Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 16
16 B ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ / LAUFAS FASTEIGNASALA SÍÐUMÚLA 17 | Opið mán.-fos. kl. 9-18. YFIR 400 EIGNIR Á SKRÁ Einbýlis- og raðhús HEIÐARGERÐI V. 14,3 M. Rúmgott einbýlishús með sólstofu, heit- um potti, hita i plani. Skipti mðguleg. 4 4 4 |+ Tjarnarstigur V.15,9m. 4ra herb. og stærri FLÚÐASEL V. 7,0 M. Ca 90 fm íbúð i lítilli blokk i Selja- hverfinu. Sérþvottahús í ibúðinni. Áhvílandi í hagstæðum lánum ca 3,1 millj. 4 4 4 HRAUNBÆR V.6.6M. Ca 90 fm 4ra herbergja íbúð á 3. htrð. Parket á gólfi. Sérhiti. Áhvflandi ca 2,2 millj. 4 4 4 HLÍÐARBRA UT V.9,7M. Ca 114 fm 4ra herbergja neöri sérhatö i Hafnarfirði. Heilur pottur. Stutt í alla þjónustu. 4 4 4 UÓSHEIMAR V. 7,5 M. Snyrtileg 4ra herbergja liölega 100 fm íbúö á 2. hað i lyftuhúsi ásamt góðum bílskúr. Tvennar svalir. Skuld- laust. Lyklar á skrifstofu. Laus strax. 4 4 4 4 Klettaberg V. 8,3 m. 4 Ljósheimar V. 8,1 m. 3ja herbergja FLÓKAGATA NÝÁSKRÁ Falleg 3ja herbergja ibúð í kjallara. Nýleg IKEA-innrétling i herbergi og eldhúsi. Furupanill á baði + fiisar. Hagslað lán áhvílandi. Góö eign. 4 4 4 HELLISGATA LÆKKAÐ VERÐ Endurnýjuð 3ja herbergja íbúð á jarð- hað i fjölbýli. M.a. ný útidyrahurð, nýleg innrétling í eldhúsi, tvöfalt nýtl gler og gluggar. Hitalagnir endurnýj- aðar. Nýtt rafmagn. Sérinngangur. Áhvflandi ca 2,4 millj. í hagstæðum lánum. Verð aðeins 4,5 millj. 4 4 4 LAUGARÁS V. 6,5M. Ca 90 fm jarðhœð í Laugarásnum með útsýni yfir allan Laugardalinn. íbúðin skiptist í 2 stofur og 1 her- bergi. íbúöin laus nú þegar. 4 4 4 RA UÐAGERÐI V. 7,3 M. 3ja-4ra herbergja liðlega 80 fm ibúð á jaröhaö i þribýli með sérinngangi. íbúöin skiptist i 2 herbergi og stóra stofiu. 4 4 4 HRA UNTEIGUR V.6.0M Ca 75 fm ibúð i kjallara i þribýlis- húsi. Sér hiti. Nýtt gler. 2ja herbergja ÆGISÍÐA V. 4,4 M. Snyrtileg ca 55 fm risibúð. Litið und- ir súð. Áhvilandi ca 3,6 millj. i hag- slaöum lánum. I smíðum HEIÐARHJALLI TILBOÐ Frábœrlega vel staðsett efri sérhað i fjórbýli með útsýni yfir dalinn. íbúöin er 110 fm. Tilbúin til innréttingar ásamt 25 fm bilskúr. Áhvflandi ca 3,6 millj. f húsbréfum. SAMTENGD SÖLUSKRÁ Asbyrgi i lt;\ASM1V 812744 <r Fax: 814419 Magnus Aneteson fasteignasali VELJIÐ FASTEIGN ______if Félag Fasteignasala ÞETTA glæsilega einbýlishús við Fáfnisnes í Skerjafirði er til sölu hjá Þingholti. Húsið er tvílyft um 350 ferm fyrir utan 50 ferm bílskúr. Á þetta hús eru settar 23 millj. kr. — Það eru yfirgnæfandi líkur á því, að það komi tilboð í þetta hús, þar sem boðið er upp á eignaskipti, segir Friðrik Stefánsson. stærri eigna: ÞETTA hús stendur við Ásenda 13 og er um 300 ferm auk 32 ferm bílskúrs. Það er einnig í sölu hjá Þingholti. í húsinu eru tvær íbúðir, báðar með sér inngangi. Á þessa eign eru settar 22 millj. kr., en möguleikar á að taka minni eign upp í. Skuldabréf meó vertrélli á iindaii fasteignaveóbréfl — segir Friórik Stefánsson, fasteignasali i Þingliolti FRIÐRIK Stefánsson fasteignasali á skrifstofu