Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 21
MÓK(;tvKKlJ\b!D VELVAKANDI • V: ; OR M. SKÍ’l'tMBKH ’ 1993 ' B Kýrhalavísindi á Skjaldfönn Frá Baldri Hermannssyni: Síðastliðinn fimmtudag birtist lesendabréf eftir bónda nokkurn við ísafjarðardjúp, Indriða Aðalsteins- son á Skjaldfönn, og er þetta bréf merkilegt fyrir þær sakir, að þar er að finna einstæða, dýrafræðilega greiningu á málefnum Ríkisút- varpsins. Sýnir bóndi þessi fram á að Hrafn Gunnlaugsson sé ýmist fugl eða minkur, Baldur Hermannsson er minkur en hefur ekki gripsvit, starfsmenn ríkissjónvarpsins eru hænsni, Heimir Steinsson er hvort tveggja hænsnabóndi og fól, en orðið fól mun dregið úr ensku, „fool“, og þýðir fífl eða fauti. Nú minnist ég þess að hafa lesið í bernsku sögur af dýrum sem höfðu vit fyrir mönnum, forystukindur rötuðu langar leiðir í hríðarbyljum, hundar björguðu fólki úr bráðum háska, hross báru húsbændur sína dauðadrukkna, kýr mæltu spaklega á nýársnóttu og kettir skildu mannamál. Því er óvíst hvort efni sé til að reiðast orðum bónda, en snoturlega þykir mér bónda þessum mælast, hann styður erindi sitt ferskeytlum að fornum sið, en af því marka ég að hann muni sjálfur gæddur góðu gripsviti, líklega tveggja kúa viti. Frá Ástu Baldvinsdóttur: Ég fínn mig til knúna að skrifa og þakka fyrir frábæra viku sem ég átti með eldri borgurum úr Hafnar- fírði á Hótel. Eddu að Húnavöllum vikuna 21.-28. ágúst síðastliðinn. Þegar við komum norður stóð Þór hótelstjóri á tröppunum og heilsaði hveijum einasta manni með fallegu brosi og handabandi og bauð hvem og einn velkominn. Þetta var byijun- in á frábærri viku og einstakri þjón- ustu. Það var sama við hvem maður talaði, allt var gert fýrir mann með brosi og hlýju viðmóti. Ég var fyrst til að panta af öllum og þegar við komum norður í þessu yndislega veðri, varð ég hundfúl af því að ég var sett upp á loft, eins fótalaus og vitlaus eins og ég er nú. Nema hvað, ég kem mér upp á loft eftir að hafa rifist við formanninn okkar og skammað hana og tek upp úr töskun- um og hengi kjólana mína inn í skáp, en þegar það var búið, ákvað ég að gera gott úr öllu, þó mér þætti hálf skítt að vera þama uppi, af því að ég hafði pantað fyrst. Én viti menn. Klukkan níu um kvöldið er bankað og hann Þór hótelstjóri maðurinn hennar Siggu, sem er líka með hótel- ið, hann bankar hjá mér og segir fyrirgefðu Ásta mín, þetta er allt mér að kenna að þú skulir vera uppi á lofti. Ég er búinn að fá mann til Þó skjöplast honum í fáeinum atriðum. Skýrsla Ríkisendurskoð- unar sannar, og tekur reyndar sér- staklega fram, að Hrafn Gunn- laugsson sé ekki „sjóðasukkari“, eins og bóndinn heldur. Það vill svo vel til að ég hef þessa skýrslu und- ir höndum og þar stendur skýrum stöfum, orðrétt á blaðsíðu 25: „... verður ekki með réttu sagt þegar á heildina er litið að Hrafn skeri sig sérstaklega frá öðrum styrkþegum hvað fjárhæð styrkja varðar." Á sömu síðu: „Þó sýnist mega staðhæfa að umfang styrkveitinga til Hrafns er ekki óeðlilegt í ljósi þess fjölda mynda sem hann hefur gert og þess hve lengi henn hefur starfað að kvikmyndagerð.“ Þetta var um Kvikmyndasjóð. Um Norræna kvikmynda- og sjón- varpssjóðinn segir á bls. 37: „Fyrir- tæki Hrafns, FILM hf., hefur feng- ið áttunda hæsta styrkinn, sem sjóðurinn hefur veitt íslenskum að- ila.