Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 23 Kartöflur á kynningarverði og uppskriftabæklingur í kaupbæti Út ER kominn uppskriftabækl- ingur frá Agæti hf. þar sem kunnir matreiðslumennn leggja til uppskriftir. Þar er að finna sígilt kartöflusalat, kartöflusalat með beikoni, kartöflugratín ,og síðast en ekki síst ofnbakaðar kartöflu- skífur með beikoni, blaðlauk og gráðaosti. Bæklingi þessum verður dreift í helstu stór- mörkuðum á næstunni og fólki gefinn kostur á að smakka réttina. Að auki verða kartöflur seldar á tilboðsverði næstu vikur og nemur afslátturinn um 25% frá því sem verið hefur. Samkvæmt upplýsingum frá Ágæti er tveggja kílóa poki af gullauga því nú seldur á 199 kr. á kynning- arverði og rauðar íslenskar eru eilítið dýrari. Kynningarnar munu fara fram í Fjarðarkaupum, Nóatúni, Garðakaupum, Kjöti og fiski, Miðvangi og Samkaupum. Kynn- Kartöflur frá Ágæti verða seld- ar með 25% kynningarafslætti á næstu vikum. ingarnar verða í gangi allan nóv- embermánuð og fram í desember og fær yngsta kynslóðin blöðrur með Kalla kartöflu. Ágæti vill jafnframt minna á að kartöflur eru holl matvara, rík af vítamín- um og ljúffengar, bæði einar sér og sem uppistaða í kartöflurétt- um. Með leyfi Ágætis hf. birtum við uppskrift sem er að finna í bæklingnum. Hún er frá Gísla Thoroddsen, yfirmatreiðslu- meistara í Perlunni. Kartöflugratín 'Akg afhýddar kartöflur söxuð steinselja ‘Atsk. múskat _____________1 e99__________ 3 dl. mjólk og rjómi 3 geirar saxaður hvítlaukur 75 g rifinn ostur salt og pipar Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar og setjið í smurt eldfast form. Þeytið eggið. Blandið sam- an við eggið ijóma, mjólk, salti, pipar, múskati, steinselju og hvít- lauk. Hellið þessu yfir kartöflurn- ar. Setjið ostinn yfir og bakið í ofni við 180 gráður á Celcíus í 45 mínútur. ■ „Gamla" prins pólóið verður svo sannarlega áfram til GLÖGGIR prins póló-neytendur hafa tekið eftir því að komið er á markaðinn ný tegund af þessu vinsæla súkku- laðikexi og sýnist sitt hveijum um gæðin samanborið við það „gamla og góða“ prins póló, sem verið hefur hér á markaði í yfir 40 ár og er af mörgum talið meðal þjóðar- rétta íslendinga. Nú eru komnar á markaðinn tvær gerðir af prins pólói. Dyggur neytandi kom að máli við Daglegt líf og lýsti yfir áhyggjum sínum um að i hans hverfissjoppu væri gamla kexið horfið úr hillum og aðeins það nýja fáanlegt. Hann gæti með engu móti sætt sig við það. Ásbjörn Olafssog hf. er umboðs- aðili prins póló á Islandi og segir Bjöm Guðmundsson forstjóri, að neytendur þurfi ekki að óttast brott- hvarf gamla kexins. „Nýja tegundin er framleidd hjá sömu verksmiðju og sú gamla úti í Póllandi og var byijað að framleiða það fyrir um það bil ári. Okkur var boðið nýja kexið til kaups, en höfum ákveðið að halda okkur við það gamla. Ég geri þó ráð fyrir að við förum eitthvað út í inn- flutning á nýja kexinu, en markaður- inn tók nú ekki vel á móti því í fyrstu," segir Björn. Skv. upplýsingum Daglegs lífs flytja ýmsir aðilar nýja prins pólóið til landsins, en það mun vera minna og léttara í sér en það gamla, eða 32 grömm á móti 50 grömmum. Auk þess virðist nýja kexið ekki eins stökkt og það gamla. 260 tonn á ári Töluverður verðmunur er á gömlu og nýju tegundinni. I verslunum Hag- kaups kostar 15 stykkja kassi með nýju prins pólóunum 319 kr., sem þýðir að stykkið kostar rétt rúma 21 kr. Kassi með 20 stykkjum af gömlu tegundinni kostar hinsvegar 999 kr. sem þýðir að stykkið kostar um 50 kr. Að lokum má til gamans geta þess að árleg neysla gamla prins pólósins nemur 260 tonnum á ári hveiju. Það þýðir að hver íslendingur hesthúsar að jafnaði einu kílói á ári eða 20 stykkjum af stórum 50 gramma prins pólóum. Skv. áreiðanlegum heimild- um eru 236 kaloríur í einu 50 gramma stykki. ® AFI/AMMA Allt fyrir minnsta barnabarnið ÞUMALÍNA "»)>s SLYS A BORNUM FORVARNIR FYRSTA HJÁLP SNÚUM VÖRN í SÓKN OG FOROUM BÖRNUM OKKAR FRÁ SLYSUM Rauði kross íslands gengst fyrir tveggja kvölda nám- skeiði um algengustu slys á bömum, hvemig bregðast á við slysum og hvemig koma má í veg fyrir þau. Námskeiðið fer fram að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík dagana 15. og 17. nóv. n.k. kl. 20 - 23. Skráning og nánari upplýsingar em veittar á skrifstofu RKÍ í síma 91-626722 fyrir kl. 17 föstudaginn 12. nóv. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Rauðarárstíg 18 - Reykjavík - sími: 91 - 626722 TILBOÐ VIKUNNAR bondxieulu grænmeh^o. 12xV4DOSIR k 349,- )YRHÖ jLAGULRÆTUR fukskar pr.kg ÁÐUR 269,- pfannek EPLASAFnLTR 9 aðdr 99,-. ÖNDVEGI 5JjFÆ3® ANNAN VKIAN HAGKAUP - aUt í einni ferd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.