Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. FJARHAGSAÆTLUN REYKJAVIKURBORGAR ARIÐ 1994 LOGÐ FRAM Fjölskyldan á ári fj ölskyldunnar Fjölskyldan skipar oft fyrir- ferðarmikinn sess í ræðum ráðamanna þegar mikið liggur við, endu eru flestir sammála um, að fjölskyldan sé homsteinn samfélags okkar og það sem okkur sem einstaklinga skiptir mestu máli. Árið 1994 er að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna kallað „Ár fjölskyldunnar“ og nú býðst því kjörið tækifæri til að íhuga hver sé í raun staða fjölskyldunnar í íslensku samfélagi í dag. Er hún jafn traust og við kysum helst eða er nauðsynlegt að styrkja hana? Því miður er ekki þannig búið um hnútana að myndun fjöl- skyldu sé hagkvæmur valkostur fyrir ungt fólk. Það getur kostað ungt fólk tugi þúsunda á mán- uði ef það kýs hefðbundna sam- búð og giftingu þegar það byrjar að eignast böm í stað þess að búa formlega séð hvort í sínu lagi sem sjálfstæðir einstakling- ar. Sem dæmi má nefna að fólk í sambúð eða gift hjón eiga mun erfiðara með að fá dagvist fyrir böm sín en einstæðir foreldrar. Þau njóta ekki heldur sömu nið- urgreiðslna á dagvistarrými eða hjá dagmæðmm og einstæðir foreldrar. Auðvitað er sjálfsagt og eðli- legt að skapa einstæðum foreldr- um viðunandi aðstæður til þess að framfleyta sér og sínum m.a. með dagvist barna. En það getur hins vegar ekki talist eðlilegt að ungu fólki sé beinlínis refsað fjárhagslega fyrir að kjósa hefð- bundið sambúðarform. Því miður er það staðreynd að fjölmörg ung hjón kjósa fremur að skrá sig hvort í sínu lagi en saman af hagkvæmnisástæðum. Þeir sem kjósa að spila ekki á kerfið með rangri skráningu hjúskapar- stöðu verða hins vegar að sætta sig við mun dýrari valkosti þegar kemur að dagvist, lægri barna- bætur, lægri bamabótaauka, oft lægri námslán og lengri bið eftir stúdentagörðum. Allt stuðlar þetta að því, að barneignir verða til að margt ungt fólk kýs fremur að hefja blekkingarleik við kerfið en mynda fjölskyldu á eðlilegan hátt. Þannig er smám saman grafið undan stöðu fjölskyldunn- ar. Auðvitað kýs þó meirihluti ungs fólks sem betur fer ennþá hefðbundna fjölskyldumyndun þrátt fyrir að það eigi erfítt með að sætta sig við mismunun af þessu tagi. Það hlýtur að vera verðugt verkefni stjórnmálamanna á ári Ijölskyldunnar að reyna að koma til móts við þennan stóra hóp og styrkja þannig undirstöður fjölskyldunnar í íslensku samfé- lagi. Áuðvitað á markmið slíkra aðgerða ekki að vera að gera einstæðum foreldmm erfíðara fyrir heldur þvert á móti að létta róðurinn hjá hefðbundnum kjamafjölskyldum og þá ekki síst í dagvistarmálum. Fyrir síðustu borgarstjórnar- kosningar, sem fram fóru vorið 1990, lýstu sjálfstæðismenn því yfír að þeim mæðmm, sem vildu hætta að vinna til að geta ein- beitt sér að öllu leyti að uppeldi bama sinna, yrði greidd ákveðin þóknun. Rökin vom þau að slík- ar greiðslur gætu jafnvel verið hagkvæmari fyrir skattgreið- endur en dýr niðurgreiðsla á dagvistarrými, auk þess sem það væri mjög gott fyrir ung böm að njóta náinnar aðhlynningar móður í lengri tíma en sem nem- ur sex