Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 B 17 það hending, sem ræður því, hve- nær bréfín koma til greiðslu. Eldra fólk getur að sjálfsögðu ekki beðið í allt að 25 ár eftir að fá bréfín greidd. Ef það skortir lífeyri, neyð- ist það til að selja þau. Það kallar á aukið framboð á húsbréfum og þar af leiðandi hærri afföll af þeim. Jákvæð áhrif á verðbréfamarkaðinn — Ef seljendur stórra eigna fá hins vegar veðskuldabréf með föst- um gjalddögum t. d. fjórum sinnum á ári, sem hægt er að treysta á, þá eru komin til staðar verðbréf, sem ekki þaf að selja. Þau myndu því ekki setja verðbréfamarkaðinn úr jafnvægi, þar sem framboð á þeim yrði lítið. Það sem meira er, þau yrðu sennilega til þess að draga úr framboði á húsbréfum, þar sem þeir yrðu færri sem sæju sig tilneydda til þess að selja sín húsbréf en nú er. Að þessu leyti kynnu þessi nýju veðskuldabréf einnig að hafa jákvæð áhrif á hús- bréfamarkaðinn og verðbréfa- markaðinn í heild, þar sem afföll myndu minnka. Þá má benda á, að af þessum nýju veðskuldabréf- um yrði hvorki tekið lántökugjald né 0,25% vaxtamunur eins og tek- ið er af húsbréfunmum. Auðvitað geta stjórnvöld tekið þá ákvörðun að hækka þakið á húsbréfunum, en vandinn er ekki allur leystur með því. Það gæti orðið til þess að auka framboð á húsbréfum eitthvað, enda þótt ég vilji ekki gera mikið úr því, þar sem stærri eignirnar eru tiltölulega lít- ill hluti af markaðnum. Eg tel samt, að þessi nýju veðskuldabréf væru miklu betur til þess fallinn að leysa þann vanda, sem er á sölu stærri eigna nú og vera betur í takt við markaðinn með því að taka meira mið af hagsmunum bæði seljenda og kaupenda. — Við skulum taka raunhæft dæmi, sem á sér stað á fasteigna- markaðnum á hvergum degi nú, segir Friðrik ennfremur. —Sölu- keðja hefst á því, að einhver vill kaupa stórt hús. Hann selur þá hæðina sína. Sá sem kaupir hana, á 4ra herb. íbúð og selur hana, sá sem á 3ja herb. íbúð, kaupir hana en selur sína íbúð og sá sem á 2ja herb íbúð kaupir svo þá íbúð og selur sína. En með því að hafa húsbréfaþakið jafn lágt og nú, verða þeir færri sem geta keypt einbýlishús og aðrar stærri eignir og það kemur líka í veg fyrir, að aðrir, sem eiga litlar íbúðir en vilja komast í stærra húsnæði, geti lát- ið þann draum verða að veruleika. Af þessu má það vera ljóst, að það heftir alian fasteignamarkaðinn, ef ekki er hægt að selja stórar eign- ir. Því heyrist stundum fleygt, að hin tíðu eignaskipti á fasteigna- markaðnum nú stafi ekki bara af kröfum markaðarins, heldur ýti fasteignasalar undir þau, þar sem þannig fái þeir hærri sölulaun með því að selja tvær eignir í einu. — Þetta er ekki á rökum byggt, segir Friðrik. — Yfirleitt eru lægri sölulaun tekin af þeirri eign, sem sett er á móti upp í kaupverðið. Þeir sem kaupa stærri eign en þeir áttu áður, þurfa að selja sína eign og verða þá að sjálfsögðu að greiða sölulaun. Þá skiptir ekki máli, hvort hún er seld eiganda stærri eignarinnar eða einhveijum þriðja aðila. Það sem máli skiptir er, að með því að setja minni eign upp í stærri, er