Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞÓR Whitehead með nýja bók sína um ísland í síðari heimsstyrjijld, Milli vonar og ótta. Hernámið í nýju ljósi Bók Þórs Whitehead prófessors, Milli vonar og ótta, kemur út á þriðjudag. Þar er að finna margvíslegar nýjar upplýsingar um að- * draganda hernáms Breta á Islandi og stríðsatburði veturinn 1939- 1940. Ólafur Þ. Stephensen ræddi við Þór um bókina. ÓR Whitehead, prófessor í sagnfræði, varpar nýju ljósi á aðdraganda hernáms Breta á Islandi í bók sinni, Milli vonar og ótta, sem kemur út á þriðjudag. Efni bókarinnar er annars mjög fjöl- breytt: Flokksstarfsemi þýzkra naz- ista í Reykjavík, ritskoðunartilraunir þýzka ræðismannsins Gerlachs (ekki með öllu árangurslausar), leit íslend- inga að þýzkri leynistöð í Reykjavík, njósnir Þjóðveija og veðurskeyta- sendingar, fundur Gunnars skálds Gunnarssonar með Hitler, upphaf hinna miklu og tvísýnu fiskflutninga íslendinga til Englands, sjóhernaður við ísland og eltingaleikur Breta við þýzk kaupskip, hugmyndir íslenzkra ráðherra um að leita herverndar Bandaríkjanna strax árið 1940 og viðbúnaður íslendinga gegn innrás Þjóðveija á hættuskeiðinu eftir inn- -rás Þjóðveija í Danmörku og Noreg. Fram koma nýjar upplýsingar um afstöðu stjórnmálahreyfinga og fjölda kunnra einstaklinga til stríðs- aðila á hinum viðsjárverðu mánuðum veturinn 1939-40; hveijir fylgdu bandamönnum að málum og hveijir studdu Þriðja ríkið með beinum eða óbeinum hætti. Óhætt mun að full- yrða að sú örlagaríka saga, sem Þór segir, hefur ekki verið sögð áður á prenti. Milli vonar og ótta er þriðja bókin í verki Þórs Whitehead um ísland í síðari heimsstyijöld og afrakstur áralangrar rannsóknavinnu. Þór segir að flestar þær skjallegu heim- ildir, sem vitnað sé til í bókinni, hafi orðið fræðimönnum aðgengileg- ar á áttunda áratugnum. Ymsar heimildir hafi hins vegar bætzt við síðustu ár. Þá hafi hann fengið tæki- færi til að kanna nákvæmlega mörg skjalasöfn í Þýzkalandi, með styrk frá þýzku Humboldt-stofnuninni, sem mjög hefur stutt rannsóknir Þórs. I Þýzkalandi segist Þór hafa kom- izt í kynni við mikilvægan heimildar- mann, Werner Schuize-Stentrop, sem verið hafi leynilegur erindreki flughersins, Luftwaffe, í þýzku ræð- ismannsskrifstofunni í Reykjavík og rekið þar leynisendistöð ásamt loft- skeytamanni, unz Bretar gengu á land í Reykjavík og handtóku þá. Jafnframt komst Þór yfir mörg at- hyglisverð skjöl í Þýzkalandi, til dæmis bréfaskriftir SS-foringjans Werners Gerlach, sem var ræðis- maður Þjóðveija hér, og Heinriehs Himmler. „Tengsl Gerlachs og Himmlers voru náin, enda gerði Himmler hann út hingað. Það er ljóst að Gerlach kom hingað í umboði æðstu manna Þriðja ríkisins og markmiðið, sem Þjóðveijar voru búnir að setja sér hér, var að leysa landið undan áhrif- um Breta og ná hér undirtökum á mjög skömmum tíma,“ segir Þór. „Þegar Þjóðveijar höfðu náð Dan- mörku og Noregi á sitt vald, sendu þeir ísiendingum beinlínis skilaboð um að þeir skyldu gera ráð fyrir að lenda á þýzku yfirráðasvæði eftir styijöldina og skyldu þess vegna gæta sín.