Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 15 Aldrei áður meira gert í félagsmálum í Kópavogi eftirArnórL. Pálsson Lok kjörtímabils eru eins og ára- mót; menn staldra við, meta liðna tíð og gera áætlanir um framtíðina. Við síðustu bæjarstjómarkosningar í Kópavogi féll fyrrverandi meiri- hluti A-flokkanna, Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks, en þeir tveir flokkar sem höfðu verið í minni- hluta, Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur, mynduðu meiri- hluta. Eins og við mátti búast hafa A-flokkamir haldið uppi harðri gagnrýni á hinn nýja meirihluta og er óhætt að segja að þar hefur á stundum verið farið fram með meira kappi en forsjá. Hér skal aðeins minnast á eina af mörgum röngum fullyrðingum minnihlutans, sem er (með nokkrum tilbrigðum) eitthvað á þessa leið: Það hefur orðið stór- kostleg afturför í félagsmálum í Kópavogi. Því hefur lengi verið haldið fram með réttu að Kópavogur sé mikill félagsmálabær. Þeir tveir flokkar sem nú mynda meirihluta hafa áður gert það, árin 1970-1978. Þá var Félagsmálastofnun Kópavogs sett á stofn og myndað það heildarmynst- ur sem starfað hefur verið eftir síð- an — lagður grunnurinn að félags- málabænum. Það er því ekkert fjær núverandi meirihlutaflokkum en að minnka það starf sem þeir hófu fyrir hartnær aldarfjórðungi. Þar sem það hefur fallið í minn hlut að starfa í Félagsmálaráði Kópavogs ásamt Birnu Friðriks- dóttur fyrir Sjálfstæðisflokkinn þetta kjörtímabil þykir mér rétt að gefa örlitla yfirsýn yfir stöðu mála á þessu sviði, þótt aðeins verði stikl- að á stærstu atriðum. Sannleikurinn er nefnilega sá, að aldrei hafa orð- ið stórtækari framfarir í þessum málum en einmitt á þessu kjörtíma- bili. Sést það best af því yfirliti sem hér fylgir með. Félagslegar íbúðir Gífurleg aukning hefur orðið í félagslega íbúðakerfinu. Á kjör- tímabilinu hafa 159 íbúðir verið teknar í notkun og eru þær nú alls 422. Auk þess eru 60 nýjar íbúðir í augsýn, og hefur þeim þá alls fjölgað úr 263 í 482. Oldrunarmál í öldrunarmálum hefur einnig miklu grettistaki verið lyft. Á þessu ári var tekin í notkun félagsmiðstöð aldraðra í Gjábakka og hefur hún hlotið frábærar móttökur. Mark- „Sannleikurinn er nefnilega sá, að aldrei hafa orðið stórtækari framfarir í þessum mál- um en einmitt á þessu kjörtímabili. Sést það best af því yfirliti sem hér fylgir með.“ visst hefur verið unnið að því að koma á fót nýju sambýli, enda eftir- sótt úrræði í vistunarmálum aldr- aðra. Öll leyfi eru nú fengin og unnið að framkvæmd málsins. Nú liggur fyrir ákvörðun um byggingu þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða í Kópavogsdal í sambandi við bygg- ingu íbúða fyrir aldraða þar, sem seldar verða á mjög sanngjörnu verði. Þá var lögð áhersla á sam- starf við Félag eldri borgara, og var tími til kominn. Unglingarnir Á næstunni taka tvær nýjar ungl- ingamiðstöðvar til starfa, annars vegar í húsnæði HK í Digranesi og hins vegar í hinu nýja íþróttahúsi Bætum hag ungs fólks eftir Birgi Ómar Haraldsson Enginn þarf að efast um þá stað- reynd að Islendingar hafa upplifað mikla velmegunartíma. Ummerkin um velsæld og uppbyggingu blasa hvarvetna við. Undanfarin ár hafa hins vegar einkennst af samdrætti íslenska þjóðarbúsins, vaxandi at- vinnuleysi og versnandi lífskjörum, einkum ungu kynslóðarinnar. Nýlega lét bandarísk stofnun geta úttekt á stöðu ungs fólks þar í landi. Niðurstöður ýmissa þátta úttektarinnar virðast benda