Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um fylgi stj órnmálaflokka Fylgi stj órnarflokk- anna nánast óbreytt Sjálfstæðisflokkur 40 38,3 % 37,1 35 30 25 20 15 10 1 Fylgi stjórnmálaflokka í kosningum 1995 og í skoðanakönnun í nóvember Framsóknarflokkur '“'23^ 21,3 Kosn. Nóv. 1995 1995 Náttúnilagafl. 0,6 0,4 Annað 0,9 0,4 Alþýðuflokkur --fJS 14,4 11,4 Þjóðvaki Kvennalisti 7,2 4,9 1,7 FRAMSÓKNARFLOKKUR og Þjóð- vaki hafa tapað fylgi samkvæmt skoðanakönnun, sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands gerði fyrir Morgunblaðið, en aðrir flokkar hafa bætt við sig frá síðustu þingkosning- um. Fylgi stjórnarflokkanna er nán- ast óbreytt frá því síðast var gengið að kjörborðinu. Mest uppsveifla er hjá Alþýðu- bandalagi og Alþýðuflokki. Alþýðu- bandalagið fékk 14,3% atkvæða í kosningunum 8. apríl, en í könnun Félagsvísindastofnunar, sem var gerð 10. til 15. nóvember, kváðust 18,1% aðspurðra styðja flokkinn. 14,4% kváðust mundu kjósa Alþýðu- flokk, en í kosningunum fékk hann 11,4% atkvæða. Samkvæmt könnuninni er fylgi Sjálfstæðisflokks nú 38,3%, en 8. aprfl naut hann fylgis 37,1% kjós- enda. Kvennalistinn bætir við sig hálfu prósentustigi, fékk 4,9% at- kvæða í kosningunum, en naut stuðnings 5,4% aðspurðra. Fylgishrun Þjóvaka Mest virðist fylgishrunið vera hjá Þjóðvaka, sem fékk 7,2% atkvæða í kosningunum, en nýtur nú aðeins 1,7% fylgis. 21,3% aðspurðra kváð- ust mundu kjósa Framsóknarflokk, en í kosningunum fékk hann 23,3% atkvæða. Niðurstaðan er því sú að fylgi stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, er svipað og það var í kosningunum. Það sama á við um stjórnarandstöðuna, utan hvað fylgi hefur flust milli fiokka. Fylgisaukning Alþýðuflokks og Alþýðubandalags er utan skekkju- marka og sama á við um fylgistap Þjóðvaka. Breytingar á fýlgi Fram- sóknarflokks, Kvennalista og Sjálf- stæðisflokks eru hins vegar innan skekkjumarka könnunarinnar og telj- ast því ekki tölfræðilega marktækar. Fleiri karlar en konur fylgja Sjálfstæðisflokki Þegar aðspurðir eru flokkaðir eftir búsetu kemur í ljós að fylgi Sjálfstæð- isflokks er mest í Reykjavík, 42,1%, og á Reykjanesi, 43,3%, en minna á landsbyggðinni eða 31,2%. Fram- sóknarflokkur nýtur mests fylgis á landsbyggðinni, eða 32,7%, en 11,4% fylgis í Reykjavík og 19,9% á Reykja- nesi og sama gildir um Þjóðvaka, sem hafði 2,7% fylgi úti á landi, 0,8% í Reykjavík og 1,3% á Reykjanesi. 16,5% aðspurðra Reykvíkinga, 18,5% á Reykjanesi og 9,3% á landsbyggð- inni kváðust mundu kjósa Alþýðu- flokkinn. Fylgi Kvennaiista virðist vera mest í Reykjavík, eða 7,6%, en 3,2% á Reykjanesi og 4,4% á landsbyggð- inni. Alþýðubandalagið nýtur minnsts fylgis á Reykjanesi, eða 12,8%, en 21,2% í Reykjavík og 19,0% á landsbyggðinni. Fylgi Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks var svipað hjá körlum og konum. Mikill munur var hins vegar hjá Sjálfstæðisflokki og kváðust 43% aðspurðra karla mundu kjósa flokk- inn, en 34,2% kvenna. 19,8% kvenna kváðust mundu kjósa Alþýðubanda- lag, en 16,7% karla. Kynjamunur í fylgi Kvennalista var afgerandi: 9% kvenna kváðust mundu styðja list- ann, en 1,9% karla. 