Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 17 Samemmg sveitarfé- Hvers vegna? laga eftir Jón ísberg Nú stendur yfír enn ein atlagan að sveitarfélögunum í landinu og nú eins og áður undir merkjum hagræðingar og sparnaðar. Auk þess loforða ríkisvaldsins um að gera þetta og gera hitt, ef bara borgararnir vilji afsala sér rétt til sjálfsstjórnar, sem þeir þó enn hafa. Ætlunin er að sameina heilar sýslur í eitt sveitarfélag og þar með gjör- bylta aldagamalli hreppaskipan og um leið að taka þann rétt af fólki að annast sjálft um þau mál sem snerta daglegt líf þess. Og þetta á að gera til þess að ríkisvaldið geti skilað aftur nokkru af því valdi sem það hefir sölsað undir sig á undan- fömum áratugum. Stundum að beiðni vanhæfra sveitarstjórna en einnig oft á tíðum vegna þeirrar trúar að allt sé betra og verði full- komnara, ef ríkið miðstýri málun- um. Sameining sveitarfélaga er sjálf- sögð þar sem hún á við og er gerð að vilja íbúanna. Dæmi um slíka sameiningu er Eyjafjarðarsveit. Um hana var rætt og loks komið í fram- kvæmd að vilja meirihluta kjósenda. Landfræðileg rök mæltu með sam- einingunni og má segja líka sömu hagsmunir, þ.e. menn lifðu af land- búnaði, sóttu vinnu til Akureyrar eða unnu þjónustustörf í hreppun- um. En hvernig væri fyrir íbúa Öxnadals, Hörgárdals eða trillu- karla á Hjalteyri að koma fram sjónarmiðum sínum? Talað er um að sameina Reykja- vík og nokkur aðliggjandi sveitarfé- lög. Það er ekki sameining í venju- legum skilningi þess orðs, þar sem tveir eða fleiri lögaðilar af svipaðri stærð eða umfangi sameina starf- semi sína, heldur gleypir Reykjavík þessi sveitarfélög. Það vill til að Reykjavík hefir lengst af verið vel stjórnað svo íbúar þessara núver- andi sveitarfélaga fá vafalítið góða þjónustu. En hver verða áhrif þeirra? En það geta aðrir velt þessu fyrir sér. Ég ætla bara að ræða þau mál sem snerta hinar dreifðu byggðir landsins. Það er alltaf verið að tala um að styrkja sveitarstjórnarstigið, en flumbrugangurinn eða vanþekking- in verið slík að undirstöðuna hefir vantað, þ.e. aflið, sem gerir hlutina, íjármagnið. En nú á úr að bæta. Ef þið góðir hálsar viljið bara sam- einast þá ætlum við, góða fólkið í félagsmálaráðuneytinu, að gefa ykkur aukaframlag úr Jöfnunar- sjóði eitt tvö eða jafnvel fimm ár, og við getum líka breytt reglunum, svo þið getið átt von á framlögum næstu árin. Það vita allir að til þess að sveitarfélag geti starfað sæmilega verður það að hafa tekj- ur. Þess vegna er um að gera að slá á þessa strengi. Ef stjórnvöldum er alvara að styrkja sveitarstjórnar- stigið eiga þau að útvega öruggan tekjustofn, t.d. að sveitarfélögin fái allan tekjuskattinn, en auðvitað verða þau að taka að sér verkefni á móti. Þá fengju þau tryggan tekjustofn og það sem meira er, borgararnir gætu betur fylgst með því, í hvað peningarnir þeirra færu. Og þá þyrfti heldur enga jöfnunar- sjóði sem ráðherra getur gripið til ef vinir hans eru í nauð. En eru sveitarfélögin þá ekki of mörg og of lítil? Það er rétt að lítið sveitarfélag getur ekki mikið gert, en sveitarfélögin hafa með sér sam- band sem er héraðsnefndirnar. Þær á að styrkja og festa í sessi og umfram allt láta hafa sjálfstæðan tekjustofn t.d. að tekjuskatturinn gengi til þeirra og þær greiddu svo til sveitarfélaganna hluta skattsins, svipað og ríkið greiðir nú hluta stað- greiðslunnar til sveitarsjóðanna. Talað er um að flytja til þessara Jón ísberg „Kjósandi góður. Þann 20. nóvember nk. kýst þú um framtíðarheill bæjarfélags þíns eða sveitar. Kynntu þér vel öll rök með og móti sameiningunni, láttu ekki aðra segja þér fyr- ir verkum, taktu heldur ákvörðun um hvað þú telur best fyrir heima- byggð þína og þá um leið fyrir þig og fjöl- skyldu þína.