Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 39 BRÉF TIL BLAÐSINS Riðuveiki hefur fundist á 15 bæjum af 450 eftir fjárskipti Frá Sigurði Sigurðarsyni: RIÐUVEIKI í sauðfé er að öllum líkindum víðar á gömlu riðu- svæðunum en fram er komið. Veik- in hefur reynst erfið viðfangs eins og vænta mátti, þar sem hún get- ur legið niðri 1-2 kynslóðir án þess að láta á sér kræla. Enn er margt óljóst um smitefnið sjálft en þó vitað, að það þolir 8 klst. suðu án þess að eyðast og sótt- hreinsiefni önnur en klór vinna lítt eða ekki á því. Hún hefur komið aftur í ljós á 15 af þeim 450 bæj- um sem hafa fengið nýjan fjár- stofn eftir að öllu fé var fargað vegna riðu. Þar af eru 405 bæir sem hafa haft nýjan fjárstofn í 5 ár nú í haust án þess að riða hafi komið aftur. Af bæjunum fimmtán þar sem veikin hefur komið aftur eru fimm í Svarfaðardal, fimm á Austurlandi, tveir í Suður-Þin- geyjarsýslu, einn í Skagafirði vest- an vatna, einn í Langadal austan Blöndu og einn í Vesturhópi. Sótt- hreinsun virðist ekki hafa dugað á þessum bæjum. Ef til vill hefði þurft að standa öðru vísi að henni en gert var. Verið er að endur- skoða reglur um sótthreinsun, meðferð á fénu og fleira í þeirri von að árangur batni. Nánari grein verður gerð fyrir því fljótlega. Sýna þarf gát við alla meðferð fjárins. Enginn má bregðast ef vel á að takast. Nú þegar göngur og réttir eru að hefjast er minnt á eftirfarandi atriði: 1. Hafið hentuga 'kerru með í göngur og aðrar fjárleitir þar sem við verður komið, svo taka megi frá og flytja í einangrun til byggða, kindur sem sýna riðueinkenni (kláða, sletting eða óstyrk í hreyf- ingum, hræðslu eða önnur einkenni frá miðtaugakerfi og vanþrif). Lát- ið vita strax um slíkar kindur, sem skilja verður eftir. Sækið þær og komið þeim til rannsóknar. Dýra- lækniskostnað og rannsóknar- kostnað greiðir ríkið. 2. Látið lóga og rannsaka allar slíkar kindur, sem koma fyrir í heimalöndum. Menn geta kallað dýralækni til rannsóknar á þeim sér að kostnaðarlausu. 3. Sveitarstjórnir eru hvattar til að ná samkomulagi sín í milli um að taka ekki heim heldur láta farga sem mestu af flækingsfé, sem kemur fyrir í öðrum afréttum en hinum eiginlegu og öllu sem fer langt (t.d. yfir hrepp). 4. Sé ætlast til bóta fyrir slíkar kindur þarf að ræða um það við fulltrúa yfirdýralæknis, áætla lík- legan ijölda og fá samþykki fyrir útgjöldunum. Þeir sem senda slíkar kindur til slátrunar verða að taka fram við réttarstjóra í sláturhúsi að um bótafé sé að ræða og slátur- leyfishafi skal gera skýrslu um þær til yfirdýralæknis. 5. Sveitarstjórnir hafi tiltæka aðstöðu við réttir til að einangra frá líffé þegar í stað kindur með riðueinkenni. Réttarstjórar (hrepp- stjórar) senda þær til lógunar og rannsóknar. 6. Hver sem verður var við grun- samlega kind, hvar sem er og hve- nær sem er, getur kallað dýra- lækni til sér að kostnaðarlausu. Hafa má samband við undirritaðan dag sem nótt. 7. Ekki skyldu menn hýsa með líffé sínu ókunnugar kindur og alls ekki flytja þær milli bæja heldur beint í réttir eða sláturhús ef lógun er ákveðin. 