1500 manna úrtak Könnunin náði til 1.500 manna um ailt land á aldrinum 18 til 75 ára og var tekið slembiúrtak úr þjóð- skrá. Viðtöl voru tekin í síma, 1.047 svöruðu og telst það 71,2% svarhlut- fall eftir að þeir, sem létust nýlega, eru erlendir ríkisborgarar eða bú- settir erlendis, hafa verið dregnir frá upphaflegu úrtaki. Spurt var þriggja spurninga. Fyrst var spurt hvaða flokk eða lista viðkomandi myndi kjósa ef gengið yrði til kosninga á morgun. Þeir, sem sögðu „veit ekki“ við þeirri spum- ingu voru spurðir hvaða flokk eða lista væri líklegast að þeir myndu kjósa og væru menn enn óráðnir var spurt hvort væri líklegra að þeir kysu Sjálfstæðisflokk eða annan flokk eða lista. Prósentutölur taka til þeirra, sem tóku afstöðu. Morgunblaðið/Halldór Höfundur Rocky Horror hylltur Greina- flokkur um ferð til Bosníu FYRSTA greinin í greinaflokki Morgunblaðsins um ástandið í suð- urhluta Bosníu-Herzegóvínu og Krajina-héraði í Króatíu og starf Rauða krossins þar, birtist í blað- inu í dag. Hann er afrakstur ferð- ar sem Urður Gunnarsdóttir, blaðamaður, og Sverrir Vilhelms- son, ljósmyndari, fóru fyrr í mán- uðinum. í fyrstu greininni er sagt frá heimsókn til hinnar sögufrægu miðaldaborgar Mostar í Bosníu, þar sem gífurleg eyðilegging hefur orðið í stríði Serba, múslima og Króata. Borgin er nú tvískipt á milli tveggja þeirra síðamefndu en lið Serba situr um hana. Fleiri greinar birtast í blaðinu í næstu viku og eftir aðra helgi verður opnuð sýning á myndum úr ferðinni. ■ Beðið eftir friði/Bl -------------- Sverrir rektor MH MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur sett Sverri Einarsson rektor við Menntaskólann við Hamrahlíð. Sverrir er settur um eins árs skeið frá og með 1. janúar að telja, en Örnólfur Thorlacius rektor MH er af láta af því embætti eftir langt starf. Sverrir hefur verið kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð síðan 1979 og konrektor frá 1988-1995. RICHARD O’Brian, höfundi rokksöngleiksins Rocky Horr- or, var vel fagnað við uppliaf og lok sýningar Flugfélagsins Lofts á verkinu seint á föstu- dagskvöld. O’Brian var heiðursgestur þar en á meðal annarra gesta voru Ingíbjörg Sóirún Gísla- dóttir borgarstjóri og Ingvar Viktorsson bæjarstjóri í Hafn- arfirði. Húsfyllir var og í sýningar- lok risu áhorfendur úr sætum sínum til að hylla höfundinn. í ávarpi sínu bar O’Brian saman íslensku uppfærsluna og viða- mikla sýningu á verkinu í Þýskalandi fyrir nokkrum árum og kvaðst hafa skemmt sér mun betur hérlendis. O’Brian, sem lék einnig og söng hlutverk kroppinbaksins Riff Raff í kvikmynd sem gerð var eftir söngleiknum fyrir um tveimur áratugum, launaði síð- an viðtökur áhorfenda og frammistöðu leikara með því að syngja eitt frægasta lag verksins, Time Warp, af fítons- krafti, og ætlaði fagnaðarlátum seint að linna. * Utvarps- fréttir í tölvupósti MIÐLUN ehf. er byrjuð að dreifa yfírliti yfír helstu innlendar fréttir fréttastofu Útvarps í gegnum tölvupóst. Fréttayfírlitinu verður dreift endurgjaldslaust fram til 1. febrúar 1996. Bæði verður hægt að fá fréttirnar sendar í gegnum alnetið og X.400 tengingu. í fréttatilkynningu frá