Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 39 ___________BREF TIL BLAÐSIINIS_______ ; Mannfyrirlitning að atvinnu Nokkur orð um „Smásögu“ Hrafns Gunnlaugssonar Frá Gunnhildi Jónsdóttur: FYRIR nokkrum dögum fékk þjóðin að heyra á öldum ljósvakans nýja / smásögu eftir Hrafn Gunnlaugsson, lesna af honum sjálfum. Eftir hina miklu kynningu sem þessi viðburður I hafði fengið í útvarpinu, var for- vitni mín vakin og ég ákvað að skrúfa fyrir sjónvarpið og fylgjast með þessum menningarviðburði. Ég kveikti á útvarpinu og setti mig í stellingar nákvæmlega á réttum tíma til að heyra hinn upprennandi smásagnahöfund íslensku þjóðar- innar hefja lesturinn með þessum I orðum: „Madam var ekkja að at- vinnu“. Strax í þessari setningu lagði höfundur h'nurnar að því sem I á eftir kom, því auvirðilegasta mannfyrirlitningarbulli sem yfir ís- lenska þjóð hefur lengi dunið. Efni sögunnar var i stórum drátt- um frásögn af komu ekkju Pablo Picassos til íslands, þegar sýning á verkum hans var haldin á Kjarvals- stöðum í tengslum við listahátíð árið 1986. Persónur sögunnar voru: „Ekkja“ (frú Pablo Picasso), „Kven- ráðherrann" (frú Vigdís Finnboga- dóttir), „>jóðskáldið“ (Halldór Lax- ness), og „Eiginkonan" (frú Auður Laxness), og síðast en ekki síst hann sjálfur, sögumaðurinn í hlutverki móttökustjórans. Að vísu voru þessi nöfn hvergi nefnd, en með eftir- hermum og fíflagangi vildi Hrafn Gunnlaugsson greinilega koma því vandlega til skila við hveija væri átt. Kvenráðherrann sem sigrað hafði alla sína karl-keppinauta um embættið og átti virðingu og að- dáun hinnar ríku ekkju (sem við skulum muna að var ekkja að at- vinnu), hafði að ekkjunnar ósk boð- ið til sín þjóðskáldinu sjálfu og frú hans til að þau mættu hittast. Fleiri aukapersónur eru nefndar til sög- unnar, en í stuttu máli gerir höfund- ur sér far um að auðmýkja og lítils- virða þessar persónur á hinn lág- kúrulegasta hátt. Frá sjónarhóli hins hnökralausa móttökustjóra fá hlustendur að heyra um hégómleika ekkjunnar, vandræðagang kvenráð- herrans, kvensemi þjóðskáldsins og bægslagang og afbrýðisemi eigin- konunnar. Óll eru þau gerð að hin- um hlægilegustu vandræðagemsum og þeim lagðar hinar fáránlegustu setningar í munn. í ofanálag er þetta svo leikið með tilþrifum eins og um alger fífl væri að ræða. Skáldið sem vildi ekki sleppa hendi ekkjunnar þegar afbrýðisöm eigin- konan tosar hann af stað í átt að gestabókinni „eins og þegar ein- björn togar í tvíbjörn“ virðist vera hápunktur atburðarásarinnar í verki okkar nýjasta snillings. Það má víst með sanni segja að slíkt verk er ekki á færi annarra en Hrafns Gunniaugssonar að skrifa. Svo undraverða ritsnilld er ekki hægt að öðlast fyrr en maður hefur losað sig gjörsamlega við alla siðferðiskennd og fjötra hinnar veiklunduðu tilfinningasemi manns- ins í garð meðborgara sinna. Og