8. Flytjið ekki líffé á sláturgripa- bílum. Þá skal sótthreinsa reglu- lega, helst hvern dag. 9. Sýnataka úr fullorðnu fé fer fram í sláturhúsum vegna riðu- eftirlits. Sláturleyfishöfum verður tilkynnt um það úr hvaða fé á að taka sýni í haust. Taka ætti sýni þar að auki úr öllum kindum, hvar sem er á landinu, sem sýna ein- kenni frá miðtaugakerfi. Þeir sem kaupa fé af öðrum til að fylla fram- leiðslurétt sinn til slátrunar þurfa að gera grein fyrir því við slátur- húsið og á uppruna þeirra, ef eitt- hvað finnst athugavert. SIGURÐUR SIGURÐARSON, dýralæknir, Keldum. Vetrarstarf Dómkirkjunn- ar að hefjast Frá Jakobi Ágústi Hjálmarssyni: SUNNUDAGINN 17. september kl. 11 hefst barnastarf Dómkirkjunnar með fjölskylduguðsþjónustu. Frá og með sunnudeginum 24. september verða tveir kirkjuskólar starfræktir, annar í Safnaðarheimilinu, Lækjar- götu 14a kl. 11 og hinn í Vesturbæj- arskólanum kl. 13. Með fjölbreyttum hætti verða börnin frædd og virkjuð í helgihaldi safnaðarins. Umsjónarmenn eru sr. María Ágústsdóttir og Guðmunda Inga Guðmundsdóttir guðfræðinemi. Í guðsþjónustunni predikar sr. María en sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Innritun fermingarbarna Dóm- kirkjunnar verður í kirkjunni fimmtudaginn 21. september kl. 16. Fermingarundirbúningurinn verður annan hvern laugardagsmorgun og hefur að markmiði að ná til ungling- anna með efni trúarinnar á alhliða hátt. JAKOB ÁGÚST HJÁLMARSSON, sóknarprestur Dómkirkjusafnaðar. Spekingar Frá Eggerti E. Laxdal: NÚ HAFA spekingar hjá dagblað- inu „TÍMINN“, fundið upp nýja aðferð til þess að svipta fólk ritfrels- inu. Þeir krefjast þess að aðsendar greinar sem berast blaðinu séu á tölvudisklingi, annars er óvíst um birtingu. Þetta er manréttindabrot, að svipta fólk ritfrelsinu ef það á ekki tölvu, eða hefur ekki aðgang að slíku tæki. Vonandi fara önnur blöð ekki að taka upp þessa firru að gera flölda fólks ókleift að láta álit sitt í ljós í blöðunum, nema með ærnum til- kostnaði og kostnaðarsömu námi við að læra á apparatið og festa kaup á því, en verð á tölvum mun vera um 100.000 krónur, eða jafn- vel meira. Ekki meira um þetta að sinni. EGGERTE. LAXDAL, 810 Hveragerði. Budget Bílaleigan Budget auglýsir til sölu nokkra notaða bíla á góðu verði. Engin útborgun. Sjón er sögu ríkarí. - kjarni rnálvins! Budget bílaleigan, Ármúla 1,108 Reykjavík, sími 588-0880. SKÓVERSLUN KÓPAVOGS MEIRIHATTAR KULDASKOR Verð frá kr. 5.680-6.900. Svartir/brúnir, stærðir 36-41. Troðin búð af nýjum vörum... hað er erfitt líf aS vera með gleraugu á litlu nefi. Börn þurfa sterkar og eftirgefanlegar umgjaröir með óbrjótanlegum plastglerjum. Komið og sjáið nýju barnaumgjarðirnar hjá PROFIL OPTIK Gleraugnamiðstöðinni á sérlega hagstæðu verði, umgjarðir + gler. Frítt út september Öll börn sem kaupa gleraugu hjá okkur fá derhúfu og fara sjálfkrafa inn í barnaklúbbinn hjá PROFIL OPTIK. Valdar umgjarðir + plastgler frá +/+ 4.00 Vid pössum vel upp á sjónina þína profil^Toptik GLERAUGNAMIÐSTÖÐIN ■ Laugavegi 24,simar 552 0800 og 552 2702.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.