Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 29 Stefán íslandi óperusöngvari um líf sitt, yfir sundið. Stefán hældi sér lítt af þessu og eyddi því, ef á var minnst. En söm var gjörðin, und- ir fágun og heimsmennsku lista- mannsins sló heitt hjarta, sem lét sig samvisku heimsins varða. íslendingar áttu þess oft kost að heyra Stefán syngja. Hann hélt hljómleika í Reykjavík og út um allt land, söng með gömlum vinum sínum í Karlakór Reykjavíkur hér (og líka víða um álfur); iðulega varð hann að endurtaka lögin á söngskránni, reyndar heilu tónleikana, aftur og aftur. Og hann kom við íslenska óperusögu með eftirminnilegum hætti. Sá vordagur, þegar óperan Rigoletto var flutt í fyrsta sinn á íslandi í Þjóðleikhúsinu 1951 varð einn stærsti dagur í allri okkar tón- listarsögu fyrr og síðar. Stefán söng þar eitt af sínum gömlu glanshlut- verkum, hertogann, og þátttaka hans varð mikilvæg fyrir margra hluta sakir. í fyrsta lagi fengu íslendingar loks að heyra hann syngja í óperu- hlutverki_ á hátindi síns listræna þroska. í öðru lagi myndaði hann sögulega brú yfir til hinnar ungu íslensku óperustarfsemj, sem nú hlaut að vaxa úr grasi. I þriðja lagi var hinn reyndi og þroskaði listamað- ur fyrirmynd og styrkur því unga söngfólki, sem þarna steig sín fyrstu spor á óperusviðinu, Guðmundi Jóns- syni, Kristni Hallssyni og Guðmundu Elíasdóttur, sem síðan voru í hópi þeirra, sem voru í fararbroddi næstu árin, þegar óperuflutningur var að festa sig í sessi hjá okkur. Síðar söng Stefán Don José í konsertupp- færslu á Carmen í Austurbæjarbíói og svo Cavaradossi í Toscu á fimm- tugsafmælinu sínu í Þjóðleikhúsinu 1957, hlutverkið, sem hann hafði þreytt frumraun sín í aldarfjórðungi fyrr. Ég var erlendis í þau bæði skipt- in, en hins vegar varð sýningin á Rigoletto mér og minni kynslóð sú upplifun, að aldrei á að þurfa að efast um erindi og vinsældir óperu- listarinnar síðan. Ég heyrði Stefán íslandi fyrst syngja í Gamla bíói einhvern tímann á fyrstu árunum eftir stríð. Sjaldan hefur mér þótt jafngaman. Stefán var í essinu sínu og þessi fágætlega hljómfagra rödd tryllti áhorfendur með ljóma sínum. Það var eins og þeir óttuðust hvað við tæki, ef hann hætti að syngja, að þetta gullna augnablik kæmi aldrei aftur. Per- sónuleg kynni okkar hófust langtum seinna og voru kostuleg í byijun, því að út af einhveiju lítilræði tókst okk- ur báðum að lýsa yfir því að hinn væri hinn mesti hrokagikkur. Síðan skelltum við báðir upp úr samtímis og þaðan í frá vorum við miklir mátar. Engin óperufrumsýning þótti mér fullprýdd í Þjóðleikhúsinu nema Stefán sæti þar í sínu sæti. Ég var svo heppinn, að Stefán féllst á að taka að sér eins konar dómnefndar- eða ráðgjafarstarf, þegar söngvarar voru að kynna sig áður en valið var í hlutverk. Þar hélt hann til jafns fram yfirburða þekkingu sinni og faglegri reynsiu — og réttu spaugi, því Stefán gat verið allra manna skemmtilegastur. Þótt hann hefði dregið sig í hlé frá söngnum á þeim tíma, sem honum fannst hann ekki lengur svara þeim kröfum, sem hann gerði til sín, gat hann eigi að síður ekki alltaf staðist freistinguna, ef honum fannst einhver kreistingur í háu tónunum og hjálpa upp á