Miðlun ehf. segir að nú séu á annað hundrað áskrifendur að þessari þjónustu, flestir búsettir erlendis. Hægt er að sjá sýnishom af frétta- yfirlitinu á heimasíðu Miðlunar (http://www.midlun.is/fjolmidla vaktin/ruv/) og á heimasíðu Skímu (http://www.skima.is/ymis/ruv. htm). ------♦ ♦ ♦----- Birkir samdi við Brann BIRKIR Kristinsson, landsliðs- markvörður í knattspyrnu úr Fram, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við norska 1. deildar- liðið Brann í Bergen. Birkir á að mæta á fyrstu æfíng- una 8. janúar næstkomandi og samningurinn rennur út 31. októ- ber 1997. „Þeir Íslendingar sem hér hafa verið, og ég ræddi við, báru félaginu vel söguna og mér líst vel á allt hér. Ég tel mig vera að komast í góða knattspyrnu og er að fara í mikla samkeppni," sagði Birkir. Birkir, sem er 31 árs, er annar landsliðsmarkvörður íslands sem leikur með Brann. Hinn er Bjarni Sigurðsson, sem var hjá félaginu fyrir nokkrum árum. íslenskt fræðasetur í sjávarplássi ►í Sandgerði er að fæðast um- hverfístengt ferða- og fræðasetur sem á ekki sitt líka í heiminum. Það opið almenningi og tengist einnig fræðimönnum og rannsókn- um. /10 Afturhvarf í Rússlandi ►Tæpur mánuður er þar til þing- kosningar fara fram í Rússlandi. Kjör margra eru slæm og óheft markaðshyggja hefur vaidið von- brigðum. /12 Hernámið í nýju Ijósi ► Bók Þórs Whitehead prófessors, Milli vonar og ótta, kemur út á þriðjudag. Þar er að finna margvís- legar nýjar upplýsingar um að- draganda hernáms Breta á íslandi og stríðsatburði veturinn 1939- 1940./16 Meira valfrelsi ►Árni Jónsson er í senn tann- læknir og Iæknir, hefur fjallað um einkenni kvikasiifurseitrunar og tannfyllingarefnið amalgam, sem hann notar ekki í sínu starfí, og er talsmaður aukins einkareksturs og samkeppni í heilbrigðisþjón- ustunni./18 Sjónvarpsstjóri á réttri hillu ►Úlfar Steindórsson sjónvarps- stjóri Stöðvar 3 hefur víða iagt hönd á plóginn í íslensku athafna- lífí. Hann er nú kominn í sjónvarps- rekstur./22 B ► l-32 Beðið eftir f riði ►Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fóru til Mostar í Bosníu. Borgin skiptist á milli múslíma og Króata og eru litlir kærleikar þeirra í millum. /1 & 14-17 Raularinn dularfulli ►Hinn glaðbeitti Bogomil Font er aftur kominn á kreik, nú sem túlkandi laga Kurts Weills. /2 Pétur sjómaður ►Pétur Sigurðsson, alþingismað- ur, setti svip á stjórnmála- og verkalýðsbaráttuna um 30 ára skeið. Ásgeir Jakobsson hefur skráð ævisögu Péturs. /8 BÍLAR_____________ ► 1-4 Sportlegur og kvikur BMW318 ►B&L fékk í síðustu viku 1996 árgerð BMW 3-linunnar sem fáan- leger í nokkrum útfærslum. 318i femra dyra var tekinn í reynslu- akstur á dögunum. /1 Passport f rá Honda ►Honda umboðið á íslandi hefur flutt inn fyrsta Passport jeppann. /2 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Fðlk í fréttum 42 Leiðari 26 Bíó/dans 44 Helgispjall 26 fþróttir 48 Reykjavíkurbréf 26 Útvarp/sjónvarp 49 Minningar 28 Dagbók/veður öl Myndasögur 38 Gárur 6b Bréftil blaðsins 38 Mannlífsstr. 6b Brids 40 Kvikmyndir lOb Stjömuspá 40 Dægurtónlist 12b Skák 40 INNLENDAR FI .ÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.