Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Sjaldséður í janúar Vetrarklæddi lundinn sem náðist í Eyjum í gær. Vetrarbú- inn lundi fannst í Eyjum V estmannaeyju m. LUNDI, sem líklega hefur hrakist til iands undan óveðri, fannst um borð í bát í slippn- um í Eyjum í gær. Mjög fátítt er að lundi sjáist hér á þessum árstíma en fuglinn var tals- vert slæptur en tók þó æti er það var borið fyrir hann. Starfsmenn í slippnum urðu lundans varir þar sem hann hafði leitað vars í spilhúsi báts í siippn- um. Lundinn er í vetrarbúningi og að sögn Kristjáns Egilssonar, forstöðumanns Náttúrugripa- safnsins, er mjög fátítt að lundi sjáist í Eyjum á þessum tíma árs. Hann sagði að einn og einn dauður fugl í vetrarbúningi hefði fundist hér sjórekinn en að þeir hefðu sést lifandi væri mjög sjaldgæft. Lundinn fer í vetrarbúninginn í september og klæðist ekki aft- ur sumarskrúðanum fyrr en und- ir varptímann. Í vetrarbúningn- um er hann talsvert frábrugðinn sumarlundanum og ekki eins lit- skrúðugur. Nefíð verður Ijósara áuk þess spm það linast. Lit- sterkar húðflögur við nef og augu falla af og hann verður dekkri á hausnum auk þess sem lappimar verða ljósgular á lit. Kristján tók lundann í fóstur á Náttúrugripasafninu og sagði hann að fuglinn hefði verið tals- vert slappur og átt erfitt með að ganga en hann hefði tekið æti og vonaðist Kristján til að hann næði sér því ætlunin væri að merkja hann og sleppa síðan til hafs á ný eftir nokkra daga. Grímur Gagnabanki Morgimblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu verður framvegis varð- veitt í upplýsingabanka þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. í dag Seðlabanki íslands Skynsamlegast að viðhalda jafn- vægi 4 Akureyri Bærinn telur sig eiga inni 12 millj. 22 Rússland Fyrsti fundur nýkjörins þings 24 Ingibjörg Sólrún______________ Vill hafa atkvæðisrétt í borgar- stjóm 29 Leiðari Hetjudáð í Vöðlavík 26 Fé drapst í krapaflóði á bæ við Dýrafjörð - rafmagnstruflanir á Vestfjörðum Víða foktjón á Vest- fjörðum í ofsaveðri Ekkert skip á Vestfjarðamiðum þar sem áfram er spáð ofsaveðri UM 20 fjár drapst í snjóflóði sem féll á hlöðu og fjárhús við bæinn Fremstuhús í Dýrafirði í fyrrinótt. Rafmagnstruflanir voru um alla Vestflrði í gær vegna línurofs og seltu á tengivirkjum. í norðaustan ofsaroki sem náði mestri hæð um sunnanverða Vestfirði og á Barða- strönd hlaust víða af foktjón, meðal annars á þremur bæjum á Barða- strönd. Á bænum Krossholti brotnuðu 12 rúður undan gijóti sem skóf á þær en jörð var auð og frostlaust. I Tungumúla fauk hluti af hlöðu- þaki og gömlu fjósi. Ruslagámur við Krossholt fauk um 200 metra leið til sjávar og yfír 1 metra háa girðingu. Vegna veðursins gat Baldur ekki lagst að á Bijánslæk. Samkvæmt spá veðurstofunnar er reiknað með stormi vestanlands og vestantil á Norðurlandi og á Vestfjörðum og sennilega verður ofsaveður á Vestfjarðamiðum fram á kvöld. Sam- kvæmt upplýsingum frá Tilkynningarskyldunni voru engir bátar á veið- um þar í gær. Heimilisfólkið á Fremstuhúsum vaknaði um kl. 3 í fyrrinótt við að krapaflóð hafði fallið úr fjallinu fyrir ofan bæinn og á hlöðu, brotist. þar í gegn og inn í fjárhús þar sem voru 120 fjár. Um 20 kindur drápust strax og aflífa þurfti fleiri í gær auk þess sem ekki var útséð um hvemig sum- um hinna mundi réiða af, að sögn Sigmundar Þórðarsonar smiðs á Þingeyri sem vann í rafmagnsleysi við björgunar- og smíðastörf á bæn- um. Hjálparlið kom á staðinn frá Þingeyri í gærmorgun og aðstoðaði hjónin Hermann Drengsson og Maríu Vagnsdóttur við að loka húsinu og veijast frekara tjóni. Vindhæð við flugvöllinn á Patreks- firði komst í 87 hnúta í gær, að sögn lögreglu. Þar og á Barðaströnd voru björgunarsveitir á ferð að negla fyrir glugga og hefta þakplötur og annað lauslegt. Það tjón sem af hlaust var minniháttar, að sögn, mest á Kross- holti á Barðaströnd. Á Bíldudal var einnig versta veður en varð ekki telj- andi tjón. Þar vora