hægt að koma við- skiptum á, sem væri annars ekki hægt, vegna þess að það finnst enginn kaupandi. Eignaskipti eru því af hinu góða og þau eru ekkert dýrari fyrir markaðinn í heild heldur ódýrari ef eitthvað er. Þau eru líka örugg- ari, því að þá er beint réttarsam- band milli seljanda og kaupanda að báðum eignunum. Það er hins vegar ekki, ef sá, sem á minni eign- ina, selur hana fyrst þriðja aðila og kaupir svo stærri eignina. Eignaskipti stuðla samt vafalaust að fleiri sölum og að því leyti hagn- ast fasteignasalarnir. En þeir fá minna í sinn hlut fyrir hveija ein- staka sölu en þegar eign er selt beint. Markaðurinn fer sínar eigin leiðir Friðrik víkur að lokum að íbúða- markaðnum eins og hann horfir nú við að áliðnu sumri og segir: Markaðurinn hefur tekið vel við sér að undanförnu og ekki ólík- legt, að það stafi af umræðunni um, að ríkisábyrgðin á húsbréfun- um kunni að verða felld niður og þá verði erfiðara að kaupa. Jafn- framt verði hugsanlega allt öðru vísi tekið á greiðslumati, ef bank- arnir taka alfarið við húsbréfakerf- inu og að það verði dýrara í vöf- um. Þetta skapar óvissu og því kýs fólk að flýta sér til að kaupa nú. En meiri hreyfing á markaðnum nú kann einnig að stafa af aukinni bjartsýni í þjóðfélaginu yfirleitt. Hluti af kreppu er sálarástand fólks. Nú eru margir þeirrar skoð- unar, að botninum sé náð og að efnahagsástandið fari batnandi. Það leiðir líka til þess, að margir vilja verða fyrri til, ef íbúðarhús- næði ætti eftir að hækka í verði eða einhveijar gerðir þess t. d. betri eignir, þó að það sé ekkert áþreifanlegt, sem bendi til þess í augnablikinu. Yfirleitt er fremur lítil hreyfing á fasteignamarkaðnum í ágúst- mánuði vegna sumarleyfa og ferðalaga. Fólk er með hugann við annað. Nú hefur verið meira að gera í ágústmánuði en í sama mánuði í fyrra og á undanförnum árum. Það bendir til einhvers, en hvað það er, veit enginn nákvæm- lega. Það er oft, sem hin ósýnilega hönd markaðarins gerir eitthvað, sem enginn kann raunverulega skýringu á. Það er líkast því, sem markaðurinn finni á sér breytingar fyrirfram og bregðist þá við á und- an breytingunum. Markaðurinn fer sínar eigin leiðir eins og hin tíðu eignaskipti nú sýna. 1 ................... Gróðrarstöð í Hveragerði Til sölu rekstur og húseignir Gróðrarstöðvarinnar Snæ- fells í Hveragerði. Um er að ræða 4 gróðurskáía, sam- tals um 600 fm. Einnig fylgir stöðinni 150 fm nýlegt ein- býlishús ásamt 50 fm bílsk. Stöðin er í fullum rekstri. Skipti koma til greina á fasteign í Reykjavík. Verð 28,0 millj. Áhv. húsbréf 6,0 millj. Firmasala Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 50, sími 885070, Gunnar Jón Yngvason, sölumaður. EIGENDUR Goðatúns 12, þau Steinunn Jóhannsdóttir og Ragn- ar Ragnarsson, hlutu viðurkenningu fyrir framúrskarandi endurgerðan garð í elzta hverfi bæjarins. Garðurinn hefur ver- ið opnaður að götunni og er þar að finna mikið blómaskrúð. FAXATÚN var valið snyrti- legasta gatan í Garðabæ á þessu ári. Vióur- kennlng- arí Garóabæ í Garðabæ eru veittar viðurkenn- ingar fyrir