Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 56
HEWLETT PACKARD ---------UMBOÐIÐ HPÁ ÍSLANDI H F Höfðabakka 9, Reykjavík, sími (91)671000 Frá muguleika til veruleika MOIÍGUNBLAÐID, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Verður Sambandið tek- jð til gjaldþrotaskipta? LÍKUR eru taldar á því að stjóm Sambands íslenskra samvinnu- félaga, sem kemiu* saman til fundar í dag, taki þá ákvörðun að óska eftir því að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru þær líkur taldar meiri, en líkur þess að óskað verði eftir að reyna að ná nauða- samningum við lánardrottna. Dragnótabáturínn Auðbjörg SH frá Ólafsvík Fékk 36 tonn af þorski yfír dagirni Ólafsvik. DRAGNÓTABÁTURINN Auðbjörg SH fékk 36 tonn af vænum þorski út af Hellissandi í gær. Meðalþyngd fisksins var um 12 kíló og fer hann allur í vinnslu hjá Enni hf., eiganda bátsins. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fimm á sjúkrahús FIMM voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur á gatna- mótum Glerárgötu og Grænugötu í gær. Fimm á spítala eft- ir harðan árekstur Flugumferð tvöfaldast ÓVENJULEGA mikil flugumferð J*hefur verið um íslenska flug- stjórnarsvæðið á síðustu dögum. Hafa upp undir 200 flugvélar komið inn á svæðið á leið sinni yfir hafið til Kanada og Banda- rikjanna síðustu tvo daga, sem er tvöfalt meira en veryulegt er. Samkvæmt upplýsingum sem fengust í flugstjómarmiðstöðinni á Reylqavíkurflugvelli er ástæðan óhagstæðir háloftavindar fyrir sunn- an landið sem hafa valdið því að flug- umferð færist norðar. Er búist við að þetta muni standa yfír út vikuna. Suðvestan stormur gerði skip- verjum erfitt fyrir en þrátt fyrir slæmt veður fékkst 10 tonna kast í einu halinu, en alls voru tekin 5 köst í þessum róðri. Fimm menn í áhöfn í suðvestan áttinni vill fiskurinn safnast saman á sandbreiðunum og auðveldar það dragnótabátun- um veiðarnar enda hafa fiskveið- amar jafnan gengið best í þessari vindátt. Afli annarra dragnótabáta sem róa héðan var á bilinu 800 kíló til 7 tonn. Skipstjóri á Auðbjörgu er hinn kunni aflamaður Óttar Guðlaugs- son og em 5 menn í áhöfn bátsins. — Alfons Sigurður Markússon, stjórnarfor- maður Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þegar stjórn- arfundi lyki í dag, lægi ákvörðun fyrir um það hvaða leið skuli farin. Sigurður benti á, að það sem Sam- bandið skuldaði í árslok 1992 hafí verið um 3,3% skuldanna eins og þær vom í árslok 1989, eða um 436 milljónir króna í stað 12,8 milljarða króna í árslok 1989. „Ég held ég verði að segja að gjaldþrot eru alltaf dapurleg enda- lok, eiginlega hver sem undanfarinn er. Auðvitað er slíkt mjög dapur- legt, en menn mega ekki gleyma því að við höfum barist hérna eins og ljón, við að borga niður skuldir okk- ar. Það hefur ekki átt sér stað ann- að eins skuldauppgjör í íslandssög- unni hjá einu fyrirtæki frá upphafi, að ég held, og hér hjá okkur,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að ekki hefði verið hægt að sjá fyrir, hvers konar áföll myndu ríða yfir Sambandið á þessu ári, og vísaði til Miklagarðs, en þó sérstaklega til íslensks skinnaiðnaðar. Sigurður var spurður hvort Sam- bandið hefði ekki lélega stöðu til þess að leita eftir nauðasamningum við lánardrottna sína: „Nauðasamn- ingar eða ekki nauðasamningar. Er staða eða ekki staða, það leiðir bara af málinu sjálfu, að það hlýtur alltaf að vera spurning um það, hvort og hversu vel slíkt kynni að takast. Ég get eiginlega ekki svarað því frekar fyrr en á morgun," sagði Sigurður Markússon. Sjá viðtal við Sigurð: „Gjald- þrot ávallt dapurleg endalok" bls. 18. FIMM manns voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekst- ur á gatnamótum Glerárgötu og Grænugötu um miðjan daginn í gær. Tilkynnt var um umferðar- slysið til lögreglu laust fyrir kl. 16 í gærdag, tveir fólksbílar höfðu skollið harkalega saman á gatnamótunum, öðrum bílnum var ekið norður Glerárgötu, en hinum austur úr Grænugötu. Ökumenn beggja bílanna voru fluttir á sjúkrahús og þrír far- þegar úr öðrum bílnum. Bíllinn sem kom norður Gler- árgötuna skall líka á ljósastaur sem varð að fjarlægja eftir höggið. Báðir bílarnir voru fjar- lægðir af slysstað með kranabíl. Að sögn Gunnars Randvers- sonar varðstjóra lögreglunnar á Akureyri var ekki vitað ná- kvæmlega um