björgunarmenn á ferð fyrir hádegi og festu lausar þakplötur og heftu fok. Aftakaveður var á heiðum um norðanverða Vestfírði og hvergi ferðaveður. Þar var rafmagn skammtað og talið að skemmdir hefðu orðið á línum en ekki var unnt að kanna það vegna veðurs. Mikill sjór var við Hnífsdal og braut meðal annars á húsi rækjuverksmiðjunnar Bakka þannig að tjón varð á hurð. r t Morgunblaðið/Alfons VÉLBÁTURINN Vísir SH 343, sem er rúm 80 tonn, slitnaði frá bryggju í hvassviðrinu í Ólafsvík í gærmorgun og rak hann upp í fjöru. Báturinn var dreginn á flot aftur um kl. 14.30 með vír úr spili framan á togaranum Má. Engar skemmdir urðu á þessum slóðum vegna veðurs, en á tímabili var tví- sýnt með þök á íbúðarhúsum á Hellissandi. EB hafnar kröfum Norðmanna um yfirráð yfir fiskistofnum Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgfunblaðsins. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópubandalagsins (EB) hefur alfarið hafn- að því í samningaviðræðum um hugsanlega aðild Norðmanna að EB að stjórn fiskveiða norðan 62. breiddargráðu verði í höndum Norð- manna sjálfra. Framkvæmdastjóm EB neitar ennfremur að samþykkja að Norð- menn fari með samninga við Rússa um skiptingu fískveiðikvóta í Bar- entshafí. Jan Henry T. Olsen sjávar- útvegsráðherra segir að þrátt fyrir að tekist hafí í samningaviðræðunum að fá undanþágur í mikilvægum málum er varða veiðar og vinnslu sé árangurinn af samningum um sjávarútvegskafla væntanlegra að- ildarsamninga enn sem komið er allt- of slakur. Krafan um sjálfsforræði yfír hinum mikilvægu hafsvæðum norðan 62. gráðu er §ú mikilvægasta af hálfu Norðmanna. „Þetta er óaðgengilegt. Framhald samninganna verður afar erfítt,“ segir Olsen sjávarútvegsráðherra. Einar Hepsoe, formaður samtaka sjávarútvegsins í Noregi, Norges Fiskarlag, sagði við fjölmiðla í Nor- egi, að fengist framkvæmdastjómin ekki til að skipta um skoðun bæri að slíta samningaviðræðunum strax. Þá greindi norska dagblaðið Nord- lys frá því í gær að Spánveijar færu fram á 11 til 15 þúsund tonn í norskri landhelgi ef Norðmenn gerðust aðilar að EB. Kemur þetta fram í bréfi sem Spánveijar sendu framkvæmda- stjóm EB fyrir jól. Blaðið Aftenpost- en hefur einnig heimildir fyrir því að írar og Frakkar séu ekki allt of hrifnir af því að sjávarútvegsþjóð á borð við Norðmenn sé fyrirvaralaust tekin inn í bandalagið og að búast megi við að þessi ríki muni þá fara fram á undanþágur fyrir eigin sjávar- útveg vegna breyttra aðstæðna. r Ur verinu ► Hátt verð á fiskmörkuðum - Bretar hverfa frá banndagakerfi - Kvótinn í Barentshafí aukinn - Rækjan hefur skilað miklu - Afla- kóngur togaranna. Myndasögur ► Gæludýr vikunnar - Þráutir - Vinningshafar í íþróttagetraun - Ljóð - Myndir frá ungum lesend- um - Hvemig varð vélhjólið til? - Kristín Svava og fótboltinn. Samningar um skiptingu loðnukvótans Deilan um Smuguna hefur ekki bein áhrif SAMNINGAVIÐRÆÐUR íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga/D- ana um framlengingu á samningi um skiptingu loðnukvótans, sem renn- ur út í apríl, hófust í gær í Reykjavík. Islendingar leggja til að samn- ingurinn verði framlengdur í meginatriðum óbreyttur, þannig að íslend- ingar hafi rétt til 78% kvótans en 22% skiptist jafnt milli Norðmanna og Grænlendinga, að sögn Guðmundar Eiríkssonar, formanns íslensku viðræðunefndarinnar. Fulltrúar útgerðarmanna í Noregi sitja fundinn þótt fram hafí komið í fréttum að norskir útvegsmenn og sjómenn vildu ekki samstarf við Is- lendinga vegna veiða íslenskra skipa í Smugunni. Guðmundur sagði að Smugudeilan hefði áhrif á öll sam- skipti landanna þótt hún hefði ekki haft bein áhrif á viðræðumar. Menn vissu af þessum bakgrunni og hann hefði e.t.v. áhrif á samningsvilja. Norðmenn og Grænlendingar munu vilja framlengja samninginn með ákveðnum breytingum og hafa bent á að þeim hafí ekki tekist að veiða allan sinn hlut og vilja rýmka takmarkanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.