“ Sérstakt samband við Breta - I bókinni koma fram ýmsar upplýsingar, sem varpa nýju Ijósi á hlutleysisstefnu íslendinga og hvernig þjóðstjórnin und- ir forsæti Hermanns Jón- assonar framkvæmdi hana. Breyta þær hug- myndum manna um þennan þátt í sögunni? „Margir sjá hlutleysi Islands í rómantísku Ijósi. Það hafi byggzt á fögrum hugsjónum fremur en raunsæju mati. I bókinni er hins vegar staðfest að íslenzkir ráðamenn vissu, að öriög íslands voru samofin örlögum annarra lýðræðisþjóða. Þeir fylgdu stefnu, sem byggð var á mati á valdahlutföllum á milli stór- veldanna og á viðskiptahagsmunum Islands. Þetta mat var rétt í grund- vallaratriðum, þótt reyndar sjáist þegar kemur fram á vorið 1940, að íslenzkir ráðherrar ofmátu styrk brezka flotans við Island. Það er ljóst að þýzkur innrásarher hefði átt mjög greiða ieið að landinu. íslendingar áttuðu sig ekki fyllilega á þessu, en það gerðu Bretar auðvitað, því að þeir þekktu veikieika sína, Þeir voru ails ekki að blekkja íslendinga þegar þeir fullyrtu að innrás Þjóðveija í landið væri yfirvofandi, þeir trúðu þessu í raun og veru sjálfír. Eftir að þeim var ljóst áð Þjóðveijar væru að ná Noregi á sitt vald var Island orðið þeim lífsnauðsynlegt, í bók- staflegum skilningi. Það valt á bæki- stöðvum hér hvort þeir héldu tökum sínum á Atlantshafi. Það er líka ljóst að á milli íslend- inga og Breta var mjög sérstakt samband, og þar var ekki allt á yfír- borðinu. Það kemur mjög skýrt fram í þeim gögnum, sem ég hef um sam- ræður Islendinga og Breta að íslenzk stjórnvöld litu svo á að landið væri á brezku hagsmunasvæði og það gerðu Bretarnir sömuieiðis. Þeir voru tilbúnir að hliðra til við íslend- inga í ýmsum efnum, sem fengu að mörgu leyti betri viðskiptakjör frá Bretum en aðrar þjóðir vegna þessarar afstöðu þeirra. Lykiiatriði í brezku hernámsáætiuninni var síðan að notfæra sér við- skiptaþrengingar íslend- inga, bjóða þeim verzlunarívilnanir ti) að sætta þá við hemámið." Hernámið átti langan aðdraganda „Sumarið áður en stríðið skall á, 1939, töldu Bretar sig ekki þurfa á neinum bækistöðvum hér að halda. Svo hófst stríðið, og Þjóðveijar voru miklu athafnasamari á Norður-Atl- antshafi en menn höfðu séð fyrir. Strax í nóvember 1939 hafði brezki flotinn því fengið augastað á íslandi og Bretar ætluðu sér að nota hernám Danmerkur til að knýja á Islendinga að afhenda sér bækistöðvar hér. Bretar ræddu í desember 1939 við Svein Björnsson, sendiherra íslands í Kaupmannahöfn, til að kanna af- stöðu íslendinga og gáfu honum í skyn að Þjóðveijar kynnu bráðlega að hernema Danmörku. Það má því segja að allt frá ársbyijun 1940 hafi Hermann Jónasson og ríkis- stjórn hans vitað að allar líkur væru á að Bretar myndu biðja um bæki- stöðvar hér ef Þjóðveijar réðust á Danmörku og hernema landið, ef þeir fengju þær ekki. Eftir að Islendingar gengust und- ir hafnbannið á Þýzkaland með samningum við Breta óttuðust þeir mjög hefnd Þjóðveija. í janúar 1940 ákvað brezka stjórnin þess vegna að gefa Islendingum tryggingu um að veija íslenzka skipaflotann og landið sjálft fyrir árás Þjóðveija. Þar með var skjalfest að ísland naut verndar Breta.