Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 Morgunblaðið/Kristinn STARFSMENN Ríkisútvarpsins, rithöfundar og sendinefnd EBU hitt- ust til skrafs og ráðagerða í vikunni. Á myndinni eru, frá vinstri, Ales Jan, formaður sendinefndarinnar, Dóra Ingvadóttir, sem sér um sam- skipti RÚV við útlönd, Christian Heidsiek, yfirmaður útvarpsdeildar EBU í Genf og María Kristjánsdóttir, leiklistarstjóri RÚV. * Islensk leikrit flutt í evr- ópskum útvarpsstöðvum Útvarpsstöðvar innan Evrópubandalags útvarpsstöðva, EBU, ætla að kynna íslensk útvarpsleikrit á næsta ári. Bandalagið hefur ákveðið að styðja við og kynna leikritun smárra málsamfélaga og í tilefni af 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins varð ísland fyrir valinu nú. Fóstbræður, Kór óperunnar og Sinfóníuhljómsveitin __ * Aldarminning Páls Isólfssonar Páll ísólfsson. Garðar Cortes. Þorgeir J. Andrésson. Spennufiðringur Sendinefnd frá EBU hefur dvalið hér á landi undanfarna daga og kynnt sér íslensk útvarpsleikrit. Ales Jan, framkvæmdastjóri Radio Slo- venia, er í forsæti nefndarinnar. Hann segir, að á síðasta ári hafi EBU tekið ákvörðun um að sérstaklega bæri að vernda og kynna smærri málsvæði innan bandalagsins. „Við ákváðum að byija á íslandi og það er forvitnilegt verkefni, því jafnvel þó ísland sé þekkt fyrir ríka bók- menntahefð þá hafa fá íslensk leik- rit heyrst í útvarpsstöðvum Evrópu, einna helst í Þýskalandi. Þessu viljum við breyta og kjósum afmælisár ís- lenska lýðveldisins til þess. Mest áhersla verður lögð á flutning ieikrit- Leiðir Ármanns, Sævars og Þor- geirs lágu fyrst saman í Menntaskól- anum á Akureyri. Þar léku þeir, sungu og spiluðu á hljóðfæri og sömdu gamnavísur og grínþætti fyr- ir árlega skemmtidagskrá leikfélags- ins. Að afloknu stúdentsprófí lá leiðin suður til náms og einn góðan veður- dag voru þeir allir gengnir í Hugleik. Hugleikur er áhugaleikfélag í Reykjavík. Öll verk sem á fjalir kom- ast þar eru samin af félögum í hópn- um. Haustið 1991 gengu félagarnir til anna um 17. júní, á lýðveldisafmæl- inu. “ Ales segir að nefndin hafi komið hingað til lands_til óformlegra við- ræðna við Ríkisútvarpið og rithöf- unda. „Við höfum kynnt okkur hand- rit að útvarpsleikritum, sem til eru þýdd á erlend tungumál og við höfum einnig fengið endursagnir annarra leikrita, sem yrðu þá hugsanlega þýdd og flutt í útvarpsstöðvum í Evrópu,“ segir hann. „Við hvetjum allar aðildarstöðvar EBU til að taka eitt íslenskt leikrit til flutnings á næsta ári. Radio Slovenia mun til dæmis flytja eitt leikrit og það er hugsanlegt að við bjóðum íslenskum Ieikstjóra að leikstýra því.“ liðs við fjóra sér reyndari Hugleiks- höfunda og útkoman varð söngleik- urinn Fermingarbarnamótið sem frumsýnt var vorið 1992. Þeir hófu síðan samstarf við Hjör- dísi Hjartardóttur, einn af Ferming- arbarnamótshöfundum og sýndi Hugleikur verk fjórmenninganna, Stútunga sögu, á síðasta vori. Var gerður góður rómur að þeirri sýn- ingu. Fjórmenningamir hafa nú sanúð skemmtileik fyrir Leikfélag Akur- eyrar sem nefnist Góðverkin kalla! — átakasaga. TÓNLEIKAR verða í Langholts- kirkju í kvöld, fimmtudagskvöld 11. nóvember kl. 20 í tilefni ald- arafmælis Páls ísólfssonar. Stjórnandi er Garðar Cortes, ein- söngvari Þorgeir J. Andrésson, framsögumaður Arnar Jónsson, Kór íslensku óperunnar