til þess að frændur vorir, vestan hafs, og íslensk ungmenni eigi ýmislegt sam- eiginlegt. I úttektinni kemur fram áð ungur karlmaður hefur að meðal- tali um 17% minni tekjur nú en maður á sama aldri árið 1973. Sömuleiðis kemur fram að ungar konur hafa á tímabilinu að meðal- tali aðeins um 65% í laun á við karlmenn. Þegar tillit hefur verið tekið til skatts og annars kostnaðar útvinnandi foreldra kemur í ljós að ungt fólk vinnur nú lengri vinnudag en foreldrar þeirra gerðu á sama aldri og fyrir minni laun. Afleiðing þessa tekjusamdráttar er sú að fleiri fjölskyldur lifa nú nær fátækt- armörkum en fyrir 20 árum. Þetta er vandamál sem þarf að taka á, því þessu er ekki mjög ólíkt farið hér á landi. Er lausnin m.a. fólgin í því að auka lánamöguleika ungu kynslóðarinnar? Það er nú einu sinni svo að skuldir hvers og eins einstaklings eru þekktar en á hinn bóginn er óvíst hvort tekjur á hveij- um tíma standi undir greiðslubyrði af skuldum. Eg er þeirrar skoðunar að mikilvægast af öliu sé að auka atvinnutækifæri unga fólksins, sem ég tel að þau eigi hiklaust skilið í arfleifð frá okkur sem eldri erum. í nýlegri erlendri könnun kemur í ljós að afleiðingar atvinnuleysis eru m.a. aukin afbrotahneigð og óregla meðal ungs fólks og bama þeirra. Samfelld fjarvera beggja for- eldra frá börnum sínum leiðir til rótleysis sem oft verður til þess að þau leggja út á afbrotabraut. Aukin afbrot auka kostnað þjóðfélagsins, sem betur væri varið til atvinnuupp- byggingar. Það er því um vissan vítahring að ræða sem getur verið erfítt að vinna sig út úr. Eg legg því mikla áherslu á að á þessu vandamáli verði tekið með raunhæf- um hætti. Samkvæmt nýlegum Birgir Ómar Haraldsson „Afleiðing þessa tekju- samdráttar er sú að fleiri fjölskyldur lifa nú nær fátæktarmörkum en fyrir 20 árum.“ tölum er gert ráð fyrir að greiða þurfi 7-8 milljarða í atvinnuleysis- bætur á þessu ári. Það er næstum því sama upphæð og áætlaður halli á fjárlögum næsta árs. Ef við íslend- ingar hefðum borið gæfu til að leggja meiri áherslu á atvinnuupp- byggingu undanfarna áratugi væru atvinnutækifærin nú fleiri en þau eru um þessar mundir. Sú upphæð sem áætlað er að atvinnuleysið muni kosta þjóðarbúið í ár væri því að öllum líkindum lægri og væri því hægt að veija mismuninum til auk- innar atvinnuuppbyggingar. Unga fólkinu á Islandi reynist oft erfitt að eignast sitt fyrsta hús- næði, jafnvel þótt nýtt húsnæðis- lánakerfi létti verulega undir. Lánin leysa tímabundinn vanda, en til þess að standa undir greiðslubyrðinni af lánunum þarf eðlilega að tryggja fullnægjandi atvinnustig. Ríkis- stjórnir leggja að mínu mati allt of mikla áherslu á að leysa vandamál- ið sem hlýst af þverrandi tekjum unga fólksins með því að auka lána- möguleika þess. Að mínu mati ætti að Icggja höfuðáherslu á að a uka tekjumöguleikana. Það er athyglisvert til þess að vita að um 82% íslenskra kvenna eru á vinnumarkaði. Kvennalistinn, sem sótti fram á sínum tima á grunni gamalla gilda, s.s. þeirra að heimilið væri hornsteinn þjóðfélags- ins, hefur mér vitanlega a.m.k. ekki beitt sér fyrir því að láta fram- kvæma könnun á því hvort efnahag- ur heimiianna hafi batnað við aukna þátttöku beggja foreldra á vinnu- markaði. Kvennalistinn hefur, eins og margir aðrir stjórnmálaflokkar, misst sjónar á þeim gildum og stefnumálum, sem lagt var upp með í upphafi, enda sitja þær nú í bank- aráðum þrátt fyrir yfirlýsingar um að slíkt kæmi aldrei til greina. Aukin