það þarf enn meira til. Það þarf yfirskammta af mannfyrirlitningu, illgirni og vesalmennsku til að sparka á þennan hátt í aldraðan mann sem ekki getur lengur borið hönd fyrir höfuð sér og sinna nán- ustu. Alla þessa eiginleika virðist Hrafn Gunnlaugsson hafa hlotið í vöggugjöf í ríkara mæli en fólk á að venjast. Þessu til viðbótar virðist hann hamingjusamlega laus við sjálfsgagnrýni og réttlætiskennd. Að upphefja sjálfan sig á annarra kostnað er það sem hann kann og virðist það eina sem hann kann virkilega vel. Ég leyfi mér að efast um að nokkrum manni hefði liðist að ausa þvílíkum ósóma yfir þjóðina á veg- um Ríkisútvarpsins og Hrafn Gunn- laugsson gerði þetta kvöld. Ef Hrafn hefur verið staddur þarna í þessari móttöku sem opinber emb- ættismaður og sagt satt og rétt frá er hann sekur um trúnaðarbrest gagnvart öllum þeim sem þar voru með honum. Ef hann hinsvegar hefur leyft Gróu vinkonu sinni að aðstoða sig við ritsmíðina, er hann sekur um það sem er enn verra: - Siðleysi. Ég leyfi mér líka að lýsa vanþókn- un minni á útvarpsstjóra sem enn einu sinni virðist viljandi sjá í gegn um fingur sér þegar Hrafni Gunn- laugssyni þóknast að ausa yfir þjóð- ina óhróðri og lágkúru. Þessi þáttur var auglýstur vel og rækilega það löngu fyrir flutning, að enginn þarf að efast um að útvarpsstjóra hafí verið vel kunnugt um efni hans. Getur það verið, að kristilegt siðferð- isþrek útvarpsstjóra sé í samræmi við þessa sögu Hrafns Gunnlaugs- sonar? Ef svo er, þá held ég að það sé tímabært að hann fari að svipast um eftir öðru starfí sem hæfír hon- um betur. Starfí þar sem ekki reyn- ir svona oft á dómgreind, sannleiks- ást og kristilegt hugarfar. Megi hon- um þá, með guðs hjálp, vegna betur á nýjum stað. GUNNHILDUR JÓNSDÓTTIR, Hraunbæ 18, Reykjavík. 4 vikur á Kanrí 3. janúar gviðbótar- íbúðir á Lena frá kr. 57.835 * Kr.57.835 m.v. hjón með 2 böm, 2-12 ára, 3. janúar. Kr.85.860 m.v. 2 í íbúð, 3. janúar Við höfum nú fengið 8 viðbótaríbúðir á Lena Mar, einum vinsælasta gististaðnum á Kanarí. Allar íbúðir með einu svefnherbergi, baði, stofu, eldhúsi og svölum sem allar snúa út í garðinn. Bókaðu meðan enn er laust Innifalið í verði: Flug, gisting, flug- vallaskattar, flutningur til og frá flugvelii erlendis og íslensk fararstjórn. Austurstræti i 7,2. hæð. Sími 562 4600. Spítalastígur 10 - nýendurb. Opið hús kl. 14 til 16 Verið er að breyta húseigninni í 4ra-íbúða hús. Efsta hæðin verður til sýnis í dag kl. 14 til 16. Þar er um að ræða glæsilega 4ra herb. íb. sem skiptist í saml. stof- ur, 2 svefnherb., eldhús og bað. íb. fylgir sérþvherb. á hæðinni og allt risið yfir íb. Allar innr. eru nýjar og vandaðar. Parket á gólfum. Allar lagnir og gler einnig endurnýjað. Stórar suðursvalir. Óvenju glæsil. útsýni í suður og norður. Teikn. af neðri hæðum verða á staðn- um en þær íb. verða til afhendingar á næstu mánuðum, einnig nýendurnýjaðar. