Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís SJONVARPSSTJORI Á RÉTTRIHILL V VIÐSKEPTIÆVINNULÍF Á SUNNUDEGI Úlfar Steindórsson situr nú í stóli fram- kvæmdastjóra hjá Stöð 3, nýrri sjóvarpsstöð sem senn fer í loftið með eigín rás og fjórar gervihnattarásir. Guðmundur Guðjónsson — ———— ■ — ■ —— • hitti Ulfar í vikunni og lýsti hann fjölbreytt- um ferli sínum í viðskiptum en hann hefur víða stigið niður fæti á tiltölulega fáum árum. IAFGREIÐSLU Stöðvar 3. Ulfar er fæddur 3. júlí 1956. Reykvíkingur og vesturbæingur til 12 ára aldurs. Þá flutti hann í Breiðholtið og „hristi af sér KR-stimpilinn“ eins og hann segir, en íþróttir voru lengi vel snar þátt- ur í lífi hans. Nú gefst varla tími eða tækifæri lengur. Þetta var árið 1968 og Breiðholtið rétt að byija að byggjast. Rétt að eitthvað var að byrja í Bakkahverfinu, en Bergin og fleira þar um slóðir var hins vegar enn á teikniborðunum. Þar efra var hins vegar „Wembl- ey“ þessara fyrstu Breiðhyltinga, grasflöt þar sem drengirnir klömb- ruðu saman mörkum og spiluðu fótbolta af lífi og sál. Þar stendur nú Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Úlfar gekk menntaveginn og nældi sér í hvítan koll, fór síðan til Vest- mannaeyja og bæði þjálfaði þar unga knattspyrnumenn og kenndi í barnaskólanum áður en hann hélt aftur upp á fastalandið og hóf nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands. Að því loknu lá leiðin til VCU-háskólans í Richmond í Virginíufylki i Bandaríkjunum þar sem hann lauk masters-námi í við- skiptafræði. Kom þá heim og er þar enn. Reynslugangan hefst Fyrstu „stóra" atvinna Úlfars rak á fjörunar er hann var ráðinn fjármálastjóri hjá P. Samúelssyni, nánar tiltekið Toyota-umboðinu. Þar vann hann í náinni samvinnu við framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins við stjórnun, áætlanagerð og ákvarðanatöku. Hann segir að sér hafi líkað lífið hjá Toyota, en svo, árið 1992, hringdi sírninn og þá var friðurinn úti. „Það var félagi minn úr skólan- um Sighvatur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn- ar í Vestmannaeyjum. Við þekkt- umst vel fyrrum og varð síðan vel til vina er ég var í Eyjum við kennslu og þjálfun. Hann vissi af framhaldsnámi mínu og reynslu og í Eyjum voru spennandi hlutir að gerast. Fimm fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu voru að sameinast og Sighvatur spurði hvort ég vildi verða fjármálastjóri nýja fyrirtæk- isins. Það var heldur betur um- hugsunarefni,“ segir Úlfar. Niður- staðan varð sú að hann fór til Eyja, en hvers vegna? „Sighvatur var nánast að spyija mig hvort ég væri tilbúinn að taka þátt í ákveðnum slag því það þyrfti mikið átak og mikla vinnu til að koma nýja fyrirtækinu á rétta braut og við hjónin vissum að ef ég tæki við starfinu værum við ekki að tjalda í Vestmannaeyjum til eilífðar þó að þar sé gott að vera. Við erum bæði Reykvíkingar og ijölskyldur okkar og flestir vin- ir eru hér. Þótt loftlínan milli Reykjavíkur og Eyja sé kannski ekki löng þá má segja að í vissum skilningi sé langt til Eyja, því það er nokkuð fyrirtæki að fara á milli. Þó verður að segja að brottför okkar bar að mun fyrr heldur en til stóð Hitt er svo annað mál, að ég hef alltaf verið heitur fyrir því að takast á við eitthvað krefjandi og spennandi. Að fara til Eyja í þetta starf féll svo sannarlega í þann flokk.“ Og nú sjónvarpsstjóri, er ekki erfitt að hendast á milli jafn ólíkra starfa og raun ber vitni? „Það er rétt, eðli þessara þriggja fyrirtækja gæti varla verið ólíkara. A hitt verður að líta, að í öllum rekstri eru ákveðin grundvallar- atriði sem eru ein og hin sömu. Málið er að nota reynsluna sem grunn og bæta síðan við þekking- una. Það sama má segja um Vinnslustöðina í Eyjum, ég hafði ekki mikið vit á fiskvinnslu eða útgerð, en grundvallarþekkinguna hafði ég og byggði á henni. Þessu er kannski aðeins öðru vísi farið með Stöð 3.