sakim- ar með þeim tóni, sem honum einum var gefinn og engum öðmm. Og þegar Kristján okkar Jóhannsson var að syngja fyrir vegna La Boheme, réttist Stefán í sætinu og leit til okkar Þuríðar Pálsdóttur með furðu í augum: Þið fáið ekki betra en þetta, sagði hann, og reyndist sannspár. Söngur Stefáns hljóðnar ekki, þó að hann færi sig um set. Fáum hefði haldist uppi að kenna sig til landsins alls, en það var nú samt svo um Stefán, því að hann varð óskabarn þjóðar sinnar. Við megum öll vera skaparanum afar þakklát fyrir það, hvað honum datt í hug að gera úr þessum skagfirska strák. Ástvinum Stefáns Guðmundsson- ar færi ég hugheilar samúðarkveðjur. Sveinn Einarsson. Við fráfall Stefáns íslandi vakna margar og kærar minningar. Að vísu eru látnir nær allir þeir, er sungu með honum á árdögum Karlakórs Reykjavíkur, en eftir að hann fór til náms á Ítalíu og söng síðar í Dan- mörku, aðallega, var hann ætíð í nánu sambandi við kórinn. Hann fór t.d. með honum í fjórar utanlands- ferðir, sem einsöngvari, þar af í eina strembna, er kórinn söng um 60 sinn- um í Bandaríkjunum og Kanada á tveimur og hálfum mánuði. Um söngferil Stefáns verður ekki ijölyrt hér; hann þekkja aliir íslend- ingar. Rödd hans var mild og blíð og naut sín yndislega t.d. í rússneska þjóðlaginu „Ökuljóð", sem hann söng inn á hljómplötu með Karlakór Reykjavíkur undir stjóm vinar síns, Sigurðar Þórðarsonar. Stefán var músíkalskur og naut ríkulega fagurrar tónlistar. Tjáning hans á ýmsum óperuaríum var frá- bær. Að loknu starfi sínu hjá dönsku konunglegu óperunni kom hann heim og hóf fljótlega söngkennslu, m.a. hjá Karlakór Reykjavíkur. Hann tók þátt í samkomum eldri félaga kórsins og var ætíð hrókur alls fagnaðar. Stefán íslandi átti rætur sínar að rekja til Skagafjarðar, en þar fædd- ist hann og ólst upp. Hann mun nú framvegis hvíla í faðmi hins fagra héraðs hjá ættingjum; heima, eins og hann alla tíð kallaði æskustöðvar sínar. Að leiðarlokum minnist Karlakór Reykjavíkur félaga síns með virðingu og þakklæti fyrir samstarf og vin- áttu. F.h. Karlakórs Reykjavíkur, Ragnar Ingólfsson. RAÐAUGÍ YSINGAR Uppboð Framhald uppboðs á Gunnvíkingi (S-163, þingl. eign Hnífsdælings hf., útgerðarfélags, fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 1, (safirði, eftir kröfum Bæjarsjóðs (safjarðar og Byggðastofnunar, mánudaginn 10. janúar 1994 kl. 13.00. Sýslumaðurinn á ísafirði. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalgötu 7, Stykkis- hólmi, þriðjudaginn 11. janúar 1994 kl. 10.00, á eftirfarandi eignum: Akrar, Breiðuvíkurhreppi, þingl. eig. Kristján Gunnlaugsson, Ólína Þorvarðardóttir, Þorv. Gunnl. c/o Kristján Gunnl. og Elín G. Gunn- laugsdóttir, gerðarþeiðandi innheimtumaður ríkissjóðs. Blómsturvellir, Hellissandi, þingl. eig. Davíð Ó. Axelsson, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður ríkisins. Engihlíð 18, 3. hæð til vinstri, Ólafsvík, þingl. eig. Stefán Hjaltason, þrotaþú, gerðarþeiðendur Brunabótafélag (slands, Byggingarsjóður ríkisins, Lind hf. og Ólafsvíkurkaupstaður. Engihlíð 22, 2. hæð til vinstri, Ólafsvík, þingl. eig. Svanhildur Stefáns- dóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna, Hans Peters- en