mánaða fæðingarorlofi. Þetta vom athyglisverðar hugmyndir og mæltust mjög vel fyrir meðal almennings. í síðasta mánuði var svo útfærsla hug- myndanna ákveðin. Ætlar Reykjavíkurborg að greiða þeim foreldrum tveggja og hálfs til fjögurra og hálfs árs gamalla barna, sem sannanlega njóta ekki niðurgreiddrar dagvistar, sex þúsund krónur á mánuði. Líklega verða slíkar aðgerðir ekki til að margir foreldrar kjósi að dvelja lengur heima méð bömum sínum en ella. Þær geta þó orðið til að létta róðurinn hjá þeim fjölskyldum, sem ekki hafa fengið inni með börn sín í niður- greiddri dagvist, og ber að líta á þær sem jákvætt skref í átt að fjölbreyttari valkostum fyrir fjölskyldufólk. Hin langa bið eft- ir dagvistarrými er líklega eitt- hvert mesta áhyggjuefni ungs fólks í dag og bíða sveitarfélag- anna mikil verkefni í þeim efn- um. Má spyrja hvort ekki þurfi nýja hugsun í dagvistarmálum, þannig að horfíð verði frá þeim rándým leikskólaplássum, sem kerfíð byggist á í dag, og reynt verði í staðinn að finna ódýrari lausnir sem nýtast mun fleirum. En málefni fjölskyldunnar snúa ekki bara að sveitarfélög- um. Löggjafa- og framkvæmda- valdið gæti einnig gert margt fyrir hina íslensku íjölskyldu. Frá og með áramótum emm við hluti af sameiginlegu Evrópsku efnahagssvæði og eiga Islend- ingar því rétt á að setjast að í og njóta sömu réttinda og heima- menn í sextán öðmm Evrópu- ríkjum. Ef Island á að vera æski- legur valkostur fyrir ungt fjöl- skyldufólk í framtíðinni verður auðvitað að búa þannig um hnút- ana, að Qölskyldumyndun sé ekki ungu fólki þungbærari hér á landi en annars staðar. Morgunblaðið/Sverrir Málin rædd SVEINN Andri Sveinsson, Árni Sigfússon og Guðrún Ogmundsdóttir. Borgarstjórinn MARKÚS Om Antonsson borgarstjóri á fundinum í gær. Slegið á létta strengi SIGURJÓN Pétursson og Július Hafstein slá á létta strengi. Atvinnulausir hafi forgang í RÆÐU Markúsar Arnar Antonssonar borgarsljóra við fyrri um- ræðu fjárhagsáætlunar á fundi borgarstjórnar i gær vék hann sérstak- lega að aðgerðum borgarinnar gegn atvinnuleysi. Áhersla hafi verið Iögð á að halda óbreyttum framkvæmdum á vegum borgarinnar undanfarin tvö ár og hafa rúmlega níu milljarðar verið veittir til margvíslegra framkvæmda síðastliðin þijú ár. Sagði hann að sérstak- ar aðgerðir væm í undirbúningi til að tryggja atvinnulausum for- gang að störfum við ýmis verkefni. Verið gæti að vinnutími yrði stytt- ur þannig að fleiri hefðu atvinnu. _________________________________ Fram kom í máli borgarstjóra að á undanförnum tveimur árum hafi höfuðáhersla verið lögð á að halda framkvæmdum á vegum borgarinnar óbreyttum og draga með þeim hætti úr þeim samdrætti sem gætt hefði í Reykjavík. „Undanfarin þrjú ár hefur tekist að veita samanlagt rösk- lega níu milljarða króna til margvís- legra framkvæmda á vegum borgar- sjóðs og fyrirtækja borgarinnar," sagði Markús. Þetta hafí tekist vegna sterkrar fjárhagsstöðu borg- arinnar, sagði hann, og með lántöku sem borgarstjórn hafi einróma tekið ákvörðun um. Borgin vill Hitt húsið VIÐRÆÐUR um hugsanleg kaup Reykjavíkurborgar á „Hinu