var- hugavert að nota þessa aðferð í timburhúsunum okkar. Eru þá til önnur ráð? Já, mörg önnur ráð. Og það ráð, sem eflaust duga. Hafið þjer sjálfur nokkra reynslu í þeim efnum? Já, fyrir 10 árum komust kakkalakkar inn í eitt stærsta timburhúsið hjer í bænum, þrílyft hús - komust í efstu bygðina, æxluðust unnvörpum á stuttum tíma, því miðstöðvarhitun er í húsinu og komust bráðlega niður á miðbygðina. Þá var leitað minna ráða. Og mjer tókst í fljótu bragði að drepa alla kakkalakk- ana, svo að þeir hafa ekki sjest síðan í húsinu. Hvernig fóruð þjer að því? Jeg gerði það með formalín- gufu, og ef þjer viljið sjá aðferð- ina, þá skal ég gefa yður sótt- varnarbókina okkar og þar getið þjer sjeð hana í 14. grein,“ sagði landlæknir og blaðamaðurinn endar greinina á að lýsa litlu áhaldi, einskonar lampa, sem nota skyldi til umræddra að- gerða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.