Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Nú er hver að verða síðastur... Um leið og við þökkum þeim fjölmörgu sem litu inn á opnu húsi sl. sunnudag að Kleppsvegi 62, þjónustu- íbúðum aldraðra v. DAS, viljum við minna á að nú er einungis þremur íbúðum óráðstafað. íbúðirnar eru til- búnar til afhendingar fullfrágegnar án gólfefna. Allar frekari uppl. gefa sölumenn á skrifstofu okkar. HUSAKAUP, Suðurlandsbraut 52, Rvik, sími 568 2800. VANTAR Höfum verið beðnir um að útvega einbýli eða raðhús á stór Reykjavíkursvæðinu í skiptum fyrir ca 130 fm blokkaríb. á 2. hæð með bílskúr við Hvassaleiti. Verðhugmynd 13-15 millj. Milligjöf staðgreidd. Opiðídag kl. 13-15. MIWMIWGAR GESTUR STURLUSON + Gestur Sturluson fæddist á Fljótshólum í Gaulverjabæj- arhreppi í Arnessýslu 14. júlí 1922. Hann andaðist í Borgar- spítalanum 1. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Gaulverjabæjarkirkju 11. nóvember. GESTUR hafði verið ásamt mér og fleirum á námskeiði síðustu þijár vikurnar áður en hann dó. Hann hafði ávallt verið heilsuraustur og ekkert sem benti til þess að hann væri á förum úr þessum heimi og kom því andlát hans mér mjög á óvart. Gestur var því ekki með okk- ur í síðasta tímanum og fannst mér mikið vanta því hann var vanur að miðla okkur af sínum fróðleik. Gest- ur var hreyfihamlaður frá því hann fæddist og bundinn hjólastól alveg frá því að ég man eftir honum. Ég man Gest eftir að hann geng- ur í Sjálfsbjörgu í Reykjavík fyrir rúmum 30 árum. Hann bjó þá á Elliheimilinu Grund og var þar þar til yfir lauk. Fatlað fólk varð að vistast á elliheimilum alveg fram undir það að Sjálfsbjargarhúsið var byggt. Áður en það komst upp hafði enginn dvalarstaður til langframa verið til fyrir fólk, sem ekki var sjúkt. Hreyfigetan kom í veg fyrir að fólk gæti búið á eigin heimil og þá voru engin dvalarheimili til nema elliheimilin. Því voru það örlög margra fatlaðra fyrir nokkrum tug- um ára að þurfa að dvelja á elliheim- ilium þó þeir væru ungir að árum. En það var ekki það að Gestur væri óánægður á elliheimilinu. Hann fluttist í Sjálfsbjargarhúsið stuttu eftir að það var tekið í notkun, en undi sér ekki þar og fluttist aftur á elliheimilið. Ég tel að það hafi verið vegna þess að Gestur hafði gaman af að tala við fólk og þá ekki síst sér eldri, á meðan hann var yngri. Þeir bjuggu yfir mikilli þekkingu og voru margfróðir um fyrri tíma, en almennt naut hann þess að tala við fólk hvort sem það voru ungt eða aldið. Hann sótti ýmsar skemmtanir, sem voru á vegum Sjálfsbjargar, árshátíðir og böll, sem haldin voru á árum áður, því hann hafði svo gaman að vera innan um fólk og kynnast fólki. Það var hans líf og yndi að lesa bækur enda kom mað- ur ekki að tómum kofunum hjá honum. Svo var hann mjög minnug- ur á allt sem hann hafði lesið. Hann gat þulið manni sögurnar úr islend- ingasögunum og öðrum bókmennt- um og það var gaman hlusta á hann að miðla fróðieik. Einn var sá þáttur í félagslífi Sjálfsbjargar, sem voru ferðalög og þar lét Gestur sig aldrei vanta. Far- ið var í ferðalög á hveiju ári og það var alveg sama hvort ferðast var utan- eða innanlands, hann lét ekk- ert aftra sér frá því að leggjast í ferðalög. Eitt slíkt var farið í sumar til írlands og var Gestur þar með ásamt um það bil 35 manns. Ég vil þakka Gesti samfylgdina um árabil og