meiðsl fólksins. Sólóplata Bjarkar Guðmundsdóttur Forseti ASI um endurgreiðslur virðisaukaskatts af físki Óbreytt skipulag sanmingsforsenda Vinnuveitendasambandið telur að hætta eigi niðurgreiðslum FORYSTUMENN VSÍ og ASÍ eru ósammála um hvort fella beri niður endurgreiðslur á fiski sem seldur er til neyslu innanlands um áramót þegar matvörur fara í lægra þrep í virðisaukaskatti. Hannes G. Sig- urðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri VSÍ, segir fráleitt og engin rök fyrir að halda niðurgreiðslum á fiski áfram umfram aðrar vörur eft- ir lækkun virðisaukaskattsins um áramótin. Benedikt Davíðsson, for- seti ASÍ, segir hins vegar að út frá því hafi verið gengið í verðlagsfor- sendum við gerð kjarasamninga í vor að þessar niðurgreiðslur á fiski yrðu óbreyttar og ef stjórnvöld felli þær niður sé það sjálfstæð ákvörð- un um skattlagningu og yrði þá litið á hana sem hefndaraðgerð af hálfu stjórnvalda. Seld ein- töknær milljón SELD eintök af sólóplötu Bjarkar Guðmundsdóttur Debut nálgast milljón, en Sykurmolarnir voru fyrst- ir íslenskra hljómsveita til þess að selja plötu I rúm- lega milljón eintökum. Þessa dagana er Björk á tónleikaferð sem hófst í Bandaríkjunum síðastliðið þriðjudagskvöld. Fyrstu tónleikar Bjarkar voru haldnir í Webster Hall í New York. Hún heldur einnig eina tónleika í Toronto í Kanada og lýkur Bandaríkjaferðinni í Los Angeles 19. nóvember næst- komandi. Þvínæst heldur hún til Evrópu og verða tónleikar í Berlín 24. nóvember. Alls verða tónleikar í níu borgum í Evrópu og á Norðurlöndunum, þeir síð- ustu í Ósló 10. desember. 400 þúsund í Bandaríkjunum Að sögn umboðsmanns Bjark- « ar hér á Islandi hefurDebut selst í 400.000 eintökum í Bandaríkj- THE FAC* Á forsíðu BJÖRK Guðmundsdóttir er forsíðuefni blaða og tímarita víða erlendis. unum, 250-300.000 eintökum í Evrópu, 170.000 eintökum í Bretlandi og 20-30.000 eintök- um í Japan. Á íslandi hefur plat- an selst í um 6.000 eintökum. Þriðja smáskífa Bjarkar er einn- ig væntanleg og á henni verða tvö ný lög auk lagsins Big Time Sensuality af Debut. Síðan er ætlunin að gefa Debut út aftur í Bretlandi og mun hún þá inni- halda nýtt lag Bjarkar, Play Dead, sem samið var fyrir kvik- myndina The Young Amerícans. Loks er fyrirhugað að gefa plöt- una Gling gló, sem Björk gerði með tríói Guðmundar Ingólfs- sonar, út í Japan og jafnvel víð- ar, en hún er eina íslenska jazz- platan sem náð hefur gullsölu. Nær helm- ings verð- muimr á bjór BJÓR í hálfslítra krúsum á krám og veitingahúsum kostar frá 340 krónum upp í 600 krónur á þeim stöðum sem voru í úrtaki Daglegs lífs í vikunni. Á einum stað var verð á V2 lítra bjórkrús lækkað um 200 krónur í miðri viku. Sjá nánar „Nær helmings verð- munur ...“ bls. 24. Hannes sagði að við gerð samn- inganna hafi samningsaðilar ekki haft vitneskju um hversu miklar þessar endurgreiðslur væru og því gengið út frá að þær yrðu óbreytt- ar. Nú liggi hins vegar upplýsingarn- ar fyrir og því telji hann mjög óeðli- legt að taka eina tegund matvæla út úr og niðurgreiða hana sérstak- lega eftir að matvæli færu í lægra skattþrep. Sagði hann að þetta væri skýr afstaða VSÍ. „Úr þvi sem komið er, er fráleitt að taka fískinn út úr og niðurgreiða hann sérstaklega umfram aðrar vör- ur. Það var gengið út frá því að allar niðurgreiðslur af kjötvörum féllu niður um áramót og þær myndu bera 14% virðisaukaskatt og maður sér ekki rökin fyrir því að fiskurinn fái einhveija aðra meðhöndlun en aðrar svokallaðar brýnustu lífsnauð- synjar," sagði Hannes. „Hefndaraðgerð“ Benedikt Davíðsson sagði að nið- urgreiðslur á fiski hefðu verið ákveðnar fyrir mörgum árum 0g ef stjórnvöld tækju ákvörðun um að hætta þeim væri það sjálfstæð skatt- lagning. „Ætli menn myndu ekki líta á það sem einhverskonar hefndaraðgerð af hálfu stjórnvalda," sagði hann. Davíð Oddsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig um málið í gær fyrr en hann hefði kynnt sér það betur en hann var þá nýkominn til landsins af þingi Norðurlandaráðs. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagði á flokksstjórnar- fundi Alþýðuflokksins um seinustu helgi að lækkun virðisaukaskatts á matvælum hefði í för með sér að verð á fiski út úr búð myndi hækka um 8% um áramótin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.