sinni í fasteigna- sölunni Þingholti. SÖLUTREGÐA hefur verið í stærri eignum, frá því að svonefnt hús- bréfaþak var lækkað úr 9 í 5 millj. kr. fyrir notaðar eignir fyrir nokkr- um árum. Markaðurinn hefur brugðizt við með því að taka upp eignaskipti. Nú eru eignaskipti mjög áberandi við sölu á stærri eignum á höfuðborgarsvæðinu og því jafnvel haldið fram, að annar hver einbýlis- eða raðhúsaeigandi, sem hyggst selja, þurfi að taka íbúð upp í kaupverðið, sem oft á tíðum er til óhagræðis fyrir selj- andann. Úrþessu má bæta með því að taka upp þann hátt að kaup- andi gefi út veðskuldabréf, sem væru að lágmarki til 15 ára og jafnvel til 25 ára eftir aðstæðum. Þessi bréf bæru sömu vexti og fasteignaveðbréfin eða 5% ársvexti og væru með föstum gjalddögum t. d. fjórum sinnum á ári. |ll|eð þessu væru eigendur ®"®þessara bréfa vissir um að fá tryggar, fastar greiðslur, sem þeir gætu notað sem lífeyri. Þessi veðskuldabréf þyrftu að hvíla á veðrétti, sem væri á undan fast- eignaveðbréfun- um. Þannig væru þau fullkomlega örugg, því að færi eignin á uppboð vegna greiðslu- brests, þá yrði húsbréfadeildin að gæta sinna hagsmuna og kaupa húsið en borga um leið upp skuldabréfið, sem gengi á undan húsbréfinu. Þetta er skoðun Friðriks Stef- ánssonar, fasteignasala í fast- eignasölunni Þingholti. Friðrik er fæddur 1949. Hann hefur stundað fasteignasölu frá árinu 1977, er hann stofnaði fasteignasöluna Þingholt, sem hann hefur rekið síðan. Þingholt hafði lengi aðsetur í Bankastræti, en hefur nú aðsetur að Suðurlandsbraut 4A. — Oft hvíla litlar eða engar veðskuldir á myndarlegum hús- eignum í eigu eldra fólks, segir Friðrik. — Þetta fólk vill gjarnan selja og kaupa minni og ódýrari eign og nota mismuninn smám saman sem lífeyri. Það er hins vegar ekki gerlegt með því að fá þennan mismun greiddan í hús- bréfum, því að þau eru með út- dráttarfyrirkomulagi. Ef þau eru ekki dregin út, fást þau ekki greidd fyrr en á endanlegum gjalddaga, sem er 25 ár frá útgáfudegi. Eig- andi þeirra þarf því að selja þau með litlum eða miklum afföllum eftir aðstæðum á markaðnum hveiju sinni, ef hann þarf á pening- um að halda. Þessi nýju veðskulda- bréf, sem ég tel, að taka ætti upp, getur hann átt og notað afborgan- imar sem lífeyri. — Sem kunnugt er fær seljandi eignar fasteignaveðbréf frá kaup- anda, sem hann skiptir svo fyrir húsbréf hjá Húsnæðisstofnun ríks- ins, heldur Friðrik áfram. — Regl- ur um fasteignaveðbréfin mæla svo fyrir, að þau megi fara upp í 65% af kaupverði eða brunabótamati eignar en samt ekki hærra en rúml. 5 millj. kr. á notuðum eignum. Ef við tökum hins vegar sem dæmi 15 millj. kr. eign, þá nema 65% af þeirri fjárhæð tæpl. 10 millj. kr. Kaupandinn fær samt ekki að veðsetja eignina fyrir nema rúml. 5 millj. kr. í fasteignaveðbréfum samkv. framansögðu. Samkvæmt mínum hugmyndum ætti kaupand- inn að geta veðsett eignina til við- bótar fyrir þeim tæpum 5 millj. kr., sem á vantar, svo að 65% mörkunum sé náð. Það sem meira er, þessi nýju veðskuldabréf ættu að hvíla á eigninni