Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG Pálmadóttir. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson ÞETTA ER BARDAGI Heilbrigðismál hafa verið töluvert í umræðunni að undanfömu, og ekki að ófyrir- synju þar sem þessi málaflokkur er frekur til flörsins í ríkisfjármálunum. Heil- brigðisráðuneytið er því viðamikið ráðuneyti, og þar ræður ríkjum Ingibjörg --------- _____ " —— Pálmadóttir sem hefur nú gegnt embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í tæpa fímm mánuði. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Ingibjörgu um það sem er efst á baugi í umræðunni um heilbrigðismál, viðhorf hennar til þessara málefna almennt og um fjölskyldulíf og einkahagi hennar. IBRENNIDEPLI þessa dagana hafa verið þær hugmyndir heilbrigðisráð- herra að fresta fjárfrekum fram- kvæmdum við sjúkrahús og heilsu- gæslustöðvar og þegar hefur ráðherr- ann ákveðið að fresta framkvæmdum við hjúkrunarheimili á Fáskrúðsfirði, hvað fleira er í deiglunni á þeim vettvangi? „ Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að eiga í sívaxandi erfiðleikum með að reka það sem fyrir er. Sífellt þarf að loka sjúkra- deildum vegna rekstrarerfiðleika. Það er því útilokað að halda áfram eins og ekkert sé, nýjar byggingar kalla á nýtt rekstrarfé. Ég hef því ákveðið að láta vinna markvissa for- gangsröðun verkefna þeim. Ég vil sjá þessi mál í skýrara ljósi,“ segir Ingibjörg. „Sumt af þessum fyrirhuguðu fram- kvæmdum er hins vegar þegar samnings- bundið og það er ekki samkvæmt hefðinni að ráðherrar haldi ekki áfram með það sem þegar hefur verið samið um að gera. Þess vegna er eðlilegt að það valdi miklum úlfa- þyt þegar slík hefð er rofin. Þeir sem hlut eiga að máli í viðkomandi bæjum eða hrepp- um búast við að framkvæmdir hefjist á til- teknum tíma og sætta sig illa við að svo verði ekki. Á hitt ber hins vegar að líta að menn eru ekkert bættari með að fá hálf klár- aða byggingu sem tekur svo mörg ár eða áratugi að koma endalega í notkun.“ Fjórskortur ræður frestun fromkvæmdu Hvaða sjónarmið eru látin ráða því að framkæmdir eru stöðvaðar? „Það að fjármagn er augljóslega ekki fyr- ir hendi til að ljúka framkvæmdinni. Á þeim forsendum er t.d. byggingu hjúkrunarheimil- is á Fráskrúðsfirði frestað. Sú framkvæmd á að kosta 80 til 100 millj. kr. Fimmtán millj. kr. eru fyrir hendi. Útboðið, sem þegar hefur farið fram, gerir ráð fyrir 41 millj. kr. í fyrsta áfanga og ekkert er ákveðið með næsta áfanga. Mér fannst útilokað að hefj- ast handa við þessar aðstæður. Ekki síst með það í huga að þarna á að vera hjúkrunarheim- ili en vistunarmat sýnir að það eru aðeins fjórir sjúklingar sem bíða þess að komast þar að. Ég tel að allavega þurfi að meta þörfina upp á nýtt. Framkvæmdin við sjúkrahúsið í Keflavík er líka sögð liggja undir niðurskurðarhnífn- um. „Endanleg ákvörðun hefur enn ekki verið tekin í því máli, en þar eru samningar bundn- ir líka. Suðurnesjamenn eru búnir að bíða lengi eftir framkvæmdum við D-álmu sjúkra- hússins þar. Samningurinn sem búið er að skrifa undir nær til aldamóta og er upp á 120 millj.kr. í framkvæmd sem kostar 400 millj. kr. Það svarar til að um aldamót yrði þarna uppsteyptur kassi, tilbúinn undir tré- verk, sem ætti enn langt í landa með að geta þjónað sjúklingum. Mitt tilboð hljóðar upp á að koma á fót nýtanlegum áfanga fyrir árslok 1997, sem innifæli göngudeild og heilsugæslu. Mér finnst það vera skylda mína að sjá til þessa að það sem framkvæmt er komi sem fýrst skjólstæðingum okkar til góða. Suðurnesjamenn hafa hins vegar verið ófáanlegir hingað til að sveigja nokkuð frá fyrrnefndum samningi. Sighvatur Björgvins- son sagði í Alþýðublaðinu fyrir skömmu að 'það væri algjör barnaskapur og reynsluleysi að ætla sér að stöðva framkvæmdir sem aðrir ráðherrar hefðu skrifað undir. Ég á hinn bóginn spyr hvað valdi því að menn skrifi undir slíka samninga sem þennan, sem fyrirsjáanlega engir fjármunir