“ Lögreglan átti að verjast Þór segir að vegna þessa aðdrag- anda hafi íslendingar fengið tíma til að undirbúa viðbrögð sín við hernámi Danmerkur og því, sem kynni að gerast í framhaldi af því. Þannig hafi yfirlýsingin um að ís- lendingar tækju við konungsvaldinu og utanríkismálin í sínar hendur, verið tilbúin og ekki þurft annað en að leggja hana fyrir Alþingi þegar Danmörk var hernumin. Jafnframt hafi lögreglan verið undirbúin fyrir átök og hafi sá undirbúningur hafizt haustið 1939. „Segja má að viðbúnaður lögregl- unnar hafi náð hámarki vorið 1940, þegar hluti iiðsins var undir vopnum og greinilega stefnt að því að koma upp einhvers konar þjóðvarðliði. Lögreglan hafði létt vopn og henni var veitt herþjálfun af Agnari Ko- foed Hansen, sem hafði sjálfur notið liðsforingjamenntunar og verið skip- aður lögreglustjóri vegna þess. Hann þjálfaði liðskjarna, sem átti að geta veitt miklu fleiri mönnum þjáifun. Mér sýnist að stefnt hafi verið að því að koma upp allt að 400 manna varaliði, sem líklega hefur átt að búa vopnum að einhveiju leyti.“ - Þú segir í bókinni að brezka hernámsliðið, sem hingað kom, hafi verið svo fámennt, ilia búið og sjó- veikt, að ekki hefði þurft mikinn herafla til að veijast því. Hefðu mál getað æxlazt öðru vísi ef vígbúnaður lögreglunnar hefði verið lengra kom- inn? „Staðreyndin var sú að ísiending- ar ætluðu sér aldrei að veijast Bret- um. En hefðu þeir tekið þá ákvörðun að veijast brezka heimsveldinu, hefðu þeir getað það, þótt ótrúlegt sé. Ég tala nú ekki um ef þeir hefðu komið sér upp nokkrum fallbyssu- hólkum í grennd við Reykjavík! Hins vegar hefðu Bretar auðvitað getað skorið á samgöngur við landið og þvingað það til uppgjafar. Þetta eru hins vegar bara vangaveitur, því að lögreglunni og vænt- anlegu varaiiði átti að beita gegn Þjóðverjum. í bókinni er sýnt fram á í fyrsta skipti að íslendingar höfðu ákveðið að veijast Þjóðverjum, á sama tíma og þeir höfnuðu böði Breta um að afhenda þeim bæki- stöðvar og ganga í lið með þeim. Hermann Jónasson gaf Bretum leynilega skýringu á afsvari ríkis- stjórnarinnar, sem aldrei var birt hér. Þar sagði hann að væru líkur á þýzkri innrás, myndi afstaða ís- lendinga gjörbreytast, þeir myndu með öðrum orðum þiggja boð Breta um að gerast bandamenn þeirra, taka við vernd og kasta hlutleysinu. Lögreglan var búin undir átök við Þjóðveija hér í bænum og jafnframt var komið fyrir leynilegum sendi- stöðvum á þremur stöðum til að kalla á hjálp Breta ef innrás væri yfirvofandi. Menn gerðu ráð fyrir að brezk herskip væru hér við land- steinana og þau gætu fljótt gripið í taumana og komið lögreglunni til hjálpar. Þetta var raunar mesti mis- skilningur. Bretar voru ekki með herskip við landið á þessum tíma.“ ísland í Vesturheim? Þór segir frá því í Milli vonar og ótta, sem lítt hefur áður komið fram, að íslenzk stjórnvöld hafi hallazt að því að biðja Bandaríkjamenn að veija Island, með því að vísa til Monroe- kenningarinnar svokölluðu, sem af- markaði áhrifasvæði Bandaríkjanna í Vesturheimi. „Eftir að ríkisstjórnin fékk bréfið frá Sveini Björnssyni í árslok 1939, um að hætta væri á að Þjóðveijar tækju Danmörku, settist stjórnin á rökstóla. Niðurstaða hennar varð sú að