“ væntanlegu nýju og stóru sveitarfé- laga heilbrigðismál, sem sveitarfé- lögin sjá nú þegar um að hluta, mál aldraðra, sem þau sjá einnig um að hluta, grunnskólann, sem þau sjá líka um að nokkru, o.fl. svo breytingin verður ekki mikil, en peningana vantar, ekki bara eitt, tvö eða fleiri ár, sem lofað er fram- lagi úr Jöfnunarsjóði, heldur þarf að liggja fyrir raunhæf tillaga og raunar samþykkt um ákveðinn tekjustofn sem ríkisvaldið getur ekki ráðskast með að geðþótta. Héraðsnefndirnar geta tekið við öllum þessum verkefnum og fleirum t.d. séð um vegina utan stofnbraut- anna, hafnirnar og flugvellina eða sem heitir samgöngumál, auðvitað í samvinnu og samráði við viðkom- andi ríkisstofnanir. Þá er fenginn stór aðili sem hefir afl og getu til þess að taka að sér vissa þætti stjórnsýslunnar. Aðallega hefir nú verið talað um heilbrigðismál og grunnskólann, enda hefir ríkisvald- ið eða starfsmenn þess klúðrað þeim einna mest nú að undanförnu. En það þarf að styrkja héraðs- nefndimar. Kjósa til þeirra beint eða skipa þær fulltrúum úr hrepp- unum og þá eftir fjölda íbúa. Hrepp- arnir fái að halda sér að mestu en unnið yrði að sameiningu þeirra eftir því sem vilji íbúanna stendur til og þeir telja sér hagkvæmt. Héraðsnefndin kemur þá í stað þessara nýju stóru sveitarfélaga og tekur eða getur tekið við verkefnum frá ríkinu eins og talað hefir verið um og okkur sagt að eigi að gera. En ég á nú eftir að sjá að það verði gert. En eru þá héraðsnefndirnar hæf- ar til þess að takast þetta á hend- ur. Að óbreyttum lögum ekki. Það þarf að tryggja stöðu þeirra á marg- an hátt og eins og áður er bent á útvega þeim öruggan tekjustofn. En þarna verða sömu mennirnir, sem yrðu forystumenn í hugsanleg- um stórsveitarfélögum. Ef þeir eru hæfir þar geta þeir eins stjórnað héraðsnefndunum. Hvað vinnst þá með þessu? Fyrst og fremst að hér verður um þróun að ræða, en ekki byltingu eins og að er stefnt. Markmið sameiningar- innar næst, þ.e. að fá tiltölulegan stóran aðila til þess 'að fást við ákveðna málaflokka, án þess að borgaramir séu sviptir möguleikan- um á að geta haft áhrif á samfélag sitt. Og ekki síður það að fram- kvæmdavaldið og löggjafarvaldið sýna þá fólkinu í landinu, öllum almenningi, örlítinn virðingarvott. Meðhöndlar það ekki eins og skyn- lausar skepnur, leyfir því sem sagt að hafa sitt sveitarfélag með ákveðnum verkefnum nátengt því, sameinast öðmm, ef og þegar það er hagkvæmt o.s.frv. Það fær m.ö.o. að vera í friði með sín einkamál og heimamál, svo sem fjallskil, sjá um vatnsveitur og hitaveitur, sorp- hreinsun, stuðning við íþrótta- og menningarfélög, sjá um dagvist barna, umhirðu og fegmn bæjarfé- lagsins eða sveitarinnar, stuðning við atvinnulífið og svo óteljandi margt annað sem kemur upp í dag- lega lífinu. Rétt er að taka fram að stækkun sveitarfélaganna á ekkert skylt við atvinnusvæði eða úthlutun atvinnu- leysisbóta. Launþegasamtökin hafa verið að vinna að sameiningu félaga og stækkun atvinnusvæða. Ég held að best sé að þau vinni áfram að þessu. Ríkisvaldið á ekkert að vera að grípa þar inn í. Þetta sameiningarmál virðist vera gæluverkefni nokkurra stjóm- málamanna. Fjármagni er óspart beitt til þess að fegra hugmyndina og draga fram kostina, því auðvitað em þeir margir, en þeim má ná á annan og einfaldari hátt eins og ég hef bent á. Gallamir á kerfinu era ekki eins tíundaðir, sem er í sjálfu