eru til að efna. Það er án efa viss karlmennska - á meðan ekki er til fé til að reka þá starfsemi sem við höfum í dag. Er hugmyndin að stöðva framkæmdir á fleiri stöðum? „K-bygging Landsspítalans hefur verið lengi í burðarliðnum. Þessi framkvæmd á að kosta 5 milljarða króna, en þetta er hluti af hátæknisjúkrahúsi. í mörg ár hafa 140 - 200 millj. kr. á ári verið lagðar í þessa fram- kvæmd. Slíkt gagnast ekki. Tækninni fleygir svo ört fram að það verður að fara í svona framkæmdir með því hugarfari að ljúka þeim fljótt. Það er ekki hægt af fjárhagsástæðum. Þessa dagana er verið að ganga frá undirbún- ingi fyrir vararafstöð fyrir Landsspsítalann og lagnakjallara K-álmunnar, síðan legg ég til að framkvæmdum við hana verði frestað. Ég ræð þessu þó auðvitað ekki ein, Alþingi mun fjalla um þessar tillögur mínar þegar til kemur.“ Ingibjörg nefndi einnig að hún hefði gert að tillögu sinni að hægja_ á framkvæmdum við heilsugæslustöð á Útvarpslóðinni við Efstaleiti.„Fjármagn leyfir að ljúka má við teikningar að þessari framkvæmd. Útboð, sem reiknað hafði verið með að færi fram að því loknu, geri ég hins vegar tillögu um að verði frestað." Þetta kvað Ingibjörg vera hið helsta sem sem frestað yrði og myndi það skila 400 - 500 millj.kr sparnaði. „Það er búið að skila fjárlögum með 7 til 8 millj- arða kr. halla undanfarin ár, þetta getur ekki gengið svo endalaust. Ofangreinar tillög- ur eru einn af burðarásunum í sparnaðarhug- myndum mínum fyrir hönd Heilbrigðisráðu- neytis, til þess að reyna að minnka fjarlaga- hallann.“ Sérhæfingu sjúkrahúsa þarf að auka Ýmsir menn í heilbrigðisstéttum, einkum sumir læknar í Reykjavík, hafa haft við orð að ofíjárfestinga hafi gætt í sjúkrahúsbyg- igngum úti á landi. Hvað segir heilbrigðisráð- herra um þau orð? „Tæknin innan læknisþjónustunnar hefur aukist svo mikið á undanförnum árum að sjúklingar liggja mun skemur á sjúkrahúsum en þeir gerðu fyrir nokkrum árum. Aðgerðir eru framkvæmdar á allt annan hátt en áður var, má þar sem dæmi nefna að aðgerð sem áður olli a.m.k. átta daga innlögn sjúklings á sjúkrahús veldur nú aðeins sólarhrings inn- lögn sjúklings. Þetta orsakar það að legutími styttist og færri rúma er þörf, í ljósi þessa eru menn kannski að tala um offjárfestinu í sjúkrahúsbyggingum á landsbyggðinni. Ég tel ekki að allar aðgerðir eigi að fara fram á hátæknisjúkrahúsum í Reykjavík. Það þarf að sérhæfa sjúkrahúsin miklu meira en nú er gert með tilliti til hinna ýmsu aðgerða sem þar eru framkvæmdar. Þetta á ekki bara við um afstöðuna milli sjúkrahúsa úti á landi annars vegar og sjúkrahúsanna í Reykjavík hins vegar, heldur er ekki síður þörf á að koma á aukinni samvinnu og sér- hæfingu milli stóru sjúkrahúsanna á höfuð- borgarsvæðinu. Ég legg til að slíkri samvinnu verði komið á milli Landsspítalans, Borgar- spítalans, St. Jósepsspítalans í Hafnarfrði og Sjúkrahússins í Keflavík. Það er mitt mat að nú sé kominn tími til að skoða þessi mál heilstætt. Ríkið á allar þessar eignir, við verð- um að reka þær eins og eitt fyrirtæki.“ Baráttun við „smákóngana" Það er stundum talað um „smákónga- veldi“ á sjúkrahúsunum. Torveldar afstaða yfirmanna á sjúkrahúsunum slíkra ráðagerð- ir sem hér var að ofan lýst? „Engir vilja missa neitt af því sem þeir hafa, það er lífsins gangur, í þessu sem öðru. Ég fæ mótspyrnu, það er eðlilegt. Mér finnst þó að skilningur manna á nauðsyn breytts fyrirkomulags í þessum efnum sé að aukist með hvetjum deginum. Þeim mun opnari sem umræðurnar verða um þörfina á aukinni sér- hæfingu þess opnari verða menn fyrir þeim hugmyndum. Mér finnst örla á að læknar hér á höfuðborgarsvæðinu geri stundum of lítið úr störfum kollega sinna úti á lands- byggðinni. Þótt hátæknin sé mest öll hér er ýmislegt annað sem er gert á sjúkrahúsum út á landi mikilvægt." Forgangsröðun En hvað með forgangsröðun á þjónustu við sjúklinga?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.