og Karlakórinn Fóstbræður. Karlakórinn Fóstbræður, Kór ís- lensku óperunnar og Sinfóníuhljóm- sveit íslands hafa tekið höndum saman um að heiðra minningu Páls ísólfssonar á aldarafmæli hans með því að flytja Alþingishátíðarkantötu Páls. í tilefni Alþingishátíðar árið 1930 var efnt til samkeppni um hátíðarljóð. Fyrir valinu varð ljóð Davíðs Stefánssonar „Að Þingvöll- um 930-1930“. Þá var efnt til sam- keppni um tónverk við ljóðið og varð Páll hlutskarpastur í þeirri samkeppni. Kantatan var frumflutt á Þingvöllum 17. júní 1930. Páll stjómaði sjálfur uppfærsl- unni, 100 manna kór og hljóm- sveit, sem að nokkm leyti var skip- uð hljóðfæraleikumm frá Kaup- mannahöfn. Einsöngvari var Pétur Jónsson, en Óskar Borg sá um ljóðalestur. Kantatan hefur tvisvar síðan verið flutt í heild sinni, en það var árið 1943 á fimmtugsaf- mæli Páls og árið 1968 á sjötíu og fimm ára afmæli hans. í upphafi tónleikanna verður leikinn Hátíðar- forleikur sá er Páll samdi í tilefni opnunar Þjóðleikhússins árið 1950. Miðar eru seldir á skrifstofu Sin- fóníuhljómsveitarinnar og við inn- ganginn í Langholtskirkju rétt fyrir tónleika. Miðaverð er 1.500 kr. en áskrifendur fá 10% afslátt séu mið- ar keyptir á skrifstofu hljómsveitar- innar. Leikurinn gerist í litlum bæ, Gjald- eyri á Ystunöf. Þar eru starfrækt hin ýmsu líknarfélög og klúbbar og hafa sig helst í frammi Lóðarís- klúbburinn og Dívans-hreyfingin ásamt kvenfélaginu Sverðliljunum. Standa þessi félög fyrir miklu söfn- unarátaki vegna 100 ára afmælis sjúkrahússins og leiðir átakið til mik- illa átaka. Leikritið Góðverkin kalla! — átaka- saga er sérstaklega samið fyrir leik- arana sem fara með hlutverkin, en þeir eru: Sigurður Hallmarsson, Saga Jónsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Sigurveig Jóns- dóttir, Dofri Hermannsson, Sigurþór Albert Heimisson, Arna María Gunn- arsdóttir og Skúli Gautason. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. Leikmynd og búninga gerir Stígur Steinþórsson og lýsingu hannar Ingvar Bjömsson. Bókmenntir Erlendur Jónsson Sigríður Freyja Jónsdóttir: ÁST- MÆR FEÐGANNA. Skáldsaga. 137 bls. Bókfellsútgáfan. 1993. »Ásdís fann fyrir spennufíðringi í maganum. Skyldi hann koma á morgun og tala við hana aftur? Eitt- hvað í fasi hans hafði gefið til kynna að hann vissi vel hvar hunda- og kattamaturinn var geymdur. Það var eins og hann hefði fundið sér tylli- ástæðu til að ávarpa hana.« Þetta er dæmigerð klausa úr Ást- mey feðganna. Frásögnin er opin og dulbýr ekkert. Persónur eru gegnsæjar, atburðarásin liggur ljós fyrir, lausnirnar eru einfaldar. Les- andinn þarf ekki að reyna óheyrilega á höfuðið vegna flókinna líkinga né langsóttra skírskotana. Einskis slíks er heldur að vænta. Þetta er afþreyingarbók sem lýtur sinu lögmáli sem slík. Hér er það spennan sem gildir. Og raunar einn- ig byggingin, eða með öðrum orðum söguþráðurinn. Þar við bætist nokk- uð sem kalla mætti íslenska ástar- sagnahefð. Leiðin frá Ingibjörgu Sig- urðardóttur til Sigríðar Freyju er ekki ýkjalöng. Eins og títt er hjá Ingibjörgu er aðalpersónan hér ung og óreynd. Og þráir ást og hjóna- band en er jafnframt tvílráð og van- megnug andspænis hörðum heimi. Kvenleg eðlisgreind fleytir henni þó framhjá háskalegustu skeijum freist- inganna. Holdsins lystisemdir eru samt hvergi