Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 41 Björn Jóhannes- son — Minning Minning Geir P. Þormar Fæddur 24. nóvember 1917 Dáinn 5. nóvember 1993 Kveðja frá Ökukennara- félagi Islands Hinn 22. nóvember 1946 komu saman átta ökukennarar í Reykja- vík og stofnuðu Bifreiðakennarafé- lag Reykjavíkur sem síðar breyttist í Okukennarafélag íslands. Frum- kvæði að stofnun félagsins var komið frá Jóni Oddgeiri Jónssyni fulltrúa Slysavarnafélags íslands og Viggó Eyjólfssyni bifreiðaeftir- litsmanni. Einn þessara áttmenninga sem gerðust stofnfélagar á þessum fundi var Geir P. Þormar ökukennari. Geir hafði byijað að kenna á bíl sumarið 1943. Fyrsti kennslubíllinn var Ford hálfkassabíll árgerð 1930. Ökukennsla var síðan hans aðalat- vinna þar til hann lét af störfum um sjötugt vegna heilsubrests. Geir vildi hag og heiður ökukennara- starfsins sem mestan. Hann kaus að standa ætíð utan stjómar félags- ins þó að lagt væri að honum að taka þar sæti, en málefni öku- kennslunnar lét hann sig miklu varða, m.a. gaf hann út námsefni fyrir ökunema á fyrstu árunum og tók upp hópkennslu til undirbúnings fræðilegu prófi. Geir setti mikinn svip á um- hverfi sitt hvar sem hann fór. Það gustaði af honum. Hann verður eftirminnilegur persónuleiki öllum þeim sem kynntust honum og hann starfaði með. Hann barðist fyrir öllum sínum áhugamálum, sem voru mörg, af miklum dugnaði og þrautseigju. Sem dæmi má nefna að eftir að hann kom í Seljahlíð safnaði hann fyrir lyftibúnaði til að auðvelda starfsfólki að baða veika og ósjálfbjarga sjúklinga. Þó að hann ætti sjálfur erfitt um hreyfing- ar og mál notaði hann símann til að hringja í vini og kunningja áhugamáli sínu til framdráttar. Og þetta tókst. Á fjörutíu ára afmæli Ökukenn- arafélags íslands var Geir P. Þor- mar gerður að heiðursfélaga. Má því segja að leiðir 'félagsins og Geirs hafi legið saman frá stofnun þess og til æviloka hans. Ekki kann ég Sólveig Krisljana Hró- bjartsdóttir - Minning Fædd 28. október 1902 Dáin 15. október 1993 Föstudaginn 15. október er ég var í vinnunni fékk ég upphringingu frá konunni minni. Hún tjáði mér að elskuleg langamma mín, er ég unni svo heitt, hefði dáið um kl. eitt eftir hádegi á Landspítalanum. Þetta kom eins og reiðarslag yfir okkur því að við vonuðumst til að hún ætti eftir að sjá ófætt barn okkar sem rnun fæðast í mars á næsta ári. Langamma var að verða níutíu og eins árs gömul þegar hún yfirgaf okkur og hún hafði sjaldan orðið mikið veik fyrr en fyrir tæpum tveimur árum þegar hún handleggs- brotnaði. Þá var eins og allt fylgdi í kjölfar þess. Samband okkar langömmu var alltaf mjög sérstakt, alveg frá því að ég man eftir mér. í gosinu 1973 fluttust langamma og afi í Kópavoginn. Þá var ég sex ára og bjó í Eyjum og geri enn. Þá var ég nýbyrjaður að læra að lesa og skrifa. Eg talaði sjaldan við langömmu í síma en þar sem ég gat orðið skrifað þá gerði ég það út í ystu æsar að skrifa bréf til þeirra og í hvetju bréfi fylgdi mynd af fiski- báti sem ég teiknaði. Allar þær myndir sem ég teiknaði hengdi lang- amma yfir rúmið þeirra í svefnher- berginu og svo skrifaði hún mér allt- af til baka. Langamma