Morgunblaðið - 03.11.1994, Síða 28

Morgunblaðið - 03.11.1994, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RÆÐA SOLZHENÍTZ YN S í DÚMUNNI ÞAÐ var söguleg stund er rithöfundurinn og nóbelsverðlauna- hafinn Alexander Solzhenítzyn flutti ræðu í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, sl. laugardag. Solzhenítzyn var ásamt Andreí Sakharov þekktasti andófs- maðurinn á tímum Sovétríkjanna. Áratugum saman var hann tákn baráttunnar gegn alræðinu og hinu miskunnarlausi skrif- ræði Sovétkerfisins, ekki bara á Vesturlöndum heldur einnig í augum rússnesks almennings. Árið 1970 voru honum veitt bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir bækur á borð við „í Innsta hring“ og „Krabbadeildina", en hann gat þó ekki veitt þeim viðtöku fyrr en 1974. Þekktasta ritverk hans er hins vegar líklega „Gúlag-eyjaklasinn“, sem kom út í þremur bindum á árunum 1974-78, þar sem hann greinir frá þróun þrælkunarbúðakerfisins í Sovétríkjunum og eigin reynslu af því. Árið 1974 var Solzhenítzyn gerður útlægur af sovéskum stjórnvöldum og sviptur ríkisborgararéttindum. Opinberlega var hann kallaður „óvinur þjóðarinnar“. Honum var veittur rússneskur ríkisborgararéttur á ný árið 1990 en það var ekki fyrr en í maí á þessu ári að hann sneri aftur til heimalandsins. í stað þess að fljúga beint til Moskvu ákvað rithöfundurinn að fljúga til Vladivostok og ferðast með lest í gegnum Rússland þvert og endilangt til að hitta almenning og ræða aðstæður í Rússlandi. Solzhenítzyn vísaði einmitt til þessarar ferðar í ræðunni sem hann flutti í Dúmunni: „Eftir að hafa ferðast um fjölmörg hér- uð Rússlands, eftir hundruð funda og þúsundir bréfa, hef ég orðið þess áskynja að þjóðin er rúin sjálfstrausti, buguð af auð- mýkingunni og skömminni sem fylgir því að vera ósjálfbjarga . . . Fólkið stendur frammi fyrir ömurlegu vali: Að lifa eins og beiningarmenn eða leita leiða til að svíkja ríkið og hvert annað." Solzhenítzyn gagnrýndi þingmenn harðlega fyrir að afgreiða ekki lög sem nauðsynleg væru til að Rússiand gæti kallast lýð- ræðisríki. „Völdin snúast ekki um hlunnindi og ekki um stolt, heldur skyldur og skuldbindingar." Einnig varaði hann við því að selja nýríkum samyrkjubú Rússlands og sagði það vera „þjóðarbtjálæði" að láta viðgang- ast að 25 milljónir Rússa yrðu eins og strandaglópar í öðrum fyrrverandi Sovétlýðveldum. Hvatti hann til þess að myndað yrði slavneskt bandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands, Úkraínu og Kazakhstans, þar sem Rússar eru í meirihluta. Solzhenítzyn hefur áður viðrað þessi sjónarmið, t.d. í grein í dagblaðinu Komsomolskaja Pravda fyrir fimm árum, þar sem hann lagði til að slavneskt bandalag yrði myndað um leið og Sovétríkin yrðu lögð niður. Segja má að rithöfundurinn sé fulltrúi hinnar sígildu rúss- nesku þjóðernisstefnu og margir hafa spáð því að hann verði sameiningartákn hins Nýja-Rússlands. Hann hefur aldrei verið talsmaður vestræns lýðræðis og oft- sinnis gagnrýnt Vesturlönd fyrir andlega úrkynjun. Að sama skapi hefur hann ávallt barist gegn kommúnismanum og í seinni tíð fordæmt rússneska þjóðernisöfgamenn á borð við Vladímír Zhírínovskíj. Hefur Solzhenítzyn lýst því yfir að sá maður sé „ömurlegasta skrumskæling" rússneskrar þjóðernishyggju sem fyrirfinnist. Skömmu eftir heimkomuna lýsti Solzhenítzyn því yfir að hann myndi aldrei gegna neinu pólitísku embætti en í staðinn reyna að beita sér fyrir „andlegri endurnæringu" þjóðarinnar með öðrum hætti. Honum hefur orðið tíðrætt um „gervilýð- ræði“ og segir afstöðu Rússa til kosninga ekkert hafa breyst frá Sovéttímanum. Margir nefna hann sem hugsanlegan frambjóðanda í forseta- kosningunum árið 1996. Sjálfur vísar hann slíkum hugmyndum alfarið á bug og segist engin slík áform hafa. Áhrif hans felist í því að koma boðskap sínum á framfæri með ritverkum sínum, í samtölum við fólk og ræðum á borð við þá er hann hélt í Dúmunni. Raunar væri það andstætt hugmyndafræði Solzhenítzyn að fara í forsetaframboð. í ræðum sínum hefur hann ítrekað bent Rússum á að þeir verði að losa sig við þá gríllu að „sterkur leiðtogi" sé lausnin á öllum vandamálum þeirra. Hann hefur andúð á miðstýringu og embættismönnum og telur miðstjórn frá Moskvu vera eina helstu meinsemd Rússlands. í ræðu sinni í Dúmunni lagði hann til að tekið yrði upp á ný