hf. og Ólafsvíkurkaupstaður. Flesjustaðir, Kolbeinsstaðahreppi, þingl. eig. Ingólfur Gíslason, gerð- arbeiðendur Stofnlána^gild landbúnaðarins og Vátryggingafélag ís- lands hf. Hellisbraut 11, Hellissandi, þingl. eig. Jóhannes H. Einarsson, gerðar- beiðandi Lífeyrissjóður sjómanna. Hellisbraut 16, Hellissandi, þingl. eig. Sigurður V. Sigurþórsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður sjó- manna. Hólar, Helgafellssveit, þingl. eig. Vésteinn G. Magnússon og Gísli Magnússon, gerðarbeiðendur innheimtumaður ríkissjóð og Stofn- lánadeild landbúnaðarins. Keflavíkurgata 1, Hellissandi, þingl. eig. Harpa Hauksdóttir, gerðar- beiðandi Gunnar Ásgeirsson hf. Lágholt 19, Stykkishólmi, þingl. eig. Ólafur Þorvaldsson og Bogdís Una Hermannsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og innheimtumaður ríkissjóðs. Munaðarhóll 16, Hellissandi, þingl. eig. Sigurþjörg A. Ársælsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður sjómanna. Setberg, Skógarstrandarhreppi, þingl. eig. Jarðasjóður ríkissins, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Skúlagata 5, kjallari, Stykkishólmi, þingl. eig. Guðþór Sverrisson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Vesturlands. Stekkjarholt 11, Ólafsvík, þingl. eig. Jónas E. Guðmundsson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Búnaðarbanki íslands, Trygg- ingamiðstöðin hf. og Ólafsvíkurkaupstaður. Sundabakki 1a, Stykkishólmi, þingl. eig. Haraldur Thorlacius, gerðar- beiöandi Byggingarsjóður rikisins. Verbúð v/Snoppuveg, eining 5, Ólafsvik, þingl. eig. Hrói hf., gerðar- beiðendur Brunabótafélag (slands, Lífeyrissjóður Vesturlands, Olíufé- lagið hf. og Ólafsvíkurkaupstaður. Ólafsbraut 32, Ólafsvik, þingl. eig. Kjartan F. Jónsson, gerðarbeið- andi Féfang hf. Ólafsbraut 34, efri hæð, Ólafsvík, þingl. eig. Ólafsvikurkaupstaður, gerðarbeiðandi Fjárfestingarfélagið Skandia hf. Ólafsbraut 42, Ólafsvík, þingl. eig. Birgir Vilhjálmsson, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður ríkisins. Ólafsbraut 64, Ólafsvík, þirigl. eig. Magnús Emanúelsson og Arndís Þórðardóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður sjómanna og Ólafsvík- urkaupstaður. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi, 6. janúar 1994. Uppboð Uppboö mun byrja á skrífstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Sel- fossi, þriðjudaginn 11. janúar 1994, kl. 10.00, á eftirfarandi eignum: Álftarimi 4, Selfossi, þingl. eig. Guðmundur Jóhannesson og Katrín S. Klemensdóttir, gerðarbeiðandi er Byggingasjóður ríkisins. Eyrarbraut 24, Stokkseyri, þingl. eig. Erna Guðrún Baldursdóttir, gerðarbeiðendur eru Brunabótafélag íslands og Lífeyrissjóöur verka- lýösfélaganna á Suðurlandi. Eyrarbraut 49, suðurhl., Selfossi, þingl. eig. Fóðurstöð Suðurlands hf., gerðarbeiðendureru Búnaðarbankiíslandsog Selfosskaupstaður. Gagnheiði 18, Selfossi, þingl. eig. Fóðurstöð Suðurlands hf., gerðar- beiðendur eru Búnaðarbanki (slands og Selfosskaupstaður. Hveramörk 21, Hveragerði, þingl. eig. Guðmundur Einarsson, gerðar- beiðendur eru Búnaðarbanki íslands, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Kambahraun 36, Hveragerði, þingl. eig. Eignasjóður