hús- inu“ áður Þórskaffi hafa staðið yfir við eiganda hússin sem er Landsbanki íslands án þess að samningar hafi tekist. Þá hafa eig- endur Reiðhallarinnar i Víðidal boðið Reykjavíkurborg höllina til kaups og er málið til skoðunar hjá Iþrótta- og tómstundaráði, sem hefur Reiðhöllina nú á leigu. Sagði borgarstjóri í ræðu sinni á fundi borgarstjómar í gær, að Reykjavíkurborg hefði húsnæðið á leigu. Þar færi fram umfangsmikil starfsemi á vegum íþrótta- og tó'm- stundaráðs í samvinnu við fjölmarga aðila. Þar er einnig rekin upplýs- ingamiðstöð fyrir ungt fólk í sam- vinnu við menntamálaráðuneytið. Þaðan hefur einnig verið stjómað ýmsum námskeiðum og aðgerðum á vegum íþrótta- og tómstundaráðs í atvinnumálum ungs fólks. Sagði Markús að ef samningar tækjust ekki kæmi til álita að leita að öðm hentugu húsnæði fyrir hluta þeirrar starfsemi sem rekin hefur verið í húsinu. Lagt sitt af mörkum Borgin hafi því lagt sitt af mörk- um til að milda þá erfiðleika sem við sé að etja í íslensku efnahags- og avinnulífi. Um það hafi allir borg- arfulltrúar verið sammála og því ætti ekki að koma á óvart að borgar- sjóður hafí aukið skuldir sínar. „Nú hafa hins vegar skapast skilyrði til þess í kjölfar samninga ríkisstjórnar- innar og aðila vinnumarkaðarins að draga verulega úr framkvæmdaum- svifum borgarinnar og komast þann- ig hjá umtalsverðri aukningu skulda borgarsjóðs," sagði Markús. Forgangur Sagði hann að áætluð lækkun til framkvæmda yrði ekki til þess að störfum fækkaði þegar á heiidina væri litið, þar sem í undirbúningi væru sérstakar aðgerðir á vegum borgarinnar til að tryggja atvinnu- lausu fólki forgang að störfum við margvísleg verkefni. Þar með yrði gætt meiri jöfnuðar en unnt væri að gera með almennum framlögum til framkvæmda. „Það má vera að vinnutími kunni að styttast ogtekjur minnka hjá einhveijum, sem hafa vinnu, en í staðinn verður unnt að veita fleirum einhverja úrlausn við tiltekin störf,“ sagði borgarstjóri. Sértæk úrræði Síðar í ræðu sinni vék borgar- stjóri enn að atvinnumálum og sagði það vekja furðu að átak sem borgin hefur staðið fyrir skuli falla í skugg- ann í þjóðfélagsumræðunni. Sá árangur sem nýlega hefði náðst í vaxtamálum vekti vonir um að at- vinnulífið rétti nokkuð úr kútnum. Því sé rétt að borgin beini aðgerðum að nokkru leyti frá almennum að- gerðum og að sértækum úrræðum í atvinnumálum. í ljós hafi komið að almennar að- gerðir svo sem óskilyrt framlög til framkvæmda, sem boðin eru út, virð- ist fremur styrkja stöðu þeirra sem hafa vinnu en hafi síður í för með sér fíölgun starfa. Þá þurfi að auka stuðning við ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára en það sé sá aldurshóp- ur meðal atvinnulausra sem geldur oft lítillar skólagöngu eða takmark- aðrar starfsreynslu og á því á bratt- ann að sækja þegar þrengist um á vinnumarkaði. Loks verður að fjölga úrræðum sem hægt er að sníða að þörfum einstakra hópa fólks á at- vinnuleysisskrá til dæmis með hlið- sjón af aldri, menntun, starfsreynslu og efnahag, þar sem atvinnuleysi er ekki lengur bundið við tiltölulega fáa hópa fólks, sem