sér skiljanlegt. Kostaðar eru skoðanakannanir og eiga þær að sýna mikið fýlgi við sameininguna. En hvernig vom spurningarnar? Skoðanakannanir era af hinu góða, en þá þarf að vanda spurningamar og einnig að upplýsa fólk um mál- efnið sem spurt er um. Fjölmiðlar virðast hafa fallið í þá gryflu að mæla með sameining- arhugmyndunum án athugasemda. Vinnuveitendasambandið sendir frá sér eina af sínum samþykktum og hvetur til samþykktar. Þeir á þeim bæ virðast hafa vit á öllu nema að reka atvinnufyrirtækin af viti. Menn sem titlaðir era sveitarstjórn- armenn era sagðir hafa komið sam- an og allir hvatt til sameiningar. En hvers konar sveitarstjómar- menn vora þetta. Óbreyttir bæjar- stjómar- eða hreppsnefndarmenn? Eða voru þetta bæjarstjórar, sveit- arstjórar og framkvæmdastjórar sveitarstjómasambanda? Borgarstjórinn í Reykjavík hefír til umráða fínan bíl frá borginni. Þar er um að ræða stórt og efnað sveitarfélag, svo enginn segir neitt. En það er ekki til siðs að bæjarstjór- ar eða oddvitar fái þessi tískustöðu- tákn. Svo mörgum finnst ef til vill tími sé til kominn að ráða bót á þessu og koma því þannig í kring að þeir geti einnig orðið aðnjótandi fímm milljóna jeppa, svo pöpullinn geti dáðst að þeim. Ég vil því mælast til þess við hvern einasta kjósanda að hann kynni sér þessi mál mjög vel, kosti þess og galla að leggja niður sveit- arfélag hans og afsala sér þar með því valdi sem hver og einn hefir í tiltölulega litlum samfélögum, en fá í staðinn styrkara og fjarlægari valdastofnun, þar sem hann sem einstaklingur hefir mjög lítið að segja. Sveitarfélögin vora og eru fýrir íbúana og vinna í þeirra þágu. Það eiga stóru sveitarfélögin einnig að gera en þú, kjósandi góður, veg- ur bara miklu minna þar. Eftir síðustu styijöld voru miklar sviptingar í Evrópu eftir ógna- stjórnir einræðisherra. Á Ítalíu ætl- aði kommúnistaflokkurinn að sýna fram á að hann gæti komist í stjórn á lýðræðislegan hátt enda hafði hann mikið fylgi. Kaþólska kirkjan barðist gegn þessum áformum und- ir baráttukjörorðinu: í kjörklefanum sér guð til þín en Stalín ekki. Og það bar árangur. Það verður eins í kjörklefanum 20. nóvember. Og það bar árangur. Þar sér guð, þ.e. sam- viska þín, til þín en félagsmálaráðu- neytið ekki. Kjósandi góður. Þann 20. nóvem- ber nk. kýst þú um framtíðarheill bæjarfélags þíns eða sveitar. Kynntu þér vel öll rök með og móti sameiningunni, láttu ekki aðra segja þér fyrir verkum, taktu heldur ákvörðun um hvað þú telur best fyrir heimabyggð þína og þá um leið fyrir þig og fjölskyldu þína. Þá getur þú sofnað rólegur að kvöldi kjördags sáttur við samvisku þína um að þú hafír gert það sem þú gerðir að vel athuguðu máli. Höfundur er sýslumaður og fyrrverandi oddviti og sveitarstjómarmaður. ISUZU Vetrarskoðun Bflheima hf. Bjóðum Opel, lsuzu, Chevrolet og öðrum GM eigendum vandaða vetrarskoðun Á bíl með fjögurra strokka vél kr. 5.670.- Á bíl með sex strokka vél kr. 6.163.- Á bíl með átta strokka vél kr. 6.409.- Við munum greina eigendum frá ástandi bílsins og skila bílnum með ástandsskýrslu. í þeim tilfellum þar sem skipta þarf um síur eða kerti geta efniskaup verið frá kr. 1.908.- til kr. 3.750.- Einnig bjóðum við 10% afslátt á smurþjónustu, sjálf- skiptingarþjónustu og vélarstillingum til áramóta. Verslið hjá viðurkenndum þjónustuaðila Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga hjá verkstæði okkar. BÍLHEIMAR Fosshálsi 1 Reykjavík Sími 634000 GM - OPEL - ISUZU - CHEVROLET - PONTIAC - OLDSMOBILE - CADILLAC - GM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.