Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 9 FRÉTTIR ... ■V ■!: jfwíCí Enginn aðgangseyrir á almenna dansleiki á Hótel íslandi Aðrir virðast ekki fylgja á eftir SÚ ÁKVÖRÐUN Ólafs Laufdals veitingamanns að afnema að- gangseyri á almenna dansleiki á Hótel Islandi virðist ekki hafa haft áhrif á verðlagningu annars staðar. Þó virðist enginn vafi leika á því að vinsældir kráa hafa haft áhrif á aðsóknina. „Við seljum inn í Þjóðleikhús- kjallarann og Ingólfscafé og báðir staðirnir eru með röð frá mið- nætti. Krafa gestanna er því ekki að leggja niður aðgangseyri. Krafan er auðvitað að fá almenni- lega þjónustu og ef gestirnir eru ánægðir með það sem er í boði borga þeir, segir Björn Leifsson, eigandi Þjóðleikhúskjallarans og Ingólfscafés, og nefndi að eins og erlendis ættu staðir utan mið- borga erfiðara uppdráttar en aðr- ir skemmtistaðir. Hann staðfesti að vinsældir kráa hefðu haft afleiðingar fyrir dansstaðina og nefndi að minnkað hefði í Þjóðleikhúskjallaranum þegar Kaffi Reykjavík opnaði. Nú hafi Þjóðleikhúskjallarinn hins vegar unnið gestina til sín aftur. Björn sagði að aðgangseyrir hefði lækkað á undanförnum árum. Hann væri nú 500 kr. á föstudagskvöldum, 700 kr. í Þjóð- leikhúskjallarann og 800 kr. i Ingólfscafé á laugardögum. Gest- ir virtust sætta sig við verðið og ekki yrði hætt að rukka aðgangs- eyri. Tilraun gerð í sumar Jóhannes Bachmann, skemmt- anastjóri á Ömmu, sagði að til- raun hefði verið gerð með að bjóða gestum frían aðgang að staðnum í sumar. Reynslan hefði verið sú að engu máli virtist skipta fyrir aðsóknina hvort frítt væri inn eða ekki. „Ef fólk ætlar á krár, eða stað þar sem ekki er hægt að dansa, gerir það það en ef það ætlar að fara á huggulegri staði til að dansa fer það á dansstaði og borg- ar inn ef að aðgangseyrir er rukk- aður,“ sagði Jóhannes. Hins vegar sagði hann að aðgangseyrir væri hafður 500 kr. fyrir hálf tólf og 1000 kr. eftir hálf tólf til að trekkja að gesti á þeim tíma. Sveinbjörn Friðjónsson, fram- kvæmdastjóri veitingasviðs Hót- els Sögu, sagði að 850 kr. að-~ gangseyrir væri að dansleikjum á laugardagskvöldum. Aðsókn hefði heldur farið minnkandi en staðið í stað síðustu tvö til þrjú ár. Hann sagði að ekki hefði ver- ið tekin ákvörðun um hvort breyt- ing yrði á aðgangseyri. Nýr ritstjóri Vinnunnar •VINNAN, blað Alþýðusam- bands íslands, er komin út og hefur blaðinu verið breytt frá því sem áður var. Vinnan er nú í dag- blaðsstærð og verður blaðið gefið út oftar en verið hefur, eða á þriggja vikna fresti að jafnaði. Ráðinn hefur verið nýr ritstjóri til blaðsins, Arn- ar Guðmundsson blaðamaður. Arnar segir að hér eftir verði lögð meiri áhersla á að ná til yngri kyn- _ slóðarinnar f ASI, en alls eru í hreyfingunni um 60 þúsund manns. „Framundan eru átök um ýmis grundvallaratriði sem snerta raunverulegar kjara- bætur til launafólks í landinu, lífs- kjör fjölskyldna, húsnæðismál, at- vinnustefnu til framtíðar sem getur unnið gegn atvinnuleysi, lífeyris- mál og endurskoðun á vinnulögg- jöfinni svo fátt eitt sé nefnt. Breyt- ingar á blaðinu nú þjóna þeim til- gangi að mæta brýnni þörf fyrir kröftugri rödd launafólks í því umróti sem framundan er. Arn- ar er 29 ára gamall. Hann hefur lokið námi í fjölmiðlafræði og bók- menntafræði frá Háskóla íslands og framhaldsnámi í félagsvísindum frá háskólanum í Birmingham, Englandi. Arnar hefur starfað sem blaðamaður á