“ Að hvaða leyti? „Reglan um grundvallaratriðin er að vísu í góðu gildi gagnvart Stöð 3, en grunnurinn er allt ann- ar. Hjá Toyota og í Eyjum hét ég fjármálastjóri og yfir mér var framkvæmdastjóri og ábyrgðin á hans herðum. Nú er ég fram- kvæmdastjóri og þó ég sé að vinna í grundvallaratriðum sömu stjórn- unarvinnuna hvílir ábyrgðin á mér núna, því yfir mér er stjórn sem skipuð er einstaklingum sem til- nefndir eru af hinum ýmsu eigend- um fyrirtækisins. Þá er verið að koma á fót hérna nýju fyrirtæki og að því stendur stór og harðsnú- inn hópur þar sem fer margt fólk með mikla og góða reynslu á sínu sviði, m.a. úr ijölmiðlaheiminum.“ Að ná árangri Þú hefur þá ekki komist hjá því að setja þig inn í eðli allra þessara starfa? „Nei, um það var ekki að ræða. Hluti af þessu er lærdómsferli og í öllum þessum ólíku störfum hef ég gert mér far um að skilja og þekkja alla þætti fyrirtækjanna. Það er út af fyrir sig heillandi að breyta svona rækilega til og svo eru alveg sérstaklega áhugaverðir aðilar sem standa að Stöð 3 og það skipti ekki minnstu máli er ég ákvað að freista gæfunnar í þessu starfi.“ Þú hefur verið á talsverðu flakki, þú sérð þessa stöðu þá e.t.v. sem eitthvað varanlegra ef allt gengur að óskum? „Til að byija með er ég ekki í vafa um að allt mun ganga að óskum. Hér er allt gírað inn á að ná árangri og það er það sem ég stefni jafnan að í starfi. Og já, þetta starf er þannig í eðli sínu að það gæti verið freistandi að staldra lengur við en áður. Hér eru menn að horfa fram veginn jafnhliða því að vinna með þeirri tækni sem er við lýði í dag. En tækniþróunin á þessu sviði er svo gífurlega hröð að fyrirsjáanlegt er að nýir og krefjandi möguleikar muni skjóta upp kollinum á hveiju einasta ári. Forsendur fyrir fram- þróun fyrirtækisins eru einmitt að tileinka sér þær tækninýjungar sem fram koma og það gerir starf- ið heillandi," segir Úlfar. Hvert þessara starfa hefur verið skemmtilegast? Tvö fyrstu störfin voru skemmtileg, hvort á sinn hátt. Mér leið vel hjá Toyota og kvaddi með nokkrum söknuði. I Eyjum var hasar. í þessu nýja starfi er meira að gerast á stuttum tíma en ég hef nokkru sinni lent í, en að öðru .leyti hef ég verið svo stutt í þessu að um samanburð getur varla ver- ið að ræða,“ segir Úlfar og nefnir ekki í hógværð sinni að samhliða starfinu í Eyjum var hann forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja í eitt ár. Stöð 3 Nú fer nýja stöðin senn í loftið, hvað viltu segja um það? „Ja, við erum nýlega búnir að auglýsa verðið. Það kostar 1.995 krónur á mánuði að fá Stöð 3 og fjórar gervihnattarásir að auki. Verðið segir eiginlega það sem segja þarf um stefnuna hjá Stöð 3. Við viljum gera öllum kleift að hafa aðgang að sem flestum sjón- varpsrásum. Gera fólki kleift að vera með í þeirri hröðu þróun sem er nú hér á landi. Þetta á að vera sjónvarpsstöð á verði sem allir ráða við. Auðvitað er Stöð 3 hugs- uð sem bein samkeppni við Stöð 2.“ Hvað um innlenda dagskrárgerð eða fréttastofu, er eitthvað slíkt á dagskrá? „Nei, hvorugt. Við sjáum ekki þörf á einni fréttastofunni til við- bótar. Aftur á móti gæti svo farið að í fyllingu tímans verði innlent sjónvarpsefni. Við erum byijaðir að ræða við þá aðila sem eru í framleiðslu á innlendu efni með það fyrir augum að kaupa af þeim ákveðna dagskrárgerð. Ekki er unnt að ræða það nánar á þessu stigi, þau mál eru enn á frum- stigi, en við höfum fullan hug á því að skipta við þessi fyrirtæki og vaxa með þeim og dafna. Þá ætlum við ekki að vera í sam- keppni við íslenska kvikmynda- gerð, heldur efla hana eins og frek- ast er kostur." Er nýi sjónvarpsstjórinn mikill sjónvarpsglápari? „Það er nú svolítið fyndið, en eftir að við hjónin vorum búin að velta því fyrir okkur fram og til baka hvort að ég ætti að taka þessa stöðu eða ekki, og eftir að niðurstaðan var orðin sú að rétt væri að ég gerði það, þá sagði hún að eiginlega væri ég loksins kom- inn í starf sem hentaði mér full- komlega. Nánast kominn á rétta hillu, því ég hef alltaf haft mjög gaman að því að setjast fyrir fram- an sjónvarp og gleyma mér í efni þess.“ Á hvað horfir þú helst? „Ég er eiginlega alæta á sjón- I > > \ i I > I ! r i i i i í ! i L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.