Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 ATVINNU AUGL YSINGAR Vélstjóri og stýrimaður óskast á 60 tonna línu-/netabát frá Bakkafirði. Upplýsingar í síma 97-31610. Mösfellsbær Trésmiður Mosfellsbær óskar eftir að ráða trésmið til starfa við áhaldahús bæjarins. Um er að ræða fjölbreytta trésmíðavinnu vegna við- halds og viðgerða á húseignum bæjarins. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur tæknifræðingur Mosfellsbæjar, Hlégarði, sími 666218, milli kl. 10 og 12 alla virka daga. Skriflegar umsóknir skulu hafa borist til undirritaðs fyrir 18. janúar 1994. Tæknifræðingur Mosfellsbæjar. Ritari - heildverslun Heildverslun óskar eftir vönum ritara frá 1. febrúar 1994. Vinnutími frá kl. 8.30-13.00. Starfið felst í ritvinnslu, vélritun, símvörslu og aðstoð á skrifstofu. Hæfniskröfur: Góð enskukunnátta og leikni í tölvuvinnslu. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 11. janúar '94, merktar: „E - 680.“ Vélstjórar óskast Yfirvélstjóri og fyrsti vélstjóri óskast á rækju- frystitogara. Vélarstærð 1500 hö. Upplýsingar í símum 96-61002 og 985-31854. Mosfellsbær Lausar stöður héraðsdýralækna Lausar eru til umsóknar stöður tveggja héraðsdýralækna: 1. Staða héraðsdýralæknis í Mýrarsýslu- umdæmi. 2. Staða héraðsdýralæknis í Snæfellsnes- umdæmi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist landbúnaðarráðuneyt- inu, Rauðarárstíg 25, fyrir 1. febrúar 1994. Landbúnaðarráðuneytið, 3. janúar 1994. Heimilisþjónusta Starfsmaður óskast til starfa við heimilis- þjónustu. Um er að ræða vinnu frá kl. 8.30 til kl. 13.30 virka daga. Starfið felst í því að annast fatlaðan einstakl- ing og annast heimilistörf. Laun eru skv. kjarasamningi starfsmanna- félagsins Sóknar. Upplýsingar veitir forstöðumaður heimilis- þjónustu í síma 668060 kl. 10.00 til 12.00 og 14.00 til 15.00. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félags- málastofnun, Þverholti 3. Félagsmálastjóri. RAÐAUGí YSÍNGAR Stórt einbýlishús á svæði 101 er til leigu. Vinsamlegast leggið inn tilboð á auglýsinga- deild Mbl. merkt: „M - 12143“ fyrir 15. þ.m. Frá Bæjarskipuiagi Kópavogs Fífuhvammsland -deiliskipulag Tillaga að deiliskipulagi Fífuhvammslands, nánar tiltekið á svæði sem afmarkast af Reykjanesbraut og félagssvæði Gusts í vest- ur, fyrirhuguðum Fífuhvammsvegi í norður, Hádegishólum í austur, og fyrirhuguðum Arnarnesvegi í suður, auglýsist hér með sam- kvæmt gr. 4.4. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði, iðnaðarsvæði og íbúðar- svæði. Deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt sneiðmyndum, greinargerð og líkani, verða til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fann- borg 2, 4. hæð, frá kl. 9.00 til 15.00 alla virka daga frá 7. janúar til 4. febrúar 1994. Atugasemdir eða ábendingar, ef einhverjar eru, skal skila skriflega til Bæjarskipulags innan auglýsts kynningartíma. Skipulagsstjóri Kópavogs. FJðLBRAUTASXÓUNN BREIÐHOLTI Námskeið til undirbúnings sveinsprófs í raf- virkjun verður haldið í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, rafiðnadeild, í janúar og febrúar. Námskeiðið hefst 10. janúar kl. 18.00. Innritun er í síma 91-75600 á skrifstofutíma til 8. janúar nk. Prjónanámskeið Prjónanámskeið hefjast í næstu viku. Innritun stendur yfir í versluninni Storkinum og í síma 18258. Nokkur sæti laus. STORKURINN gaimiieiisCun Laugavegi 59, sími 18258. Handslökkvitækja- námskeið Dagana 18., 19. og 20. janúar nk. verður haldið námskeið í eftirliti og viðhaídi hand- slökkvitækja. Námskeiðið fer fram í slökkvistöð Keflavíkur og byrjar kl. 9. Tilkynna þarf þátttöku í síma 91-25350 fyrir 10. janúar nk. Þátttökugjald er kr. 30.000. Brunamálastofnun ríkisins. Skipasmíðastöðin Dröfn Hluthafafundur Hluthafafundur verður haldinn í Skipa- smíðastöðinni Dröfn hf. klukkan 14.00 laug- ardaginn 15. janúar 1994 í veitingahúsinu Gafl-inn, Dalshrauni 13, Hafnarfirði. Dagskrá: Skipulagsbreytingar. Stjórnin. b^^DÍFramboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðar- mannaráðs og endurskoðenda í Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur fyrir árið 1994. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu félagsins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi mánudaginn 10. janúar 1994. Rafiðnadeild FB. Kjörstjórnin. Aðalfundur Skipstjórafélags íslands verður haldinn í Gallerísalnum, Holiday Inn hótelinu, Sigtúni 38, laugardaginn 8. janúar 1994 kl. 14.00. Stjórnin. Álagning sérstaks fasteigna- skatts á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði 1994 Þann 20. desember sl. voru samþykkt á Al- þingi lög um breytingu á lögum nr. 90/1990, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum. í lögunum eru ákvæði um sérstakan fast- eignaskatt, sem nema skal 1,25% að há- marki af álagningarstofni, sem heimilt er að leggja á fasteignir sem nýttar eru við verslun- arrekstur eða til skrifstofuhalds, ásamt til- heyrandi lóð, enda þótt um leigulóð sé að ræða. Skattskyldan nær til sömu aðila og samkvæmt fyrri lögum um sama efni. Skattur samkvæmt lögum þessum rennur óskiptur til sveitarfélaga og annast þau áiagningu og innheimtu skattsins, en geta þó falið sérstökum innheimtuaðila innheimt- una. Eigendur fasteigna skulu senda því sveitarfélagi, sem eign er í, skrá yfir eignir sem falla undir ákvæði þetta ásamt upplýs- ingum um síðasta heildarfasteignamatsverð þeirra eða eftir atvikum kostnaðarverð. Ennfremur skal skrá þar upplýsingar um notkun þeirra, svo og upplýsingar um rúm- mál eigna sem einnig eru notaðar til annars en verslunarreksturs og skrifstofuhalds. Van- ræki húseigandi að senda skrá yfir eignir, sem ákvæði þetta tekur til, er sveitarstjórn heimilt að nota aðrar upplýsingar til viðmið- unar við álagningu þar til húseigandi bætir úr. Frestur eigenda verslunar- og skrifstofu- húsnæðis á Höfn til að skila framangreind- um upplýsingum til byggingafulltrúa er til og með 20. janúar 1994. Sérstök eyðublöð til að nota í þessu skyni munu liggja frammi hjá byggingafulltrúa, en þau verða einnig send til allra eigenda versl- unar- og skrifstofuhúsnæðis í bænum sem vitað er um. Höfn, 6. janúar 1994. Byggingafulltrúinn á Höfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.