snyrtilegt umhverfi og hefur bæjarstjórn Garðabæjar ákveðið að fenginni tillögu um- hverfisnefndar bæjarins að eftir- taldir aðilar hljóti viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi í ár: Morgunblaðið/Magnús LYF HF. hlaut viðurkenningu fyrir lóð við atvinnuhúsnæði að Garðaflöt 16-18. Eigendur lóða við þessi íbúðar- hús hlutu viðurkenningu: Eigendur Hæðarbyggðar 11 hlutu viðurkenningu fyrir smekk- lega hannaða lóð, þar sem hæð- armismunur er nýttur mjög hugvit- samlega jafnt í framgarði sem í bakgarði. Það heyrist t. d. lækjarn- iður út frá lóðinni, en þar er útbú- inn lækur með smáfossi. Blóma- tegundir eru einnig fjölbreyttar í garðinum. Eigendur Goðatúns 12 hlutu við- urkenningu fyrir framúrskarandi endurgerðan garð í elzta hverfi bæjarins. Garðurinn hefur verið opnaður að götunni og er þar að finna mikið blómaskrúð. Eigendur Hegraness 31 hlutu viðurkenningu fyrir heildarsvip lóðar. Lóðin fellur saman í eina heild þrátt fyrir það, að hún sé mjög stór. A lóðinnni er smekkleg- ur tijá- og blómagróður. Lyf hf. hlaut viðurkenningu fyr- ir lóð við atvinnuhúsnæði að Garðaflöt 16-18. Unnið hefur verið við endurgerð lóðarinnar að hluta. Faxatún var valin snyrtilegasta gatan í Garðabæ á þessu ári. Ármúla 1, sími 882030 - fax 882033 Ægir Breiðfjörð, lögg. fastsali, hs. 687131. Bjarki Tryggvason, sölumaður, hs. 886776. Vantar — 4ra herb. nýl. eða nýupp- gerða íb. ca 100 fm gjarnan í nýja miðbæn- um eða Gröndunum. Staðgreiðsla í boði. Eldri borgarar Hafnarfjöröur — góð kaup. Glæsil. ný fullb. ca 110 fm íb. á 4. hæð ásamt biískýli í „Turninum í Eyrarholti". Áhv. ca 6 millj. húsbr. Mögul. skipti á minni eign eða bíl. Reykjavík. Vorum að fá fallegt enda- raðh. með bílsk. á góðum stað. Hafiö sam- band. Einbýli — raðhús Fagrihjalli — Kóp. Nýl. ca 235 fm næstum fullb. raðh. á pöllum. Á jarðh. er ca 70 fm séríb. Stærri íb. er ca 130 fm og er á þrem pöllum. Innb. bílsk. Verð 11,5 millj. Áhv. ca 8 millj. langtl. Hveragerði. Einb. á einni hæð við Lyngheiði. Verð 7 millj. Fossvogur. Gott parh. á einni hæð ca 162 fm ásamt bílsk. 5 svefnherb. Gott skipul. á húsinu. Mjög góð staösetn. Mög- ul. skipti á 3ja-4ra herb. íb. með bílsk. á svipuðum slóðum. Gerðin. Gott einb. við Langagerði 156 fm ásamt fokh. viðbyggingu og 37 fm bílsk. Mögul. skipti á 4ra herb. Reyrengi. Ca 193 fm einb. ó eínni hæö með innb. bilsk. Selst fullb. að utan, fokh. eða tllb. u. tróv. innan. Yfirhæð é bilskhurð fyrír joppe. Viðarrimi 55. Ca 183 fm einb. á einni hæð með 36 fm bílsk. Selst tilb. til innr. Hægt að flytja inn í haust. Pingás. Nýtt fallegt ca 190 fm einb. á tveim hæðum með 36 fm bílsk. Laust. Hægt að flytja inn strax. Mögul. skipti á 2ja-5 herb. íb. í blokk. Hvannalundur - Gbæ. Fallegt ca 124 fm einb. á einni hæð ásamt 39 fm bílsk. Stór og fallegur garður. Kyrrlátur staður. 