eigi margt sameigin- legt. eins og menn áttu að venjast til skamms tíma. Aukafjárveiting og samráð í máli borgarstjóra kom fram að í fjárhagsáætlun væri ekki gert ráð fyrir framlagi til að standa straum af kostnaði vegna sérstakra ráðstaf- ana í atvinnumálum, en að unnið væri að undirbúningi tillagna um fjölgun starfa og margvíslegum öðr- um úrræðum í þágu atvinnulausra. Verða endanlegar tillögur um stuðn- ingsaðgerðir og sérstök átaksverk- efni lögð fram um mánaðamótin fe- brúar/mars. „Jafnframt er þá gert ráð fyrir að kostnaðinum verði mætt með sérstakri aukafjárveitingu og heimild til öflunar lánsfjár ef með þarf,“ sagði Markús. „Leitað verður álits fjölmargra aðila við mótun til- lagnanna og samráð haft við fulltrúa atvinnurekenda og launþega á reyk- vískum vinnumarkaði." Sagði hann að forráðamenn Dags- brúnar hefðu þegar haft frumkvæði að viðræðum um þetta efni og í fram- haldi hafi formanni og framkvæmda- stjóra atvinnumálanefndar verið fal- ið að taka þátt í umræðunum ásamt framkvæmdastjóra Aflvaka Reykja- víkur hf. Framlög til Sinfóníu og listaskóla rædd BORGARYFIRVÖLD hafa samþykkt að taka upp viðræður við ríkið um framlög borgarinnar til Sinfóníhljómsveitar íslands, framhaldsnáms í tónlistarskólum og til reksturs Myndlista- og handíðaskóla íslands. I ræðu Markúsar Arnar Antons- sonar borgarstjóra við fyrstu umræðu um fíárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar árið 1994, kom fram að samþykkt hafí verið að taka upp viðræður við hlutaðeigandi ráðuneyti um útgjöld borgarinnar vegna Sinfóníuhljóm- sveitar Islands. Borgarsjóði sé gert að greiða 18% af rekstrarkostnaði hljómsveitarinnar og Seltjarnames greiðir 1%. Þegar lögin hafí verið sett var reiknað með að fleiri sveitar- félög yrðu aðilar að rekstrinum en svo hafí ekki orðið. Framlag borgar- sjóðs í ár er áætlað 32,5 millj. Sagði borgarstjóri, að vegna spam- aðarráðstafana í ríkisrekstri sem leitt hafí til aukins álags á þjónustu borg- arinnar og hærri kostnað borgarsjóð var samþykkt að taka upp viðræður við ráðuneytin. Rétt þyki að draga úr þeim útgjöldum sem borgarsjóði hefur verið gert að standa undir með ríkissjóði. Nær það einnig til kostnað- ar vegna framhaldsnáms í tónskólum og vegna reksturs Myndista- og handíðaskóla íslands sem Reykjavík er einu sveitarfélaga gert að taka þátt í. Reykskynjarar nema illa glóðareld Safnhúsið sagt eld- fimt þrátt fyrir hert- ar öryggisráðstafanir í NIÐURSTÖÐU könnunar öryggismiðstöðvar Securitas, vegna bruna í Þjóðminjasafninu sl. miðvikudag, segir m.a. að reykskynjarar í Þjóð- minjasafninu séu jónískir og nemi því ekki glóðarbruna á borð við þann sem upp kom í safninu jafn skjótt og þar til gerðir reykskynjar- ar, að sögn Guðmundar Magnússonar þjóðminjavarðar. Hann segir einnig að nýjar og hertar reglur um auknar öryggisráðstafanir vegna viðgerða í safninu hafi verið undirritaðar í gær en segir jafnframt að núverandi húsnæði Þjóðminjasafnsins henti ekki til varðveislu þjóð- argersema. Ekkert öryggiskerfi breyti þeirri staðreynd að húsnæðið sé afar eldfimt. Ekki náðist í framkvæmdastjóra