Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ Smiðjan ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 B 25 HLADM IIÍ S FRÁ Pósthússtræti, gamla lögreglustöðin. OFT HEFI ég heyrt menn velta fýr- ir sér hvað muni hafa valdið því að ekki voru byggð hér á landi hlaðin steinhús miklu fyrr en vitað er um. Líklegt er að skort hafi þekkingu og kunnáttu til þess að líma saman steinhleðslu og að vöntun á kalki hafi einnig verið orsök þess. Kunn- ugt er að danska stjórnin lét reisa nokkur steinhús hér á landi á seinni hluta 19. aldar. Áður er vitað um tvö dæmi um mannvirki úr steini. Auð- unn rauði Þorbergsson Hólabiskup (1313-1321) ætlaði að byggja stein- kirkju á Hólum. Auðunn hafði út með sér gijótsmið. Suður af staðnum í Raftahlíð fann hann rautt berg. Lét hann brjóta það upp og færa heim og telgja. Ekki varð þeirri kirkju- smíð lokið komst þó svo langt að sást fyrir gluggum á veggjum og altari var hlaðið af steini sem var holt að innan, með járnhurð fyrir. Eggert Ólafsson sem ferðaðist um landið 1752-1757 getur þessarar byggingar og segir múrinn allfagran, hlaðinn úr höggnum ferhymdum steinum og hafi kalkið enst vel í honum. Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) getur löngu síðar um steinhús að Skarði á Skarðsströnd. Húsin á 18. öld Eins og segir hér á undan lét danska stjórnin reisa nokkur steinhús á íslandi á síðari hluta 18. aldar og voru þau: Viðeyjarstofa 1752-1755, Hóladómkirkja 1759- 1763, Nesstofa á Seltjarnarnesi 1761-1763, (tugt- húsið) nú stjómar- ráðshúsið 1761- 1771, Vestmanna- eyja kirkju 1776 og dómkirkjuna í Reykjavík 1787- 1792. Skúli Magn- ússon lét einnig reisa Viðeyjarkirkju 1767-1774, að mestu eða öllu á eig- in reikning. Múrsteinshleðslur em til í fáeinum húsum frá fyrri hluta 19. aldar. Al- þingishúsið var hlaðið upp 1881. Þá lærðu íslenskir steinsmiðir að vinna grásteininn til húsagerðar og fylgdi mikil steinhúsaöld í kjölfar Alþingis- hússbyggingarinnar. Landsbanka- húsið við Austurstræti í Reykjavík var byggt 1893, hús íslandsbanka við Lækjartorg og Safnahúsið 1906- 1908. Síðan 1910 hafa fá hús verið byggð hérlendis úr tilhöggnum steini. Þá var steinsteypuöld gengin í garð. Steinbæir Talið er að á þessu tímabiii hinna hlöðnu steinhúsa fram til 1910 hafi samtals verið byggð 84 hús úr höggnum steini og auk þess 85 steinbæir. Steinbæir voru lítil hús nefnd sem flest vom í eigu verka- manna og sjómanna. Steinbæirnir vom 10-12x6 álnir að flatarmáli. Steinsmiðir í Reykjavík fundu upp nýja gerð steinveggja. Þeir voru einhlaðnir, steinamir lagð- ir í múrlím og fúgur fylltar bæði að utan sem innan með múr. Múrhúð var kastað á vegginn að utan en að innan vom veggirnir þiljaðir. Það gerði húsin hlýrri að þilja þau að innan og var líka venjulegt frá bæjum sem byggðir voru úr torfi og gijóti. Þessir steinbæir hafa margir verið rifnir niður á undanförnum árum. Nokkrir eru þó enn uppistandandi og fá vonandi að standa áfram sem dæmi um íbúðarhús síns tíma. Sá tími var afar merkur í byggingarsögu okkar. Húsagerðarlist Hin hlöðnu steinhús eru víðast til hinnar mestu prýði og auka á fjöl- breytileika húsagerðar hér á landi. Þetta á einnig við um þau hlöðnu steinhús sem sem hafa verið sléttm- úruð. Þau em sum fagurlega gerð og nægir að nefna Safnahúsið við Hverfisgötu í því sambandi. Aftur á móti hús eins og Aiþingishúsið, Hegningarhúsið við Skólavörðustíg, gamla lögreglustöðin við Pósthús- stræti o.fl. hús svipaðrar gerðar skera sig að útiliti frá öðrum nær- liggjandi húsum og