gamalt rúss- neskt kerfi frá því fyrir byltingu, er byggir á héraðsráðum frem- ur en þjóðþingum. Þingið væri að hans mati hluti af fámennis- stjórninni, sem hefði tekið við af alræðisstjórn kommúnista. Á næstu árum mun koma í ljós hversu mikinn hljómgrunn skoðanir Solzhenítzyns hafa hjá rússnesku þjóðinni. Hugsanlega hefur hún þörf fyrir andlegan leiðtoga og leiðsögumann á borð við Alexander Solzhenítzyn. SJÁVARÚTVEGUR Stríðshansfo Átök um umboðssölu og markaðshlutdeild hér innanlands geta magnast upp á milli Sölumið- —--------------------------->--------------- stöðvar hraðfrystihúsanna og Islenskra sjávar- afurða og fyrirtælga þeim tengdum, í kjölfar ' þess að IS hefur fest kaup á 30% hlut í Vinnslustöðinni. Agnes Bragadóttir kynnti sér málið og lýsir hér, í fyrri grein sinni, aðdrag- -----------------------^-------------------- anda samningsins við IS og áhrifum hans. FisksöluJ af INNLENDUM VETTVANGI LÍKUR eru á því, að þau við- skipti sem innsigluð voru með undirritun Bjarna Sig- . hvatssonar, stjórnarfor- manns Vinnslustöðvarinnar, og Benedikts Sveinssonar, forstjóra ís- lenskra sjávarafurða, í Vestmanna- eyjum sl. sunnudag, þar sem Bjarni seldi ÍS 30% hlut sinn og fjölskyldu sinnar í Vinnslustöðinni hf., eigi eft- ir að hafa umtalsverð áhrif á við- skiptalíf hér á landi. Til sanns vegar má færa að ís- lenskar sjávarafurðir, með fulltingi Olíufélagsins hf., Samskipa hf. og Vátryggingafélags íslands hf., hafi með þessum hætti seilst til valda og áhrifa inn á það svæði viðskiptalífs- ins, sem hingað til hefur verið „óskor- uð eign Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, Eimskipafélags íslands og Tryggingamiðstöðvarinnar". Enda láta nú viðmælendur úr þeim armi viðskiptalífsins í veðri vaka, að „stríðshanskanum hafi verið kastað“ og að hörð átök á þessum markaði muni fylgja í kjölfar þessa atburðar. Það sem er kannski sterk vísbend- ing um að slík átök séu í uppsiglingu er sú staðreynd, að ákveðnir tals- menn SH hafa nú gefið í skyn, að Sölumiðstöðin kunni á næstunni að færa út kvíarnar og hefja umboðs- sölu á saltfiski. Slíkt væri af mörgum túlkað sem stríðsyfirlýsing við Sölu- samband íslenskra fiskframleiðenda, þar sem Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, gegnir stjórnarformennsku. En spyija má, hvort svo væri í raun og veru, Hvað ætti að mæla því í mót, að SH eins og aðrir, færði út. umsvif sín, ef þeir á annað borð hafa kaup- endur að saltfiski? . Ótrúlegur vanþroski „Mér finnst alveg með ólíkindum og ótrúlegur vanþroski, ef menn ætla að fara að blanda saman kaup- um ÍS á hluta af Vinnslustöðinni hf. og starfsemi SÍF,“ segir Sighvatur, „og ég neita að trúa því, að menn séu svo lokaðir af, í sínum fílabeins- turnum, ef þetta eru þeirra sjónarmið, að þeir nái engu jarðsambandi." Vissar grunsemdir eru uppi innan SH um að þeir hjá ÍS séu að seilast til valda og áhrifa innan SÍF, sem SH hefur fullan hug á að svara. Þeir hjá SH eru þó ákveðnir í því, að ef Sölumiðstöðin hefur umboðssölu á saltfíski, sem vel komi til greina, þá sé slík ákvörðun þessu máli með öllu óskyld og tengist því á engan hátt. Verði sú niðurstaðan, sé þar einfald- ÍS. virðast ætla að velgja SH undir uggum, með kaupum sín- um á 30% í Vinnslustöðinni. lega um svar SH að ræða við eftir- spurn viðskiptaaðila á erlendri grund — eðlileg markaðssókn og ekkert annað. Raunar verður það að segjast ís- lenskum sjávarafurðum til hróss, að fyrirtækið virðist framsæknara og grimmara í markaðssókn hér innan- lands en SH, að mati margra sem fylgjast grannt með sjávarafurða- sölufyrirtækjum okkar. Margir for- ystumenn í sjávarútvegi telja, að þeir hjá SH hafi í raun og veru ver- ið of rólegir í tíðinni, þar sem um nokkurt skeið hefur blasað við að Vinnslustöðin myndi ráð- ast í endurfjármögnun sem þá, sem nú hefur verið ákveðin. Hafa forsvarsmenn SH fengið orð í eyra frá vel- unnurum sem rætt var við, þegar upplýsinga var aflað vegna þessarar greinar, fyrir að hafa ekki haft frum- kvæði að því að koma inn í viðræður við forsvarsmenn Vinnslustöðvarinn- ar, með það fyrir augum að tryggja áframhaldandi viðskipti Vinnslu- stöðvarinnar við SH sem lauslega áætlað gefa SH um 45 milljónir króna á ári í tekjur, þ.e. umboðssölulaun Úrelt og gam- aldags sjón- armið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.