Securitas í gær. Guðmundur Magnússon segir að í niðurstöðu könnunar Securitas komi meðal annars í ljós að reykskynjarar í safninu séu svokallaðir jónískir skynjarar sem ekki skynji glóðareld. Til að svo megi verða þurfi að setja upp „optíska" skynjara. Hann segir jafnframt að reglur um öryggisráð- stafanir vegna vinnu við safnið hafi verið hertar til muna. Einnig hafi slökkviliðsstjóra verið skrifað bréf í gær þar sem óskað er eftir beinteng- ingu við slökkvistöðina sem fyrst. Þjóðminjavörður bendir hins vegar á að safnhúsið við Suðurgötu henti ekki til varðveislu þjóðminja. Húsið sé hvorki vel byggt né vel skipulagt og samræmist ekki öryggiskröfum nú- tímans. Ef eldur kvikni muni hann ná hraðri útbreiðslu sama hversu fljótt yrði við brugðist, t.d. séu loft- stokkar úr tré. „Það er ekki veijandi að geyma þjóðardýrgripi við slíkar aðstæður," segir Guðmundur. Hann segir að auki að háskólaráð hafi í sumar samþykkt þann möguleika að byggja 3.000 mz húsnæði á lóðinni milli Þjóðarbókhlöðunnar og Hótels Sögu og væri mun skynsamlegra að fíytja safnið þangað í húsnæði sem samrýmdist nútíma öryggiskröfum og staðsetja skrifstofur og geymslu- húsnæði núverandi safnhúsi. Sautjan ára piltur eigandi sprengju- eftirlíkingarinnar SAUTJÁN ára piltur hefur gengist við því að hafa átt eftirlíkingu sprengju sem fannst í símaklefa við Landsímahúsið í Reykjavík á þriðjudag. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu var eftir- líkingunni eytt með þar til gerðu vélmenni. Að sögn lögreglu sagðist piltinum svo frá að hann hefði dundað við að líma saman plaströr, sett járn- plötu á milli og vírþræði og álpappír á endana. Þetta hefði hann sett í kassa og ætlað að hrekkja kunn- ingja sinn en ekki að valda neinum ótta hjá öðrum. Hann hringdi í kunn- ingjann þar sem hann var staddur í Kirkjustræti, náði ekki sambandi en dvaldist aðeins í símklefanum. Síðan ákvað hann að labba heim til kunningjans og vekja hánn upp en tókst ekki. Þar áttaði hann sig á því að hann hafði gleymt kassanum í símaklefanum en áræddi ekki að fara til baka að sækja hann og fór fótgangandi heim til sín. Síðar um nóttina var tilkynnt um sprengju í Landsímahúsinu. Hennar var leitað innandyra en án árang- urs. Það var síðan á þriðjudagsmorg- un sem tilkynnt var um sprengju í símaklefanum. Böndin bárust að umræddum pilti vegna ábendinga um nóttina og hann viðurkenndi síðan að hafa átt kassann. Endumienntmumiám í sjávarútvegsfræðum NAM í sjávarútvegsfræðum á vegum Endurmenntunarstofnun- ar Háskóla íslands hófst í gær og eru nemendur 26 talsins hvað- anæva af Iandinu. Þetta er í fyrsta sinn sem nám af þessu tagi fer fram á vegum Endur- menntunarstofnunar. Sveinbjörn Björnsson rektor Háskóla ís- lands sagði við setningu nám- skeiðsins að kennsla í þessari undirstöðuatvinnugrein hefði verið vanrækt hérlendis. Háskól- inn væri hins vegar að feta sig inn á þessa braut og auk náms í sjávarútvegsfræðum stæði fyrir dyrum meistaranám í sjávarút- vegsgreinum við Háskóla ís- lands. Sveinbjörn sagði að Háskóli ís- lands væri í raun tveir skólar, ann- ars vegar dagskólinn