“ Hrafn fékk aðeins um 9 millj- ónir króna, aðrir fengu mun hærri fjárhæðir, allt að 30 milljónum. Evrópski kvikmyndasjóðurinn hefur veitt fimm styrki til íslands, sá hæsti er um 19 milljónir, en Hrafn hefur ekki fengið krónu úr honum. að skipta við þig. Nema hvað ég segi að ég sé búin að koma mér fyr- ir. Hann Þór sagði að það væri nú ekkert mál og nær í nokkra stráka og saman taka þeir alla kjólana mína á herðatijánum og allt draslið mitt úr herberginu og flytja mig niður. Veðrið var dásamlegt allan tímann og maturinn, ég hef aldrei smakkað annað eins. Ég byijaði á sundinu á morgnana, svo var morgunkaffíð og heit nýbökuð brauð með og eins var alltaf nýbakað með kaffinu. Svo fór- um við í ferð að Hólum í Hjaltadal og haldið þið ekki að þau Þór og Sigga sagði að við skyldum bara borða úti og svo drifu þau Þór borð út og allir átu og voru glaðir og svo voru þau með svarta ruslapoka með og tóku til eftir okkur. Svona var öll vikan og ég verð að segja að ekki hef ég kynnst betra og yndis- legra fólki en þeim Þór og Siggu á Hótel Eddu að Húnavöllum. Þegar við fórum, kom allt starfsfólkið, tók í hendina á okkur og kyssti okkur á kinnina. Þvílíkt fólk. Mér fínnst að maður megi til að þakka fyrir svona dásamlega viku og fyrir að hafa kynnst svona yndislegu fólki, enda vorum við öll í sjöunda himni þegar við fórum. ÁSTA BALDVINSDÓTTIR, Lækjargötu 34d, Hafnarfirði. Nokkrir íslendingar hafa fengið styrk úr Norræna sjónvarpssjóðn- um, Hrafn Gunnlaugsson ekkert. Þegar þessar ísköldu staðreyndir eru skoðaðar af mönnum með naumt gripsvit og þaðan af meira blasir við að Hrafn Gunnlaugsson hefur eiginlega staðið sig hálf slæ- lega í íjárheimtunni og hefði átt að bera miklu meira úr býtum, jafn ötull maður, en líklega er hann of hæverskur til að troða sér fram og heimta peninga úr sjóðum. En nú spyr ég Indriða bónda. Hvaðan hefurðu þá firru að Hrafn Gunnlaugsson sé sjóðasukkari? Ætli þú hafir ekki lesið það í Tíman- um, en hann er víst talinn heilög ritning þarna vestur á Skjaldfönn og varla dvínar hið barnslega trún- aðartraustið þegar Tíminn er búinn að bjóða inn á gafl til sín útigangs- lýðnum af Þjóðviljanum sáluga, þeim sem ekki fengu vistarráðningu hjá Heimi hænsnabónda. Indriði getur þess að meirihluti þjóðarinnar hafi lýst yfir stuðningi við hænsnabóndann, þá er hann stuggaði við minknum, „ólmri fólsku þrunginn", en Indriði ætti að vita það, þótt hann sé ekki prest- lærður frekar en ég, að lýðurinn valdi Barrabas, og kannski er dálít- ið til í því sem Ibsen mælti, að meirihlutinn hafi alltaf rangt fyrir sér, ekki síst þegar voldugar frétta- stofur hafa lagst á eitt að hafa fólk að fíflum vikum saman. En til þess að Indriði bóndi geti notað dimmar vetumætur á Skjald- fönn til þess að grufla ótrauður í kýrhalavísindunum og haldið áfram að komast að merkum niðurstöðum hef ég sent honum í pósti ljósrit af umræddum blaðsíðum úr skýrslu Ríkisendurskoðunar. Ef honum þykir vond sú lesning og á annan veg en frá er sagt í Tímanum, þá getur hann að minnsta kosti notað hana í staðinn fyrir töðuvisk, þá er hann gengur næst í flór sinn. BALDUR HERMANNSSON, Krummahólum 8, Reykjavík. Pennavinir Sonnleitenstrasse 1 ‘A, 8170 Bad Tölz, Germany. Frá Guyana í Suður-Ameríku skrifar 21 árs stúlka með áhuga á tónlist, dansi, ferðalögum, frímerlq- um o.fl.: Michelle Noord, 21 North Street, Lacytown, Georgetown, Guyana. South-America. Frá Ghana skrifar 25 ára kona með áhuga á tónlist, bókalestri og íþróttum: Esther Ruth Simpson, P.O. Box 1135, Cape Coast, Ghana. Grískur 27 ára karlmaður með áhuga á ferðalögum, safnar póst- kortum og frímerkjum, vill skrifast á við konur: LEIÐRÉTTING Villur í myndatexta Villur voru i myndatexta með frétt um nýstofnuð