Þjóðviljanum, Helg- arblaðinu og sem sjálfstætt starf- andi. Þá hefur hann fengist við önnur ritstörf og unnið fyrir Ríkis- útvarpið. íslendingar á Cho-Oyu TÖLUVERÐIR erfiðleikar hafa þegar mætt þremur íslendingum og níu öðrum fjallgöngumönnum í fyrsta áfanga leiðangurins upp á Cho-Oyu-tind í Tíbet. Leiðangurinn hélt frá Kat- mandu yfir Himalayafjöllin til Tí- bet í síðustu viku. Eina leiðin yfir fjöllin er svokallaður Vináttuþjóð- vegur og höfðu monsoon-rigning- arnar lokað honum með vatns- og aurskriðum. Tólfmenningarnir þurftu því að tæma bílana og ýta þeim yfir skriðurnar. Leiðangur- inn er nú að fara upp með Kyet- rak-jökli og bera jakuxar allan farangur. íslensku fjallgöngumennirnir eru Einar Stefánsson, Hallgrímur Magnússon og Björn Olafsson. Fjallið er yötta hæsta fjall í heimi eða 8.201 metri. Fjallstindurinn Cho-Oyu sést efst hægra megin á myndinni. Flotkví Akureyrarhafnar formlega tekin í notkun í gær og sýnd almenningi í dag Fyrsta skipið tekið upp FLOTKVÍ Akureyrarhafnar var formlega tekin í notkun í gær. Flotkvíin verður al- menningi til sýnis frá kl. 17 til 18 í dag. Fyrsta skipið var tekið í kvínna á fimmtu- dag, en það var Guðmundur Ólafur ÓF frá Ólafsfirði, sem er í viðhaldi hjá Slippstöð- inni Odda á Akureyri. Flotkvíin var smíðuð í Litháen og afhent þar á liðnu vori, en hún kom til Akureyrar í byijun júní. Síðan hefur verið unnið af krafti við að undirbúa kvíarstæðið sem er norðan við skemmu Slippstöðvarinnar-Odda en þar voru grafnir út 155 þúsund rúmmetr- ar til að koma kvínni fyrir. Þær framkvæmd- ir kostuðu um 75 milljónir króna en flotkví- in sjálf 177 milljónir. Hún er 2.800 tonn að þyng og hefur 5.000 tonn lyftigeftu. Hún er 116 metra löng, 24 metrar á breidd og getur tekið skip með allt að 7,6 metra djúp- ristu. Aðgerðir gegn kýlapest í Elliðaánum Reynt að ná öllum fullorðnum laxi ÞEIR aðilar sem að Elliðaánum standa hafa komist að samkomulagi um hvað gera skuli til að stemma stigu við útbreiðlsu kýlaveikinnar sem fram kom í laxastofni árinnar í sumar. Um er að ræða þríþætta aðgerð sem standa mun fram á vor og felst í þvi að koma í veg fyrir að fullorðnir laxar komist aftur til sjávar næsta vor. Vatnið minnkað stórlega „Við erum mjög sáttir við þessar aðgerðir, að sjúkdómurinn sé ekki orðinn útbreiddari en svo að þær dugi til að koma böndum á hann,“ sagði Friðrik Þ. Stefánsson, formað- ur Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðgerðirnar sem ákveðnar hafa verið eru í því fólgnar, að nú strax í lok veiðitímans verður vatnsmagn árinnar minnkað stórlega og síðan dregið á vítt og breitt. Að sögn Frið- riks verður þá öllum sýktum laxi fargað, en hrogn og svil úr heilbrigð- um fiskum geymd með það fyrir augum að ala mikið magn heil- brigðra seiða af Elliðaárstofni til sieppinga. Síðan verður aðgerðin endurtekin er líður á vetur, eftir því hvenær veður leyfir. Loks verður ánum lokað með vorinu þannig að hoplax kemst ekki til sjávar. Verður hann allur drepinn, auk þess sem allur nýr göngulax verður fangaður í kistu neðst í ánni og hann skoðaður. ■ftrC /S í 36 ár Hressingarleikfimi kvenna hefst mánudaginn 18. september pk. Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskóla og fþróttahús Seltjarnarness. Fjölbreyttar æfingar - músík - dansspuni - þrekæfingar - slökun. Veriö með frá byrjun. m Innritun og upplýsingar í síma 553-3290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.