sendi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Sigurrós M. Sigurjónsdóttir, formaður Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni. íbúðir fyrir fólk 60 ára og eldra Eiðismýri 30 - Seltjarnarnesi A íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar nú þegar í húsinu eru 2ja og 3ja herb. íbúðir. Kynnið ykkur verð og fyrirkomulag. íbúðunum getur fylgt stæði í bílgeymslu. Byggjendur eru Byggingafélag Gylfa og Gunnars hf. í samvinnu við Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. r Allar frekari upplýsingar gefur Ágúst ísfeld á byggingadeild Félags eldri borgara, Borgartúni 31, sími 562 1477, milli kl. 9 og 12 og í heimasíma 567 1454. Sími: 533-4040 Fax: 588-8366 Oþið mánd. - föstud. kl. 9 • 18 og laugard. kl. 11 - sunnudaga kl. 12 -14. Dan V.S. Wiium hdl. lögg. fasteignasali - Ólafur Guðmundsson, sölustjóri Birgir Georgsson sölum., Hörður Harðarson, sölum. Erlendur Davíðsson - sölum. FASTEIGNASALA - Ármúla 21 - Reykjavík - Traust og örugg þjónusta Heiðarhjalli 33-39 Suðurhíðar Kópavogs Vorum að fá í sölu á einstökum útsýnisstað sérhæðir með bílskúr. Hæðirnar verða afhentar tilbúnar undir tréverk að innan en fullbúnar að utan. Lóð verður grófjöfnuð með hita í stéttum. Verð: 122,3 fm efri hæð með bílskúr 10.200.000 122,3 fm neðri hæð með bílskúr 9.900.000 Áhvílandi ca 2,0 millj. húsbréf á hverri íbúð. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Byggingalóðir Valhúsahæð - Seltjarnarnes Eigum til einbýlishúsalóðir (eignalóðir) við Valhúsabraut. Stærð lóða frá 820 fm. Gatnagerðagjöld innifalin í verði. Allar nánari upplýsingar og teikningar veittar hjá söluaðilum. FASTEIGNASALA - Ármúla 21 - ReykjaviV S: 533-4040 - Fax 588-8366 Traust og örvgg þjónusta S. 562-1200 562-1201 Skipholti 5 Sími: 533-4040 Fax: 588-8366 Opið mánd. • foslud. kl. 9 -18 og laugard. kl. 11 • 14. sunnudaga kl. 12 -14. Dan V.S. Wiium hdl. lögg. fu.steigna.vali - Ólafur Guömundsson. sólustjóri Birgir Georgsson stHunt.. Ilörftur Haröurson. tölum. Erlendur Davíösson - sölum. FASTEIGNASALA - Ármúla 21 • Revkjavík - Traust og örugg þjénusta REKAGRANDI 5 - 2JA Mjög góð 2ja herb. íb. á 3. hæð ásamt bílskýli. Góðar innr. Parket. Laus fljótl. Áhv. veðdeild 3,5 millj. Verð 5,7 millj. 5068. HAMRAHLÍÐ 7 - 3JA Góð 3ja herb. íb. á jarðhæð I þrib. Nýl. standsett eldhús og baðherb. Parket. Hús og garður I góðu ástandi. Stærð 79 fm. Áhv. byggsj. ca 4,0 millj. Verð 6,7 millj. 6593. SELBREKKA 34 - KÓP. - RAÐH. Vandað raðhús á tveimur hæðum m. innb. bílsk. 5 svefnherb. Stærð ca 250 fm. Hús I toþpstandi. Gott útsýni. Ekkert áhv. Verð 12,9 millj. 6599. FAGRABREKKA 22 - KÓP. - EINBH. Gott 175 fm steinh. m. góðum bílsk. á ról. stað. 6 herb. Góðar innr. Hús í góðu ástandi. Hiti í bílaplani. Verð 13,2 millj. 6490. KIRKJUBRAUT 19 - SELTJN. - SÉRH. Mjög góð efri sórhæð í þríb. ásamt bilsk. Góðar innr. Arinn í stofu. Þak nýviðg. Fráb. útsýni. Tvennar svalir. Laus fljótl. Verð 9,9 millj. 6535. KÁRSNESBRAUT 61 - KÓP. - EINBH. Einnar hæðar einbhús á fallegum útsýnisstað. Stærð 130 fm ásamt 70 fm viðbyggðum bílsk. Áhv. 3,5 millj. húsbr. Verð 12,9 millj. 6179. SMIÐJUVEGUR 58 - KÓP. - IÐNAÐARH. 240 fm bjart iðnaðarhúsnæði m. stórum aðkeyrsludyrum og millilofti. Mikil lofthæð. Góð aðkoma á góðum stað. Verð 9,8 millj. 3683.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.