Samtök iðnaðarins í gær. Það er Öm Kærnested sem undirritar skjalið en ekki Vilmundur Jósefsson. Þá er rétt röð manna í aftari röð þessi: Ágúst Einarsson, Friðrik Andrésson, Vilmundur Jó- sefsson, Örn Kærnested og Skúli Jónsson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Lagarás - ekki Tangarás Heimilisfang bréfritara til blaðs- ins sl. þriðjudag, Helga Hallgríms- sonar, misritaðist. Heimilisfangið er Lagarás 2, Egilsstöðum — ekki Tangarás 2. Þetta leiðréttist hér með. VELVAKANDI SKATTPINING SKULDLAUSRA í ÞESSU þjóðfélagi er alltaf verið að taka á málum hinna skuldugu. Aldrei heyrist orð um skattpíningu hinna skuldlausu, hvað varðar álagningu eignar- skatts. Eignarskattur er skattur af eign sem viðkomandi aðili er oftast búinn að eyða ævinni í að eignast skuldlausa eða hefur kannski verið svo óheppinn að ‘fá fasteign í arf. Oftast er það fólk sem komið er yfir miðjan aldur og farið að minnka við sig vinnu, eða jafnvel hætt að vinna, er verður fyrir gjörningi þessum. Hvaða tilgangi þjónar það að neyða fólk til að selja íbúðir sínar, eins og margir hafa þurft að gera, til að losna undan þessari ósanngjömu eignar- skattsálagningu? Vilja stjórn- völd fá fleiri þurfalinga á jöt- una? Látið þið okkur í friði með okkar skuldlausu íbúðir. Búið er að marggreiða skatt af því fé er lagt hefur verið í viðkom- andi eign. Þarna er um hreina eignaupptöku að ræða. Einu sinni var til fólk í þessu landi er lagði metnað sinn í að skulda engum neitt. Alþingismenn og konur, tak- ið núgildandi eignarskattslög til gagngerðrar endurskoðunar og lagfæringar. Málið er brýnt. Nafnnr. 7598-8109. Þór og Sigga - dásamlegt fólk ii f BÍÓBORGINNI Sjá nánar auglýst á bls. 17B ..................................... Sala aðgangskorta hefst á mánudaginn! Aðgangskort LA tryggir þér sæti með verulegum afslætti á eftirtaldar sýningar: Afturgöngur eftir Henrik ibsen, Ekkert sem heitir — átakasaga eftir „Heiðursfélaga“, Bar-par eftir Jim Cartwright og Óperudraugurinn eftir Ken Hill. Verð kr. 5.500,- pr. sæti Elli- og örorkulífeyrisþegar kr. 4.500,- pr. sæti Frumsýningarkort kr. 10.500,- pr. sæti Miðasalan opin alla virka daga kl. 14-18 meðan á kortasölu stend- ur. Auk þess er tekið á móti pöntunum virka daga í síma 96-24073. Greiðslukortaþjónusta. • Frjálsi leikhópurinn Tjarnarbíoi, Tjarnargötu 12, sími 610280. „Staudandi pína" (Stand-up tragedy) eftir Bill Caiix. Sýn. miðv. 29. sept. kl. 20.00, uppselt, fimmtud 30. sept. kl. 20.00, öfrá sæti laus, laugard. 2. okt. kl. 15.00 og 20.00, örfá sæti laus, sunnud. 3. okt. kl. 15.00 og 20.00, örfá sæti laus. Miðasala frá kl. 17-19. Héðinshúsinu, Seljavegi 2 AUGNABLIK JÚLÍA OG MÁNAFÓLKIÐ nýtt íslenskt barna- og fjölsky Iduleikrit. Sunnud. 26. sept. kl. 14, mánud. 27. sept kl. 13.30, fáein sæti laus,þriðjud. 28. sept kl. 10, uppselt, laugard. 2. okt. kl. 11, örfá sæti laus, sunnud. 3. okt. kl. 14. Miðaverð 700 krónur. Systkini greiða eitt gjald. Upplýsingar og miðapantanir í síma Augnabliks 21163 og miðasölu Frú Emilíu 12233. Miðasalan er opin frá kl. 17.00- 19.00 alla virka daga og klukkustund fyrir sýningu. EÐAL-KAPP er unnin úr vönduðu gæðaefni með hátt einangrunargildi. Efnið er þykkt og létt með tvíhliða flosáferð. Það er laust við skrjáf og hnökrar ekki. EÐAL-KAPP heldur líkamshitanum vel inni og er því kjörin bæði sem innri- og ytriflík. Sölustaðir: 66°N verslunin og Útilíf. ÚTILÍFw GLÆSIBÆ • SÍMI 812922 si POLARTEC FLEECE ..SVO MJUKI, HLYTT OG ÞÆGILEGT!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.