forsmáðar. Ungu stúlk- umar hjá Ingibjörgu héldu sig frá hvers kyns flangsi og fjöllyndi. En tíðarandanum samkvæmt fer »ást- Skilaboðaskjóðan er leikrit fyrir alla fjölskylduna og gerist í ævin- týraskóginum þar sem Madda- mær« Sigríðar Freyju fljótlega í ból- ið með þeim sem hún treystir. Það er líka partur af þjóðlegri ástarsagnahefð að láta góða fólkið vera hrekklaust og ístöðulaust en vondu mennina freka og slóttuga. Sigríður Freyja fer nokkum veginn eftir þeirri forskrift. Ennfremur þyk- ir fara vel á að stúlkan sé fátæk en elskhuginn ríkur, helst forríkur. Sú regla er hér einneginn í heiðri höfð. Um endi sögu þessarar er það hins vegar að segja að hann kemur dálít- ið skáhallt á venjuna. Ef til vill ætl- ast höfundurinn til að lesandinn botni söguna sjálfur og bindi þannig hinn rósrauða endahnút á söguþráðinn? Það er þá hreint ekki illa til fundið. Ástmær feðganna er fyrsta bók höfundar. Því er síst að furða þótt nokkurs viðvaningsbrags gæti í text- anum. Persónusköpunin mætti líka vera skarpari og ákveðnari. Sömu- leiðis em persónurnar of margar fyr- ir ekki lengri sögu og þvæiast allt of mikið hver fyrir annarri. Höfund- urinn hefði þurft að setja sig í spor lesandans sem kemur að öllu þessu fólki ókunnugur og þarf að kynnast því áður en hann fer að láta sig varða örlög þess. Þá hefði málfar söguper- sónanna mátt vera nær því sem fólk — einkum ungt fólk — talar dagsdag- lega án þess að láta það vera með slettur og slangurmál; það er annar handleggur. Allt um það er ekki ósennilegt að unnendur ástarsagna geti haft nokkra skemmtun af lestri þessarar sögu Sigríðar Freyju. Höfundur skrifar sig upp þegar á söguna iíð- ur, nær smásaman ömggari tökum á efninu, heldur fastar um þráðinn. Og það lofar góðu. mamma saumakona býr með Putta syni sínu. Dreitill skógardvergur, Snigill njósnadvergur, Skemill upp- finningadvergur, Litlidvergur og Stóridvergur safna liði þegar Putta litla er rænt af Nátttröllinu. Rauð- hetta, Mjallhvít, Hans og Gréta og ýmsar fleiri þekktar ævintýraper- sónur koma við sögu þegar farið er að reyna að bjarga Putta úr prís- undinni. Milli fimmtán og tuttugu leikarar og hljóðfæraleikarar taka þátt í sýningunni og auk þess nokkrir nemendur úr Listdansskóla íslands. Frumsýning á Skilaboða- skjóðunni verður í lok mánaðarins. Dvergarnir taka lagið. Frá vinstri: Jón St. Kristjánsson, Björn Ingi Hilmarsson, Erling Jóhannesson, Margrét Guð- mundsdóttir og Stefán Jónasson. Leikfélag Akureyrar Góðverkin kalla! — átakasaga HAFNAR eru æfingar á nýjum gleðileik með söngvum hjá Leikfélagi Akureyrar. Snemipa í sumar hófst samning þessa nýja skemmtileiks og verður hann frumsýndur á jólum. Leynd .hefur hvílt yfir höfundi hans og hefur hann gengið undir nafninu „Heiðursfélagi". Hulunni hefur nú verið svipt af honum og hefur komið í ljós að bak við höf- undarnafnið hafa leynst þrír menn; Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason, en þeir hafa vakið athygli að undanförnu fyrir ritun skemmtileikja fyrir Hugleik. Þjóðleikhúsið Skilaboðaskj óðan Nýtt íslenskt ævintýraleikrit fyrir börn ÆFINGAR standa nú yfir í Þjóðleikhúsinu á Ieikritinu Skilaboða- skjóðunni eftir Þorvald Þorsteinsson. Þetta er ævintýri með söngvum sem Jóhann G. Jóhannsson hefur samið tónlist við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.