Islendingar ættu að halda í hlut- leysið í lengstu lög. Ef innrás Þjóð- veija væri hins vegar fyrirsjáanleg, bæri að leita verndar í Bandaríkjun- um. Vilhjálmi Þór, sem var á þessum tíma viðskiptafulltrúi í New York, var gert viðvart um þessar fyrirætl- anir og honum falið að snúa sér til Bandaríkjastjórnar á hættustundu, með beiðni um vernd á grundvelli Monroe-kenningarinnar. Til þessa kom aidrei, eins og ég segi frá í bókinni. Fyrir því eru aðal- lega tvær ástæður. I fyrsta lagi töldu menn alltaf að það væri líklegra að Bretar hernæmu ísland en Þjóðveij- ar, þar sem brezkt sjólið gæti geng- ið á land mjög skyndilega. Hættan vorið 1940 virðist aldrei hafa orðið svo bráð í augum stjórnvalda að þau vildu biðja Bandaríkjamenn um vernd. I öðru lagi var á leiðinni hing- að bandarískur ræðismaður, þannig að Ijóst var að stjórnvöld myndu senn hafa betra tækifæri til að ræða við Bandaríkjamenn. Þá höfðu ís- lendingar ekki hugsað sér að leita verndar í Bandaríkjunum í trássi við Breta. Svo stigu Bretar hér skyndi- lega á iand 10. maí og ekkert varð úr þessu.“ Sósíalistum og Þjóðviljanum stjórnað frá Moskvu A meðan íslenzka stjórnin horfði til Bandaríkjanna, hallaði stjórnar- andstaðan sér hins vegar að vinum sínum í austri. Það fer ekki á milli mála hveija Þór Whitehead telur hafa verið beztu bandamenn Þjóð- veija í áróðursstríðinu, sem Bretland og Þýzkaland töldu sig heyja hér á landi. „Ég held að frásögn mín af af- stöðu Sósíalistaflokksins hljóti að vekja undrun sumra, vegna þess að margir hafa ímyndað sér að komm- únistar og nazistar hafi verið miklir fjandmenn alla tíð,“ segir Þór. „Þarna kemur hins vegar á daginn að íslenzki Sósíalistaflokkurinn tók stefnu eftir fyrirskipunum frá Ko- mintern, alþjóðasambandi kommún- ista í Moskvu, þótt kommúnistar hefðu lýst því yfir að þeir hefðu rof- ið allt samband sitt við Moskvuvald- ið með stofnun Sósíalistaflokksins. Stalín og Hitler höfðu orðið vinir með griðasáttmálanum 1939 og Stalín fyrirskipaði kommúnista- flokkum um allan heim að beita sér gegn bandamönnum. Þessi afstaða leiddi raunar tii klofnings í Sósíal- istaflokknum, því að formaðurinn sagði sig úr flokknum í mótmæla- skyni við þessa stefnu- breytingu." - Hefur Moskvulínan til Sðsíalistaflokksins komið í leitirnar? „Já, Jón Ólafsson fréttamaður fann hana í skjalasafni Kominterns í Moskvu eftir fall Sov- étríkjanna. Þessar „leiðbeiningar" frá Moskvu eru mjög merkilegt skjal í íslenzkri stjórnmálasögu, því að það sýnir, svo ekki verður uin villzt, að Sósíalistaflokkurinn fékk beinlínis fyrirmæli frá Komintern. Kristinn E. Andrésson tók við þeim í apríl 1940 og þau eru öll í sama dúr og fyrirmæli til annarra kommúnista- flokka í Evrópu, þ.e. að beita sér gegn bandamönnum. Andróðurinn gegn bandamönnum kom meðal annars fram í því að Þjóðviljinn ljóstraði upp um leynilegt samkomulag íslendinga og Breta um viðskiptabann á Þýzkaland í ársbyrj- un 1940. Menn óttuðust mjög hér að þetta gæti leitt til árása Þjóð- ísland var Bretum lífs- nauðsynlegt Þjóðstjórnin viðbúin hernáminu I ) I I I > \ > § b I i » I L b i b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.