var einstök kona. Hún kvartaði aldrei yfir neinu og var mjög sjálfstæð. Eitt sinn þegar hún var læst úti og enginn heima á efri hæðinni þar sem Hafsteinn sonur hennar býr, en bíllinn hans fyrir utan, fór hún inn í bílinn og náði í skrúfjárn og skrúfaði hjaragluggann úr stofuglugganum og prílaði inn. Þetta fannst henni minnsta mál í heimi, þrátt fyrir háan aldur. Svona var þetta allt í sambandi við ömmu, hún lét aldrei deigan síga og var alltaf síkát. Svona minnist ég langömmu minnar og læt ég þetta verða síð- asta bréfið til hennar. Við kveðjum þig nú, elsku lang- amma, með miklum söknuði, í von um að þú hafir öðlast eilífan frið í faðmi Guðs. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, að rekja æviatriði Geirs. Þar er ég ekki nógu kunnugur. Þó vil ég geta þess að hann var fæddur á Norð- firði og voru foreldrar hans Páll Þormar og Sigfríð Konráðsdóttir. Hann var kvæntur Sigríði Þormar sem látin er fyrir nokkrum árum. Sonur þeirra er Sigurður Þormar. Ökukennarafélag íslands kveður hér frumheija og þakkar samfylgd- ina í fjörutíu og sex ár. Sigurði, börnum og aðstandendum hans öðr- um vottast dýpsta samúð. F.h. Öí, Snorri Bjarnason. hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Birkir og Sonja í Vestmannaeyjum. Mig langar með nokkrum fátæk- legum orðum að minnast langömmu minnar, Sólveigar Kristjönu Hró- bjartsdóttur frá Hellisholti, eða ömmu í Helló, eins og hún var oft kölluð. Amma í Helló var grannvax- in kona sem lét lítið á sér bera en undir bjó sterk og traust kona sem gott var að tala við. Eg man að þegar ég bjó hjá ömmu og afa á Suðurbrautinni var amma í Helló vön að koma og borða með okkur í hádeginu annan hvern sunnudag. Stundum fór ég með afa að sækja hana inn í Hvannhólma, eða beið eftir að bíllinn renndi upp að húsinu klukkan hálftólf. Á þess- um sunnudögum var margt spjallað og ég mun aldrei gleyma hvað var gaman að grínast og hlæja með henni að hinu og þessu. Þegar ég fluttist frá ömmu og afa hitti ég ömmu í Helló sjaldnar, en þegar ég hitti hana og talaði við hana leið mér alltaf svo vel, því að hún var þannig persóna að hún gaf svo mikið af sér og maður fór alltaf svo ríkur af hlýju frá henni. Um leið og ég kveð ömmu í Helló vil ég þakka henni fyrir allar sam- verustundirnar. Eg veit að guð mun geyma hana því að betri og trú- fastari konu var erfitt að finna. Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir. Fæddur 23. september 1906 Dáinn 5. nóvember 1993 Á föstudagskvöldið var skarð rofið í fjölskylduna. Björn afi eða afi niðri, eins og hann var alltaf kallaður af okkur á efri hæðinni, kvaddi þá þennan heim. í meira en tuttugu ár höfðu þau, afi og amma, búið í kjallaran- um fyrir neðan okkur á Hólsvegi 10 þegar þau fluttust nú í fyrra til Stokkseyrar, nánar tiltekið að Kumbaravogi. Alltaf gat maður farið niður í kjallara ef maður þurfti hjálp við eitthvað, fá sér eitthvað í svanginn eða bara leika sér sem barn. Alltaf var maður velkominn. Afi og amma bjuggu mestan hluta ævi sinnar í Húnavatnssýslu og eiga þar marga vini og ætt- ingja sem nú hafa orðið fyrir missi. I gegnum tíðina hefur amma niðri oft verið