og hins vegar Endurmenntunarstofnunin þar sem fímm þúsund nemendur sæktu nám. Hann sagði að mörgum þætti það skemmtilegra viðfangsefni að kenna nemendum sem sækja nám á vegum Endurmenntunarstofnun- ar. Þeir nemendur kæmu með reynslu úr atvinnulífinu með sér inn í skólann og væru kröfuharðari hvað varðaði kennsluna. Sveinbjörn sagði að það hefði verið orðað við sig að sjávarútvegsfræðin hefðu verið vanrækt í íslensku skólakerfí og kvaðst taka undir það. Þótt Fisk- vinnsluskólinn hafí farið vel af stað hafi hann ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar hafi verið til hans og sama gildi um Stýri- mannaskólann og Vélskólann. „Háskóli íslands hefur heldur ekki sinnt þessum greinum eins og hann hefði átt að gera en við höfum þó reynt að feta okkur inn á þessa braut,“ sagði Sveinbjörn. Meistaranám Hann sagði að auk náms í sjávar- útvegsfræðum við Endurmenntun- arstofnun væri á döfinni að hleypa af stokkunum meistaranámi í sjáv- Morgunblaðið/Kristinn I upphafi skólaárs SVEINBJÖRN Björnsson háskólarektor ávarpar nemendur í sjávarút- vegsfræðum við setningu námsins í Tæknigarði í gær. arútvegsgreinum sem yrði í sam- vinnu margra deilda innan Háskól- ans. Námið væri hugsað t.a.m. fyr- ir lögfræðinga sem vildu kynna sér sjávarrétt eða sérfræðinga á öðrum sviðum sem vildu kynna sér mál- efni tengd sjávarútvegi. Einnig yrði mögulegt að blanda saman fleiri en einni grein í námi sínu. Markmið náms í sjávarútvegs- fræðum er að sameina fræðilega og hagnýta þekkingu á þessu sviði og að miðla nýjustu aðferðum, hug- myndum og rannsóknamiðurstöð- um. Námið tekur eitt ár og miðast skipulag þess við að fólk utan af landi geti stundað það með vinnu sinni. Kennt verður þijá daga í senn, fímmtudaga til og með laug- ardaga einu sinni til tvisvar í mán- uði. Alls verða kenndar 330 kennslustundir og samsvarar námið 12,5 einingum í námi á háskóla- stigi. Námið er ætlað stjórnendum í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækj- um, einkum þeim sem hafa lokið háskóla- eða tækniskólaprófi en hentar þó öllum sem hafa góða al- menna menntun og starfsreynslu í íslenskum sjávarútvegi. Þáttöku- gjald í náminu er 190 þúsund kr. Boðið verður upp á fjórtán nám- skeið og lýkur námi með prófí í hveiju námskeiði. Meðal námskeiða er rekstrarhagfræði og fjármála- stjómun, fískihagfræði og fram- leiðslustjórnun í fiskiðnaði, Gæða- stjórnun og efna- og örverufræði svo fátt eitt sé nefnt. Gjöf til flugniinja- safnsins STJÓRN Félags íslenskra at- vinnuflugmanna hefur fært Flugminjasafni Egils Ólafs- sonar bónda á Hnjóti í Örlygs- höfn 100 þúsund kr. að gjöf. Gjöfin er án skilyrða en félag- ið nefnir að það vildi gjaman sjá hana stuðla að uppbyggingu flugskýlisins sem stóð i Vatna- görðum í Reykjavík. Flugskýlið er óuppsett á Hnjóti en fyrirhug- að er að koma flugminjasafninu fyrir í því í framtíðinni. Um embætti héraðs- - dýralæknis í Mýrasýslu eftir Rúnar Gíslason Fimmtudaginn 23. desember sl. segir Morgunblaðið frá því að Hall- dór Blöndal landbúnaðarráðherra hafi veitt undirrituðum stöðu héraðs- dýralæknis í Mýrasýsluumdæmi. í greininni er ekki að öllu leyti farið rétt með staðreyndir. Þar segir: „Þorri bænda í héraðinu skrifaði undir áskorun til ráðherra að ráða annan umsækjanda, Gunnar Gauta Gunnarsson, sem starfað hefur með fráfarandi héraðsdýralækni og leyst hann af undanfarin tíu ár...