4ra-7 herb. Háaleitisbraut. Góð ca 100 fm endaíb. á 4. hæð. Björt íb. Áhv. 4,4 millj. langtl. Dalbraut. Rúmg. 115 fm íb. á 1. hæð ásamt bílsk. Mögul. skipti á 2ja-3ja herb. íb. Vesturberg. Ca 96 fm íb. á 4. hæð. Áhv. 4,3 millj. langtl. Mögul. skipti á minna. Leirubakki. Ca 121 fm íb. á 2. hæö. Ca 40 fm rými í kj. getur fylgt. Gerðhamrar. Mjög falleg ca 150 fm sórh. Frábær staöur fyrir barnafólk. Mjög vandaðar innr. Mögul. á 4 svefnherb. Park- et. Falleg lóð. Verð 11,4 millj. Áhv. 4,5 millj. langtl. Efstihjalli — Kóp. Falleg íb. é 1. hæð. Ágæt aðstaða fyrir börn. Hagst. langt- lán 3,5 millj. Laus strax. Bólstaðarhlíð. Endurn. 96 fm íb. á 1. hæð. Björt með góðu fyrirkomulagi. Verð 7,5 millj. Áhv. 3 millj. langtl. Bogahlíð. 4ra-5 herb. ca 102 fm íb. á 1. hæð á þessum vinsæla stað. Verð 7,6 millj. Hvassaleiti — 4ra herb. Góð ca 100 fm íbúð á 1. hæð. Góð staðsetn. gegnt Útvarpshúsinu. Flúðasel. Ca 100 fm góö íb. á 1. hæð. Sór garður. Bílskýli. Verð 7,5 millj. Áhv. 2,0 millj. langtlán. Laus fljótl. Blöndubakki. Ca 104 fm íb. á 3. hæð. ásamt 12 fm herb. í kj. Áhv. 2,0 millj. langtlán. Gott verð. Mögul. skipti á 2ja. Arnartangi — Mos. Gott endaraðh. á einni hæð tæpir 100 fm. Stór fallegur garður m. afgirtri suöur- verönd. Áhv. 342 m. Verð 8,2 2ja-3ja herb. Stelkshólar. Björt og góð 3ja herb. íb. ó 3. hæð í lítilli blokk. Bilsk. getur fyfgt. Hagst. verð. Laus strax. Hofteigur. Ca 77 fm íb. í kj. Góð stað- setn. við Laugarneskickju. Áhv. 2,1 millj. veðd. Reykás. Falleg ca 104 fm íb. á 1. hæð í góðri blokk. Parket. Þvottah. í íb. Verð 7950 þús. Áhv. 2,8 millj. Laus. Suðurbraut - Hf. — 3ja. Tæpl. 70 fm endaíb. á 2. hæð. Björt íb. Gunnarssund — Hf. Nýuppg. 3ja herb. ca 78 fm íb. á jarðh. Sérinng. Allar innr. nýjar. Nýtt rafmagn. o.fl. Parket. Hringbraut - 2ja. Ca 45 fm fb. á 1. hæð. Verð 4,3 millj. Garðabær - 2ja-3ja. Ca. 70 fm ný falleg íb. v. Lækjarfit. Sérlóð, sórinng. Áhv. húsbr. 3,5 millj. Friðsælt umhverfi v. lækinn. Vesturberg. Endurn. snyrtil. ca 54 fm íb. á 2. hæð í blokk þar sem utanhússvið- gerð er nýlokið. Parket. Verð 5,2 millj. Áhv. 3,1 millj. langtímal. Ránargata — 3ja. Rúmg. risíb. Hægt að bæta v. rými i geymslulofti. Verð 5,3 millj. Áhv. veðd. 2 millj. Hraunbær — 3ja. Björt og góð ca 85 fm íb. á 3. hæð ásamt herb. í kj. með aðgang að snyrtingu. Parket. Suðursv. Verð 6,5 millj. Ljósvallagata — 2ja. Ca 50 fm jarðh. með sérinng. Mjög góð staðsetn. fyr- ir skólafólk. Verð 4,7 millj. Æsufell — 2ja. Ca 54 fm íb. á 7. hæö í lyftublokk. Laus fljótl. Gott verð. Ásvallagata. Tilvalið fyrir háskólafólk ca 38 fm íb. á 2. hæð. Sórl. skemmtil. eln- staklíb. Verð 4,2 millj. Áhv. 800 þús. Austurbrún — 2ja—3ja. Góð íb. á jarðhæð með sérinng. ca 83 fm. Mikið endurn. Stór stofa. Parket. Mögul. skipti á sérhæð á nálægum slóðum. Spóahólar. Góð 3ja herb. ca 76 fm íb. á 2. hæð. Eigandi er tilbúin að lána hluta af kaupverði. Álftamýri — 3ja. Góð ca 76 fm íb. á 3. hæð. Parket. Áhv. 4,6 millj. lantl. Góð kaup. Lítil útborgun. Atvinnuhúsnæð Bolholt — Laugavegur. Ca 344 fm húsn. á jarðh. f. verslun og eða lóttan iðnað. Auðvelt að skipta í 3 einingar. Miklir möguleikar. Grensásvegur. Gott skrifstofuhúsn. í góðu húsi, tvær einingar 200 fm hvor. Selst í einu eða tvennu lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.