hf., gerðarbeið- endur eru Byggingasjóður ríkisins, Búnaðarbanki (slands, Lífeyris- sjóður Dagsbrúnar og Framsóknar og íslandsbanki hf. 0586. Kvistás, Árbæ, Ölfushr., þingl. eig. Halldóra Jónsdóttir, geröarbeið- endur eru Byggingasjóður ríkisins og Landsbanki (slands 0152. Starengi 12, Selfossi, þingl. eig. Þorsteinn Jóhannsson og Jóna Þ. Tómasdóttir, gerðarbeiðendur eru Brunabótafélag (slands hf., Bygg- ingasjóður ríkisins og Landsbanki íslands 0152. Miðvikudaginn 12. janúar 1994, kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Arnarheiði 31, Hveragerði, þingl. eig. Ingveldur R. Elíesersdóttir, gerðarbeiðandi er Byggingasjóður ríksins. Álfafell 1, Hveragerði, þingl. eig. Sveinn Gislason og Magnea Á. Árnadóttir, gerðarbeiðandi er Landsbanki (slands 0152. Brattahlíð 8, Hveragerði, þingl. eig. Sigrún Jóhannsdóttir, gerðarbeið- andi er Byggingasjóður rikisins. Heiðarbrún 62, Hveragerði, þingl. eig. Ingvar J. Ingvarsson og Svein- björg Guðnadóttir, gerðarbeiðandi er Byggingasjóður ríkisins. Heiðmörk 26AV, Hveragerði, þingl. eig. Aldís Eyjólfsdóttir, gerðar- beiðandi er Byggingasjóður ríkisins. Heiðmörk 2B, Hveragerði, þingl. eig. Björn B. Jóhannsson, gerðar- beiðendur eru Byggingasjóður ríkisins og innheimtumaöur ríkissjóðs. Heiðmörk 44, Hveragerði, þingl. eig. Dagbjartur Hannesson, gerðar- beiðendur eru Byggingasjóður rikisins og Hveragerðisbær. Laufskógar 8, Hveragerði, þing. eig. Ágústa M. Frederiksen og Reyn- ir Ólafsson, gerðarbeiðendur eru Landsbanki íslands, Sparisjóðurinn í Keflavík og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Stekkholt 10, Selfossi, þingl. eig. Þuríður Haraldsdóttir, gerðarbeið- endur eru Byggingasjóður ríkisins, innheimtumaður ríkisins og ís- landsbanki hf. 0526. Sýslumaðurínn á Selfossi, 6. janúnar 1994. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15, 2. hæð, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 13. janúar 1994, kl. 10.00, sem hér segir á eftirfarandi eignum: 1. Áshamar 18, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Óttars Gunnlaugs- sonar og Nönnu D. Sigurfinnsdóttur, eftir kröfum Byggingar- sjóðs rikisins og (slandsbanka hf. 2. Áshamar 75, 2. hæð C, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Þorbjarg- ar Theodórsdóttur, eftir kröfu Byggingarsjóðs verkamanna. 3. Áshamar 75, 3. hæð D, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Guðrún- ar Jónu Sæmundsdóttur, eftir kröfu Byggingarsjóðs verkamanna. 4. Boðaslóð 7, efri hæð, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Karenar M. Fors og Friðriks I. Alfreðssonar, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins. 5. Faxastígur 8A, kjallari, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Sigurðar Arnar Kristjánssonar, eftir kröfum Byggingarsjóðs ríkisins og Sparisjóðs Vestmannaeyja. 6. Faxastígur 33, efri hæð, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Hreins Sigurðssonar, eftir kröfum Byggingarsjóðs ríkisins, Trygginga- stofnunar ríkisins og íslandsbanka hf. 7. Fífilsgata 10, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Sigrúnar Lúðvíks- dóttur, eftir kröfu (slandsbanka hf. 8. Flatir 27, norðurendi, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Bifreiða- verkstaeðis Vestmannaeyja hf., eftir kröfum Innheimtu ríkis- sjóðs, (slandsbanka h.f., Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, fs- landsbanka hf. v/Gullinbrú og Iðnlánasjóðs. 