“ Rétt er að Sverrir Markússon hefur gegnt störfum héraðsdýralæknis í Mýra- sýsluumdæmi í um tuttugu ár. Gunn- ar Gauti hefur leyst hann af í sumar- leyfum og verið settur með honum á sláturtíð undanfarin ár. Árið 1989 tók til starfa þriggja manna nefnd landbúnaðarráðuneyt- isins, sem leggur mat á umsóknir til héraðsdýralæknisembætta. Nefndin starfar eftir reglum, sem Steingrím- ur J. Sigfússon setti. í henni sitja fulltrúar ráðherra, yfirdýrala'knis og Dýralæknafélags Islands. Ráðherra hefur undantekningalaust farið eftir mati nefndarinnar jafnvel þó að stundum hafi litlu munað á umsækj- endum. Fullyrðing Klemensar Hall- 'tötmrn m tm • því að ráðherra viki frá punktakerf- „Möguleikar mínir til að afla mér nauðsyn- legs trúnaðartrausts á skömmum tíma eru litl- ir orðnir.“ inu vegna eindreginna óska heima- manna er röng. í Tímanum 18. desember og í DV tveim dögum síðar er gefið I skyn að pólitík hafi ráðið miklu urn skipun mína. Ég bendi Morgunblaðinu á að leita upplýsinga hjá landbúnaðar- ráðuneytinu um hvort stjórnmála- menn hafi gengið minna erinda eða jafnvel annarra umsækjenda í þessu máli. Ég er yfirlýstur sjálfstæðis- maður og tel mig ekki þurfa að fara leynt með það. Umsóknarfrestur um starf héraðs- dýralæknis í Mýrasýsluumdæmi rann út 16. nóvember. Þá um kvöld- ið hafði Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir á Hvanneyri sam- band við mig. Daginn eftir hittumst við og buðum Gunnari Gauta að vera með okkur. Hann -sá sér það ekki fært. Ég gerði Gunnari Erni strax ljóst, að áhugi minn á embætt- inu væri alfarið bundinn því að þeir félagarnir vildu hafa samstarf við teStkíSMLéli* draga umsókn mína til baka. Or varð að ég lét umsóknina standa, enda fóru hugmyndir okkar Gunnars Arnar um þriggja manna samvinn- upraxís í Borgarfjarðar: og Mýra- sýsluumdæmum saman. í þeirri sam- vinnu skyldu menn standa sem jafn- astir án tilþts til þess hvort þeir væru héraðsdýralæknar eða sjálf- stætt starfandi. Síðan leið mánuður þar til emb- ættið var veitt. Þann tíma notuðu ákafir stuðningsmenn Gunnars Gauta Gunnarssonar til undirskrifta- söfnunar í héraðinu. Vikuna eftir veitinguna notuðu-þeir til opinberra mótmæla. Möguleikar mínir til að afla mér nauðsynlegs trúnaðartrausts á skömmum tíma eru litlir orðnir. Ég gef lítið fyrir orð og frekari kynni af mönnum sem í einni setningu leggja áherslu á að þeir hafi ekkert á móti persónu og störfum Rúnars Gíslasonar en segja svo í þeirri næstu að hann hafi fengið pólitíska stöðu- veitingu. Starfí héraðsdýralæknis í Mýrasýslu hef ég sagt lausu. Gunnari Erni Guðmundssyni, hér- aðsdýralækni á Hvanneyri, þakka ég góðar samstarfsviðræður um leið og ég harma að niðurstaðan varð þessi. ■ -:á' ' ú. % k-EJVilM'ltsái:*.k:é * Höfúndur cr héraðsdýralæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.