mikið veik og var það aðdáunarvert hvernig maður, kominn hátt á níræðisaldur, hafði orku og þrek til að annast hana eins og afi gerði. En þannig var hann, óbilandi kjarkurinn og styrkurinn sem alltaf hefur ein- kennt hann, jafnt innan heimilisins sem utan. Oft var tónninn hijúfur á yfirborðinu, en undir niðri vildi hann allt fýrir hana gera, svo kært var á milli þeirra. Fæddur 13. september 1919 Dáinn 1. nóvember 1993 Það var fyrir þremur árum að ég kynntist Lárusi Bjarnasyni og fjölskyldu hans. Var það með til- komu Jónu dóttur hans, er hún kom inn í líf mitt. Hann var tíður gestur á heimili okkar Jónu og snæddi með okkur kvöldverð og sagði þá nánast alltaf einhveijar skopsögur af sjálfum sér, þó sér í lagi laxveiðisögur sem ég hafði einkar gaman af, og gátum við setið tímunum saman og rætt um heima og geima. Það er alltaf erfitt þegar ástvin- ur fellur frá, en við megum ekki gleyma því að góður guð tekur á móti okkur með opnum örmum er við komum til himnaríkis og leið- beinir okkur við að takast á við ný verkefni. Samviskan knýr oft á dyr hjá sjálfum okkur, og hugs- um við þá alltaf til baka og spyij- um: Eyddi ég nægum tíma með Afi var einn af þessum sterku mönnum sem hafa átt sinn þátt í uppbyggingu þjóðarinnar á þessari öld. Hann hafði unnið mjög mikið, enda líkaminn í lokin orðinn þreyttur. Hann hafði sterka rétt- lætiskennd og harðar skoðanir á ýmsum málum s.s. pólitík. Hann var verkamaður sem hafði unnið sitt ævistarf vel og vissi hvers virði barátta verkamanna fyrir bættum kjörum er. í þeirri baráttu var hann virkur meðan hann hafði heilsu til. Nú þegar afi er horfinn frá okkur verðum við bara að taka því eins og hann hefði gert, með styrk og áræði. Þegar við lendum í erfiðleikum getum við hugsað hvað afi hefði gert því hann hefði án efa náð að sigrast á þeim. En einar eru þær aðstæður sem eng- inn ræður við og hafa alltaf vinn- inginn að lokum. Dauðann flýr enginn endalaust. Afí var oft hijúfur á yfirborðinu en undir niðri var hann ljúfur og vildi allt fyrir mann gera. Þannig skulum við minnast hans. Munið þið að dæma ei eftir útlitinu menn, ýmsum yfir þessa hluti sést. Til er það að flagð er undir fógru skinni en fegurðin að innan þykir best. Sigurður Viktor, Guðrún Alda, Ragnheiður Birna og Þorleifur Hannes. honum, gerði ég nógu mikið fyrir hann, heimsótti ég hann nógu oft og hefði ég gefið næstum allt fyr- ir að segja nokkur orð við hann áður en hann yfirgaf þetta jarðríki. Jóna mín, pabbi þinn sýndi það og sannaði fyrir okkur öllum síð- ustu mánuði hversu hann var megnugur, hann skildi við okkur örugglega sáttur við hlutverk sitt hér á jörð. Hvað er hægt að hugsa sér mikilvægara en að eiga stóra og yndislega fjölskyldu sem stend- ur saman í einu og öllu sem fjöl- skylda þín gerði undantekningar- laust? Eg votta samúð mína ykkur öllum sem eruð tengd þessum sómamanni sem nefndur var á meðal manna Lalli Bjarna. Ég bið góðan Guð að vaka yfír þér, Jóna mín, og veita þér allan þann styrk sem þarf til að komast yfír föðurmissi. Daniel Ben. Minning Lárus Bjarnason Gefur rétta gripið! HEKLA SIMI 695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.