eru til mikillar prýði. Þar blasa við augum vegfar- enda hús sem hlaðin eru af tilhöggn- um steini, hvers áferð ber handverk- inu vitni. Þetta eru gamlir og fagur munstraðir veggir. Sennilega mundi það kosta mikið að reyna að byggja hús á þennan hátt nú, þegar allt byggist á hrað- virkni og vélvæðingu. Hraun Hraungrýti hefur sennilega verið notað til húsagerðar í aldaraðir hér á landi. Þá hefur oftast verið nota eftir Bjarna Ólafsson Laufskálar, þjónustuíbúóir aldraóra i Laugarási Nýr valkoKlnr fyrir eldri borgara Selfossi. Morgunblaðið. Bygging vemdaðra þjónustuibúða fyrir aldraða er hluti af at- vinnuþróunarverkefni sem_sex sveit- arfélög í uppsveitum Árnessýslu standa að. Ibúðirnar munu rísa í Laugarási þar sem hönnuð hafa ver- ið 47 raðhús sem öll tengjast þjón- ustukjarna þannig að innangengt er úr öllum íbúðunum í hann um gler- gang sem jafnframt er hugsaður sem sólstofa fyrir hveija íbúð. Væntanlegir íbúar munu kaupa sér íbúðarrétt í húsunum sem verða í eigu sjálfseignarstofnunar. Sú stofn- un mun í öllu annast viðhald og umsjón með fasteignunum. Samstarf sex hreppa Uppsveitahrepparnir sex í Árnes- sýslu standa að Laufskálum en það nafn hafa þjónustuíbúðirnar fengið. Hrepparnir hafa undanfarin ár stað- ið saman að ýmsum verkefnum varð- andi heilsugæslu, skóla- og atvinnu- mál. íbúðirnar í Laufskálum eru ætlaðar eldri borgurum uppsveit- anna og íbúum utan svæðisins sem vilja nýta sér þennan nýja valkost í þjónustuíbúðum fyrir aldraða. „Kveikjan að þessum íbúðum er að fólk vill búa áfram í sveitinni. Síðan hefur orðið vart við áhuga sumarbústaðafólks og annarra um fasta búsetu á svæðinu," sagði Krist- jana Kjartansdóttir rekstrarfræðing- ur sem hefur umsjón með verkefn- inu. Hún sagði að framkvæmdir færu af stað og þegar hefðu verið seldar 10-15 íbúðir. Búið er að halda kynningarfund með heimafólki þar sem 60 manns mættu og töluverður áhugi kom fram á málefninu. Oryggi og góð fyrirgreiðsla Raðhúsin eru skipulögð sem ein- staklingsíbúðir með svefnherbergi, tveggja herbergja og þriggja her- bergja íbúðir. Við afhendingu verða íbúðirnar fullfrágengnar og tilbúnar til notkunar. AUar íbúðirnar hafa verönd og þeim fylgir garðskiki og matjurtagarður ef óskað er. Markmiðið með íbúðunum er að Hyggja íbúunum sem mest öryggi og sem besta fyrirgreiðslu. íbúar geta allan sólarhringinn haft beint samband við húsvörð eða vakt ef eitthvað bjátar á. íbúðarrétturinn er tryggður til æviloka og framlagið endurgreiðist samkvæmt sérstökum ákvæðum þegar íbúð er yfirgefin. Við hönnun er sérstakt tillit tekið til aldraðra en þannig er unnt að búa þar við skerta hreyfigetu. íbúunum mun standa til boða þjónusta gegn greiðslu sem miðast við kostnaðarverð. Má þar nefna heitan hádegismat í sameiginlegum matsal í þjónustukjarnanum, alla þjónustu í heilsugæslustöðinni í Laugarási og heimahjúkrun læknis- héraðsins, aðstoð við að koma fatn- aði í þvottahús eða hreinsun og ýmislegt annað. Þá hafa íbúarnir aðgang að sjúkraþjálfun, hársnyrt- ingu, heitum pottum og verslun. íbúðarrétturinn tryggður Verð íbúðanna er um 75 þúsund krónur á fermetra. Einstaklingsíbúð- irnar kosta sex milljónir, tveggja herbergja íbúðirnar átta milljónir og verð þriggja herbergja íbúðar er níu milljónir. Við fjármögnun íbúðakaupanna er gert ráð fyrir því að íbúarnir noti andvirði eldri íbúðar en stofni ekki til langtímaskulda. Viðskiptabanki sjálfseignarstofnunarinnar veitir væntanlegum íbúum fjármálaráð- gjöf við eignaskipti og fjármögnun hinnar nýju ibúðar. Þeir