á undan fast- eignaveðbréfunum. Hagsmunir húsnæðisstofnunar væru ekki fyrir borð bornir, því að eftir sem áður færu þessu nýju veðskuldabréf og fasteignaveðbréfin samanlagt ald- rei upp fyrir 65% af veðinu. Gulltryggð veðbréf Friðik telur, að með því að láta þessi veðskuldabréf hvíla á 1. veð- rétti væru þau gulltryggð vegna fasteignaveðbréfsins, sem kæmi á eftir og í rauninni tryggari, 'en ef ekkert fasteignaveðbréf kæmi á eftir. Húsbréfadeildin myndi alltaf tryggja hagsmuni sína með því að bjóða upp fyrir þessi nýju veð- skuldabréf, ef eignin færi á uppboð og þá fengjust þau greidd að fullu. — Þessi veðskuldabréf yrðu því sannkölluð gæðabréf með því að vera fyrir framan fasteignaveð- bréfin, segir Friðrik. — Húsbréfa- kerfið byggir á því, að fasteigna- markaðurinn fjármagni sig sjálfur, það er að seljandi lánar kaupand- anum til langs tíma. Það er líka hugmyndin á bak við þessi veð- skuldabréf, enda eina ráðið til þess að láta þennan markað ganga af sjálfu sér. í þjóðfélaginu er ekkert fjármagn fyrir hendi til þess að leggja í húsnæðismarkaðinn. Ef það yrði tekið annars staðar frá, myndi það einungis þýða minna framboð á fé þar og leiða til hærri vaxta. Þar að auki myndi það að- eins auka verðbólgu, ef veita ætti nýju fjármagni inn í þennan mark- að. Húsnæðismarkaðurinn þarf því að íjármagna sig sjálfur. Því er hins vegar ekki fyrir að fara við kaup og sölu á stórum eignum nú. Það sýna öll eignaskiptin. Því markmiði yrði hins vegar náð með þessum veðskuldabréfum. Ekki þarf heimild húsbréfadeildar til út- gáfu slíkra skuldabréfa. Með jafn lágu húsbréfaþaki og nú er, þá er því fólki, sem hefur það góð laun, að það getur staðið undir því að kaupa stórar húseign- ir, gert illkleift að kaupa þær, af því að það skortir fjármagn til út- borgunarinnar. Af sömu ástæðu getur eldra fólk ekki selt. Seljendur stórra eigna eru mjög oft fólk, sem er að minnka við sig vegna aldurs. Það þarf ekki á jafn stóru húsnæði að halda og áður, þar sem börnin eru farin að heiman. Það kostar líka sitt að eiga og reka stóra húseign kannski með myndarlegum garði og getan og viljinn til þess er kannski ekki sá sami og áður. Þetta fólk vill líka geta notað þá fjármuni, sem safn- ast hafa upp í húseign þess sem lífeyri og geta leyft sér það sem nútíminn hefur upp á að bjóða eins og ferðalög, sem það getur ekki annars, vegna þess að tekjur þess hafa minnkað. Með því að fá veð- skuldabréf með föstum gjalddög- um, sem hluta af greiðslu fyrir húseignina, er þetta mál leyst. Núverandi húsbréfakerfí tekur ekki nóg tillit til þarfa eldra fólks, sem á stóru eignirnar. Það skiptir því þetta fólk miklu máli, að fund- in sé lausn á þessu máli og ekki síður fyrir fasteignamarkaðinn og þjóðfélagið í heild. Þessi veðskulda- bréf, sem ég hef í huga, myndi liðka til fyrir markaðnum og hjálpa eldra fólki til að minnka við sig. Húsbréfin eru greidd út í heilu lagi samkvæmt útdrætti einhvern tímann á 25 ára tímabili og þá er eftir Mognús Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.