Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 11 22 listamenn í Gnægtabrunni Tónleikar í Fossvogskirkju Stríð og ástir í ítölsk- um madrígölum ÍTALSKIR madrígalar eftir tón- skáldið Claudio Monteverdi verða fluttir á tónleikum í Foss- vogskirkju á morgun, laugardag- inn 8. janúar, klukkan 17. Alls taka tuttugu tónlistarmenn þátt í flutningnum, en meðal söngv- ara verða Rannveig Sif Sigurðar- dóttir, Michael Jón Clarke, Þór- unn Guðmundsdóttír og Einar Clausen. Leikið verður á hljóð- færi frá 17. öld. Gunnsteinn Ólafsson stjórnar. Flestir þeirra sem þátt taka í tónleikunum komu við sögu þegar fyrsta ópera Monteverdis, Orfeo, var frumflutt hérlendis síðastliðið haust. Að þessu sinni verða nær eingöngu fluttir madrígaiar, með og án undirleiks, en aðalyrkisefnið er stríð og ástir. Dauðinn er alls staðar nálægur í söngvunum og Gunnsteinn segir það einmitt ástæðu þess að tónleikarnir séu haldnir í útfararkirkju. Viðamesta verkið á tónleikunum er Bardagi Tancreda og Clorindu, en þetta er í fyrsta skipti sem þetta kunna verk Monteverdis er sungið hérlendis. Michael Jón Clarke er sögumaður en Þórunn Guðmunds- dóttir syngur hlutverk Clorindu og Einar Clausen er í hlutverki Tancr- eda. Rannveig Sif Sigurðardóttir flyt- ur á tónleikunum tregasöng Arí- önnu úr samnefndri óperu og madr- ígalann „Tempro la cetra“, hvort tveggja eftir Claudio Monteverdi. Alls taka tuttugu tónlistarmenn þátt í tónleikunum í Fossvogskirkju á laugardaginn. Rannveig Sif er ein fremsta barokk- hefur þegar vakið verðskuldaða at- söngkona okkar íslendinga. Hún hygli fyrir söng sinn. starfar í Hollandi og Þýskalandi og Þá koma fram tveir hópar sem syngja fjölraddaða madrígala eftir Monteverdi, með og án undirleiks. Ekki er vitað til þess að neitt þess- ara verka hafi áður verið flutt opin- berlega hér á landi. Gunnsteinn Ólafsson hefur beitt sér fyrir flutningi á tónlist eftir Caludio Monteverdi hér á landi. Á síðasta ári voru 350 ár liðin frá dauða tónskáldsins og af því tilefni stóð Gunnsteinn fyrir og stjórnaði flutningi á óperunni Orfeo. Auk þess hefur hann stjórnað Sinfóníu- hljómsveit íslands, Kammersveit Reykjavíkur og Kór íslensku óper- unnar. Þá var hann nýlega valinn til þess að taka þátt í keppni ungra hljómsveitarstjóra á Norðurlöndum fyrir Islands hönd, en sú keppni fer fram í Noregi nú í marsmánuði. Miðaverð á tónleikana er 1.200 krónur en 800 fyrir námsmenn. Mögnleik- ar mynd- bandsins GNÆGTABRUNNURINN er yf- irskrift samvinnuverkefnis 22 listamanna sem vinna með mynd- bönd, gjörninga, hljóð og tónlist. Á Bíóbarnum hóf i gær göngu sína dagskrá Gnægtabrunnins og búast má við því að rekast þar á nýstár- legt myndefni á þriðjudags- fimmtudags- og laugardagskvöld- um fram til 5. febrúar. Dagskráin er nánast hugsuð sem tilraunastofa þar sem kannaðir verða ýmsir möguleikar samveru við mynd- band og varpað á tjöld þar sem menn eru saman komnir fyrst og fremst til að skemmta sér, eins og segir í fréttatilkynningu Gnægtabrunns. Þannig verður bæði athugað hvernig myndbandið eigi þátt í uppákomum á staðnum og skemmtun gesta og hvemig rafeindamyndmál verður óvenjuleg innrétting staðarins. Að- standendur Gnægtabrunns vilja ekki tilkynna sérstaklega um uppákomur sínar þar sem það myndi rýra gildi þeirra. Væntanlegar eru fleiri uppákomur í borginni á vegum brunnsins í þess- um mánuði, allar tengdar á einhvem hátt við sjónvarp, eðli þess og tákn- kerfi, og við möguleika rafeinda- myndarinnar sjálfrar, erindi hennar á opinbera staði eða í útsendingar til einkaheimila. Listamenn Gnægta- brunnsins velta fyrir sér bilinu milli afþreyingar og listar og hvemig megi brúa það án þess að fylla, hvort myndbönd og gjöm.ingar eigi ein- göngu heima á söfnum og galleríum handa sérþjálfuðum hópi áhorfenda og hvort myndbandalist í sjónvarpi sé fyrst og fremst tónlistarmyndbönd og auglýsingar. Hvers vegna kvikt myndmál sé nánast undantekninga- laust bundið söguþræði. Með verkum sínum segjast þeir vinna með þessar spurningar og fleiri, athuga ýmsa möguleika og kalla á vangaveltur. I þessum anda verður dagskráin á Sóloni islandus við Bankastræti tvö kvöld seinna í mánuðinum, fimmtu- dag og föstudag 20. og 21. janúar. Þau verða þéttskipuð myndböndum, gjörningum og hljóð- eða tónlist sem allt er á einhvern hátt hugsað út frá sjónvarpi. Sent verður út beint af svölum hússins fyrir þá forvitna sem ekki fylgjast með inni. Aðgangur verður ókeypis á allar uppákomurn- ar. Fjórhjóladrifinn Sunny Wagon er vandaður og öruggur fjölskyldubíll Þegar veður og fœrð versna ertu öruggari i umferðinni á fjórhjóladrifnum Sunny. Rúmgóður og bjartur fjölskyldubíll hlaðinn aukabúnaði á aðeins krónur: 1.518.000.- á götuna. Ingvar Helgason hf« Sævarhöföa 2 síma 91-674000 Opið um helgina frá kl. 14-17 3ja ára ábyrgð -----:--------------------- Nýjung, bjóðum nú sérstaka útfærslu sem er hærri frá jörðu og einnig á stœrri dekkjum svo þið komist enn lengra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.