menntun mun færa okkur betra þjóðfélag. Enginn vafi er á því í mínum huga að þessi staðhæf- ing er rétt að því tilskildu að mennt- unin nýtist til þess að auka tekjur þjóðfélagsins. Hlutfall tuttugu ára einstaklinga,' sem fór í framhalds- nám, var um 25,1% árið 1980. Tíu árum síðar var hlutfallið komið í 40,1%. Er víst að næg atvinna verði til í framtíðinni fyrir allan þann fjölda sem nú fer í mennta- eða fjöl- brautaskóla? Ég er því miður svart- sýnn á að svo verði ef heldur fram sem horfir. Ég tel nauðsynlegt að tryggja með einhveijum hætti að menntunin sé í samræmi við þarfir þjóðfélagsins hveiju sinni. Ein leiða til þess gæti verið sú að færa ákvörðun um nám til fyrirtækjanna og gefa þeim skattaafslátt sem styrkja unga starfsmenn til náms. Þetta fyrirkomulag hefur m.a. verið notað í Austurlöndum fjær og gefist vel. Þjóðfélag okkar mun ekki standa til frambúðar á traustum grunni ef haldið verður áfram á braut sam- felldra skyndilausna. Ráðherrar ættu að gefa færri yfirlýsingar i fjölmiðlum en nota tímann í þess. stað til markvissari aðgerða sem hafa það að markmiði að treysta efnahag unga fólksins. Það er kom- inn tími til skynsemi og aðhalds í, rekstri hins opinbera og þjóðarbús- ins í heild. Það hefur ætíð verif stefna sjálfstæðismanna að verð- mmætasköpun og aðhald í rekstri skapi traustan grundvöll heimil- anna, fyrirtækjanna og þjóðfélags- ins alls. Það verður að skapa verð- mætin áður en þeim er eytt. Höfundur er framkvæmdastjóri og tekur þátt í prófkjöri sjálfstæðisfólks í Kópavogi. Arnór L. Pálsson Breiðabliks í Kópavogsdal. Fyrir er unglingamiðstöðin Ekkó i Þinghóls- skóla. Ljóst er þó að unglingarnir sætta sig ekki fullkomlega við þessa aðstöðu. Sumir vilja ekki binda sig í íþróttafélögum, aðrir vilja ekki hafast við í skólahúsnæði. Fyrir liggur því að leysa vanda þessara unglinga, og það mun verða gert. Tekið hefur verið upp samstarf við Rauða kross íslands um virkt leitar- starf meðal unglinga og hefur það skilað góðum árangri. I mótun er öflugt forvarnarstarf í samstarfi lögreglu, skólanefnda, félagsmála- ráðs, foreldrafélaga og skólastjóra. Atvinnumál Vaxandi atvinnuleysi hefur ekki gengið hjá garði Kópavogsbúa, fremur en annarra. Síðastliðið sum- ar gekkst bærinn fyrir atvinnuátaki í samstarfi við félagsmálaráðuneyt- ið, sem tryggði á þriðja hundrað manns atvinnu yfir sumarmánuð- ina, þar á meðal skólafólki. Svo vel tókst að unnt var að útvega öllu skólafólki, sem þess óskaði, atvinnu í lengri eða skemmri tíma. í at- vinnudeild hefur verið komið á fót virkri atvinnumiðlun, sem hefur skilað góðum árangri. Hér hafa aðeins fá stór mál ver- ið tilgreind, þótt fjölmörg önnur mætti nefna. Skylt er einnig. að geta þess, að þótt minnihluti hafi á stundum þyrlað upp miklu póli- tísku moldviðri um félagsmálin, þá hefur samstarf yfirleitt verið gott. Helst hefur bjátað á þegar hreyft hefur verið við ýmiss konar sjálf- virkni sem fengið hafði að dafna. Við viljum gæta ítrustu hagsýni í rekstri Félagsmálastofnunarinnar, svo þeir peningar sem til þess mála- flokks er varið nýtist sem allra best þeim sem þjónustunnar þarfnast mest. Óhætt er líka að fullyrða að rekstur stofnunarinnar hefur stór- batnað á þessu kjörtímabili, og von- andi verður fetað áfram á þeirri braut. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins íKópavogi ogfull- trúi flokksins í Félagsmálaráði. Rækjulcokteill á :t70 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.