9. Foldahraun 42, 2. hæð E, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Jóns Valtýssonar, eftir kröfu Byggingarsjóðs verkamanna. 10. Goðahraun 9, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Björns Þorgríms- sonar, eftir kröfu Sjóvá-Almennra hf. 11. Hásteinsvegur 45, efri hæð og ris, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Þorvaldar Guðmundssonar, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkis- ins. 12. Hólagata 33, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Guðmundar Páls- sonar, eftir kröfum Skeljungs hf., Vátryggingafélags (slands, Guðjóns Inga Árnasonar, Bílgreinasambandsins, Búlands hf. og Trygginga hf. 13. Illugagata 58, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Hreins Aðalsteins- sonar og Þórhildar Halldórsdóttur, eftir kröfum Innheimtu ríkis- sjóðs, Byggingarsjóðs ríkisins, Landsbanka (slands, íslands- banka hf. og Sparisjóðs Vestmannaeyja. 14. Nýjabæjarbraut 3, efri hæð, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Heiðu B. Scheving og Axels E. Sigurðssonar, eftir kröfum Bygg- ingarsjóðs ríkisins, íslandsbanka hf., Vestmannaeyjabæjar og Kaupfélags Árnesinga. 15. Skólavegur 37, efri hæð, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Kjart- ans Más ívarssonar, eftir kröfu Lífeyrissjóðs rafiðnaðarmanna. 16. Vestmannabraut 11, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Hörpu Kristinsdóttur, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins. 17. Vestmannabraut 60, vesturendi, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Magnúsar Gíslasonar, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins. ___________________________i______________________________ 18. Vestmannabraut 71, Vestmannaeyjum, þinglýst eign Ingu Rögnu Guðgeirsdóttur, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins. Sýslumaðurinn i Vestmannaeyjum, 7. janúar 1994. Slttá auglýsingor I.O.O.F. 1 = 175178'A = Á.R. St. St. 5994010816 I Rh. kl. 16.00 I.O.O.F. 12 = 175178'/2= Frá Guðspekí- fólaginu Ingólfsatraati 22. Áskrlftarsíml Ganglsra ar 39673. í kvöld kl. 21 verður Einar Aðal- steinsson með spjall um mann- leg samskipti í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15 til 17 er opið hús með fræðslu kl. 15.30 í umsjón Jens Guðjónssonar. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. r N IY-I U N G | K F U M & K F U K | Holtavegi Fræðslusamvera í kvöld kl. 20.30 um siðfræði lífs og dauða. Dr. Sveinbjörn Gizurar- son sér um fræðsluna. Allir eru velkomnir. Seljakirkja Fyrirbænastund í kirkjunni í dag kl. 18. Fyrirbænum veitt móttaka á skrifstofu safnaðarins. Stundin opin öllum. Miðilsfundur - áruteikning Miðillinn Colin Kingschott starfar á vegum félagsins frá 6. jan. Hann veröur með einkafundi, áruteikn- ingar, kristalheilun og rafsegulheil- un. Ath.: Einnig framhald kristal- heilunarnámskeiðs 2 og 3. Upplýsingar í síma 811073. Silfurkrossinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.