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, s. 551-9540 og 551-9191. Tvær góðar f vesturbæ Opið hús í dag milli kl. 14 og 17 Bræðraborgarstígur 5 Stórglæsileg 106 fm íbúð á 1. hæð. Nýlegar innrétting- ar. Parket. Mikil lofthæð. Flísalagt baðherb. Hagstæð lán áhv. Skipti möguleg. Getur losnað fljótlega. Stefán og Perla bjóða ykkur velkomin(n). Hringbraut 83 Gullfalleg 3ja herb. miðhæð 78 fm í góðu þríbýlishúsi. Nýlegt parket á hæðinni. Mjög falleg suðurlóð. Áhv. 4 millj. Verð 6,5 millj. Hörður og María bjóða ykkur vel- komin(n). Óðal, fasteignasala sími 5889999. Sími 562 57 22 - Borgartúni 24 - Fax 562 57 25 Opið í dag frá kl. 11-14 ÖLDUGATA - VESTURBÆR. Mjög falleg 4ra herb. íbúð á 2. hæð ásamt aukaherbergi á jarðhæð, ca 100 fm í mjög góðu húsi. Mjög góaðr innréttingar, parket á gólfum, nýlegir franskir gluggar. Nýtt rafmagn og lagnir. Fallegur garður. Topp eign. Verð 8,6 millj. ESKIHLIÐ. Mjög góð 2ja herb. íbúð ca 72 fm í kjallara með sér inngangi. Stór stofa og rúmgott svefnherbergi. 3 geymslur. Verð 4,9 millj. OFANLEITI . Mjög góð 3ja herb. íbúð á efstu hæð, ca 84 fm ásamt 27 fm stæði í bílskýli. Hús og sameign í mjög góðu lagi. Áhv. ca 3 millj. Verð 8,4 millj. BLONDUBAKKI . 4ra herb. íbúð á 3. hæð (efstu), 112,5 fm ásamt aukaherbergi í kjallara. Góðar innréttingar. 3 svefnherbergi. Gólfefni, parket og korkur. Blokkin nýviðgerð og máluð. Áhv. byggsj. + húsbréf, 5,3 milij. Verð 7,6 milij. HÁHÆÐ - GARÐABÆ - SKIPTI. Glæsilegt raðhús ásamt bílskúr, alls um 165 fm. 3-4 svefnherb. Stofa og sól- stofa. Vönduð gólfefni. Sérsmíðaðar innréttingar. Topp eign. Áhv. hús- bréf 6 milij. Verð 14,5 mlllj. Ath. skipti á minni eign. Hafnarfjörður - einstakt tækifæri versl.- og skrifstofu- og atvinnuhúsnæði Höfum í einkasölu þetta glæsilega húsn. sem í dag er tæpl. tilb. u. trév. Um er að ræða 1. hæð, verslunar- húsn. ca 650 fm, 2. hæð skrifsthúsn. ca 500 fm og kjallari, atvinnuhúsn. ca 650 fm. Innkeyrsludyr. Húsið afh. fljótl. tilb. u. trév. Sameign frág. Lóð malbikuð. Fráb. staðsetn. Byggingaraðili: Sparisjóður Hafnar- fjarðar. Selst í stórum eða smáum einingum. Nánari upplýsingar gefur Helgi á skrifstofunni. Setbergsland - Hf. - nýtt Holtsbúð - einb. - Gbæ Glæsilegt útsýni Nýkomið mjög fallegt og vandað 170 fm einb. á einni hæð, auk 55 fm bílsk. 4 stór. herb. Arinn. Massívt parket. Sökkull fyrir sólskála. Róleg staðs. Verð 15,8 millj. Hagamelur-3ja Sérlega falleg ca 85 fm endaíb. á jarðh. m. sérinng. Toppeign. Verð 6,5 millj. Glæsil. pallabyggt einb. með tvöf. bílskúr á þessum veður- sæla stað, samtals ca 260 fm við Háaberg Hf. Arinn. Útsýni. Eign fyrir vandláta. Afh. strax fokh. eða lengra komið. Teikn. á skrifst. Upplýsingar gefur: Hraunhamar, fasteignasala, sími 565 4511.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.