sem ætla að tryggja sér þjónustuíbúð leggja fram andvirði íbúðarinnar með jöfn- um greiðslum til viðskiptabanka sjálfseignarstofnunarinnar. í aðalat- riðum er gert ráð fyrir 14-20 mán- aðarlegum greiðslum og þeirri fyrstu við undirskrift samninga. íbúðar- réttarsamningurinn tryggir íbúum endurgreiðslu íbúðanna þegar þær eru yfirgefnar. Eitt þúsund krónur í liitakostnad á mánuði Ibúar greiða í hússjóð til sam- eiginlegs reksturs og er gert ráð fyrir 9-13 þúsund krónum á mán- HÚSIÐ Bankastræti 3. ÁFERÐ veggja Alþingis hússins. torf með gijótinu til þess að binda veggina og til fyllingar sem þétti- efni. Góðir hleðslumenn fóru á milli bæja og tóku að sér byggingarvinnu. Slíkir menn voru ekki nefndir stein- smiðir, eins og þeir sem klufu og meitluðu grágrýtið til húsagerðar, þeir voru nefndir hleðslumenn. Þeir notuðu sleggjur, hamra og meitla til þess að bijóta steinana eftir þörfum og til þess að fella þá saman. Þá var hleðslan tvöföld og fyllt inn á milli ytri og innri hleðslu með smástein- um og moid eða sandi. Þegar vel var hlaðið úr hraungrýti gátu slík- ir veggir staðið 1-2 mannsaldra. Þegar við virðum fyrir okkur verk hleðslumanna sem hlóðu hús- veggi úr hraungijóti sjáum við að þeir hafa ekki verið fjarri því að geta byggt varanlegri hlaðin steinhús. Þá virðist hafa vantað þekkingu á kalklími og sand- blöndu með kalki. Hegningarhúsið Hér á undan var ég að benda á hve fallegir veggir eru úr tilhöggnu gijóti. Ef þú, lesandi minn, hefur möguleika á að skoða og bera saman ^ úthliðar tveggja húsa í Reykjavík, þá langar mig til þess að benda þér á að skoða áferðina á útveggjum Alþingishússins. Þeir eru mjög fal- legir og hleðslan öll vandvirknislega unnin. Hver steinn heldur áferð höggverkfæranna sem sniðu þá til og fellur vel og slétt að næsta steini. Að lokinni skoðun Alþingishússins getur verið skemmtilegt að leggja leið sína upp Skólavörðustíg að Heggningarhúsinu þar. Utveggir þess eru fallega hlaðnir og jafnir nokkuð á yfirborðinu en r steinarnir í þeim veggjum eru ekki sniðnir til í ferstrendinga. Þarna gef- ur að líta hraungrýti og hafa sumir steinarnir gljáandi hlið út í yfirborð veggjarins. Heimildir úr Iðnsögu íslendinga, „Steypa lögð og steinsmíð rís“, eftir Lýð Bjömsson. RAÐHÚSIN tengjast öll þjónustukjarna á miðju svæðinu. Morgunblaðið/Sig. Jóns. SÝNINGARHÚSIÐ fyrir Laufskálabyggðina í Laugarási. uði í það. Þær greiðslur standa straum af ýmsum sameiginlegum kostnaði. Biskupstungnahreppur fellir nið- ur fasteignagjöld af sambyggðinni og Laufskálar munu njóta sérstakra vildarkjara á hitaveitu. Áætlaður hitunarkostnaður á íbúð verður ein- ungis um eitt þúsund krónur á mánuði. Reist hefur verið sýningarhús í Laugarási þar sem hægt verður að skoða frágang innan og utan húss ásamt því að líta á teikningar. Sýn- ingarhúsið verður opið á fimmtu- dögum klukkan 8-22 og á sunnu- dögum klukkan 14-17. Upplýsingar um Laufskála eru veittar á skrif- stofu Biskupstungnahrepps. Vinalegt umhverfi Laugarás er mjög vinalegur byggðarkjarni, miðsvæðis í uppsveit- um Árnessýslu. Þar er að finna helstu þjónustu og stutt á Selfoss í frekari þjónustu og einungis klukku- < stundar akstur til Reykjavíkur. 15 mínútna gangur er að Skálholti þar sem er blómstrandi menningarstarf- semi, námskeið og tónleikahald. Skjólgott er í Laugarási, veðráttan er mild og mannlífið gott. Útsýni frá Laufskálum er fallegt að Vörðufelli og yfir Hvítá, þar sem hún rennur niður með Skálholtstungu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.