Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 49 ~! / Þettaer \ / bein þýðing á N ensku orðunum „traííic jam“ og það vita allir \ hvað þau Á \ þýða J Jónas r Einhver \ klípa sem maður á erfitt með að rata út úr, til dæmis eins og . ég er lentur J V í núna y stórt og mikið Býr í Hollandi DILJÁ Ámunda- dóttir, 14 ára, ís- lensk stelpa, hef- ur búið í Eindhoven í Hollandi i rúmt ár. í jólafríinu kom hún til íslands og féllst á að koma í við- tal og segja okkur hvernig það er að búaíHol- landi. HVAR ERU ÞAUOG HVAÐ ERU ÞAU AÐ GERA? 1 í *D C ‘o S m wc Helena STE PA Spádómur fyrir árið 1994 V ið fengum spákonu til að líta í spil og bolla og segja okkur hvað næsta ár bæri í skauti sér fyrir unglinga. Hér á eftir koma þau atriði sem komu hvað skýrast fram. | ér leiðist Eindhoven vegna þess að þar er ekki eins mikið félagslíf og hér. Krakkar þar byrja að fara á diskótek þegar þau eru 15 ára, fram að þeim tíma eru þau bara heima hjá sér allar helgar og horfa á sjónvarp eða gera ekki neitt. Svo eru diskó- tek í skólanum svona Ijórum sinnum á ári. Mér finnst reynd- ar flestir á mínum aldri frekar lúðalegir. Það sem ég sakna mest frá íslandi er að fara út að skemmta mér með vinum mínum, vera niðri í bæ um helgar og svoleiðis. Það sem er hvað jákvæðast við Eindhoven er að krakkarn- ir eru mjög hreinskilnir og planaðir. Það er ekkert um kjafta- sögur, baktal eða neitt slíkt. Það er enginn á móti neinum og ef þeim fínnst eitthvað að hjá manni þá bara segja þau manni það. Besta vinkona mín úti er flóttamaður frá Bosníu og við kynntumst í útlendingaskólanum síðasta vetur. Við vorum með mestu lætin í skólanum, langopnastar og þekktum flesta. Þegar við hættum í útlendingaskólanum fórum við í sama skóla, en ekki sama bekk, því ég fór alltaf til íslands í fríum og missti svo mikið úr í hollenskunni. Við stöndum alltaf með hvor annarri og það er gott þegar maður er útlendingur ein- hvers staðar. Það er enginn munur á skólum í Eindhoven og hér nema þar þarf ég að læra á hollensku. Mér gengur vel í skólanum en sumt er ógeðslega erfitt og ég skil ekki neitt. Það er svo- lítið erfitt að læra á öðru máli en sínu eigin. Og þá komum við að því sem ég sakna allra mest af öllu og það er að geta ekki talað við alla á mínu eigin máli. * Kennarar ákveða að fara í verkfall rétt fyrir vorpróf en hætta við. Þeir ákveða svo aftur að fara í verkfall en hætta aftur við á síðustu stundu. Þetta skapar mikinn glundroða í skólakerfinu og hætt er við að sumir nemend- ur nái ekki að taka eins góð próf og efni stóðu til. * Með vorinu verður reist risastór félagsmiðstöð í mið- borginni. Þegar byggingu hússins er lokið og í ljós kemur hve glæsilegt það er verður því breytt í skemmtistað fyr- ir fullorðna. * Michael Jordan fyrrverandi körfuboltamaður slær í gegn sem förðunarmeistari og opnar stofur í helstu stór- borgum heims svo sem Los Angeles, New York, Reykja- vík og París. * Luke Perry verður rekinn úr sjónvarpsþáttaröðinni Beverly Hills 90210 og hrapar í vinsældum hjá unglings- stúlkum þegar í ljós kemur að hann er kona. * Unglingahljómsveit frá Akureyri keppir fyrir íslands hönd í sjónvarpskeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og sigr- ar öllum að óvörum. í kjölfarið fylgja hljómplötusamning- ar og heimsfrægð. * Meðlimir hljómsveitarinnar Bubbleflies setja á lagg- irnar ráðgjafarstöð fyrir foreldra unglinga á villigötum og hljóta að launum viðurkenningu Sálfræðingafélags íslands. * Seint á árinu stofna unglingar með sér samtök und- ir nafninu „Svo glöð er vor æska ekki“ og munu samtök- in beijast fyrir því að æskan þurfi ekki að erfa landið. * Sylvester Stallone kemur til landsins til að leika í kvikmynd og neitar að fara héðan aftur. Hann verður að öllum líkindum orðinn íslenskur ríkisborgari fyrir næstu áramót. * Lýðveldishátíð verður haldin um allt land 17. júní. Ekki lengur gaman í miðbænum Nafn: Harpa Júlía Sævarsdóttir. Helma: Reykjavík. Aldur: 14 ára. Skóli: Austurbæjarskólinn. Helstu áhugamál: Skemmta mér, fara í bæinn og í partý. Ég æfði líka ballett og hef gaman af að dansa. Uppáhaldshljómsvelt: Ég á enga sérstaka uppáhaldshljómsveit. Oftast er bara eitt lag sem maður fílar með hverri hljómsveit, en það lag sem ég hlusta mest á núna er Since I don’t have you með Guns and Roses. Uppáhaldskvikmynd: Maður á enga uppáhaldskvikmynd. Eigið þið einhveija uppáhaldskvikmynd? En mér fannst „The Hand that Rocks the Cradle“ góð og líka „Indecent Propo- sal“. Besta bókin: Dýragarðsbörn. Hver myndir þú vilja vera ef þú vserlr ekki þú? Æ, þetta eru svo óþægilegar spurningar. Ég segi bara Julia Roberts, hún er sæt, vel vaxin og með fallegt hár. Hvernig er að vera unglingur í dag? Það var ágætt þangað til þessi stelpa var lamin niðri í bæ. Eftir það er ekkert að gerast niðri í bæ, bara fyllibyttur að kaupa sér pulsur. Hverju myndlr þú vllja breyta í þjóófélaginu? Ég myndi vilja opna skemmtistað fyrir unglinga í grunn- skóla. Svo myndi ég lækka skattana og eyða peningun- um í eitthvað skyn- samlegra en að byggja ráðhús, eitt- hvað sem kæmi fleirum að notum. Hvað er það skemmtllegasta sem þú gerir? Ég ætla ekki að fara að segja það I ein- * hveiju blaði. Hvað er það leið- Inlegasta sem þú gerir? Fara til tannlæknis, vera í skólanum og rífast við vini mína. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég er ekki búin að ákveða það en mig langar að verða innanhúsarkitekt eða iðnhönnuður eða eitthvað svoleiðis. Hvað gengur þú með I vösunum? Það er nú svolítið misjafnt. Lykla, veski, oftast varasalva og tyggjó. Hvað viltu segja að lokum? Ekki neitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.